Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 2
20 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 21 Sport NBA-DEILDIN Övænt Tvö mjög óvænt úrslit urðu í NBA-deildinni í nótt. Sacra- mento Kings, sem hafði tapað fæstum leikjum allra liða í deild- inni til þessa, tapaði á útivelli fyrir Atlanta Hawks, 107-99, og Los Angeles Lakers beið lægri hlut á heimavelli fyrir Milwaukee Bucks, 105-109. Bana- biti leikmanna Sacramento var bakvörðurinn Jason Terry, sem skoraði 38 stig. Terry hitti úr öll- um mögulegum og ómögulegum skotum og hefur aldrei skorað jafnmörg stig í leik. í Los Angel- es voru örlög manna æði mis- jöfn. Sam Cassell var hetjan en hann skoraði níu stig á síðustu fjórum mínútunum fyrir Milwaukee. Kobe Bryant, hjá Los Angeles Lakers, var skúrk- urinn en hann hitti aðeins úr átta af 31 skoti sínu utan af velli. Úrslit í nótt: Toronto-Indiana......104-90 Cárter 33, Oakley 22 (10 frák.), A. Davis 13, Willis 13 - Rose 22, Miller 19, O'Neal 17 (11 frák.), Croshere 17. New Jersey-Minnesota . . . 116-94 Marbury 27, Martin 20, S. Jackson 14, Aa. Williams 13 (13 frák.) - Garnett 21 (10 frák.), Szczerbiak 13, Billups 12. Cleveland-Dallas .....92-87 Ilgauskas 24 (12 frák.), A. Miller 22, Harpring 13 (10 frák.) - Nash 21, Finley 15, Eisley 14, Nowitzki 12. Atlanta-Sacramento...107-99 Terry 38, J. Jackson 20, A. Henderson 18, Maloney 13 - Webber 22 (13 frák.), Ja. Williams 21, Christie 20. Denver-Miami .........86-95 McDyess 22 (12 frák.), McCloud 18, Posey 13, Van Exel 11 - E. Jones 28, Mason 15, T. Hardaway 13. Seattle-Orlando ......97-92 Payton 21, Patterson 18, Lewis 15 (10 frák.), Ewing 14 - D. Armstrong 25, McGrady 20, Doleac 12, Hill 9. LA Lakers-Milwaukee . . 105-109 S. O'Neal 26 (17 frák.), Bryant 25, Penberthy 16, - Allen 35, G. Robinson 26 (13 frák.), Cassell 25, Hunter 13. Golden State-Portland . . . 93-101 Jamison 30 (15 frák.), Jackson 27, Blaylock 16, Hughes 13 - R. Wallace 29 (11 frák.), Sabonis 15. -ósk rrf- ÞÝSKALAND Unterhaching-Schalke.....0-2 0-1 Sand (26.), 0-2 Hoogdalem (60.). Stuttgart-Frankfurt......4-1 1-0 Maljkovic (34, sjálfsm.), 1-1 Gebhardt (38.), 2-lSoldo (60.), 3-1 Ganea (76.), 4-1 Dundee (84.). Wolfsburg-Freiburg.......1-2 0-1 Kehl (31.), 0-2 Konde (59.), 1-2 Juskowiak (66.). ff *)■ HOLLAND Waalwijk-PSV Eindhoven ... 1-1 Twente-Roda JC ..........0-2 QTlfi ENGLANP Úrslit í deildabikar: Birmingham-ShefBeld Wed. . . 2-0 1-0 Danny Sonner (27.), 2-0 Dele Adebola (56.) Úrslit í 2. deild: Bristol City-Brentford..1-2 ÍTALÍA ítalska bikarkeppnin: Udinese-Lazio ...........4-1 1-0 Sottil (4.), 2-0 Margiotta (9.), 2-1 Mihajlovic (21., víti), 3-1 Margiotta (80.), 4-1 Walem (90.). Evrópska knattspyrnan: Schalke á toppinn Waalwijk hélt jöfnu gegn PSV Schalke komst aftur á topp þýsku Bundesligunnar, að minnsta kosti í sólarhring, í gærkvöldi þegar liðið sigraði Unterhaching á útivelli, 0-2. Efsti maður á markalista deildarinnar, Norðmaðurinn Ebbe Sand, kom gestunum yfir með 13. marki sínu á tímabilinu og Marco van Hoogdalem skoraði síðan síðara markið. Heimamenn sköpuðu sér þó nokkuð af færum en Oliver Reck varði oft frábærlega i marki Schalke. Leverkusen á leik til góða á Schalke en þeir leika við Bochum í kvöld. Stuttgart rétti aðeins úr kútnum í gærkvöldi eftir heldur dapurt gengi í upphafi leiktíðar þegar liðið mætti Frankfurt á heimavelli en heimamenn sigruðu í leiknum, 4-1. Jafnt var framan af leiknum en leiðir milli liðanna skildi í stöðunni 1-1 þegar markvörður Frankfurt, Dirk Heinen, þurfti að fara meiddur af velli og nýliðinn Sven Schmitt tók stöðu hans í sínum fyrsta leik. Schmitt fékk á sig þrjú mörk og vill sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Sigurinn kom Stuttgart úr botnsætinu og hefur líklega bjargað starfi Ralfs Rangnick, þjálfara liðsins. Wolfsburg tapaði sínum fyrsta heimaleik síðan í desember á síðasta ári þegar Freiburg skoraði tvö mörk gegn einu heimamanna. Jafnt hjá Waalwijk Hollensku meistaramir i PSV Eindhoven töpuðu tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttu hollensku deildarinnar þegar þeir gerðu jafntefli, 1-1, við Jóhannes Karl Guðjónsson og félaga í RKC Waalwijk á útivelli. Leikurinn var viðburðalítill en bæði mörkin komu fyrir leikhlé. Jóhannes Karl spilaði allan leikinn fyrir Waalwijk. PSV er nú þremur stigum á eftir Feyenoord sem er í efsta sæti deildarinnar en toppliðið á einn leik til góða. í hinum leik kvöldsins í deildinni skoraði Grikkinn Yannis Anastasiou bæði mörk Rodu JC gegn Twente í 0-2 sigri. -ÓK Adskilnaóarsveitir Baska, ETA, hafa tilkynnt Bixente Lizarazu, leikmanni Bayem Munchen og franska landsliðsins í knattspymu, að hann skuli styðja málstað þeirra með fjárframlagi eða hann muni sjá eftir því. Fæðingarstaður Lizarazu er skammt frá landamærum Spánar og Frakklands og er í raun basnesk- ur bær og það vom foreldrar leik- mannsins sem fengu sent bréf þessa efnis. Tiger Woods hefur verið valinn valdamesti maðurinn í iþróttaheim- inum af tímaritinu Sporting News. Hann er aðeins annar íþróttamað- urinn til að vera í efsta sæti á list- anum sem gefinn hefur verið út síð- an 1990 en Michael Jordan var efstur á listanum 1997. Yfirleitt eru það stjómendur sambanda, eigend- ur fjölmiðla og aðrir slíkir „skrif- stofumenn" sem hreppa hnossið. -ÓK Leifur meö fleiri leiki Leifur Garðarsson hefur ekki bara staðið sig vel í dómgæslunni í körfúnni hér heima því hann er staddur erlendis þessa daganna þar sem hann dæmir leiki í Evrópukeppni félagsliða. í gær var hann í Frakklandi þar sem hann dæmdi leik Basket Racing Paris og Caja San Femando frá Sevilla á Spáni fyrir fullu húsi, 5000 manns, og i kvöld dæmir hann svo leik Sarthe Basket frá Le Mans og Athlon Ieper frá Belgíu, liös Helga Jónasar Guðfmnssonar. Mikil umgjörð var um leikinn í Frakklandi og það er ljóst að Leifur er að vinna sig upp metorðalistann hjá FIBA en þetta er önnur ferð hans utan í vetur. -ÓÓJ Knattspyrnudómarar brutu upp hversdaginn í gær þegar þeir mættu tii ieiks á árlegt keilumót í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. í fyrra féll reyndar mótið niður af óviðráðanlegum orsökum en í ár tóku 12 dómarar þátt í mótinu að þessu sinni og sýndu margir skemmtileg tilþrif. Rikjandi meistari var Garöar Örn Hinriksson en hann missti hins vegar titil sinn nú til nýliðans f dómgæslu f efstu deild, Erlends Eirfkssonar. Keilan er ekki eina „hliðarfþrótt" dómaranna þvf þeir bregða fyrir sig golffætinum einu sinni ári og keppa sfn á milli. Á myndinni má sjá Egil Má Markússon munda kúluna en fétagar hans fyigjast grannt með. DV-mynd KK Átta liða úrslit SS-bikars kvenna í handknattleik: Skólabókin - Stjarnan og FH tryggðu sér sæti í undanúrslitunum FH-stelpur eru komnar í undanúr- slit SS-bikarsins í handknattleik eftir góðan sigur, 18-23, á Val á Hlíðarenda í gærkvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu með einu marki, 12-13, í hálfleik. FH-liðið kom sterkt til seinni hálfleiks og þétti vöm- ina til muna. Valsstúlkur áttu i hinu mesta basli með að koma skoti að marki FH og skoruðu þær einungis þrjú mörk fyrstu 22 mínútur seinni hálfleiks. Vörnin skóp sigurinn Hjá Val var engin sem stóð upp úr en Marín Madsen tók sig til í lok leiks- ins og átti góð uppstökk en það kom of seint. Dagný Skúladóttir og Hafdís Hinriksdóttir voru langbestar hjá gest- unum og skoruðu þær stöllur t.d. 9 af 10 mörkum liðsins í seinni hálfleik. Gunnur Sveinsdóttir var góð í fyrri hálfleik. Það var fyrst og fremst vöm liðsins í seinni hálfleik sem skóp þennan sigur. Mörk Vals: Anna Grímsdóttir 4, Marín Sörens Madsen 4, Kolbrún Franklín 3, Elfa Björk Hreggviösdóttir 2, Hafrún Kristjáns- dóttir 2, Anna Guðmundsdóttir 2, Árný Björg ísberg 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 10/0. Mörk FH: Hafdís Hinriksdóttir 8, Dagný Skúladóttir 7, Gunnur Sveinsdóttir Björk Ægisdóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 1, Harpa Vífilsdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 2/0, Kristín Guöjónsdóttir 4/2. Létt æfing hjá Stjörnunni Stjömustúlkur fóru létt í gegnum átta liða úrslit bikarkeppni kvenna. Lokatölur urðu 11-26 fyrir gestina úr Garðabæ eftir að staðan í hálfleik var 7-13 Stjörnunni í vil. Gestimir komu ákveðnir til leiks og ekkert vannmat var hjá þeim og náðu þær sex marka forskoti eftir 13 mín- útna leik og jókst það eftir því sem leið á leikinn og munurinn var orðinn 15 mörk þegar leiknum lauk. Sóknar- nýting Stjömunnar var rétt undir 50% í leiknum en 25% hjá ÍR í fyrri hálf- leiknum þar sem úrslitin í leiknum réðust. Alltaf má spyrja sig þegar þjálfarar em reknir eins og ÍR-ingar gerðu í upp- hafi leiktíðar eftir nokkra leiki. Síðan er það mat blaðamanns að leikur ÍR- liðsins hafi farið mikið niður á við eft- ir þjálfaraskiptin. Stelpurnar eru óör- uggar fyrir utan og boltinn gengur illa og lítil ógn er af leik þeirra. Það er með ólíkindum að einn og sami leik- maðurinn þurfl að skjóta flestöllum skotum liðsins á markið til að leiktöf sé ekki dæmd. Heiða Guðmundsdóttir lenti í því hlutverki í gærkvöldi skaut hún alls 16 skotum ásamt tveimur vit- um og skoraði ekkert mark í leiknum. Ótrúlega létt „Þetta var ótrúlega létt miðað við það sem maður bjóst við, þær fóru í fjögura liða úrslit í fyrra og voru mun erfiðari í deildarleiknum í vetur en núna. Þetta small nokkurn veginn hjá okkur og all- ar fengu að spila. Mér finnst hléið á deildinni vera í lengra lagi,“ sagði Nína Kristín Björnsdóttir eftir leik- inn. Siggeir Magnússon þjálfari hvOdi Guðnýu Gunnsteinsdóttur, Höllú Mar- íu Helgadóttur og Hind Hannesdóttur í leiknum. Hjá Stjömunni áttu Nína Kristín, Inga Lára og Sóley markvörð- ur ásamt Svetlana Theretheta, erlendum leikmanni Stjömunnar sem fiskaði meðal annars flmm víti og þrjú mörk úr hraðaupphlaupum, góðan leik. En hjá ÍR var fátt um flna drætti í þessum leik sem öðrum í vetur. Mörk ÍR: Anna M. Sigurðardóttir 4, Ás- laug Þórisdóttir 3/3, Björg Elva 2/1, Þor- björg Eysteinsdóttir 1, Sigrún Sverrisdóttir 1. Varin skot: Aöalheiöur Þórólfsdóttir 13/1. Mörk Stjömunnar: Nína K. Bjömsdótt- ir 7/6, Svetlana Theretheta 6, Inga Lára Þór- isdóttir 3, Hrund Scheving 2, Margrét Vil- hjálmsdóttir 2, Hrund Grétarsdóttir 2, Her- dís Jónsdóttir 1, Anna Blöndal 1, Sóley Hall- dórsdóttir 1. Varin Skot: Sóley Halldórs- dóttir 18/2. -BG/BB Sport Enski deildabikarinn: Rigndi á kaf - tveir leikir af þremur urðu rigningu að bráð Birmingham tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum ensku deilda- bikarkeppninnar, Worthington-bik- arsins, á meðan hinir tveir leikir kvöldsins í keppninni urðu rign- ingu aö bráð. Birmingham vann góðan sigur á Sheffíeld Wednesday á heimavelli, 2-0, með mörkum frá Danny Sonn- er, fyrrum leikmanni Wednesday, og Dele Adebola. Paul Jewell, knatt- spyrnustjóri Wednesday, þurfti að horfa á síðari hálfleik viðureignar- innar úr stúkunni eftir að hann var sendur á brott fyrir að agnúast út í dómara leiksins. Birmingham verður nú að bíða í viku til þess að vita hverjum þeir mæta i undanúrslitaleiknum þar sem leikur Manchester City og Ipswich var flautaður af vegna rign- ingar um miðjan fyrri hálfleik þeg- ar staðan var 1-1. Graham Poll, ágætur dómari leiksins, gerði fyrst hlé á leiknum meðan reynt var að laga aðstæður en þegar Ijóst var að Nágrannaslagur Norðmenn og Danir mættust í gær í nágrannaslag á Evrópu- móti kvennalandsliða sem fram fer í Rúmeniu. Norðmenn, sem ekki höfðu unnið leik á mótinu, sigruðu í leiknum, 29-22, og sneru við mikilli óheillaþróun hjá einu sterkasta liði heimsins undanfarin ár. Danir hafa held- ur ekki verið likir sjálfum sér og aðeins unnið einn leik. -ÓK ekki var viö neitt ráðið ákvað hann að flauta leikinn af. „Á svona kvöldi í mikilvægri keppni eins og þessari, þar sem sæti í Evrópukeppni er í húfl, væri leiðinlegt að sjá klaufa- mark skiija á milli tveggja góðra knattspymuliða,“ sagði Poll eftir leikinn. Joe Royle, knattspymu- stjóri City, studdi ákvörðun Poll heilshugar. „Það þurfa bara að koma til eins slæm meiðsli við svona aðstæður og þá er hægt að kenna dómaranum um. Hann (Poll) var ákveðinn í að láta það ekki ger- ast. Þriðji leikur kvöldsins, milli Crystal Palace og Sunderland, var flautaður af áður en leikmenn fóru inn á völlinn. Fulham og Liverpool mætast í fjórða leik átta liða úrslit- anna í kvöld. Stoke greiði gerður Brentford, lið Ólafs Gottskálks- sonar og ívars Ingimarssonar, vann góðan útisigur á Bristol City, 1-2, í Drykkjan hindrar kaup á Soma Kaup West Ham á Norðmann- inum Ragnvald Soma urðu að engu þegar leikmaðurinn til- kynnti að honum líkuðu ekki drykkjusiðir enskra leikmanna og að hann vildi heldur fara til Ítalíu heldur en þurfa að finna áfengislykt af samherjum sínum á æfingu. -ÓK ensku 2. deildinni í gær en þeir Ólafur og ívar stóðu sig vel í leikn- um og fengu báðir sjö í einkunn á sports.com. Þeir gerðu löndum sin- um hjá Stoke góðan greiða en Bristol er einu stigi fyrir ofan Stoke í deildinni en hefur nú leikið einum leik fleiri. Hinum leiknum, sem fara átti fram í 2. deild, milli Nort- hampton og Swansea, var frestað vegna rigningar. -ÓK Góður árangur Ólafur Th. Árnason frá ísa- firði varð í 33. sæti á sterku móti í skíðagöngu sem fram fór sl. sunnudag. Keppt var í 15 km göngu meö hefðbundinni aðferð og var mótið liður í Skandinav- íubikamum sem verðui- einmitt aðalverkefni islenska skíða- göngulandsliðsins í vetur. Ólafur varð 2.23 mín. á eftir sigurvegar- anum, Eldar Rönning frá Noregi, en Ólafur keppir í flokki 17-20 ára. AIIs hófu 111 keppendur keppni en 102 luku henni. Árangur Ólafs er mjög góður og ljóst að hann er á góöri upp- leið. Jakob Einar Jakobsson frá ísafirði varð í 69. sæti í sömu göngu. Hins vegar herjuðu veik- indi á þá Baldur Ingvarsson og Helga Heiðar Jóhannesson frá Akureyri sem urðu að hætta keppni í karlaflokki. Liðið kem- ur til landsins í dag þar sem það mun dveljast yfir hátíðarnar en heldur út eftir áramót. Verðlaunaafhendingar knattspyrnumanna: Svekktar stjörnur - Luis Figo og Gheorghe Hagi lýsa yfir óánægju sinni með afhendingarnar Ef Evrópukeppnin var aðal- ástæöan fyrir kjörinu þá skil ég þetta ekki alveg, því hún stendur yfir í mánuð og í einu ári eru fleiri en einn mánuður. Auk þess vinnur einn maður ekki heila Evrópukeppni, það þarf 22 til þess.“ Figo segir það hafa verið ljóst fyrir fram hver myndi vinna í kjörinu og þetta hefði því ekki komið honum á óvart. Hann neit- aði því hins vegar að einhver tengsl gætu verið milli þess að Adidas, sem er bakhjarl Zidanes, styrkti kjörið hjá FIFA og úrslita kjörsins. Hagi trítilóður Ef hægt er að segja að Figo hafi verið óánægður með kjör FIFA þá er óhætt að segja að Rúmeninn Gheorghe Hagi, leikmaður Evr- ópumeistara Galatasaray, hafi ver- iö trítilóður vegna tilnefn- inga tímaritsins France Football til leikmanns ársins í Evrópu. Á 50 manna lista tímaritsins er ekki einn ein- asti leikmaður tyrknesku meistaranna og Hagi gat ekki orða bundist eins og von var. Luis Figo kemur til FIFA-samkvæmisins í Róm ásamt -Það er ekki kærustu sinni. Reuter eðlilegt hvemig Portúgalinn Luis Figo, sem varð annar í kjöri um knattspymu- mann árisins hjá Alþjóða knatt- spyrnusambandinu (FIFA) á mánudag, gagnrýndi kjörið mjög i gær og sagði Zinedine Zidane að- eins hafa orðið fyrir valinu vegna árangursins á Evrópumótinu síð- astliðið sumar og að verðlaunin ættu því með réttu að kallast „knattspymumaður Evrópu árið 2000“. „Ég hefði kjörið Figo,“ sagði Portúgalinn knái og bætti við: „Mér fmnst ég hvorki yfir aðra hafinn né lakari en aðrir en ef ég ver mig ekki hver gerir það þá? Ég heföi viljað vinna til þess að geta tileinkað verðlaunin öllum sam- herjum mínum hjá Barcelona, Real Madrid og landsliðinu auk áhangenda en sérstaklega öllum Portúgölum sem hefðu orðið mjög stoltir hefði ég unnið. Gheorghe Hagi lætur sjaldnast lítiö fara fyrir sér. Reuter komið er fyrir þessum tilnefning- um,“ sagði Hagi í viðtali við rúm- enska fjölmiðla. „Galatasaray átti frábært tímabil í fyrra og við unn- um nánast allt, deildina, bikarinn, UEFA-bikarinn og meistara meist- aranna í Evrópu og erum komnir í milliriðla í Meistaradeild Evr- ópu. Samt er enginn okkar á 50 manna listanum. Það er ljóst að við sem erum að spila í Austur-Evrópu gerum það til einskis. Aðeins 10-14 leikmenn eru taldir vera stórstjömur í Evr- ópu en við hinir eigum ekki mögu- leika," sagði Hagi að lokum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að loknu tímabil- inu. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.