Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Side 4
4 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 DV Loftslagsráðstefnunni í Haag frestað fram í maí: Arangursleysið í Haag mikil vonbrigði - segir Steingrímur J. Umhverfisráðherra bæði ánægður og óánægður „Ég er ánægö og óánægð með ráö- stefnuna," segir segir Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráöherra um lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag, sem frestað var um helgina fram í maí á næsta ári. Hún er ánægð með stöðu mála gagnvart sér- stöðu íslands eða hinu svokallaða „íslenska ákvæði“. íslenska tiilagan var tekin fyrir hjá vísinda- og tækni- nefnd á ráðstefnunni og er tilbúin tU umfjöllunar. Siv segir að það séu hins vegar viss vonbrigði að ekki skyldi hafa náðst samkomulag um útfærslu Kyoto-bókunarinnar að þessu sinni. Hún telur mjög mikilvægt að niður- staða fáist í málinu á næsta ári og er vongóð um að það takist. Siv segir að til þess að samkomulag náist verði Bandaríkjamenn og Evrópusamband- ið að ná saman, þar sem þessir aðil- ar losi um helming af öllum gróður- húsalofttegundum í heiminum. Að sögn Sivjar er vaxandi skUningur á sérstöðu íslands og hvaöa áhrif smæð hagkerfisins hefur í þessum málaUokki. Hún segir að menn séu einnig famir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að nota endumýtan- Slv Friöleifsdótt- Steingrímur i. ir umhverflsráö- Sigfússon, for- herra. maöur Vinstri hreyflngar-græns framboðs. lega orkugjafa eins og gert er hér á landi í stað orku- gjafa eins og olíu, kola og kjarnorku. „Á meðan Evrópusambandið stefnir að því að 12% af þeirra orkugjöfum verði endumýtanlegir árið 2020 eru 70% af okkar orkugjöfum endurnýt- anlegir í dag,“ segir Siv. Lofar ekki góðu Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingar-græns fram- boðs, segir að árangursleysi fundar- ins í Haag séu mikil vonbrigði, sér- staklega þar sem nýjar upplýsingar sýni að afleiðingar loftslagshlýnunar Ámi Finnsson, framkvæmda- stjóri Náttúru- verndarsamtaka Islands. I og breyttrar veðr- áttu vegna gróður- húsalofttegunda verði að öllum lík- indum enn hrika- legri en áður var talið. Hann segir blóðugt að sjá tím- ann liða ár af ári ' án þess að menn komist af stað með að uppfylla þau markmið sem sett hafa verið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Mér frnnst dapurlegt að sjá þann félagsskap sem Island valdi sér og það skuli hengja sig aftan í Bandaríkin, sem eru aðal dragbíturinn á samkomulag í þessu efnum,“ segir Steingrímur. Það gefi auga leið að það sé ekki vænlegt til árangurs ef Bandaríkjamenn séu að klæðaskerasauma einhverja lausn utan um sig þannig að þeir þurfi ekk- ert að leggja að mörkum þrátt fyrir að stór hluti gróðurhúsalofttegunda í heiminum komi frá þeim. Steingrím- ur vill vita hver hafi tekið þá póli- tísku ákvörðun að ísland myndi fylgja Bandaríkjunum og iðnríkjum sem voru í skjóli af þeim. Hann telur að framganga íslands og innlegg hafi ekki verið okkur til sóma. þ.e.a.s. að hafa ekki undirritað Kyotobókunina og reyna þá að vinna í þessu ferli innan frá. Steingrímur segist halda í vonina um að þráöurinn verði tekinn upp að nýju og menn gefist ekki upp en þessar lyktir lofi ekki góðu. Slæmt fýrir lífríki jarðar Ámi Finnsson, framkvæmda- stjóri Náttúruverndarsamtaka ts- lands, segir að það séu mikil von- brigði að þau ríki sem aðild eiga að Kyoto-bókuninni hafi ekki sýnt ábyrgð sína í verki varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og komist að samkomulagi í Haag. Hann segir að þetta sé mikill ósigur fyrir alla og sé slæmt fyrir lífríki jarðar. „Það verð- ur að komast að samkomulagi sem fyrst, því nú þegar eru merki um að loftslagsbreytingar séu hafnar og að þær geti haft hrikalegar afleiðing- ar,“ segir Árni og nefnir sem dæmi rigningar og flóð í Skandinavíu, Mó- sambík og Indlandi. -MA Fyrrum forseti íslands á jafnréttisráðstefnu í París: Vigdís biðlar til karlmanna - í viðtali við danska dagblaðið Aktuelt „Ég er ánægð með að vera orðin sjötug. Nú veit ég loks hvar ég stend og sé allt skýrt,“ segir Vigdís Finn- bogadóttir, fyrmm forseti íslands, í viðtali í danska dagblaðinu Aktuelt sem tekið var í tilefni af því að Vig- dís var frummælandi á jafnréttis- ráðstefnu sem haldin var í París í fyrri viku. „Skilaboð mín til kvenna eru skýr: - Menntið ykkur!“ segir Vigdís í Aktuelt. Vigdís Finnbogadóttir lætur svo um mælt í viðtalinu aö afturkippur hafí komið í jafnréttisbaráttuna á síðari árum því yngri konur séu ekki jafn ákafar í baráttunni og þær eldri voru á sínum tíma. Vigdís Vigdís í Aktuelt Afturkippur í jafnréttisbaráttuna. beinir orðum sínum til karl- manna, aö nú sé komið að þeim að fleyta jafnréttisbaráttunni áfram. Konur geti ekki lengur reitt sig einvöröungu á stuðning annarra kvenna: „Við karlmennina segi ég: Hvetjið konur ykkar...Setjist nið- ur og ræðið hvemig stuðningi ykkar við konur verði best fyrir- komið...Menntum konur í aukn- um mæli í tæknigreinum og vís- indurn," segir Vigdís og lýsir jafnframt yfir ánægju með að fjórði hver þátttakandi á jafnrétt- isráðstefnunni í París hafi verið karlmaður: „Flestar rikisstjómir senda ein- göngu konur á ráðstefnur þar sem fjallað er um jafnrétti eða heilbrigð- ismál. Ég sé fyrir mér jafnréttisráð- stefnu þar sem karlmenn eru í mikl- um meirihluta og konur aðeins brot af þátttakendum. Ég vil einnig sjá konur taka þátt í leiðtogafundum þar sem fjallað er um efnahagsmál, vísindi og varnarmál," segir Vigdis í ákalli sínu til karlmanna og viöur- kennir um leið að sjálf hefði hún aldrei orðið forseti íslands án stuðn- ings karlmanna. Nú sé komið að þeim í jafnréttisbaráttunni. -EIR Veöríð í kvöld Færö 6Í&A Fimmtudaj Vindur: 8-13 nv's Hiti 5° til O' Norðaustan 8-13 m/s og rignlng cöa slydda austanlands, slydda eða snjókoma með köflum norðanlands en þurrt að mestu suðvestan til. Laugard MiJ Vindur: /^ ~~ vL-~\ 8-13 m/, «£> \ Hiti 5° tii 0° Norðaustan 8-13 m/s og rlgnlng eða slydda austanlands, slydda eða snjókoma með köflum norðanlands en þurrt að mestu suövestan tll. Vindur: 8-13 m/t Hiti 5° til O” O'/i'V' Norðaustan 8-13 m/s og rignlng eða slydda austanlands, slydda eða snjókoma með köflum norðanlands en þurrt að mestu suðvestan tll. Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgur REYKJAVIK 15.54 I 10.40 AKUREYRI 15.13 09.29 Síödegisflóö 19.54 00.27 Árdegisflóö á morgun 08.13 12.46 SkúÉufM á va&urtAknunn J^VINDÁTT ^^VINDSTYRKUR 1 metrurn á sekúndu 10V-HITI 10° ^-FROST HEIOSKÍRT £> £> O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKYJAD *.*,•/ w/ W RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA w w ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Noröaustanátt Norðaustan 10 til 15 m/s meö dálítilli rigningu, fyrst suðaustan tii en lengst af þurrt suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig. Vlða talsverð hálka Á Vestfjörðum er þungfært um Dynjandisheiöi en hálka á heiöum. Vegna vatnavaxta er ófært um Selströnd milii Hólmavíkur og Drangsness en búist viö aö þar opnist fyrir hádegi. Annars eru flestir þjóðvegir landsins færir en víða er talsverð hálka. Léttir víða til Austlæg átt, 5 til 10 m/s og skúrir eða slydduél með suðurströndinni en léttir víöa til annars staðar. Gengur í norðaustan 10-15 m/s með dálítilli rigningu, fyrst suöaustan til í nótt, en lengst af þurrt suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig. CZlSNJÓR mm ÞUNGFÆRT ■■ÓFÆRT Lögreglumenn: Meira líf í kon- um þegar tungl er fullt Það er orðin alkunn staðreynd að meira er að gera hjá starfsfólki verslana þegar nýtt greiðslukortatíma- bil tekur gildi. En fleiri starfsstéttir finna fyrir korta- notkun íslendinga, til dæmis lögreglu- menn. „Þetta eru tvenn mánaðamót sem viö verðum var- ir við, þessi venju- legu og kortamán- aðamótin. Það er meira af fólki á ferð- inni á vertshúsun- um en ekki endilega fleiri útköll eða al- varlegri brot, það er bara fleira fólk á ferðinni þegar það getur farið að strauja eðlilega," sagði Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn lögreglunnar í Reykja- vik. Hann útskýrði að ekki sé um vísindalegar rannsóknir að ræða heldur eru þetta hlutir sem lög- regluþjónar taka eftir í starfi sínu. „Þetta er svipaö og þegar fullt tungl er, þá er meira líf, sérstaklega í konum, þær eru fjölmennari í mið- bænum en karlmenn. Eins þegar stórstreymt er, þá sýnist okkur vera meira líf í fólki. En þetta er ekki vís- indalega rannsakaö," sagði Geir Jón. -SMK Útf á lífinu Samkvæmt mati lögreglu- manna fara fleiri konur út aö skemmta sér á fullu tungli en karl- ar. Eldvarnavika LSS: 8 ára börnum kynntar eldvarnir Tæplega 5000 8 ára böm munu í þessari viku taka þátt í eldvamaget- raun og ræða um eld og hvernig má fyrirbyggja eldsvoða. í tilefni eld- varnaviku Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, sem haldin er í byrjun desember, munu slökkviliðsmenn heimsækja nær alla þriðju bekki grunnskóla lands- ins í þessari viku. Börnin munu einnig æfa neyðarrýmingu á skóla- stofum. í fréttatilkynningu frá LSS segir: „Jafnhliða heimsóknunum í skólana er afhent sérstakt verkefni með eldvamagetraim í tilefni af eld- vamavikunni. Dregið verður úr innsendum lausnum í janúar og verðlaun veitt. Verðlaunaafhending fer fram í slökkviliðsstöðvum víðs vegar um landið." Tilgangur eldvarnavikunnar er að kynna fólki leiðir til þess að fækka eldsvoðum og fyrirbyggja slys. -SMK | Veðriö kl.6 AKUREYRI alskýjaö 2 BERGSSTAÐIR skýjaö 1 BOLUNGARVÍK rigning 3 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 2 KEFLAVÍK snjóél 3 RAUFARHÖFN hálfskýjaö 4 REYKJAVÍK rigning 2 STÓRHÖFÐI skúrir 4 BERGEN skýjaö 6 HELSINKI skýjaö -1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 6 ÓSLÓ alskýjað 5 STOKKHÓLMUR rigning 4 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 0 ALGARVE skýjaö 15 AMSTERDAM súld 11 BARCEL0NA heiöskírt 10 BERLÍN skýjað 3 CHICAGO alskýjaö 1 DUBLIN rigning 10 HAUFAX alskýjaö 6 FRANKFURT rigning 6 HAMBORG rigning 5 JAN MAYEN alskýjaö 2 LONDON súld 13 LÚXEMBORG súld 7 MALLORCA léttskýjað 9 MONTREAL alskýjaö 2 NARSSARSSUAQ heiöskírt -11 NEW YORK hálfskýjaö 9 ORLANDO hálfskýjaö 10 PARÍS skýjaö 12 VÍN hálfskýjað 0 WASHINGTON hálfskýjaö 2 WINNIPEG skýjaö -6 ■ áYKk'MllwáVfclLWtlidÆ'áaabaiftlBaiHi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.