Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Page 2
22 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000 Sport Elísabet Sif Haraldsdottir og dansherra hennar, Scott Montague. eru aö gera þaö gott í dansheiminum um þessar mundir. dsdóttir gerir það gott í dansheiminum - í heiminum í suðuramerískum dönsum Ellsabet Sif Haraldsdóttir hefur síðustu fjögur ár búið í Englandi og æft þar og keppt í dansi, nánar tiltekið suðurameriskum dönsum. Hún einskorðar keppni sína hins vegar ekki við Bretlandseyjar og hefur ásamt dansherra sínum, Bretanum Scott Montague, náð góðum árangri á alþjóðavettvangi og standa þau framarlega 1 heiminum í sinni íþrótt í dag. Síðustu misseri hefur parið verið að ná betri og betri árangri á opnum áhugamannamótum hér og þar um heiminn og hafa aldrei staðið jafn framarlega og nú. Þau kepptu fyrir skömmu á einu af þremur stærstu áhugamannamótum í heiminum, Intemational Championships, sem haldið var í Royal Albert Hall í London. Þar komust þau í undanúrslit 12 para en 260 pör tóku þátt í mótinu. Þess má geta að Elísabet Sif, sem er 19 ára, var langyngsti dansarinn á mótinu. Af öðrum mótum á síðustu vikum má telja sterkt mót i Barcelona á Spáni þar sem þau höfnuðu í þriðja sæti og mót í Danmörku, svokallað World Ranking opið mót áhugamanna, en þar lentu þau í fjórða sæti. Á öll þessi opnu mót mæta pör hvaðanæva úr heiminum. Sýna á gamlárskvöld í Kuala Lumpur Elísabet Sif og Montague virðast eiga mjög vel saman í dansinum ef miða má við árangur þeirra upp á síðkastið. Þau æfa mjög stíft, að meðaltali fjóra tíma á dag, en þá eru ekki meðtalin þrekæfingar og fyrirlestrar um dansíþróttina. Fyrir árangur þeirra á mótinu í Royal Albert Hall hefur þeim verið boðið til Kuala Lumpur í Malasíu til þess að sýna þar dans á gamlárskvöld en þau halda utan þann 27. desember næstkomandi. al þeirra bestu ^ Evrópumótin í handknattleik: Olafur skoraði 11 mörk í Úkraínu - Magdeburg tapaöi naumt en á heimaleikinn eftir Aron allur að koma til - Skjern sigraði Danska liðið, sem Aron Krist- jánsson leikur með, sigraði júgóslavneska liðið RK Sin- telon, 33-28, í fyrri leik lið- anna í Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- leik í gær. Aron stjórn- aði sóknar- leiknum hjá Skjem og skoraði þrjú mörk. „Þetta var mjög góður sigur en það er spuming hvort þessi flmm mörk duga okkur því júgóslavneska liðiö er örugg- lega mjög erfitt heim að sækja. Við hefðum með smáheppni getað unnið stærri sigur en um tíma í fyrri hálíleik vorum við með átta marka forystu. Undir lok leiksins klúðruðum við vítakasti, þeir brunuðu upp og skoruðu og náðu þannig að minnka forskotið niður í fimm mörk,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við DV. Hann sagðist allur vera aö koma til eftir hnjámeiðslin og væri bjartsýnn á framhaldið. Aron kemur heim í frí 18. des- ember og þá hefst undirbúning- urinn með landsliðinu fyrir HM í Frakklandi. íslenskir dómarar stóöu sig vel Guðjón L. Sigurðsson og Ólaf- ur Haraldsson dæmdu leikinn í Skjem og komust þeir vel frá hlutverki sinu. „Það var haft á orði eftir leik- inn hvað dómararnir hefðu komust vel frá leiknum. Þeir Guðjón og Ólafur höfðu mjög góð tök á leiknum," sagði Aron. -JKS Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk fyrir Magdeburg sem tapaði fyrir Saporoshje frá Úkraínu, 23-22, 1 fyrri leik liðanna í EHF- keppninni í handknattleik um helgina. Síðari leikurinn verður í Magdeburg um næstu helgi og verða möguleikar þýska liðsins að komast áfram í 8 liða úrslit keppn- innar að teljast góðir. Ólafur átti mjög góðan leik en hann hefur staðið sig mjög vel með liðinu í vetur. Rússinn Kuleschow skoraði fjögur mörk. Hjá Saporoshje gerði Oleg Veliki 11 mörk og sagði Al- freð Gíslason að ef honum yrði haldiö niðri i síðari leiknum væri hann bjartsýnn á að komast áfram. Alfreö ánægöur þrátt fyrir ósigur „Þrátt fyrir tap var ég nokkuð ánægður með leikinn en það er mjög erfítt að koma hingað og leika,“ sagði Alfreð í viðtölum eft- ir leikinn. Þýsku félagsliðin komust annar vel frá leikjum sínum á Evrópumót- inu um helgina. Kiel lék á heima- velli við ítalska liðið Pallamano Trieste í meistaradeildinni og sigr- aði, 34-24, en þar áður tapaði liðið fyrir Braga á útivelli. Fyrri hálf- leikur var jafn gegn Trieste og hafði Kiel þá aðeins eins marks forystu, 15-14, í síðari hálfleik skildi hins vegar leiðir og þýska liöið tryggði sér tíu marka sigur. Daninn Nikolaj Jakobsen skoraði 10 mörk fyrir Kiel og Magnus Wislander skoraði fímm mörk. Lemgo sigraði Partizan Belgrad, 19-20, i Júgóslavíu og er svo gott sem komið áfram. Khermann skoraði sjö mörk fyrir Lemgo og Baumgartner skoraði fímm mörk. Flensburg háði erfiðan leik gegn sænska liðinu Skövde á heimavelli. Þýska liðið hafði i lok- in fimm marka sigur, 30-25, sem er ekki víst að nægði liðinu en síð- ari viðureignin verður í Skövde um næstu helgi. Daninn Christi- ansen skoraði tíu mörk fyrir Flensburg. Góður útisigur hjá Nordhorn Guðmundur Hrafnkelsson og félagar unnu góðan útisigur, 28-35, á WiOstatt í þýsku bundeslíg- unni í handknatt- leik í gær. Þetta var annar sigur liðsins í röð og greini- legt á öUu að liðið er hrokkið í gang. Róbert Róbert Duranona Duranona hefur leikiö vel skoraði eitt meó Nettelstedt mark fyrir en lét sér nægja Nettelstedt e'h mark um sem sigraði helgina. Wetzlar, 27-26, á heimaveOi. Sig- urður Bjarnason í herbúðum Wetzlar var ekki í hópi marka- skorara liðsins. Þá sigraði Sol- ingen lið Bad Schwartau, 28-21. Vegna þátttöku þýsku liðanna á Evrópumótunum fóru aðeins fram þrir leikir í deildinni. Staðan: Flensburg 16 11 3 2 453-394 25 Magdeburg 15 11 2 2 392-306 24 Massenheiinl5 11 2 2 413-370 24 Lemgo 15 10 2 3 362-347 22 Essen 16 10 2 4 394-367 22 Kiel 14 10 0 4 384-330 20 Bad Schw. 16 9 1 6 371-380 19 Nordhorn 15 8 2 5 399-348 18 Grosswalds. 15 8 1 6 369-354 17 Solingen 16 7 1 o 1 œ 15 Gummersb. 15 6 2 7 389-381 14 Nettelstedt 16 7 0 9 397-420 14 Minden 15 6 1 8 378-390 13 Eisenach 15 5 2 8 365-378 12 Hameln 15 5 1 9 346-378 11 Wetzlar 16 5 0 11 400-418 10 Dormagen 15 4 1 10 322-374 9 Willstatt 16 3 3 10 396-435 9 Wuppertal 15 2 1 12 311-382 5 Hildesheim 15 1 1 13 322-412 3 -JKS -JKS Ólafur Stefánsson skoraöi 11 mörk fyrir Magdeburg, þar af sex mörk mörk úr vítaköstum í Úkraínu um helgina. Siöari viöureignin veröur í Magdeburg um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.