Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 1
19 Andri Þór Óskarsson úr Birninum (til vinstri) og Hendrik Sverremo hjá Skautafélagi Reykjavíkur eigast hér við í leik liöanna í Skautahöllinni í gær. Sverremo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar en það dugði þó ekki til því Andri Þór og félagar hans í Birninum fögnuðu 7-5 sigri. DV-mynd E.ÓI. Soofl Miðvikudagur 13. des. 2000 dvsport@ff.is Björninn á toppnum Síðsti leikur þriðju umferðar íslandsmótsins í ishokkí fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Bjöminn lék við Skautafélag Reykjavíkur og lauk leiknum með sigri Bjarnarins, 7-5, sem meö honum tryggði sér toppsætið á íslandsmótinu í jólafríinu. Leikurinn var spennandi og sýndu bæöi lið góðan leik. Fyrsti leikhluti fór 2-2. Annar leikhluti fór 3-1 og sá þriðji endaði með jafntefli, 2-2. Allt annað var að sjá lið SR nú heldur en í síðustu leikjum. Liðið lék mjög vel og virtist endurkoma Heiðars Inga Ágústssonar hafa mjög jákvæð áhrif á leikmenn SR. Heiðar lagði skautana á hilluna siðastliðið vor, en kemur nú aftur tO leiks og styrkir lið SR mikið. Bestu leikmenn Bjarnarins voru þeir Sergei Zak, Jónas Breki Magnússon og Ágúst Torfason. Mörk og stoðsendingar Bjamarins: Sergei Zak, 3/3, Jónas Breki Magnússon 1/3, Ágúst Torfason 2/0, Sigurður Einar Sveinbjamarson 1/0, Glenn Hammer 0/1. Mörk og stoðsendingar SR: Henrik Sverremo 2/1, Snorri Rafnsson 1/1, Helgi Þórisson 1/1, James Divine 1/1, Wladimir Baranov 0/1, Heiðar Ingi Ágústsson 0/1. Spáð í SS-bikar karla í handbolta: Spennuleikir - í átta liða úrslitunum, sá stærsti í Safamýri milli Fram og Hauka Bikarkeppni kvenna í körfu: ÍR/Breiðablik komið áfram Sameiginglegt lið ÍR og Breiða- bliks varð siðasta liðið til þess að tryggja sér sæti i átta liða úrslit- um bikarkeppni kvenna í körfu þegar liðið vann Ungmennafélag Hrunamanna, 61-20, í Smáranum. Guðbjörg Guðbjörnsdóttir og Gunnur Ósk Bjarnadóttir voru stigahæstar hjá ÍR/Breiðabliki með 12 stig hvor en Steinunn Dúa Jónsdóttir skoraði níu stig auk 10 frákasta og 4 stoðsendinga. Gunn- ur tók einnig tíu fráköst og það á aðeins 15 mínútum. Hjá Hrunamönnum var Freyja Sigurjónsdóttir með sex stig og Hrund Harðardóttir með 4 stig en Ösp Jóhannesdóttir tók 11 frá- köst. Um helgina tryggði b-lið Kefla- víkur sér sætið i átta liða úrslit- unum með 44-56 sigri á Tindastóli á Sauðárkróki. Sex lið sátu hjá og eru því einnig komin áfram en það eru lið Keflavíkur, KR, ÍS, KFÍ, Grindavíkur og Hauka. -ÓÓJ Átta liða úrslit SS-bikars karla í handbolta fara fram í kvöld og þá kemur í ljós hvaða fjögur lið tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum keppninnar sem fara fram eftir ára- mót. Sterkasta sóknin og sterkasta vörnin Stórleikur kvöldsins er viðureign Fram og Hauka i Safamýri. Liðin skipa tvö efstu sætin í Nissandeild- inni og hafa aðeins tapað þremur leikjum samtals í vetur. Haukar unnu deildarleik liðanna á sama stað fyrr í vetur en álagið er mikið á Hafnarfjarðarliðinu þessa dagann sem er nú í miðri fimm leikja törn á aðeins 14 dögum og nær hún yfir þrjár keppnir. Þetta er einvígi sterkasta sóknar- liðsins og sterkasta varnarliðsins i deildinni, því Haukar hafa skorað flest mörk (30,4) en Framarar fengið fæst á sig (22,3) það sem af er vetri. Leikurinn hefst klukkan átta í íþróttahúsi Framara í Safamýri. Verður þriðja framlengingin? Einhverjum gæti dottið í hug að spá framlengingu í leik Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabæ en báðir leikir liðanna í vetur hafa endað í framlengingu. Afturelding hefur þar haft betur í báðum leikjum og getur því fullkomnað þrennuna með sigri í kvöld og hefnt um leið fyrir síðasta vetur þegar Stjarnan vann báða inn- byrðis leiki liðanna í deildinni og sló það út úr bikarnum. Liðin eru að mætast í annað sinn á fjórum dögum og í þriðja sinn á þremur mánuðum og ættu því að vera farin að þekkja vel inn á hvort annað. ÍR á góðu róli Önnur lið, sem eru ekki að hittast í fyrsta sinn í vetur, eru lið HK og ÍR sem mætast i Digranesi í annað sinn á fjórum dögum. lR hefur unnið HK í báðum deildarleikjum vetrarins og eru Breiðhyltingar á góðu róli þessa dagana en liöið hefur unnið sex af síðustu átta leikjum í deild og bikar. HK tók smákipp um daginn og vann tvo leiki í röð en að öðru leyti hefur þetta verið vandræðavetur í handboltanum í Kópavogi þar sem aðeins tveir af 24 leikjum hafa unnist hjá HK og Breiðabliki. HK hefur reyndar staðið sig vel í bikarnum undanfarin timabil og ætlar sér ör- ugglega að komast i undanúrslitin í þriðja sinn á fjórum árum. Valsbanar mætast Selfyssingar fá Gróttu/KR í heim- sókn á Selfossi en bæði lið hafa afrek- að það að vinna Valsmenn á undan- fómum hálfum mánuði. Selfyssingar, sem eru í 2. deild, slógu Hlíðarenda- liðið svo óvænt út úr síðustu umferð með þriggja marka mun, 29-26, en Grótta/KR vann Val, 21-17, um síð- ustu helgi. Liðin léku þrjá æsispenn- andi leiki i 2. deild i fyrra og aðeins munaði fjórum mörkum á liðunum i þessum leikjum, þó svo að Grótta/KR hefði unnið báða leikina á Selfossi. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.