Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Side 9
28
Sport
Grótta/KR-Valur 21-17
0-2, 3-2, 5-3, 6-7, 10_8, (11-10). 11-12,
12-14, 16-15, 18-17, 21-17
Grótta/KR
Mörk/viti (Skot/viti): Hilmar Þórlinds-
son 8/4 (16/5), Aleksandr Petersons 4
(13), Kristján Þorsteinsson 3 (8), Alfreð
Þorsteinsson 2 (4), Atli Þór Samúelsson 2
(3), Magnús A. Magnússon 1 (2), Davíð
Olafssonl (4).
Mörk úr hraóaupplilaupum: 3 (Davíð,
Petersons, Magnús).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Varin skot/víti (Skot á sig): Hlynur
Mortens 12 (28/3, 43%), Hreiðar Guö-
mundsson 0 (1/1, 0%).
Brottvísanir: 2 mínútur
Valur
Mörk/viti (Skot/víti): Valdimar Gríms-
son 5/4 (6/4), Freyr Brynjarsson 4 (6),
Daníels Ragnarsson 3 (5), Júlíus Jónas-
son 2 (4), Geir Sveinsson 1 (3), Valgarð
Thoroddsen 1 (2), Bjarki Sigurðsson 1
(1), Markús Michaelsson (6), Snorri Guð-
jónsson (3).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Freyr 3,
Júlíus).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Varin skot/viti (Skot á sig): Roland
Eradze 16 (36/4, eitt víti í slá, 44%),
Stefán Hannesson 0 (1/1, 0%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson,
Jónas Eliasson 5.
fíæói leiks (1-10): 3.
Áhorfendur: 200.
Maöur leiksins:
Júlíus Jónasson, Val.
Fram-FH 28-20
0-1, 2-4, 2-6, 3-8, 6-10, 8-10, 11-11,
(12-11), 13-11, 15-13, 16-15, 18-17, 20-17,
22-18, 24-18, 27-19, 28-20
Fram
Mörk/viti (Skot/viti): 7/4 (7/4), Gunnar
Berg Viktorsson 6/0 (14/2), Róbert Gunn-
arsson 5/1 (5/1), Hjálmar Vilhjálmsson 5
(_6), Guðjón Drengsson 3 (5), Njörður
Árnason 2 (3), Björgvin Björgvinsson 1
(3), Ingi Þór Guðmundsson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Hjálmar
3, Róbert 2, Njörður 1).
Vítanýting: Skorað úr 5 af 7.
Varin skot/viti (Skot á sig): Sebasti-
an Alexendarsson 11/0 (37/3).
Brottvísanir: 4 mlnútur
FH
Mörk/viti (Skot/víti): Héðinn Gilsson
7/2 (11/3), Valur Arnarson 6 (9), Hálfdán
Þórðarson 4 (5), Sigurgeir Ægisson 2 (5),
Guðmundur Pedersen 1 (5), Sverrir
Þórðarson (1), Viktor Guðmundsson (1),
Lárus Long (1), Pálmi Hlöðversson (1),
Hjörtur Hinriksson (3).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Hálfdán
2, Guðmundur 1, Valur 1)
Vitanýting: Skorað úr 2 af 3.
Varin skot/viti (Skot á sig): Berg-
sveinn Bergsveinsson 6/2 (25/6), Jónas
Stefánsson 3/0 (13/1).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson
og Hlynur Leifsson (7).
GϚi leiks (1-10): (7).
Áhorfendur: 160.
Maöur leiksins:
Róbert Gunnarsson, Fram
KA-ÍBV 36-32
1-1 4-1, 6-2, 6-7, 7-8, 9-9, 10-12, 12-12,
14-13 (15-15). 16-17, 19-20, 23-24, 27-27
(28-28). 30-28, (32-29). 34-30, 36-32.
KA
Mörk/viti (Skot/víti): Andreas
Stelmokas 10 (14), Guðjón Valur Sigurðs-
son 9/6 (14/7), Heimir Om Ámason_7 (9),
Halldór Sigfússon 5/2 (7/3), Saevar Árna-
son 4 (6), Giedrius Csemiavskas 1 (3).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Aandr-
eas 3, Sævar, Heimir)
Vitanýting: Skorað úr 8 af 10 .
Varin skot/víti (Skot á sig): Hörður
Flóki Ólafsson 9 (29/8, 31%), Kári
Garöarsson (11/6.)
Brottvisanir: 16 mínútur
ÍBV
Mörk/viti (Skot/viti): Jón Andri
Finnsson 11/10 (16/13), Sigurður Stefáns-
son 6 (10), Eymar Krúger 6 (11), Svavar
Vignisson 4 (4), Armias Frovolas 2 (5),
Guðfinnur Kristmannsson 1 (3), Erling-
ur Richardsson 1 (2), Sindri Haraldsson
1(2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 11 af 14 .
Varin skot/viti (Skot á sig): Gísli
Guðmundsson 15/1 (39/8, 38,5%),
Kristinn Jónatansson 1/1 (2/2, 50,0%).
Brottvisanir: 14 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur I.eifsson, 5.
Gceöi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 350.
Maður leiksins:
Andreas Stelmokas, KA
Spennan hélt áhorf
endum viö efnið
- Grótta/KR lagöi Valsmenn á Nesinu
Grótta/KR sigraði Valsmenn,
21-17, á heimavelli sínum á Sel-
tjarnarnesi í leik sem var með ein-
dæmum slakur handboltalega séð.
Það sem hélt áhorfendum við efnið
var að leikurinn var lengst af jafn
og í raun hefði sigurinn getað lent
hvorum megin sem var. En það
voru slakir sóknartilburðir sem
urðu Valsmönnum að falli í leikn-
um.
Valsmenn byrjuðu líflega. Bjarki'
Sigurösson skoraði fyrsta mark
leiksins eftir tæpar 20 sekúndur en
hann átti síðan ekki eitt einasta
skot á markið þangað til honum var
skipt út af í síðari hálfleik. Það var
jafnræði með liðunum en sóknartil-
burðir beggja liða voru með hrein-
um ólíkindum. Stórskytturnar
Hilmar Þórlindsson og Aleksandr
Peterson áttu afar erfitt með að
flnna netið fyrir Gróttu/KR og end-
uðu skot þeirra ýmist fyrir utan
rammann eða í Roland Eradze sem
varði geysilega vel í byrjun leiks.
Vandamál Valsmanna var hins
vegar af öðrum toga því þeir glutr-
uðu boltanum oft í hendurnar á
andstæðingnum með lélegum send-
ingum eða með því að hreinlega
missa boltann. Liðin skiptust á um
að hafa forystuna í fyrri hálfleik en
í leikhléi munaði einu marki
Gróttu/KR í vil.
í síðari hálfleik settu Valsmenn
Daníel Ragnarsson í skyttustöðuna
hægra megin í stað Valdimars
Grímssonar og átti hann fína inn-
komu. Það var mikið fyrir hans til-
stilli sem Valsmenn náðu tveggja
marka forskoti, 12-14, eftir 11 mín-
útna leik í síðari hálfleik. En svo fór
Daníel í sama farið og aðrir félagar
lians í Valsliðinu.
Þeir fóru aftur að missa boltann
kiaufalega eða skjóta illa og við
þetta náði Grótta/KR forystunni
þrátt fyrir að þeirra sóknarleikur
væri langt frá því að vera laus við
vandamál af svipuðum toga.
Grótta/KR náði þriggja marka for-
ystu, 20-17, þegar fimm minútur
voru eftir og Valsmenn nýttu þær
sóknir illa sem eftir voru til að
minnka muninn.
Hvorugt liöiö átti glansleik
Eins og að framan sést átti hvor-
ugt liðið neinn glansleik. Það var
helst að góð tilþrif sæjust í varnar-
leik og þar má benda á Einar Bald-
vin og Magnús Agnar hjá
Gróttu/KR og þá Júlíus og Geir hjá
Val auk þess sem Roland Eradze
varði vel í byrjun leiks eins og áður
sagði. Aðrir voru langt frá sinu
besta og var sérstaklega dapurlegt
að sjá hvað skytturnar náðu sér illa
á strik, sérstaklega hjá Val, þó að
Hilmar Þórlindsson tæki reyndar
aðeins við sér í siðari hálfleik. -HI
Skin og skúrir í Safamýrinni:
14 marka sveifla
- Fram fór úr 3-9 í 28-20 og lagði FH-inga að velli
Fram vann góðan sigur á FH í
gærdag, 28-20, og fylgir þar með
Haukum fast eftir á toppi
deildarinnar. Gestimir byrjuðu
þó mun betur og komust fljótlega
sex mörkum yfir en Framarar
voru fljótir að nýta sér það þegar
FH-ingar fóru að láta reka sig út
af. Alls voru FH-ingar einum
færri í 8 mínútur í fyrri hálfleik.
Bergsveinn Bergsveinsson byrjaði
vel í markinu og varði tvö víti frá
Gunnari Berg en náöi ekki að
fylgja því eftir og fengu gestimir
lítið frá markmönnum sínum
megniö af leiknum. Fram komst
einu marki yfir fyrir hlé og var
síðan mun betra liðið f seinni
hálfleik.
Munurinn var aðeins eitt mark
um miðjan seinni hálfleikinn en
þá fóru leikmenn FH aö gera
einhvern fáranlegan gjöming í
sókninni sem varð til þess að
heimamenn hreinlega völtuðu yfir
þá. Gestimir einfaldlega hættu og
þegar lokaflautið gall var
munurinn orðinn átta mörk.
„Leikurinn byrjaði ekki nógu
vel hjá okkur og það var eins og
menn væru værukærir. Svo þegar
við byijuðum að spila eins og
menn var ekki aftur snúið og við
náðum 14 marka sveiflu. Við bara
byijuöum ekki þegar dómai-amir
flautuðu leikinn á og það er mjög
slæmt. FH-ingar spiluðu mjög vel
í upphafi og það má ekki taka það
af þeim en síðan náðum við tökum
á leiknum. Ætli menn hafi ekki
bara verið orðnir þreyttir á að
hlusta á skammirnar frá
þjálfaranum og ákveðið að rífa sig
upp. Hann getur ekki skammað
okkur þegar við spilum vel. Þetta
var mikill bamingur og
dómararnir leyfðu mikla hörku en
það kom ekki niður á öðru liðinu
heldur notfærðu bæði lið sér það.
Við höfum oft náð góðu forskoti og
tapað því niður en núna héldum
við áfram að bæta við og ég er
mjög ánægður meö það, sagði
Róbert Gunnarsson, leikmaður
Fram, við DV eftir leikinn.
Hjá Fram var Róbert sterkur og
duglegur að fiska vítaköst og
Maxim skilaði sínu. Gunnar Berg
var góður í seinni hálfleik eftir
frekar dapran fyrri hálfleik en
annars var liðsheildin góð. Hjá
FH voru Valur Amarson og
Héðinn Gilsson bestir og var
Héöinn tekinn úr umferð megnið
af leiknum eftir að hafa skorað
grimmt í byrjun. Hann má þó
setja meiri orku í leikinn sjálfan í
staö þess að vera sífellt vælandi
yfir dómgæslunni. -BG
Gáfust aldrei upp
- sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir sigurinn á ÍBV
DV, Akureyri:
Fyrirfram var búist við örugg-
um sigri KA á ÍBV þegar það kom
í heimsókn í KA-heimilið á föstu-
daginn var. KA var fljótlega
búið að ná fjögurra marka for-
skoti þegar um átta mínútur voru
búnar af leiknum. Næstu 10 mín-
útum þar á eftir vilja KA-menn
örugglega gleyma sem fyrst.
Ekkert gekk upp og náðu Eyja-
menn að komast yfir, 6-7. KA-
menn hrukku þá í gang og héldu
í viö þá fram til leikhlés. Leikur
liðanna var mjög grófur og voru
ófáar brottvísanir í fyrri hálfleik.
KA haföi fengið fimm í fyrri hálf-
leik og ÍBV fjórar.
Seinni hálfleikur var æsispenn-
andi og var aldrei dauð stund í
honum. ÍBV haföi yfirhöndina
allan seinni hálfleikinn þar til
um ein mínúta var eftir af leikn-
um. Mikil barátta var í liðunum,
Erlingur Kristjánsson og Svavar
Vignisson eldu m.a. grátt silfur á
línunni. Jónatan Magnússon
fékk svo rautt spjald þegar um
hálf mínúta var eftir af leiknum
og þá fyrir að brúka kjaft. KA
komst yfir í síðustu mínútunni
en Jón Andri Finnsson jafnaði
þegar um hálf minúta var eftir úr
víti. KA fór í sókn og fékk
aukakast í lokin en náði ekki að
nýta sér það og varð framlenging
staöreynd.
KA verðskuldaði framlenging-
una, spilaði af reynslu og var
komið með þriggja marka forystu
eftir fyrstu fimm mínúturnar.
Það hélt uppteknum hætti og
vann framlenginguna meö íjög-
urra marka mun.
Jón Amar Finnsson var
markahæstur maður HK með 12
mörk, þar af 11 úr vítum, Gísli
Guðmundsson var öflugur í
marki ÍBV. Guðjón Valur og
Andreas Stolmokas voru bestu
menn KA í leiknum.
Ánægöur meö sóknina
„Þetta var mjög erfiöur leikur.
Þeir eru búnir að tapa fimm leikj-
um í röð. Þeir eru mjög skynsam-
ir í sínum sóknarleik, stóöu sig
mjög vel í leiknum en okkur tókst
mjög illa að verjast. Ég er hins
vegar mjög ánægður með sóknar-
leikinn okkar í dag, við gáfumst
aldrei upp og kláruöum þetta í
restina. Ég held að menn hafl
haldið að þetta væri búið í stöð-
unni 6-2 og væri auðvelt eftir
það. Þetta er lið sem gefst aldrei
upp og er mjög klókt í sínum að-
gerðum. Við eigum eftir einn leik
eftir fyrir jól á móti HK á útivelli.
Deildin er það jöfn að við þurfum
lifsnauðsynlega á þessum stigum
að halda,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari KA, eftir leikinn.
-JJ
+
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000
29
Sport
Afturelding-Stjarnan 29-27
1-0, 2-2, 4-5, 6-7, 10-8, (13-13), 14-13,
16-15, 19-19, 22-21, (24-24), 24-25,
(26-27), 27-27, 29-27.
Afturelding
Mörk/víti (Skot/viti): Bjarki Sigurðs-
son 9/3 (11/3), Savukynas Gintaras 8
(11/1), Magnús Már Þórðarson 3 (4),
Haukur Sigurvinsson 3/1 (4/1), Hjörtur
Arnarson 2 (2), Himar Stefánsson 2 (4/1),
Þorkell 1 (2), Galkauskas Gintas 1 (4).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5
(Gintaras 2, Bjarki, Haukur, Þorkell).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 6.
Varin skot/viti (Skot á sig): Reynir
Þór Reynisson 16 (45/2, 36%).
Brottvísanir: 12 mínútur (Bjarki
rautt fyrir brot).
Stiarnan
Mörk/víti (Skot/viti): Magnús Sigurðs-
son 7/2 (18/2), Eduard Moskalenko 6 (8),
Arnar Pétursson 5 (9), David Kekelia 4
(4), Sæþór Ólafsson 3 (4), Konráð Olavs-
son 1 (2), Bjarni Gunnarsson 1 (3), Sig-
urður Viðarsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: Ekkert.
Vitanýting: Skorað úr 2 af 2.
Varin skot/viti (Skot á sig): Birkir
ívar Guðmundsson 8/2 (37/6, 22%).
Brottvísanir: 12 mínútur (Eyjólfur
Bragason rautt og Kekelia rautt fyrir
brot).
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Óinarsson (7).
GϚi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 350.
Maöur leiksins: Savukynas
Gintaras, Aftureldingu.
Þaö var hart barist aö Varmá á laugardaginn og ýmis brögö í tafli eins og sést hér hjá þeim Arnari Péturssyni og Konráö Olavssyni (á gólfinu) sem taka frjálslega á Sakukynasi Gintaras.
DV-mynd Hilmar Þór
Haukar 12 11 1 365-286 22
Fram 12 10 2 319-267 20
Grótta/KR 12 8 4 296-296 16
Afturelding 12 7 5 337-306 14
KA 12 7 5 307-296 14
Valur 12 6 6 293-277 12
FH 12 6 6 287-273 12
ÍR 12 6 6 272-270 12
IBV 12 5 7 328-328 10
Stjarnan 12 4 8 301-310 8
HK 12 2 10 274-322 4
Breiðablik 12 0 12 246-394 0
Nœstu leikir í Nissan-deildinni
verða um næstu helgi en á tostudag
mætast ÍR og Fram og FH og
Afturelding. Á laugardag spila síðan
Stjarnan og Grótta/KR, HK og KA, og
Breiðablik og ÍBV.
að Varmá í jöfnum leik þar sem Mosfellingar sigruðu Stjörnuna í framlengingu, 29-27
NISSANj- deildin
Það var háspenna á Varmá á laugardagnn
þegar Stjaman kom í heimsókn í Nissandeild
karla. Leikurinn var mjög jafn og nokkuð harð-
ur og úrslit réðust ekki fyrr en i franlengingu,
29-27 heimamönnum í vil en staðan í hálfleik
var 13-13 og að loknum venjulegum leiktíma
24-24. Þetta gefur von um hörkuleik þegar liðin
mætast á miðvikudag í SS-bikarkeppninni i Ás-
garði en þar vann Afturelding í leik liðanna
fyrr í vetur.
Það var strax ljóst í upphafí að Stjömumenn
ætluðu sér að berjast hatrammlega fyrir sigri
og þeir náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum en
náðu þó ekki að slíta sig frá Aftureldinga svo
einhverju nam. Afturelding náði að klóra sig
aftur inn í leikinn og um miðjan fyrri hálfleik,
einkum og sér í lagi fyrir slaka skotnýtingu
gestanna. Heimamenn náðu aö komast fram úr
með tveimur mörkum, 9-7, eftir að gestimir
höfðu verið tveimur mörkum yfir, 3-5, en
Stjarnan náði að jafna fyrir leikhléið. Fimm gul
spjöld og fimm brottvikningar litu dagsins ljós
í fyrri hálfleik og er það gott dæmi um hversu
vasklega menn gengu fram.
Þrjú rauð spjöld
Síðari hálfleikurinn var nánast spegilmynd
af þeim fyrri og aðeins einu sinni munaði
meira en einu marki á liðum en það var í upp-
hafi hálfleiksins þegar heimamenn komust í
15-13. Bjarki Sigurðsson fór fyrir sínum
mönnum á þessum timapunkti og skoraði
nokkur falleg mörk og spilaði mjög vel. Hinum
megin var það hins vegar David Kekelia sem
fór fremstur á sama tíma, var mjög ógnandi í
sókninni og spilað fantavel í framliggjandi
stöðu í vöminni. Það var því leiðinlegt að sjá
þegar þessum leikmönnum lenti saman og
kom til nokkurra ryskinga sem urðu til þess
að báðir fengu rautt spjald. Auk þess fékk
Eyjólfur Bragason rautt spjald fyrir að fara
inn á völlinn í leyfisleysi til þess að skakka
leikinn.
Þegar hér var komið sögu voru heimamenn
einu marki undir en þeir tóku á sig rögg án
þjálfara síns og náðu frumkvæðinu í leiknum.
Þeir áttu góða möguleika undir lok venjulegs
leiktíma til þess að vinna leikinn en Magnús
Sigurðsson og Birkir ívar Guðmundsson
komu í veg fyrir það, Magnús varði tvö skot á
mikilvægum augnablikum og Birkir varði víti
þegar ein og hálf mínúta varð eftir og heima-
menn voru yfir og gestimir náðu að jafna og
knýja fram framlengingu.
Lokaspretturinn heimamanna
Stjaman byrjaði betur í framlengingunni og
skoraði fyrsta markið og síðan gekk boltinn
liða á milli og menn virtust taugaóstyrkir
beggja vegna. Stjömumenn höfðu yflr, 26-27,
þegar síðari hálfleikur framlengingar hófst.
Nú virtist sem heimamönnum fyndist nóg
komið og þeir lokuðu á sóknarleiðir Stjömu-
manna sem leiddi til erfiðra skota þar sem að-
eins eitt rataði á rammann en það fór í stöng.
Heimamönnum gekk hins vegar betur og þeir
skoruðu þrjú mörk gegn engu og höfðu sigur,
29-27.
Hjá heimamönnum var Bjarki Sigurðsson
bestur meðan hann hélt skapinu í skefjum en
rauða spjaldið batt enda á þátttöku hans.
Savukynas Gintaras var ákveðinn í sókninni
og skoraði nokkur falleg mörk auk þess að
spila uppi félaga sína. Reynir Þór Reynisson
hefur átt betri daga en stóð sig þó ágætlega.
Magnús Már Þórðarson og Galkauskas Gintas
voru sterkir í annars ágætri vöm heima-
manna.
Magnús Sigurðsson var mesta ógnin hjá
Stjömunni, hann var ekki heppinn með skot
sín en var sem klettur í vörninni. Amar Pét-
ursson átti nokkra ágæta spretti báðum megin
á vellinum. Bestur gestanna var Eduard
Moskalenko sem tók af skarið þegar mest lá
við undir lok leiksins. Kekelia átti mjög góðan
leik allt þar til hann missti stjórn á skapi sínu
og lenti i ryskingum við Bjarka
Sóknarleikurinn hausverkur
Konráð Olavsson var að vonum ekki ánægö-
ur með lyktir leiksins. „Þetta var hörku-
spenna og gat í raun dottið hvoram megin sem
var. Það var ekki mikið um vamir framan af,
það er ekki mikið af hraðaupphlaupum í þess-
um leik af því að vamimar eru ekki að verja
neitt og þá er líka litið sem markverðirnir
geta gert. Við gáfum Aftureldingu færi á að
byggja upp sjálfstraust þegar leið á leikinn og
það efldist síðan eftir því sem á leið. Við hefð-
um getað slegið á fingurna á þeim í byrjun en
misstum af tækifærinu.
Sóknarleikurinn hefur alltaf verið vanda-
málið hjá Stjömunni, við erum yfirleitt með
mjög góða vöm og góða baráttu og þegar það
er tO staðar og með markmann eins og Birki
fáum við hraðaupphlaupin. Hausverkurinn er
sóknarleikurinn, menn em að spila óskynsam-
lega, mikið um varasamar línusendingar og
skot úr lélegum fæmm sem verður síðan til
þess að við fáum á okkar hraðaupphlaup._
Þetta er okkar hausverkur og verður það
áfram,“ sagði Konráð eftir leikinn.
Spenningur í báðum liðum
Magnús Már Þórðarson, línumaður Aftur-
eldingar, var nokkuð kátur með úrslitin.
„Þetta var svipuð barátta og í síðasta leik á
móti þeim og við höföum líka sigur þar. Þeir
voru að spila vel, rétt eins og við. Við vissum
að þetta myndi ráðast undir lokin og því var
mikilvægt að halda dampi út leikinn. Að mínu
mati vorum við komnir með þetta undir lok
venjulegs leiktíma en þá klúðruðum við
tveimur sóknum og þeir komust inn í leikinn
aftur.
Vamimar voru ekki góðar og markvarslan
var kannski ekki eins og við var að búast.
Menn voru að fá ágæt færi og því er kannski
ekki við markmennina að sakast að því leyti.
Það er kannski smáspenningur í báðum lið-
um, það er stórleikur milli okkar á miðviku-
daginn í bikamum sem kannski skiptir meira
máli, menn eru svona að þreifa hver á öðrum
núna og kannski ekki að sýna sínar bestu)
hliðar," sagði Magnús og hló við. -ÓK
+