Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Qupperneq 10
10 ___________________________________________________________________________________ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 Útlönd I Ehud Barak með bráðabirgðalausn Forsætisráöherra ísraels, Ehud Barak, staðfesti í gær orðróm um að hann væri reiðubúinn að falla frá þeim kröfum sem hann setti fram í viðræðunum í Camp David i sumar. Barak stingur nú upp á viðræðum um bráðabirgðalausn sem felur í sér að Palestínumenn fái sjálfstætt ríki nú þegar. Hins vegar verði viðræðum um lausn á deilunni um Jerúsalem og flóttamenn frestað. Barak vonast til að fá svar frá Palestínumönnum í siðasta lagi í dag þegar lögð verður fram tillaga á þinginu um nýjar kosningar. Sérfræðingar telja að Barak geti með svolítilli heppni ver- ið við völd í marga mánuði til við- bótar. Hann verði þó aö hafa friðar- samning i höndunum. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hlíðarbær 11. Hvalfjarðarstr. hr., þingl. eig. Búi Gíslason og Harpa Hrönn Dav- íðsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóð- ur og Islenska skófélagið ehf., þriðjudag- inn 5. desember 2000 kl. 10. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESl. Stuðningur almennings við varaforsetann fer dvínandi: Gore segir að öll atkvæði skuli talin A1 Gore, forsetaefni demókrata, bað kjósendur í gærkvöld um að sýna biðlund á meðan hann vefengdi úrslit forsetakosninganna i Flórída. George W. Bush, forsetaefni repúblikana, var lýstur sigurvegari þar aðfaranótt mánudagsins og fær hann því 25 kjörmenn ríkisins. Það dugar til að ná kjöri sem næsti forseti Bandaríkj- anna þegar kjörmenn koma saman í næsta mánuði. Aðstoðarmenn Gores segja hins vegar að varaforsetinn haft sigrað í Flórída með níu atkvæða mun. Þá er miðað við talningatölur sem kjör- stjórn hefur ekki staðfest. Demókratar líta svo á að Gore hefði átt að fá 157 atkvæði í Miami- Dade sýslu og 215 til viðbótar í Palm Beach. Þar við bætist, segja demókratar, að ógilda hefði átt 174 utankjörfundaratkvæði sem Bush fékk. Þegar 372 ótalin atkvæði Gores hafa verið lögð við opinberan at- Al Gore í sjónvarpinu Forsetaefni demókrata skýröi banda- rísku þjóöinni frá því aö hann viöur- kenndi ekki úrslitin í Flórída. kvæðafjölda hans og 174 atkvæði Bush dregin frá er niðurstaðan níu atkvæða forskot Als Gores. Skoðanakannanir benda til að á brattan verði að sækja fyrir Gore þegar hann reynir að fá úrskurði kjörstjórnar Flórída hnekkt. „Þetta er Ameríka. Þegar atkvæði eru greidd teljum við þau. Við leggj- um þau ekki handahófskennt til hlið- ar af því að það er of erfitt að telja þau,“ sagði Gore í sjónvarpsávarpi til bandarísku þjóðarinnar í nótt. Hann sagði að enn hefðu öll atkvæði í Flór- ída ekki verið talin. Samkvæmt opin- berum tölum sigraði Bush með 537 atkvæða mun. Repúblikanar voru fljótir að svara varaforsetanum og sögðu orð hans ekki bera vott um góða stjórnvisku. Ef marka má skoðanakannanir vilja 60 prósent kjósenda, þar af þriðjungur demókrata, að A1 Gore játi ósigur sinn fyrir Bush. HAPPDRÆTT.I ^dae Vinningaskrá 30. útdrátíur 23. mivember 2000 Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) Fcrðavinningur Kr. 100.000 Kr, 200.000 (tvöfaldur) | 9 2 34 13 178 36969 71831 | Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5823 10041 20861 41788 r" 56208 75443 8976 12444 26603 55286 72150 76426 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 55 6941 16517 26469 36888 50702 58531 68613 68 5 7177 18859 28336 36930 51905 58608 70133 1545 9325 1 8991 30932 3821 0 51991 59052 7046 1 1681 9370 1 9543 31412 38366 52265 59 181 72949 4409 9458 196 93 31980 39468 52419 60061 74298 4491 1 0207 19909 3251 4 41593 52573 62067 74904 4504 10769 20624 32892 41774 54502 62306 7 5 586 4713 1 1992 21968 32908 4232 1 54952 62503 77915 ! 5824 1 2065 22682 329 90 45474 55135 64617 78472 5923 144 42 23665 33700 45863 55150 64959 6247 15917 24548 34385 46688 56322 6604 1 6427 16143 25172 34519 46703 57391 66045 6788 16180 25452 34689 50663 58385 68376 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 2 7680 1 7727 26774 37712 48216 59776 7 1906 19 8383 17968 27389 39174 48968 59839 72152 295 8424 18089 27801 39218 49058 60032 72180 346 9084 18244 27838 39231 49319 60344 72228 622 9448 1 8290 27856 39471 50 220 60997 72598 787 9751 18468 27938 40412 50424 61112 72639 131 1 1 0057 18784 28158 40595 50676 61659 73505 1603 10299 19109 28215 40619 51050 61992 73678 1613 10756 19793 28274 41003 51376 62505 75467 1909 111 1 1 1 9843 29595 42059 52197 62736 75530 1914 1 1708 20789 29789 43315 52622 62845 75909 2332 12024 21326 30472 43617 52969 63902 76654 2477 1 2333 21881 30761 43757 53153 64266 76687 2537 13358 22409 30982 44640 53560 64368 76950 2709 13363 22422 30987 4491 7 54127 64760 77286 2785 1 3625 22920 31343 45469 54152 64789 77367 2905 13734 231 19 32184 45551 54283 65335 77652 3563 14035 23730 33013 46)80 55961 65869 77688 3609 14113 23915 33786 46304 56090 66090 78149 3615 14503 24792 33808 46444 56538 66936 78278 4216 14653 24853 3481 1 46730 56549 68096 78347 4304 1 4696 24886 35483 46735 56597 68250 78596 4346 1 4798 25070 35639 4 6 830 57022 68323 78599 4356 15024 25245 35808 47001 57374 69136 79247 4521 15188 25347 35995 47154 58227 69373 79630 4700 1 5272 25456 36227 47557 58869 69958 79981 5025 1 5884 25872 36523 47671 58898 70057 6138 1 5955 25962 36641 47810 58905 70135 6836 16005 26153 37166 47825 59223 70182 7199 16820 2631 5 3741 1 47885 59425 71022 7323 1 6878 26578 37492 48084 59428 71216 7410 17356 26666 37638 48214 59712 71795 Næslu úldrættir fara fram 30. nóv. 2000 Hcimasíóa á Interncti: www.das.is Skin eftir skúr t Róm Þaö var fallegt um aö litast viö hiö fræga hringleikahús Colloseum í Róm eft- ir rigningar helgarinnar. Hestur og vagn spegluöust fallega í stórum polli. Kúariðuótti um alla Evrópu: Þjóðverjar fresta kjötmjölsbanninu Óttinn við kúrariðu breiðist út um Evrópu og komið er að þýskum neytendum að missa alla lyst á nautakjöti. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari vísaði í gær á bug öll- um ásökunum um að stjórn hans hefði ekki staðið sig sem skyldi eft- ir að fyrsta tilfelli kúariðu fannst i þýskum nautgrip. Stjórnvöld reyndu að endur- heimta traust neytenda á þýsku nautakjöti með því að banna þegar í stað notkun kjöt- og beinamjöls í dýrafóður. Gildistöku bannsins hef- ur hins vegar verið frestað til laug- ardags, að minnsta kosti, þar sem upphafleg neyðaráætlun stenst ekki lög. Kúariða er talin geta valdið nýju afbrigði af heilahrörnunar- sjúkdóminum Creutzfeldt-Jacob. Nautakjötið skoriö Slátrarinn Georg Schlagbauer í Munchen meöhöndlar nautakjöt í búö sinni þrátt fyrir ótta almennings. mssmmm- Bænabann í vinnunni Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, sættir sig ekki við allar venj- ur múslíma. For- sætisráðherrann sagði til dæmis í gær að í Danmörku ætti að sinna skyldustörfum í vinn- unni. Þess vegna væri ekki hægt að gera bænahlé fjórum sinnum á dag. Eldur í rútu í göngum Þegar Nordalsgöngin í Noregi, sem eru 24,5 kílómetra löng, voru vígð í gær kom upp eldur i rútu sem var komin hálfa leið inn í þau. Skjótt tókst að slökkva eldinn. Engar sannanir Þremenningunum, sem handtekn- ir voru í síðustu viku vegna gruns um morð á sex ára dreng í bænum Sebnitz i Þýskalandi, var sleppt i gær. Ekki var hægt að sanna að þeir tengdust morðinu á drengnum sem átti íraskan föður. Stillt til friðar Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, heimsótti í gær óróa- svæði við landamæri Kosovo þar sem komið hefur til átaka milli al- banskra skæruliða og serbneskra lögreglumanna. Kostunica sagði íbúunum að reynt yrði að stilla til friðar þar. Endurtalning Endurtalning atkvæða hófst í Washington í gær þar sem demókratinn Maria Cantwell er með 1953 atkvæða forskot á repúblikanann Slade Gorton. Sigri Cantwell verður jafnræði í öldunga- deildinn í fyrsta sinn í heila öld. Peningaþvottur forsetans Ríkissaksóknari Perú, sem rannsak- ar meinta spillingu Montesinos, fvrr- verandi yfirmanns leyniþjónustunnar, sagði í gær að hafm væri rannsókn á meintum tengslum Fujimoris, fyrrverandi forseta, við peningaþvott. Sviptir salernisaðstoð Vinnueftirlitið i Malmö í Sviþjóð hótar að banna sjúkraliðum að að- stoða sjúklinga á salerni og í sturt- um á sjúkrahúsum á Skáni þar sem tveir aðstoðarmenn komast ekki fyrir við vinnu sína. Wallenberg skotinn Sænski stjórnar- erindrekinn Raoul Wallenberg var skotinn í Lubjankafangels- inu 1947. Þetta full- yrti í gær Alexand- er Jakovlev sem er formaður nefndar er endurhæfa á fórnarlamb pólitískra ofsókna. Uppselt á 55 mínútum Allir miðarnir á Evrópu- söngvakeppnina i Danmörku í vor, 25 þúsund talsins, seldust upp á 55 mínútum i gær. Danir halda keppn- ina vegna sigurs Olsensbræðra í síðustu keppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.