Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjolmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. EftirHaag er heimavinna Fremur er ástæöa til aö lofa en lasta, að loftslagsráð- stefna Sameinuðu þjóðanna fór út um þúfur í Haag um helgina og verður fram haldið á næsta vori. Þau býti, sem reynt var að bjóða í lokin, voru þess eðlis, að þau hefðu aukið loftslagsmengun af mannavöldum. Vandinn stafar af nokkrum ríkjum, sem ekki vilja taka þátt í heimsátaki á þessu sviði og verja allri orku umboðs- manna sinna til að komast undan aðild. ísland er í hópi þessara ríkja, sem hafa ekkert jákvætt til málanna að leggja, eingöngu meinta sérhagsmuni sína. í ljósi alvöru málsins er ótækt, að ráðstefna um fram- kvæmd Kyoto-sáttmálans snúist nær eingöngu um tií- raunir þessara ríkja til að hlaupast undan merkjum og til- raunir sáttasemjara til að brúa gjána milli þessara fáu hagsmunapotara og meginþorra ríkja heimsins. í þessum svonefnda Regnhlífarhópi eru það eingöngu Bandaríkin, sem skipta máli. Stjórnvöld þar hafa áttað sig á, að langur vegur er frá almenningsálitinu vestra yfir í álit bandarískra þingmanna. Þeir eru hallir undir álit mengunarfyrirtækja, sem borga kosningabaráttuna. Því skiptir ekki máli, hvaða samkomulag er gert á fjöl- þjóðavettvangi um miklar, litlar eða engar varnir gegn auknum flóðum og stormum, ágangi sjávar og tilfærslu hafstrauma og fiskistofna. Bandaríska þingið mun neita að staðfesta hvaða samkomulag, sem verður ofan á. Ekki eru horfur á, að ástandið batni að sinni að þessu leyti í Bandaríkjunum. Ferlið er óheft i áttina frá lýðræði almennings yfir í auðræði stórfyrirtækja. Þeir þingmenn, sem nú hafa verið kjömir til tveggja ára, eru ekki fulltrú- ar almennings, heldur óhefts peningavalds. Baráttan fyrir endurheimt jafnvægis í lofthjúpnum fær- ist nú að miklu leyti inn í Bandaríkin, þar sem eru öflug- ustu umhverfisverndarsamtök heimsins. Þau eru að átta sig á, að styrjöldin vinnst ekki á fjölþjóðavettvangi, held- ur í kosningum innanlands í Bandaríkjunum. Bandarísk umhverfissamtök hljóta að leggja aukna áherzlu á að setja þingmenn á svartan lista, ef þeir eru hallir undir mengunarhagsmuni. Þau hljóta að beina kröftum sínum til að fá kjósendur til að skipta þeim út fyr- ir umhverfissinna í næstu kosningum. Hið sama verða raunar umhverfissinnar einnig að gera í öðrum ríkjum Regnhlífarhópsins. Þeir, sem telja breyt- ingar á loftslagi jarðar stefna í óefni, þurfa að taka hönd- um saman um að setja þá stjórnmálamenn á svartan lista, sem hafa unnið gegn umhverfissjónarmiðum. Ósigurinn í Haag verður til að stappa stálinu í fólk. Mikil reiði er um aflan heim vegna vangetu ríkisstjórna heims til að staðfesta inntak Kyoto-sáttmálans og fram- kvæma hann. Ríkisstjórnirnar munu fara undan í flæm- ingi og vísa sök á hendur Regnhlífarhópnum. Framvindan er fyrirsjáanleg. Loftslagið þarf að versna enn, áður en það byrjar að batna. Við munum sjá fleiri og verri flóð og storma og við munum sjá hafið ganga á land í auknum mæli. Að lokum vöknum við til vitundar um, að manngerð mengun er komin úr böndum. Ekki má gleyma því, að samstaða Evrópusambandsins að Bretlandi undanskfldu á fundinum í Haag var áfanga- sigur, sem lofar góðu um, að ekki verði gefið eftir fyrir mengunarsinnum á borð við rikisstjórn íslands, þegar fundinum verður fram haldið á næsta vori. Á meðan þurfa menn að vinna heimavinnuna sína, fara niður í grasrótina í hverju ríki fyrir sig og beina spjótum sínum að gæzlumönnum mengunarhagsmuna. Jónas Kristjánsson DV Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2001: Grafarvogur í góðum málum Hrannar Björn Arnarsson borgarfulltrúi Reykjavík- urlistans Frumvarp að fjár- hagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 2001 var tekið til fyrri umræðu í borgar- stjóm Reykjavíkur fimmtudaginn 16. nóv- ember sl. Fjárhags- áætlunin ber þess glöggt vitni að sá góði árangur sem náðst hefur í fjármálum borgarinnar á undan- fómum árum er nú að skila sér i kröftugri uppbyggingu og bættri þjónustu á öUum sviöum borgarsamfélagsins. Minni skuldir - miklar framkvæmdir Með þessari farsælu stjóm mála- flokkanna hefur einnig myndast svigrúm tU verulegra niðurgreiðslna á skuldum borgarsjóðs. í heild verða á árinu 2001 skuldir borgarsjóðs greiddar niður um 2,8 miUjarða króna og hafa skuldir borgarsjóðs þá lækkað um ríflega 5,5 miUjarða frá upphafs ári þessa kjörtímabils. Fjárhagsáætluninni fylgja ítar- legar starfsáætlanir allra mála- flokka sem heyra undir fyrirtæki og stofnanir Reykjavíkurborgar og ítarleg sundurliðun á þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á árinu 2001. Um leið og ég hvet borgarbúa tU að kynna sér fyrirliggjandi vU ég sérstaklega vekja athygli á þeim uppbygging- aráformum sem fram undan eru i Grafarvogi árið 2001. Umhverfi - íþróttir - skólar _ Á árinu 2001 er blásið tU nýrrar sóknar í íþrótta- og æskulýðsmálum og mikU áhersla lögð á að styrkja yngstu borgarhlutana, Grafarvogs- hverfin, en þau fóstra flest bömin í borginni. Samtals verður hálfum miUj- arði króna varið tU skólabygginga í Grafarvogi. Þyngst vega nýju skólam- ir, Borga- og Víkurskóli, en talsverðu fé er einnig varið til Foldaskóla, Hamraskóla og Rimaskóla. Stærsta einstaka framkvæmdin í íþróttamál- um er bygging knattspymuhúss við Víkurveg í Grafarvogi. Fjárhagsáætlun ársins 2001 gerir „Á árinu 2001 er blásið til nýrrar sóknar í íþrótta- og œskulýðsmálum og mikil áhersla lögð á að styrkja yngstu borgarhlutana. Alls verður ríflega milljarði króna varið til framkvæmda og fjárfestinga í Grafar- vogshverfum á árinu 2001.“ ráð fyrir 200 miUjón króna fjárveit- ingu tU byggingar nýs knattspymu- húss sem áformað er að opna árið 2002.1 tengslum við knattspymuhús- ið er síðan reiknað með uppbyggingu einkaaðila á frekari aðstöðu tU íþróttaiðkunar. Framkvæmdir þess- Bindindi er best Tveir virtir læknar, gagnkunnugir áfengismálum og skelfUegum fylgi- fiskum neyslunnar, létu á dögunum áþekk orð faUa um að fátt væri nú templara í landi hér, enda heyrðist varla í þeim í umræðunni um áfeng- ismál. Hvoru tveggja má tU sanns vegar færa, því miður. Sveit templ- ara er aUt of þunnskipuð í dag og allt of fáir úr okkar hópi leggja út á rit- vöUinn, enda sannast sagna ekki fýsilegt í þeirri vUltu og arfavitlausu umræðu um þetta margrómaða frelsi í áfengismálum sem raunar er gæsalappafrelsið eitt ef grannt er að gáð. Skýr mörk? Það er í raun alveg makalaust þeg- ar menn tala um dýrð frelsisins í sömu andrá og áfengisneysla er tU umræðu, því fátt leiöir tU eins alvar- legrar ánauðar og þessi neysla frels- isdrykkjarins, eða hafa menn aldrei kynnst þeim skelfilegu afleiðingum hvarvetna um samfélagið sem þessi „Menn hafa, vel á minnst, reynt að draga skýr mörk milli áfengis og annarra eiturefna, áfengisunnendur jafnvel barið sér á brjóst í heilagri hneykslan yfir neyslu ólöglegra vímuefna á meðan setið hefur verið slímusetum yfir ofurdrykkju á krám borgarínnar. “ Með og á móti neysla, þessi ofuránauð hef- ur í för með sér. Læknarnir tveir sem glöggar og merk- ar greinar rituðu um þessi mál vita betur og þeirra áliti, þeirra úrskurði ættu allir hugsandi menn að hlýða og hlíta. Þeim er engin tæpitunga á vörum, þeir eru ekki í lof- gjörðarsveit villtrar frjáls- hyggju sem aUt ætlar aö æra, enda áfengisauðvaldið samt við sig og hefur víða úti sendimenn sem syngja áfenginu lof og dýrð. Menn hafa, vel á minnst, reynt að draga skýr mörk milli áfengis og annarra eiturefna, áfeng- isunnendur jafnvel barið sér á brjóst í heUagri hneykslan yfir neyslu ólög- legra vímuefna á meðan setið hefur verið slímusetum yfir ofurdrykkju á krám borgarinnar. Þessum mönnum hefði verið hoUt að hlýða á sönn að- vörunarorð Bubba Morthens á dög- unum þegar hann rakti órofasam- hengi áfengisneyslu og neyslu ann- arra eiturefna, þar sem áfengið kæmi aUtaf fyrst tU sögu. Gömul aðvörunarorð En heyrandi heyra þeir ekki og því borin von að menn fái vitkast þótt staðreyndir séu á borð bomar. Þeim hefði líka verið hoUt að hlýða á eina ágæta vinkonu mína sem hefur barist frá unglingsárum við ofur- veldi Bakkusar og segist nú fyrst vita hvað raunverulegt frelsi til að lifa lífinu sé. Hún dró þá sem tala um vínmenningu sundur og saman í beisku háði og sagðist á sinni löngu samleið með víninu aldrei hafa fund- Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaOur ið örðu af menningu, en hins vegar hyldýpi ógæf- unnar í hverju horni. Máske lætur þessi greinda kona í sér heyra eins og ég hvatti hana tU, en hún sagði það vafamál að á sig yrði hlustað þegar aUt sner- ist í umræðunni um hið hömlulausa flæði þessa eit- urs. Hún minnti mig einnig á gömul aðvörunarorð mín gegn bjómum á sínum tíma, þegar fuUyrt var óspart að með lögleiðingu bjórsins myndi stórlega draga úr heildarneyslu áfengra drykkja, en ég hefði talið að um ör- ugga viðbót yrði að ræða, sem hún sagði nú aUar sölutölur ár eftir ár sanna svo skelfilega, þar sem neysl- an færi hraðvaxandi. Hún sagði mig vel mega minna á þetta nú þegar staðreyndir lægju svo ljóslega á borðinu. En merkUegast af öUu þótti mér þó þegar hún minnti mig á gamla grein sem ég hafði ritað sem bar yf- irskriftina: Bindindi er best og hún sagðist öðra hvoru lesa tU að fuU- vissa sig enn betur um sannleiks- gUdi þessa, aðeins saknaði hún sár- an aUra hinna glötuðu ára þar sem bindindið var víðs fjarri og örvænt- ingin ein við völd. Og ég minntist þess einu sinni enn að aldrei hefi ég hitt neinn sem séð hefur eftir bindindi sínu á móti þeim ógnarfjölda sem hefur harmað hlut- skipti sitt á valdi vímunnar. Því skal enn sagt: Bindindi er langbest tU heiUa og hamingju. Helgi Seljan tur í fasteignaviðskiptum? Bjóst ekki viö að þetta ástand varaði lengi Ekki orðið var við samdrátt j „Ef maður skoð- ar árið í heild ■ sinni sést að sam- ■111 dráttur er 30 pró- sent miðað við árið í fyrra. Það skiptir þó náttúr- lega miklu máli að árið í fyrra var eitt það söluhæsta í lang- an tíma þannig að þrátt fyrir þennan samdrátt núna er ekki hægt að segja að markaðurinn sé í neinni verulegri lægð. Það bjóst enginn við því að þetta ástand sem var í fyrra myndi vara mjög lengi því það var endalaus sala og mikiU hraði á öUu og svo gífurleg eftirspum í marga mánuði. Það má líka túlka þetta þannig að Guðrún Árnadóttir formaöur Féiags fasteignasaia markaðurinn sé bara að leita að ákveðnu jafnvægi. Það hef- ur hægt á viðskiptunum og framboð á eignum er að aukast. Það era enn þá dæmi um ákveðnar verðhækkanir og það era líka dæmi um það að verð er farið að lækka á ein- hverjum fasteignum á ákveðn- um stöðum. Hraðinn í viðskiptunum er ekki sá sem hann var fyrir ári og ég held að það sé bara af hinu góða því þetta erú viðskipti sem krefjast þess að fólk gefi sér góðan tíma og hafi ráðrúm til þess að hugsa og taka ákvarðanir." „Salan hefur ekki dregist saman undanfamar vUt- f ur. Innan við helm- ingur fasteignasala á landinu er i Félagi fasteigna- sala. Þar af eru 10 til 15 manns sem eru virkir félagar og Guð- rún, sem er talsmaður þeirra manna sem eru að tapa við- skiptum fyrir gamlar og úrelt- ar aðferðir. Það er greinilega samdráttur hjá þeim fasteigna- sölum. Þetta er hrikalega mik- ill samdráttur, að sögn Guðrúnar, hjá þessum minnihluta, allt að 40 prósent, en við höfum ekki orðið vör við þenn- an samdrátt. Ef þú berð saman um- Finnbogi Kristjánsson löggildur fasteigna- sali hjá fasteigna- sölunni Frón ar verða veruleg lyftistöng fyrir Grafarvogshverfm og íþróttastarfið í borginni. ! sundlauginni i Grafar- vogi er fyrirhugað að byggja litla laug með rennibraut og bæta þannig aðstöðu bama og fjölskyldna í Graf- arvogi. sóknir til íbúðalánasjóðs þá sést að þær era heldur fleiri í október í ár heldur en i októ- ber 1999 og biðin hefur styst hjá íbúðalánasjóði. Þjónustan hjá íbúðalánasjóði hefur stór- lega lagast. Ef íbúðalánasjóður er lengi að afgreiða umsóknir þá er málið gallað, annaðhvort frá fasteignasala eða greiðslu- matið frá bankanum. Ástandið í þjóðfélaginu er heldur skárra núna heldur en oft áður og verkfóll og vextir hafa lítil áhrif í þessari velferð. Við höfum búið við miklu hærri vexti og verðbólgu og fólk hefúr miklu meiri möguleika á að kaupa sér íbúð í dag.“ -SMK Félag fastelgnasala segir mikinn samdrátt vera i eru ekki sammála þessari yfirlýsingu. sölu fasteigna þessa dagana, eða 30 til 40 prósent miðaö viö sama tíma í fyrra. Aðrir fasteignasalar Þá ætlar borgin að hraða uppbygg- ingu göngu- og hjólreiðastíga í Graf- arvogi, sem og að efla ræktun og framkvæmdir við útivistarsvæði hverfisins. Alls verður ríflega millj- arði króna varið til framkvæmda og fjárfestinga í Grafarvogshverfum á árinu 2001. Niðurskurður Sjálfstæðis- flokksins í Grafarvogi? Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt til að framkvæmdir borgar- innar verði skomar niður um 1.100 milljónir árið 2001 sem er sambæri- leg fjárhæð og varið verður tO upp- byggingar í Grafarvogi að tillögu Reykjavíkurlistans. Ekki hafa sjálf- stæðismenn treyst sér til að tilgreina þau verkefni sem þannig ætti að fóma. En Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast niðurskurðarhugmyndir Sjálfstæöisflokksins þar sem tillög- um sjálfstæðismanna verður hafnað og uppbygging Reykjavikurlistans mun verða að veruleika. Það er því óhætt að fullyrða að Grafarvogur verður í góðum málum árið 2001. Hrannar Bjöm Amarsson Ummæli Ný og dýrari lyf „Vera má að notkun nýrra lyfla sé Trygg- ingastofnun þymir í augum vegna þess að þau eru í mörgum til- vikum dýrari en hin gömlu ... Það er vegna þess að framleiðand- inn þarf að ná inn öllum kostnaði við þróun nýs lyfs á einkaleyfistímanum eða meðan það er enn nýtt. Ekki má heldur gleyma því að söluhagnaður af lyflum fer að drjúgum hluta til frekari framþróunar í lyflækningum og upp- finningum nýrra lyfja.“ Stefán S. Guöjónsson, framkvstj. Sam- taka verslunarinnar, FÍS, í Mbl. 25. nóvember. FBA stórmistök „Þeir era að leita að blóraböggli en geta sjálfum sér um kennt. Þeir sem halda um ís- lenska efnahagsstjóm ættu að horfa í eigin barm frekar en að gagnrýna lífeyrissjóð- ina ... Almennt eru veikingaráhrif krónunnar vegna þess að menn hafa ekki trú á íslenska hagkerfmu. Það voru í fyrsta lagi mistök að stofna FBA. Hann var skilinn eftir með allt of mikið eigið fé ... Áhrifin á markað- inn urðu slæm sem hlutabréfamark- aðinn. Þetta vora mjög afdrifarík mistök." Kári Arnðr Kárason, framkvstj. Lífeyris- sjóös Noröurlands, í Degi 25. nóvember. Sameining sveitarfélaga „Það er mikið hagsmunamál íbúa höfuðborgarsvæðisins, að sveitarfélög- in á þessu svæði sameinist í tvö stór sveitarfélög ... Vel má vera, að svo miklir hagsmunir tengist skiptingu höfuöborgarsvæðisins í mörg sveitarfé- lög, að erfitt verði að fá forsvarsmenn þeirra til að hafa forystu um frekari sameiningu. En er ekki eðlOegt að íbú- arnir sjálfir taki þessa ákvörðun?" Úr forystugrein Mbl. 25. nóvember. Innanlandsflug leggst af Samkvæmt ummæl- um Trausta Valssonar skipulagsfræðings mun reglubundið innan- landsflug að mestu leggjast af í framtiðinni í kjölfar bættra bíla og vega og vegna stytting- ar akstursleiða. Hann telur að ílug til Akureyrar muni fljótlega minnka, hækki verð á flugvélabensíni verulega. Einna lengst telur Trausti að flug muni haldast til ísafjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Ummæli Trausta Valssonar skipulags- fræöings. Úr Degi 25. nóvember. Skoðun Hvernig gengur endurtalning atkvœðanna? © ‘ooiH&BogfipNöuoRE VV T(?VW& KÁEDlÁ sepvictí Flögð undir fögru skinni Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gekkst fyrir ráðstefnu um daginn um einelti á vinnustöðum. Ráðstefnan var mjög vel sótt og umræður voru lífleg- ar að framsöguerindum loknum. Margir vildu vita meira eða leggja orð í belg. Þeir sem stóðu að ráðstefnunni sögðu tímabært að hætta að þegja yflr einelti, þessum ófógnuði sem flestir þekktu en engir vildu nefna. Talað var um gerendur, þolendur og hinn þögla meirihluta sem tekur þátt með því að hafast ekki að. Undir fölsku flaggi Umræðurnar rifjuðu upp fyrir mér norska bók sem ég las í fyira og heitir Sjarmör og tyrann. Heiti bók- arinnar má þýða á ýmsa vegu: Heill- andi harðstjóri, eða Flagð undir fögru skinni. Höfundamir eru Alv A. Dahl og Aud Dalsegg. Alv er prófess- or í geðlækningum í Osló, Aud er blaðamaður sem hefur sérhæft sig í skrifum um heilbrigðismál. í bók- inni lýsa þau fólki sem er persónu- leikaskert en kemur afar vel fyrir enda oft elskulegt og sjarmerandi. Fólk af þessari gerð siglir þó oft undir fölsku flaggi. Undir fáguðu, glaðlegu yfirborði felst tilfinninga- kaldur, harðsvíraður einstaklingur sem kærir sig kollóttan um tilfinn- ingar annarra. Þetta fólk kemst oft vel áfram, nælir sér í stjómunarstöð- ur á vinnustöðum og kemst til mann- virðinga í þjóðfélaginu. Námsgáfur eru ekki skertar, þannig að það get- ur tekið ágæt próf. Að vísu skirrist þaö ekki við að svindla ef svo ber undir, hvorki í skólaprófum né í líf- inu sjálfu. Það sem einkennir þetta fólk er að það finnur aldrei til sekt- arkenndar hvað sem það gerir - Allt sem aflaga fer er öörum að kenna. Þetta fólk á auðvelt með að vefja öðrum um fingur sér, öðlast svo mikla ást og umhyggju að aðrir eru tilbúnir að vaða eld og vatn fyrir það. Eini gallinn á þeirri fóm er að hún er ævinlega til einskis. Margar konur og karlar hafa reynt að „lækna" fólk af þessu tagi með kær- leika en allt slíkt er unnið fyrir gýg. Að reyna að opna augu viðkomandi er vonlaust vegna þess að þetta fólk getur ekki sett sig í spor annarra, sér bara sjálft sig og nýtur þess eins að svala löngunum sínum og ná sínu fram. Það nær gjaman miklu valdi yfir öðrum og níðist þá á þeim með ýmsu móti. Það er einmitt fólk af þessu tagi sem leggur aðra í einelti, hvort held- ur ér á vinnustöðum, í skólum eða á heimilum. Þetta fólk skapar ótrúlegt óöryggi þeirra sem fyrir því verður vegna þess að það getur aðra stund- ina verið elskulegt og blítt, hitt veif- ið miskunnarlaust og kalt. Fómar- lömbin vita aldrei á hverju þau eiga von og trúa því lengi að síðasta óveðrið verði það allra siðasta og senn komi betri tíð. - Hvað er til bragðs gagnvart svona fólki? Einelti eitt, fjölda- ofsóknir annað Alv og Aud hafa ýmis ráð á takteinum, s.s. að byggja sjálf- an sig upp en reyna ekki að snúast til varnar vegna þess að flestir þeirra sem leggja aðra í einelti eru á höttunum eftir stríði sem þeir hafa yndi af að vinna. Stundum getur hjálpað að segja öðrum frá eineltinu en því miður getur það þó valdið vonbrigðum því að oftar en ekki segja vinnufélagarnir vantrúaöir: „Ég er svo hissa, aldrei er hann/hún svona við mig.“ Það er einmitt lóðið. Einelti er ekki það sama og fjöldaofsóknir. Á fundinum hjá Verzlunarmannafé- laginu kom fram að oftast gæfist fólk upp og segði upp vinnunni vegna eineltisins en margir hafa ekki möguleika á því. Ef stjórnandinn á ekki hlut að máli getur hjálpað að leita liðsinnis hans. Ef hann treystir sér ekki til að aðhafast neitt er hins vegar illt í efni. Ef skúrkurinn er yfirmaður eða millistjórn- andi er spilið svo gott sem tapað. Stjórnendum, þótt lágt standi, verður sjaldn- ast haggað, af hverju sem það nú er. Stundum eiga fórnarlömbin enga undankomuleið, að því er virðist. Hún er þó til. Viktor Frankl lýsir því í bók- inni sinni, Leitin að tilgangi lífsins, hvemig unnt var að hefja sig yfir mis- kunnarlausar árásir og ofsóknir kvalaranna, að fjarlægja sig innra með sér. Fyrst slíkt var mögulegt i einangrunarfangabúðum nasista hljóta allir að eiga mikla von. Hólmfríður Gunnarsdóttir Hólmfríður Gunnarsdóttir „Fólk af þessari gerð siglir þó oft undir fölsku flaggi. Undir fáguðu, glaðlegu yfirborði felst tilfinningakaldur, harðsvíraður einstaklingur sem kœrir sig kollóttan um tilfinningar annarra. “ (Tekið skal fram, að mynd þessi tengist grein þessari aðeins óbeint - ef eitthvað er.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.