Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Side 12
Bara flokkurinn - Zahír ★★ plötudomur Hljómaði betur þar og þá „Reykjavík um haust. Örugglega regn. Suðvestansaggi. Gamli plötu- spilarinn kominn á haugana og geislinn um það bil að glefsa i safn af bestu lögum Baranna. Tími til kominn. Og tíminn hefur ekki far- ið illa með þessi flottu lög sem fimmmenningarnir sendu frá sér á gullöld græskufulla rokksins. Onei. Hallið ykkur aftur - og hækkið." Svo mælir Sigmundur Ernir í tilefni af nýútgefinni safnplötu v Bara flokksins en það verður hins vegar að segjast eins og er að ég get ekki tekið fyrirvaralaust undir þessi annars spaklegu orð. Mér sýnist sem svo að tíminn hafi í raun ekki verið neitt sérlega mild- ur við tónsmíðar Bara flokksins í heild sinni, að því gefnu að Zahír sé að bjóða okkur upp á frambæri- legasta efni sveitarinnar. Þetta hljómaði tvímælalaust allt saman betur þar og þá. Þeir eru vissulega ekki nema örfáir útvaldir sem bæði gerðu garðinn frægan á ní- unda áratug síðustu aldar og sluppu auk þess tónlistarlega lif- andi yfir áratugaskiptin. Madonna kemur náttúrlega áreynslulaust upp í huga manns og auðvitað Björk af því að „við eigum hana“ en síðan þyrfti maður vafalaust að leggja höfuð í bleyti. „Its All Planned" heitir fyrsta lag plötunnar og það er engu lík- ara en þetta lag viti ekki hvort það ætlar að vera pönkað, poppað eða rokkað. Lagið klárast án þess að gera upp hug sinn, án þess að mað- ur veiti því nokkra eftirtekt og við tekur „Catcher Coming". í þessu lagi eru stundaðar uppbrotstil- raunir sem virka engan veginn; það hefst á angurværum söng og hljómborði en tætist síðan út i ein- hvers konar pönk-keyrslu með einkar ósmekklegum gítarleik. Ögn birtir til þegar „Radio Prison“ tekur að hljóma (hér er að minnsta kosti um heilsteypt lag að ræða) en vitaskuld hækkar maður ekk- ert líkt og Sigmundur segir manni að gera fyrr en ástæða þykir til og hana fáum við í fjórða lagi plöt- unnar, „I Don’t Like Your Style.“ Hér er um að ræða mjög vel heppnað rokklag með smellnum texta - vafalaust eitthvað sem flestir kannast við að hafa heyrt i útvarpi endrum og eins. „Motion" hljómar sæmilega en er samt of dæmigerð „áttatíu-og-eitthvað“ af- urð til að maður taki það alvar- lega. Annar hápunktur safnsins er „Matter of Time“ (hefði kannski sómað sér vel sem titill safnsins) sem fer aðeins poppaðri leiðir en „I Don’t Like Your Style“ og er bara alveg hreint ágætis lag með einkar skemmtilegum texta. Rétt er vafalaust að minnast á það fyr- ir alhörðustu aðdáendur Bara flokksins að Zahír inniheldur áður óútgefið lag sem nefnist „Just Like You“ og er þokkalegt - nær því þó aldrei að standa jafnfætis „Matter of Time“ og „I Don’t Like Your Style." Reykjavík að vetri. Einhvers konar súldarbull. Gamli plötuspil- arinn (reyndar) kominn á haugana - set „reapeat-ið“ á titla 4 og 8 sem timinn hefur verið svo vænn að þyrma og fer (þannig ekki fyrir- varalaust) að dæmi Sigmundar Ernis. Hilmar Öm Óskarsson plötudómur Miðnes - Reykjavík helvíti ★ Tímaskakkar og fyrirsjáanlegar tónsmíðar Freyr Eyjólfsson, Stefán Már Magnússon og Vernharður Jósefs- son mynda Miðnes. Einfaldast er að skilgreina tónlist sveitarinnar sem rokk og nánar sem nokkurn veginn sér-íslenskt rokk með vís- unum i fyrirbæri á borð við Hlemm, Æsufell, Hannes Hólm- stein og fleira. Þessi plata er þannig ugglaust heppilegust fyrir þá sem dálæti hafa á þessari sér- íslensku rokktónlistargerð þar sem markmiðið virðist öðrum þræði vera að lýsa bæði þjóðfélagi og þegnum og þá yfirleitt með skopskyn að leiðarljósi. Megin- styrkur plötunnar liggur í ágætri textagerðinni en jafnvel hún verð- ur þó fremur þunglamaleg á köfl- um. Platan hefst á Borg óttans, ein- um af skemmtilegri titlum plöt- unnar, en þar er um að ræða eins konar sörf-rokk sem helst mætti líkja við það ef Shadows og Cour- se of Empire tækju höndum sam- an í tónlistarsköpun. Af Borg ótt- ans tekur við titillag plötunnar sem byrjar ágætlega en botninn hverfur með öllu þegar söngur hefst. Vild’ég væri nefnist það þriðja sem inniheldur sæmilega hnyttinn texta en er að öðru leyti gamaldags og fyrirsjáanlegt líkt og titillagið og í raun megnið af plötunni. Dagurinn í dag gerir til- raun til uppbrots með því að stilla upp sjarmerandi lélegum hljóm- gæðum við hlið hefðbundinna en lagið er í heild sinni of klippt, skorið og útsett til að tilraunin gangi upp. Einar er einn af skárri titlum plötunnar, öðrum þræði Zeppelinskt rokk með þokkalega smellnum texta. Davíð Þór Jónsson er ugglaust flestum kunnur fyrir störf sín sem annar helmingur Radíusbræðra, eða þá sem fyrrverandi þátta- stjórnandi Gettu betur og líkast til helst um þessar mundir sem rit- stjóri íslensks „klámblaðs". Hann kemur einnig nálægt gerð á ein- um af skemmtilegri titlum Reykja- víkur helvíti sem nefnist Ekki Hugvekja Sverris Stormskers s rétti gæinn fyrir þig. Æsufell 4 er síðan einnig þokkalegt; stingur dálítið í stúf við heildarmyndina en það kemur þó ekki að sök þar sem sú heildarmynd er þegar allt kemur til alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. í Reykjavík helvíti býður Mið- nes okkur upp á fremur slaka plötu. Tónsmíðarnar eru tíma- skakkar og fyrirsjáanlegar auk þess sem söngurinn er fremur til- finningalaus og einsleitur. Platan í heild sinni er síðan fram úr hófi útsett með hliðsjón af því hvers konar tónlist henni er ætlað að koma til skila. Hljóðfæraleikur sem slíkur er hins vegar ágætur svo og textagerðin líkt og þegar hefur verið minnst á en það dugir þó ekki verkinu til bjargar. Hilmar Örn Óskarsson „Mér sýnist sem svo að tíminn hafi í raun ekki ver- ið neitt sérlega mildur við tónsmíðar Bara flokksins í heild sinni, að því gefnu að Zahír sé að bjóða okkur upp á frambærilegasta efni sveitarinnar. Þetta hljóm- aði tvímælalaust allt sam- an betur þar og þá.“ Platan í heild sinni er síð- an fram úr hófi útsett, með hliðsjón af því hvers konar tónlist henni er ætlað að koma til skila. Hljóðfæraleikur sem slík- ur er hins vegar ágætur ... en það dugir þó ekki verkinu til bjargar.“ „Svona rosalega kröftugar reykingar eins og mínar kosta náttúrlega gríöarlega einbeitingu og járnvilja en þaö er um aö gera aö hvika hvergi. Vindill er allt sem þarf og svo auövitaö vilji.“ Það er ágætis siður að stíga á stokk á gamlárs- kvöld og bulla vitleysu. Sumir strengja þess heit að hætta einhverjum ávana á nýju ári, t.d. skattsvikum, en svo eru orðin ekki fyrr þornuð á tungunni á þeim en þeir hafa svikið alltsaman f með pompi og prakt. Aðrir strengja þess heit að byrja á einhverju göfugu á nýju ári, t.d. skattsvik- um, en byrja svo yfirleitt á að svíkja allt um leið og nýtt ár brestur á, allt nema skattinn sem þeir lof- uðu að svíkja undan. Svo eru enn aðrir sem stíga á stokk til að hengja sig. Það má yfirleitt treysta svoleiðis mönnum. Þeir láta verkin tala. Þeir standa og falla með gjörðum sínum í orðsins fyllstu merkingu. Þeir eru ekki að strengja nein heit heldur strengja einfaldlega sjálfan sig við loft- bitann. Og það er ekki hægt annað en bera svolitla virðingu fyrir mönnum sem hengja sig i einhverju ööru en smáatriðum. Þessvegna skulum við hin, sem erum bara vön að hanga í símanum, drúpa höfði í tvær mínútur. Hengja haus. Mínútan kostar ekki 66,50 kr. Góðir hálsar, það skal viöurkennt að ég hef sjálfur strengt dá- góðan lager af áramótaheitum í gegnum tíðina en reyndar staðið við þau flest. Það er náttúrlega lygi. Ég hef staðið við þau öll. Bæði tvö. Nema eitt. Ég man satt að sega ekki svo gjörla eftir þessa eina þarna enda borgar sig alltaf að vera vel í glasi þeg- ar maður gefur strembin heit. Það getur stundið komið sér ágætlega að muna ekkert í sinn haus, > einsog Denni og fleiri vita. Mig rámar samt í að hafa heitið því einhver áramótin að ég skyldi hætta að naga á mér neglurnar en það gekk ekki alveg eftir. Ég fór fljótlega að naga mig í handa- bökin yfir því að hafa verið að strengja þetta heit og þá gat ég nú alveg eins haldið áfram að naga neglurnar. Sem ég og geröi. En þá fór samviskan að naga mig. Ópíumleikar fatlaðra En fyrir sirka fimmtán árum tók ég mér tak og , strengdi þess heit að ég skyldi byrja að reykja á fullu gasi strax eftir áramótin og ekki stoppa hvað sem dyndi á. Þetta var eitthvað sem mér fannst verðugt að keppa að enda ekki dasaðar fyrirmynd- ir sem maður hafði fyrir hugskotssjónum með reyk úr nösum einsog mannýg naut; Stalín einræðis- herra, Óli blaðasali, Winston Churchill forsætis- ráðherra sem bar nafn tveg^a tóbakstegunda, Jói á hjólinu, Ólafur landlæknir o.fl. Ekki leiöum að llkjast. Nú, ég hellti mér út í reykingarnar af mikl- um eldmóði og hef ekki sést öðruvísi síðan en með vindilinn í munninum. Hvar ætti hann svo sem að vera annars staðar? (Ekkert Clintonsvar takkfýrir). Þetta var svona álíka staðföst ákvörðun hjá mér og hjá sportidjóti sem einsetur sér að vinna gullið á Ólympíuleikunum. Égvildi hinsvegar vinna gullið á einskonar Ópíumleikum fatlaðra - semsé venjulegra tóbaksreykingamanna, en þeir eru I dag flokkaðir með þriðja flokks fjörulöllum og tjöruböllum og þykja ekki einusinni í fjárhúsum hæfir. Vindill er allt sem þarf Það er ekkert ísí djobb að vera reyksuga ef fólk heldur það, en þaö er nefnilega einmitt það sem fólk heldur. Fjölmargt fólk fullyrðir að það sé bara viljaleysi að geta ekki hætt að reykja. Hver er að tala um að hætta að reykja. Þetta fólk veður reyk þegar það á að vera að taka hann oni sig. Svona rosalega kröftugar reyking- ar einsog mínar kosta náttúrlega griðarlegá einbeitingu og járnvilja en það er um að gera að hvika hvergi. Vindill er allt sem þarf og svo auðvitað vilji. Þetta er aðallega spurning um baráttuþrek, að gefast ekki upp þótt móti blási. Maður á hinsvegar að blása á móti. Vindlareyk. Ef maður finnur hjá sér löngun til að hætta þá á maður bara að bíta á jaxlinn, vera harður við sjálfan sig og læsa tönnunum í vindilinn og taka hraustlega oní sig sem aldrei fyrr. Maður á að kreppa hnefann og segja við sjálfan sig líkt og Laxness forðum: .Ég skal! Ég skal verða mikill reykingamaður. Ég skal verða reykingamaður á heimsmælikvarða. Það er ekkert sem heitir að gefa eftir um hársbreidd. Annaðhvort reykingamaður í heimsklassa eða drepast." Þetta er rétta attitjútiö. Ertu maður eða mús? Mínus eða plús? Það er spurningin. Það eru bara veikgeðja mýslur sem standast ekki þá freistingu að hætta að reykja. Einsog ég hef áður sagt þá er aðeins eitt dýrmætara en heilsan og það er tóbakið. Það segir sig náttúrlega sjálft en mönnum hættir til að gleyma þessum vísdómi. Góð heilsa er undirstaða reyk- inga Um áramótin siðustu ákvað ég að finna mér þægilega iþrótt til að auka mér þol svo ég gæti reykt ennþá meira og kröftuglegar. Maður þarf nefnilega að vera í góðu líkamlegu formi ef maður ætiar að komast í tölu stórreykinga- manna. Ég hugsaði með mér að ég myndi aldrei láta bendla mig við fíflagang einsog sund. Maður á að vera blautur í öðrum skiln- ingi. Strandblak var náttúrulega ekki inni mynd- inni enda engar forsendur fyrir því á Islandi. Plebbalegt að leika einhvern bringutarzan og strandvarinn flóridjót í ógeðslegri forarvilpu niðrí Nauhólsvík skjálfandi á beinunum með klaka í skegginu og frostrósir i andlitinu. Eina hreyfingin sem maður fengi útúr því væri kulda- skjálftinn og svo myndi maður gera dauðateygj- ur á eftir. Gaman gamanl! Eftir að hafa afskrif- að heilan helling af íþróttagreinum sem bjálfa- skap og hommasprikl datt ég niður á badmint- on. Nú, ég stóð ekki við orðin galtóm heldur dembdi mér i slaginn og hef ekki séð eftir því. Þolið hefur aukist svo hrööum skrefum að nú er ég farinn að geta reykt hátt i þrjá vindla- pakka á dag án þess að blása úr nös, eða með því aö blása reyk úr nös öllu heldur. Hvað ger- ir maður ekki fyrir heilsuna. En svona leiðir eitt af öðru. Ef ég hefði ekki reykt þá hefði ég aldrei farið að stunda badminton. Og ef ég hefði ekki fariö að stunda badminton þá væri heilsan I rúst og ég þyldi ekki reykingar. Og ef ég þyldi ekki reykingar þá hefði ég hengt mig á gamlárskvöld. Og ef ég hefði hengt mig á gamlárskvöld þá væri ég ekki við sérlega góða heilsu í dag. Eða einsog ég hef sagt: Þaö býöur upp á betra aö bíöa en ana. Þaö bíöur þess enginn bætur sem bíöur bana. 12 f Ó k U S 5. janúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.