Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Side 4
2 Þaö var ekkert gefiö eftir i viöureign Liverpool og Olympiakos á Anfield Road í gærkvöld. Elias Pousanidis tekur hér ólöglegum brögöum til aö stöðva Danny Murphy. Reuters dvsport@ff.is Leikmenn Herthu Berlín gengu hnípnir af San Siro-leikvanginum í gærkvöld eftir ósigurinn gegn Inter Milan. Það benti allt til þess að Eyjólfi Sverrissyni og félögum i þýska liðinu tækist að komast áfram í 4. umferð UEFA-bikarsins. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum i Berlín og því hefði 1-1 jafntefli dugað Herthu. Þegar ein mínútu var eftir af leiknum skoraði Tyrkinn Hakan Sukur sig- urmark Inter í leiknum og skömmu síðar fjaraöi leiktíminn út. Eyjólfur Sverrisson lék í sókninni hjá Herthu og lék allan tímann. Liverpool lék ágætlega gegn Olympiakos á Anfield Road, Jafn- tefli varð i fyrri leiknum, 2-2. Emile Heskey og Nicky Barmby skoruðu fyrir Liverpool og var Gerard Houllier, knattspymustjóri Liver- pool, mjög ánægður með liðið sitt í þessum leik. „Ég er stoltur af strákunum sem börðust af krafti allan leikinn og léku af skynsemi," sagði Houllier. Gríski þjálfarinn sagði að sitt lið hefði aldrei geflð upp vonina en núna gæti liðið einbeitt sér að keppninni heima fyrir og stefnan væri tekin á að vinna tvöfalt, deild- ina og bikarinn. Árni Gautur Arason varði mark Rosenborgar gegn spænska liðinu Alaves. Bjartsýni ríkti hjá norska liðinu eftir fyrri leikinn á Spáni sem lyktaði með jafntefli. Alaves var betri aðilinn í leiknum og náði að skora þrjú mörk áður en Bent Skammelsrud tókst að klóra i bakk- ann undir lokin en það reyndist um seinan. Spánverjamir fengu fyrsta markið á silfurfati þegar Bent Inge Johnsen gerði sjálfsmark og voru leikmenn Rosenborgar þónokkra stund að koma sér í gang eftir það. -JKS FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 UErA'BIKARINN Úrslit í gær: (Samanlagt) W. Bremen-Bordeaux .... 0-0 (1-4) Rosenborg-Alaves.......1-3 (2-4) 0-1 Johnsen (18. sjálfsm.), 0-2 Vucko (37.), 0-3 Moreno (62.), 1-3 Skammels- rud (89. vltasp.). Sl. Prag-NK Osijek .... 5-1 (5-3) 1-0 Doisek (15.), 2-0 Zelenka (28.), Turkovic (45.), 3-1 Dosek (53.), 4-1 Zelenka (90.), 5-1 Kuchar (90.). Hamburger SV-Roma . . 0-3 (0-4) 0-1 Aldair (29.), 0-2 Delvecchio (58.), 0-3 Samuel (60.). Liverpool- Olympiakos . 2-2 (4-2) 1-0 Heskey (28.), 2-0 Barmby (60.). Lausanne-Nantes........1-1 (4-7) 0-1 Ziani (25.), 1-1 Lombardo (51.), 1-2 Moldovan (60.), 1-3 Carriere (90.). Celta Vigo-Sh. Donetsk . 1-0 (1-0) 1-0 Catanha (28.). Barcelona-C. Brúgge ... 1-1 (3-1) 1-0 Rivaldo (15., víti), 1-1 Verheyen (27.). Inter Milan-H. Berlín . . 2-1 (2-1) 1- 0 Recoba (6.), 1-1 Tretschok (54.), 2- 1 Sukur (89.) VaUecano-L. Moskva . . . 2-0 (2-0) 1-0 Bolic (65.), 2-0 Alcazar (68.) PAOK Saloniki- PSV ... 0-1 (0-4) 0-1 Bruggink (44.) Porto-Espanyol.........0-0 (2-0) Kaiserslautern-Rangers .. 3-0 (3-1) 1-0 Klose (8.), 2-0 Buck (65.), 3-0 Lokvenc (79.). AEK Aþena-Leverkusen . . 2-0 (6-4) 1-0 Navas (17.), 2-0 Tsartas (49.) Þaö var engin kátína á meðal áhangenda Barcelona þegar leikmenn liðsins gengu af leikvelli eftir viður- eignina við Club Brtigge þótt sæti í 16-liða úrslitum væri í höfn. Liöið þótti leika Ula og er megn óánægja meö hvemig það leikur í dag. ' m*. íffkó 3. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöld: Sukur sökkti Herthu - sex „fallistar“ úr riðlakeppni meistaradeildar féllu úr keppni Róbert Schmidt í Borgar- firði með nokkrar rjúpur en veiðin hefur gengið róiega það sem af er veiðitímanum. DV-mynd Pálmi Gestsson 60 Svo virðist sem rjúpnaveiðin hafi lltið skánað, enda hefur tíðar- farið lítið breyst á stórum hluta landins og enn þá vantar snjóinn. Þeir skotveiðimenn sem við höf- um heyrt í hafa flestir sömu sögu að segja, lítið af fugli og rjúpan er enn dreifð. „Það sem ég hef frétt er svona frekar í lakari kantinum miðað i- við undanfarin ár. En margir eru að fá ágætis veiði, allt frá 15 til 35 fugla í ferð og sumir hafa fengið meira. Ég veit um tvo veiðimenn sem fóru í Hengilinn og fengu tæplega 60 fugla á tveimur dögum, svo það er nú ekki alveg stein- dautt,“ sagði Róbert Schmidt í samtali við DV-Sport í gærdag. „Tveir drengir fyrir norðan fengu einnig 60 fugla á einum degi og menn fyrir austan hafa verið að kroppa ágætt inn á milli. Við erum nokkrir í Húsafellslandinu og erum að kroppa þetta frá 6 til * 14 fugla í ferð en það vantar snjó- inn 1 kjarrið. En þó svo að veiði- menn séu ekki að skjóta marga fugla á hverjum degi, þá er ekki alltaf þar með sagt að menn þurfi að veiða heil ósköp af rjúpu. Menn ráða því sjálfir hvað þeir komast oft á veiðar og góður mað- ur sagði að betra væri að fara oft- ■ ar á veiðar og veiða þá minna í senn. Það er nokkuð til í því. Það er líka matsatriði hvað er góð veiði og ekki. Fyrir suma eru 40-50 fuglar á dag frekar dræm veiði en ég held að það séu ekki sanngjarnir veiðimenr Sjálfur er ég búinn að fá tæp- lega 30 rjúpur í fáum ferðum og um síðustu helgi fór ég til Minnea- polis með félaga mínum og þar veiddum við 24 fasana fyrir há- degi á fallegum og sólríkum degi. Að vísu fór ég á sömu veiðilendur í fyrra en ekki á yfirstandandi rjúpnaveiðitima eins og nú. Þannig að þetta var ágætis til- breyting frá dræmri rjúpnaveiði hér heima. En það snjóar brátt og þá fer maður í kjarrið á snjóþrúg- unum til að fá faeinar til viðbót- ar,“ sagði Róbert. Verðið á rjúpunni „Varðandi verðið á rjúpunni í ár, þá á ég frekar vona á að fram- boðið verði lítið en verslanir koma sjálfsagt til með að selja þær á sama verði og í fyrra, um 750 krónur fuglinn. Verði framboð lítið þá ræðst verðið töluvert af eftirspum hverju sinni og það er eins og með allt. Ef framboð væri lítið af kalkúna eða svínaham- borgarhrygg yrði verðið sjálfsagt hærra á þeim vörum en ella. í heildina þá held ég að veiðin hafi verið nokkuð undir meðallagi og stofninn virðist vera i niður- sveiflu. Annars veit maður varla hverju maður á að trúa, fugla- fræðingum eða veiðimönnum. Merktar rjúpur eru að finnast dauðar á friðuðum svæðum fyrir norðan og í miklu magni miðað við fjölda merktra fugla. Mitt álit á fuglafræðinni varð- andi stofnsveiflur og atföll er að þessar kenningar eru komnar í hring. Áður sögðu fuglafræðingar að veiðar hefðu engin áhrif á rjúpnastofninn. Núna er allt önn- ur kenning i gangi, þrátt fyrir ára- tuga rannsóknir. Eru þessir menn að læra við sama skóla í sama landi? Vitanlega eru menn orðnir van- trúaðir á þessar kenningar og stofnstærðir eftir allt þetta tal. Það þarf ekki skarpan mann til að sjá að veiðar eru náttúrlega tals- verður hluti í afíollum stofnsins. Þegar um 150.000 rjúpur eru veiddar árlega sjá menn að svo mikill fjöldi mundi aldrei hafa drepist á svo stuttum tíma af ein- hverjum öðrum orsökum en veiði. Og hvað er stofninn stór 1.000.000 fuglar? Hver veit það? Ég held að rjúpurnar í þessu landi séu fleiri en ílestir halda,“ sagði Róbert Schmidt í lokin. -G. Bender - styttist í lok rjúpnatímabilsins. Sumir hafa fengið góða veiði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.