Alþýðublaðið - 18.11.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1921, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐtÐ Vetrarstígvél fyrir börn íást í bakhiísmu á Laugaveg 1! 1 algerlega án læknishjálpar. Það eru ekki margir sjúkdómar sem ekki geta orðið alvarlegir, ef ekkert er við þeim gert, og margir sjúkdómar, sem hættulegir eru taldir i Austurlöndum eru taldir tiltölulega saklausir í menningar- löndunum. Þér segir að yður þyki ráð- stafanir stjórnarinnar mamthðlegar, en þér eruð of vel kyntur til þess að menn trúi þvl. Af ummælum yðar um Ameríkui menn og íslendinga verður ekk annað ráðið en þetta: Af þvi Ameríkumenn fara iila með ís lendinga, sem hafa þennan um- rædda sjúkdóm, þá er sjálfsagt að íslendingar fari illa með dreng frá Rússlandi. En auðvitað meinið þér þetta ekki. Eg get fullvissað yður um, að amerískir alþýðuleiðtogar setja sig af alefli á móti rangindum sem minni eru en hér á að fremja. Þetta mundu þér vita, ef þér vær- uð eins kunnur verkamannahreyf- unni, eins og þér eruð kunnir mörgu öðru. En þeir geta ekki hreyft sig til mótstöðu gegn til- fellum, sem þeir ekki vita af. Virðingarfylst Ólafnr Friðrikssen. Helgi Björnsson dáinn 10. nóv. 1921. Helgi var fæddur 4. apr. 1863 á Dýrastöðum I Norðurárdal og ólst upp hjá foreldrum sínum, lengstum þar I sveit. Til Reykja- víkur fluttist hahn 1884 og átti hér heima upp frá þvi. Stundaði hann sjómensku á opnum báturn og þilskipum um langt skeið — Laust eftir aldamótin gekk hann á stýrimannEskóiann og tók þar próf 14. aprfl 1902. Var hann eftir það nokkur ár skipstjóri á þilskipum og síðar háseti á þil- skipum og botnvörpungum eftir að þeir komu. Síðustu árín var Helgi forstöðumaður fyrir neta- gerðarvinnustofu Th. Thorsteins- *oa. Heigi var kvæntur Guðríði Hannesdóttur (pósts), sem lifir mann sinn. Attu þau saman 8 börn og eru 6 af þeim enn I ómegð. Þau komu fram við Hefga hin ömurlegu kjör verkamannsins, sem lifir á eigin sveita. Þritt fyrir dugnað, hagsýni og reglusemi var hann jafnan snauður að fé og öreigi á dánardægri. Helgi Björnsson. En svo snauður sem Helgi var að fé, svo auðugur var hann að glöggum og vfðtækum skiiaingi og góðum mannkostum. Kom það snemma í Ijós, ekki að eins við nám almennra fræðigreina, heldur einnig í skóla Iffsins og reynsl- unnar. Honum var snemma Ijóst hve varnarlitlir verkamcnc voru, sem stétt, f lífsbaráttunni og hann tók hiklaus og öruggur að sér það erfiða hlutverk, að vera tals- maður þeirra og foringi. Heigi var einn af allra fyrstu braut- ryðjenda verkamanna samtakanna hér á landi, og sá þeirra, sem lengst hefir gegnt trúnaðarstörf- um fyrir þann flokk. Hann gekk f sjómannafélagið ,Báran* nokkr- um árum fyrir aldamót, og átti stöðugt sæti f stjórn þess (nokkur ár sem formaður) meðan það stóð (til 1908). Hann var ena fremur ritari Sjómannasambandsins (1899 —1903). — í verkamannafélagið „Dagsbrún" gekk hann 1913 og átti jafnan sæti í stjórn þess eftir það, ýmist sem ritari eða vara- formaður. Þegar Alþýðusamband Isiands var stofnað 1916 var hann kosinn í stjóm þess og hélt þvf sæti sfðan. í fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík átti hanc sæti frá stofnun þess Helgi var einn af fyrstu forgöngumönnum> að stofnun Alþýðubrauðgerðarinn- ar og átti sæti f stjórn henuar frá. stofnun. Auk hreinna verkamanna - samtaka var Helgi viðriðinn ýms önnur samtök, sem miðuðu að almenniagsheiil. í Sjúkrasamiagl Reykjavfkur var hann frá stofnuns sömuleiðis í Byggingarfél. Rvíkur. Einnig var hann meðlimur og starfsmaður Goodtemplarreglunnar um langt skeið. En ætti eg z& fara að teija upp hve mörg fjár> plógsfyrirtæki Helgi hafi verið rið- inn við, er fljótt yfir sögu farið, Þrátt fyrir talsverðan kunnugieik og eftirgrensianir, hefi eg ekki. orðið áskynja um eitt einasta. — I félagsstarfii var Heigi áhugasam. ur, eljusamur og hverjum mannt ósérhlífnari og ósérplægnari. Háv- aðamaður var hann ekki né á° hlaupamaður, en þéttur fyrir ogr þrautseigur og svo trúr og sjálf- stæður, að hann lét jafnan mál- efni og sannfæringu ráða fram- komu sinni, en sveigði hvergi til fyrir hagsmunum, þægindum né fylgishneigð við einstaka menn. Með Helga er fallinn í valinrt einn af beztu forvígismönnum verkalýðsins. Ætti það að vera ærið metnaðarmál ungum mönn- um, að bera merki verkalýðsbar- áttunnar ekki lægra eða skemur en Helgi Björnsson gerði. P. G. G. „Gengið“. í greininni með þvf nafni i fyrradag urðu nokkrar leiðinlegar prentviiiur, en ekkf verri þó, en ráða mátti i tnálið, Vegna anna ritstjórans hefir fram- hald ekki geíað komið I tvo daga> Kemur á aiorgun. Gestkvæmt var t gærdag og kvöld hjá Olafi Friðrikssyni, alt bolsivikar. Var mikið sungið, og voru menn hinir kátustu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.