Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2000, Side 1
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 33 Formúlu- bíllinn Bílarnir sem umboðin tilnefndu eru: Tegund Umboð 1. Mercedes Bens C 200 K Ræsir hf. 2. Mazda Premacy Ræsir hf. 3. Kia Grand Sportage Kia umboðið 4. Opel Zafira 1,8 Bílheimar 5. Alfa Romeo 156 2,0 Sportwagon ístraktor 6. Volvo S60 Brimborg 7. Ford Focus Brimborg 8. Citroen Xsara Picasso Brimborg 9. Daihatsu Sirion 1,3 4x4 Brimborg 10. Hyundai Santa Fe 2,7 V6 B&L 11. Renault Scenic RX4 B&L 12. BMW X5 4,4 B&L 13. Land Rover Freelander V6 B&L 14. Mitsubishi Pajero 3,5 GLS Hekla 15. VW Golf Variant 4Motion Hekla 16. Skoda Fabia 1,4 Comfbrt Hekla 17. Audi A6 2,4 V6 Hekla 18. Suzuki Ignis GL 4WD Suzuki bílar 19. Toyota RAV4 P. Samúelsson 20. Lexus IS200 P. Samúelsson 21. Honda CRV Advance Honda á íslandi 22. Peugeot 206 XR 1,1 Honda á íslandi 23. Nissan Almera Ingvar Helgason hf. 24. Subaru Legacy Sedan Ingvar Helgason hf. 25. Porsche 911 Turbo Bílabúð Benna Hér stendur Þór við Víðistaða-Fordinn sem Pétur gerði upp af miklum hag- ieik fyrir safnið. Varðveisla til framtíðar Eins og sjá má er áramótablað DV- bíla með aðeins öðruvísi sniði en venjulega. Þar gefum við okkur tíma til að líta yfir farinn veg og í þetta sinn heimsóttum við Þór Magnús- son, fyrrum þjóöminjavörð. Eitt af hans hugarfóstrum hefur verið varðveisla og uppgerð gamalla bila fyrir Þjóðminjasafnið og í geymsl- um þess leynast margir dýrgripir í misgóðu ástandi. Þeir bíða þar betri tíma á meöan á viðgerð safnhússins stendur en draumurinn hefur alltaf verið að reist yrði yfir þá og önnur tæki sérstakt tækniminjasafn. Sjá viötal við Þór á baksíðu. ■ (M; JH-T ■■ Allt milli himins og jarðar.. áaugl' 550 Skoðaðu smáuglýsingarnar á ■■BÉMBMMmIÉMÉwMÍ Bíll ársins 2001: DV veitir Stálstýrið í fyrsta sinn Föstudaginn 12. janúar mun DV ásamt Skjá einum, FÍB blaðinu Ökuþór og Séð & Heyrt velja bíl ársins 2001, en það er í fyrsta skipti sem slíkt val fer fram hér á landi. Keppt er um Stálstýrið, fallegan sérsmíðaðan grip úr burstuðu, ryðfríu stáli, milli 25 bíla sem umboð- in tilnefndu, einn frá hverju merki. Fimm bíla komast svo í sérval og verða prófaðir af bílablaðamönnum miðlanna og útkoman úr því prófi ræður svo hver fær þennan heiðurstitil. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir bíl fólksins, Gullvísirinn svokallaði í boði Vísir.is og Lýsingar. Hægt er að fara inn á visir.is og taka þar þátt í valinu og bera þar saman hluta þeirra upplýsinga sem blaðamennirnir nota í sínu vali. Við val á bíl ársins þarf að taka margt til greina. Bera þarf saman tölur um innanrými, kraft, gírhlutfóll, verð og eyðslu svo eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að prófa þætti eins og veghljóð, rásfestu, millihröðun, bremsu- getu og fleira og því mikil vinna að baki val- inu. Reynt var að horfa sérstaklega á hluti sem skipt geta máli hérlendis ásamt því að miða við svipaðar keppnir erlendis. Úrslitin verða svo tilkynnt við hátíðlega athöfn 12. janúar nk. Stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði og verður þá mið- að við útkomu nýrra bíla frá síðsutu keppni hverju sinni. Einnig er ætlunin að flokkaskipta valinu og verð- ur þá horft í reynslu manna af þessu fyrsta vali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.