Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 3
Ifókus Vikan 5. ianúar til 11. I a n ú a r lif ið E—ESL—I—R DL.I-LÍ.LL-LL Ullarsokkum. Það er alveg ómögulegt að einbeita sér þegar gólf- kuldinn smeygir sér á milli hryggjar- liðanna og sest í hár- svörðinn og nú þegar rússneski veturinn/ hefur ákveðið að kíkja í heimsókn með þvílíkum fimb- ulkulda er hverri lifsnauðsynlegt að eiga ull- arsokk. Gott er að eiga tvo, því hvim- leitt er að færa sokkinn á milli. Þá er tilvalið, ef þú átt tvær ömmur á lífi, að virkja báðar í prjónamennsku í skiptum fyrir eina sunnudagsheim- sókn á kjaft, og eignast þannig par. Með fulla vasa af grjóti. Leiksýn- ingin í Þjóðleikhús- inu er einstaklega fyndin með þá Hilmi Snæ og Stef- án Karl í broddi fylkingar og rússneskum leikstjóra verksins tekst að glæða það lífi og rúmlega það. Unglingahljómsveitin Pops var stofnuð árið 1966 og er því orðin 35 ára gömul. Síð- ustu ár hefur hljómsveitin, með Pétur Krístjánsson í fararbroddi, haldið uppi stuðinu á nýársdansleik ‘68 kynslóðarinnar. í kjölfar þess hefur hefð skapast fyrir því hjá Pops að halda tvö góð böll helgina eftir nýárið. í ár eins og í fyrra verða böllin hald- in á Fjörukránní, í kvöld og annað kvöld. Pops er líklega elsta hljómsveit landsins, því á þessu ári verður hún 35 ára. „Snemma á síðasta ára- tug byrjuðum við að spila saman aftur en það var Ólafur Laufdal sem fékk okkur til þess á 25 ára „reunioni" á Broadway. Það gekk svo vel að við spiluðum í fjórar helgar í röð,“ segir Óttar Felix, einn meðlima Pops, kampakátur. P-böndin hans Péturs „Á Broadway kom meðal annara Ásta Ragnheiður þingmaður, sem var þá einn af skipuleggjendum nýársballs ‘68 kynslóðarinnar. Hún sá að Pops væri einmitt bandið sem ætti að spila á slíku balli og við vorum því ráðnir til verksins. Eftir þrjú skipti voru við ráðnir til aldamóta og nú um aldamót feng- um við svo æviráðningu. Það er því eins gott að lifa reglusömu og heilbrigðu lífi héðan af,“ segir Ótt- ar Felix og glottir. Pops var stofnuö árið 1966 og starfaði óslitið til 1970. „Við vorum aldrei kallaðir annað en unglinga- hljómsveitin Pops. Eins og fyrir fleiri hljómsveitir var Tónabær okkar heimavöllur og helga vígi,“ segir Óttar Felix dreyminn. Óttar segir mannabreytingar hafa verið tíðar í hljómsveitinni á þessum tíma. „Pops var fyrsta P-hljóm- sveitin hans Péturs Kristjánssonar, sem var frumkvöðull sveitarinnar. Seinna fór hann í hljómsveitirnar Pelikan, Paradís og Póker,“ bætir Óttar Felix við. Pops spilaði aldrei frumsamin lög heldur sérhæfði sig í vinsælum lögum þessa tíma eftir snillinga á borð við The Rolling Stones, Kinks, Small Faces og Bítlana. Einnig spilaði Pops meðal annars undir á plötu með Flosa Ólafssyni, þar sem Flosi söng hið sívin- sæla lag, Það er svo geggj- að að geta Bryndis Nielsen, háskólanemi í kynjafræði með meiru. Hknini kainut f aí fera a Vinkona mín er að læra í Hollandi og er að fara aftur út eftir jólafri hér heima og ætlar því að halda kveðjupartí í kvöld fyr- ir vinahópinn. Eftir partíið förum við eitt- hvað í bæinn, líklega á Prikið, Vegamót eða Sirkus. Á laugardaginn ætla ég að sofa út en svo fer ég á myndlistarsýn- ingu Helga Þorgils sem haldin er í Galleríi Sævars Karls. Svo verður þrettándagleði heima hjá vinkonu minni. Við ætlum að byrja á þvi að elda eitthvað gott saman en svo koma partígestirnir seinna um kvöldið. Við endum mjög lík- lega á Gauknum að hlusta á Carl Craig spila. Sunnudagurinn fer í lestur og hangs heima. Þegar mesti höfuð- verkurinn er farinn þarf ég að- eins að vinna að einni grein sem ég er að skrifa. hneggjað. Seinna endurtók Pops leikinn í kvikmyndinni Veggfóður. Sérsending frá Köben Óttcir Felix segir þá félaga hafa ýmislegt bardúsað í gegnum árin en flestir þeirra hafi þó alltaf verið eitthvað viðriðnir spilamennsku. Ásamt Óttari og Pétri eru í hljóm- sveitinni Björgvin Gíslason, Birgir Hrafnsson, Jón Ólafsson og Ólafur Sigurðsson. SpOagleðin er mikil í Pops að sögn Óttars Felix, „Ólafur, trommuleikarinn okkar, býr til dæmis í Danmörku og kemur nú á hverju ári á annan í jólum og er hér fram á þrettándann, bara til að geta spilað með okkur um áramót- in og á þrettándanum." Það má þvi búast við þrusustuði á Fjörukránni um helgina ef eitt- hvað er að marka sögurnar af böll- unum fyrir ári síðan, þar sem færri komust að en vildu. Neftóbaki. Það er ótrúlega inn, um þessar mundir, aö hrúga alls kyns drasli í nefið á sér og á sumum skemmtistöðum virðast allir vera kvefaðir. En ekki fer á milli mála að gamli góði íslenski ruddinn er það eina sem blífur í þeim málum. Er- lenda snuffið er líka ágætt en að sama skapi fágætt (það er nefnilega svo hættulegt að það er bannað). En sem betur fer þekkja ekki allir háseta á Fossunum og verða því að sækja íslenskan dietrudda í 11-11 og láta sér að góðu verða. Þættinum um Stuttmyndadaga í Sjónvarpinu í kvöld. Klukkan 21.50 í kvöld verða sýndar mynd- irnar sem lentu í þrem efstu sætunum á Stuttmynda- dögum í vor og rætt við að- standendur þeirra. Helst ber auðvitað að nefna sigurmyndina Georg: lifandi lag sem er leikin heimilda- mynd um karaókísöngvara í Kaup- mannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.