Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 4
Jr-E-J—T-B L.U1J II. Vikan 5, ianúar til 11. ianúar il lifið Ifókus „Áramótin voru í heild mjög skemmti- leg. Ég var DJ í Esjubergi á nýárs- kvöld þar til löggan kom og það varð einhver fætingur um volume-takk- ann. Löggurnar komu i mini-rútum og leystu partíið upp. Mér fannst skynsamlegra að lúta í lægra haldi fyrir lögunum. Klukkan 12 á gamlárskvöld var ég í bíl á ferð á milli Reykjavíkur og Garðabæjar. Það var ótrúlega flott að sjá flugeldasýn- inguna í þrívídd. Næst ætla ég að vera í flugvél og fá hana beint í æð.“ Reynir Lyngdal, leikstjóri og DJ Fullt „Ég var á ísafirði með félögunum um áramótin í hasar- djammi. Eftir að hafa verið næstum þvi skotnir niður með ra- gettum fórum við á ball með ísfirsku stuðhljómsveitinni Sonic. Þar var dúndrandi stemmning og svo fórum við í partý þar sem ir ísfirðingar voru saman komnir í lít- illi íbúð. Það var allt troðfullt. Síðan var farið heim í morgunsárið eftir góðan gleðskap. Eftir því sem ég best man var mjög gaman. Sigurður H. Markússon, nemi i Tœkniskólanum. Föstudagur 5/1 •Klúbbar ■ 303 SESSION Á THOMSEN Þaö veröur haldiö „303 session“ á Thomsen í kvöld. Hann BJössi Brunahani sér um stemmning- una ásamt Michael Sturgeon (twilo, liquid, NYC) í kjallaranum. Á efri barnum er þaö Tomml White sem lætur ungar stúlkur skjálfa og unga stráka skjálfa og svitna. ■ ÞRETTÁNDAGLEÐI Á SPOTLIGHT Það veröur klikkuö þrettándagleöi á Spotlight i kvöld. Viö sjáumst hress. ■ FORSOM Á GAUKNUM Klikkaö fjör á Gauk á Stöng í kvöld með hljómsveitinni Forsom. • Krár ■ GUNNAR PÁLL Á GRANDHÓTEL REYKJAVÍK Þá er hann mættur aftur, stuö- boltinn Gunnar Páll, og ætlar aö leika eins og alltaf hugljúfa og rómantiska tónlist á Grandhótel Reykjavík. Gunnar byrjar að leika klukkan 19.15 og hættir ekki fyrr en klukkan 23.00. Allir eru velkomnir - aö sjálf- sögðu. ■ ALDREI AÐ VITA Einar Jónsson spilar á hljóðfæri af mikilli list þegar hann vísiterar á Kaffi Strætó í Mjóddinni. Menn eru enn ugg- andi yfir geösjúklingnum sem ræöst á konur eins og hann sé á launum viö þaö í því hverfi og þykir mörgum öruggast aö vera inni á Strætó. Því eins og allir vita kemst ekkert óæskilegt fram hjá krumlum Hjartar Geirs- sonar dyravarðar, nema ef vera skyldi að hann væri sjálfur aö troöa upþ og fróa bass- anum sínum. ■ LIZ CAMMON Á NAUSTINU Breska söng- konan Liz Gammon, sem aldrei fær heimþrá og virðist bara vera alflutt hingaö á Frón, ætl- ar aö syngja og spila á píanó fyrir matargest- ina á Naustinu í kvöld. Gamaniö hefst klukk- an 22 og stendur alveg til 03 um nóttina. ■ MR. WHITE Á VEGAMÓTUM Mr. Whlte geröi allt vitlaust á sfðasta kvöldi ársins á Vegamótum og ætlar að byrja þaö nýja meö stæl. „Ég gerði nú margt milli jóla og nýárs en mér er minnisstæð- ust flugferð austur á Eg- ilsstaði. Ég var að fara þangað til að funda með skip- stjórnar- mönnum á Austfjörðum. Ég flaug með íslandsflugi og það var helvítis ókyrrð í loftinu í lending- unni. Alit fór nú vel en ég get nú ekki neitað því að ég var svolítið hræddur. Það voru allir kurteisir og prúðir um borð, engir flugdólgar." Grétar Mar Jónsson, forseti far- manna- og fiskimannasambandsins Skemmtilegt Hættuspil „Á Nýársdag héldu ég og kærastinn minn matarboð hérna heima þar sem við buðum sitt hvorum vinin- um. Stjúpfaðir minn, sem er snillingur í mat- argerð, sá um eldamennskuna og fengum við humar í forrétt, svínalundir í aðalrétt og ístertu i eftirrétt. Eftir matinn drukkum við hvítvín og spiluðum Hættu- spilið langt fram á nótt. Það kom mér reyndar á óvart hvað Hættu- spilið er skemmtilegt spil, því ég hafði aldrei spilað þaö áður. Þetta var frábært kvöld.“ Chloe Ophelia Gorbulew fyrir- sœta ■ PJ SKUGGABALDUR Á ÁLAFOSS FÖT BEST Það veröur skuggaiegt stuö meö diskórokktekinu og plötusnúðnum dj. Skuggabaldri á Álafoss föt best í Mosfells- bæ í kvöld: reykur, þoka, Ijósadýrö og skemmtilegasta tónlist síöustu 50 ára. ■ LOKAÐ Á SKUGGABARNUM Það verður lokaö á Skuggabarnum í kvöld vegna breyt- inga. Því miöur veröa allir jakkaklæddu upp- arnir og pólíesterpíurnar aö trítla eitthvert annaö á meöan verið er að hressa uppá staðinn. ■ DJ MIO. KARLMENN OG GLEPI Á MANNSBAR Þaö veröur gay-stuö á Manns- bar sem opnar klukkan 17 og lokar ekki fyrr en klukkan 03. Aöeins testosteron-mann- skepnur velkomnar. Dj mio sér um tónlistina í góöum fíling. ■ HUÓMSVEITIN OOS Á CAFÉ AMSTER- DAM Þaö veröur óendalegt fjör á Café Amsterdam því stuöboltarnir f hljómsveitinni GOS ætla aö troða upp og gera allt vitlaust. ■ LÉTTIR SPRETTIR Á KRINGLUKRÁNNI Jæja gott fólk, þá er aö koma sér í djamm- gfrinn þvf hljómsveitin Léttir Sprettir ætla aö sjá um rffandi stemmningu á Kringlukránni I kvöld. Það þýðir ekki aö missa af þessu. ■ JÓN FORSETI Á CATALINU Þaö er enginn annar en Jón Forseti sem ætlar að halda fjörinu uppi á skemmtistaönum Catalinu f Hamraborg f kvöld. ■ POPS SKEMMTIR Á FJÓRUKRÁNNI Nú er um aö gera að tína til dansskóna og skella sér á Fjöru- krána því þar ætlar ungllngahljómsveit- In Pops aö skemmta gestum f sannkaliaöri slxtles sveiflu í kvöld. Pops ætla aö taka alla smellina meö Bítl- unum, Rolling Sto- nes, Kinks, Small Faces og fleiri. Pottþétt stemmning meö unglingunum gömlu. Böl 1 ■ RÚTUBALL Á NJALLANUM í HAFNAR- FIRÐI Þaö veröur stuð á rútuballlnu sem haldiö verður á NJallanum i Dalshrauni 13 í kvöld. Þaö er hljómsveitin KINKÓ sem ætlar aö halda uppi ekta sveitaballastemmningu f kvöld. Þaö veröa sætaferöir úr miöborg Reykjavíkur. Allir 20 ára og eldri eru vel- komnir. Þaö er frftt inn til 23.30 og happy hour f hálftfma frá 23.30 til miönættis. Mæt- Jósi Fjóshár, Ijóshærðir hjúkrunarfræðingar og tregabland- inn matur eru það sem finna má á samsýningu sex málara sem opnar í kvöld kl. 20 í Gerðarsafni í Kópavogi. Dúkkur og hjúkkur Á samsýningunni i Gerðarsafni sem opnar í dag kennir ýmissa grasa enda sex listamenn sem þar sýna verk sín. Þar má meðal annars finna myndir af ljóshærðum hjúkr- unarfræðingum, óvenjulegum dúkk- um, fjölskyldum og mat. Listamenn- irnir sem þarna sýna eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodgkin- son, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigríður Ólafsdóttir og Þorri Hringsson. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera figúratif meö sterkri samfélagslegri tilvisun. Sem dæmi um slikt má nefna verk Jó- hanns Ludwig Torfasonar en hann hefur málað frumgerðir af leikföng- um sem líklega munu seint sjást í almennum leikfangaverslunum. Þar eru á meðal dúkkurnar, Jésúinn (sem sést á myndinni), Norma, hin venjulega húsmóðir, og Jósi Fjós- hár, alltvarbetra- ígamladagadúkkan. Einnig má benda á málaðar og útsaum- aðar fjölskyldu- myndir Sigríðar Ólafsdóttur og sér- kennileg málverk Birgis Snæbjörns Birgissonar af ijós- hærðum hjúkrunar- fræðingum við störf sín. Tveir erlendir Jesúinn eftir Jóhann Ludwig Torfason. gestir eru á sýning- unni, Bretarnir Ed Hodgkinsson og Peter Lamb. Hod- gkinsson sýnir hér munúðarfullar myndir af mannslíkamanum en Lamb tekur hins vegar fyrir ýmis þjóðleg minni og dæmigerð tákn í heimalandi sínu eins og kráarskilti og skjaldarmerki. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17 og stendur til sunnudagsins 21. janúar. ið snemma og í stuöi. •Klassík ■ VÍNARTÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR Vín- artónleikahefö Sinfóníunnar fyllir brátt þriöja tuginn. Fyrstu tónleikarnir þóttu takast meö stakri lukku en samt sem áöur varö nokk- urra ára bið eftir þeim næstu en nú duga ekki færri en þrennir tónleikar i Laugardals- höll. Umgjörð tónleikanna í ár er með besta móti. Nýir pallar í sal veita betri sýn aö sviði og allir ganga að sínum sætum númeruöum. Óhætt er aö lofa spennandi tónleikum; stjórnandinn Peter Guth er aö öörum ðlöst- uðum einn vinsælasti stjórnandi Vínartón- leika hér á landi - auk þess að vera afbragðs- fiöluleikari eins og gestir munu fá aö heyra. Glæsileg söngkona, Arndís Halla Ásgeirs- dóttir, mun syngja nokkrar eftirlætisperlur Vínarborgar og heyrst hefur aö félagar úr kór íslensku óperunnar komi til meö aö bregöa fyrir sig betri fætinum auk kórflutningsins sem varla þarf að kynna frekar! Kórstjóri er Garöar Cortes. Aörir Vínartónleikarnir af þremur, þetta áriö, hefjast í Laugardalshöll- inni kl. 19.30 í kvöld. Nokkur sæti eru laus. Námsmenn fá 50% afslátt af miöaveröi ef keypt er á tónleikadegi (auk föstudags þeg- ar tónleikadag ber upp á laugardag. Miöa- pantanir á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar- innar í síma 545 2500.Tónleikarnir eru í grænnl áskriftaröð. ■ STÓRTÓNLEIKAR í SALNUM Hinir árlegu stórtónleikar Rótarý veröa í kvöld í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Þessir tónleikar fylgja ætiö í kjölfar jólanna. Miöasalan verö- ur opnuö eftir áramót og opin alla virka daga frá klukkan 13-18 í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. Einnig má hringja til að panta miöa í síma 570 0400. •Sveitin ■ HUÓMSVEITIN SÍN Á POLLINUM Á AK- UREYRI Þaö verður stuö aö venju á Pollin- um á Akureyri í kvöld en hljómsveitin SÍN ætlar aö kveöja jólin eins og þeim einum er lagiö. Hamingja og gleöi mun ríkja fyrir norö- an og jólaskapiö fer ekki af fólkinu þó þrett- ándinn sé genginn í garö. ■ HAFRÓT Á RÁNNI í KEFLAVÍK Þaö verö- ur fjör og hamingja á Ránni í Keflavík því hljómsveitin Hafrót ætlar aö leika þar í kvöld. Þaö veröur að sjálfsögöu rífandi stemmning því eins og allir vita eru meölim- irnir I Hafrót stuðboltar í lagi. •Leikhús ■ ANTIGÓNA í kvöld kl. 20 veröur Antigóna eftir Sófókles sýnd á Stóra sviöi Þjóöleik- hússins. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson en aöalhlutverk eru meöal annars í höndum Halldóru Björnsdóttur og Arnars Jónssonar. Örfá sæti eru iaus. ■ VITLEYSINGARNIR I kvöld kl. 20 veröur sýning á Vitleysingunum eftir Ólaf Hauk Símonarson í Hafnarfjaröarleikhúslnu. Örfá sæti laus. ■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama tíma síöar er framhald leikritsins Á sama tíma aö ári sem sýnt hefurveriö um langt skeiö viö mikl- ar vinsældir. í kvöld kl. 20 veröur framhaldið sýnt í Loftkastalanum og eru það þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Siguröur Sigurjónsson sem fara meö hlutverkin eins og áöur. C&D- kort gilda. Uppselt. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritiö Meö fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones veröur sýnt í kvöld kl. 20 á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. ■ TRÚÐLEIKUR í IÐNÓ Iðnó sýnir Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason í kvöld klukkan 20. Leikarar eru Halldór Gylfason og Friðrik Friöriksson. •Opnanir ■ TEXTÍLHÖNNUN OG COLLAGEMYNDIR Sigríðar Ólafsdóttur opnaöi sýningu á textíl- hönnun og collagemyndum í listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, 2. janúar slöastliðinn. Sig- riöur nam viö textíldeild MHÍ frá ¥90-¥93. Frá ¥95-¥97 var hún viö nám I vöruhönnun I Högskolan för Design och Konsthantverk í Gautaþorgarháskóla og lauk prófi sem Mast- er of Fine Artst voriö 1997. Sigriður hefur tekiö þátt í nokkrum sýningum hér heima og erlendis. Sýningin í listhúsi Ófeigs stendur yfir til 16. janúar 2001. ■ 10 VONBRIGÐI Einkasýning Sigríöar Bjargar Siguröardóttur, 10 vonbrigöi, hefur veriö I Gallerí Nema hvaö. Eins og heiti sýn- ingarinnar ber með sér fæst Sigriður viö 10 vonbrigöi á myndrænan hátt og hefur til sölu bók meö verkum slnum. Opið milli 2 og 5 um helgina. ■ MYNDLISTASÝNING í LISTASAFNI KÓPAVOGS í dag klukkan 20 opnar samsýn- ing sex málara I Ustasafni Kópavogs. Þeir eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodgkin- son, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigriöur Ólafsdóttir og Þorri Hringsson. Verk þessa listamanna eiga þaö sameiginlegt aö vera fígúratif meö sterkri samfélagslegri til- vlsun. Birgir Snæbjörn sýnir myndröö af Ijós- hæröum hjúkrunarfræöingum, Jóhann Lud- wig málar frumgeröir af leikföngum meö fé- lagslegum undirtón, Sigríöur Ólafs hefur málaö myndir af sinu nánasta umhverfi og beinir núna sjónum sinum aö fjölskyldunni og Þorri Hringsson málar myndir af trega- blöndnum mat frá fimmta og sjötta áratugn- um. I hópnum eru tveir listamenn frá London. Annar þeirra Peter Lamb tekur fyrir ýmis þjóöleg minni og dæmigerð tákn I heimalandi sinu svo sem kráarskilti og skjaldamerki. Hinn Bretinn, Ed Hodgkinson, vinnur með mannslíkamann á munúöarfull- an hátt án þjóöfélagslegra og pólitískra skír- skota. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 11 til 17. •Fundir ■ ÞINGMENN í KAFFI Á ÓLAFSFIRÐI Þing- menn Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boös í Norðurlandskjördæmi eystra, Árni Steinar Jóhannsson og Steingrímur J. Sig- fússon, verða á ferö um kjördæmið. Þeir bjóða til spjalls um málefni kjördæmisins og þjóðmálin yfir kaffibolla á Hótelinu, Ólafs- firði í dag ki. 17 til 19. ■ FYRIRLESTUR í MÁLSTOFU EFNA- FRÆÐISKORAR Jóhannes Reynisson ætlar i dag aö flytja fyrirlesturinn „Eiginleikar DNO- peptíöa rannsakaöir meö pýren eximer myndun“. Málstofan hefst klukkan 12.20 I stofu 158 I VR I! og er öllum opin. Laugardagur 6/1 •Klúbbar ■ CARL CRAIG SPILAR Á RÝMI #2 Á GAUKNUM Carl Craig er eitt stærsta nafn raf- og danstónlistarinnar en hann spilar í Reykjavik í kvöld. Koma hans hingaö nú er liöur í tónleikaför kappans um Evrópu til aö kynna hans nýjustu breiöskifu; Designer Music. Carl Craig spilar á hinum glæsilega skemmtistaö Gauk á Stöng, og fer djammiö fram á þrem hæöum. Ásamt Carl Craig koma Gus Gus, Herb Legowitz, DJ Frímann, DJ Bjössi og Alfred More á Rými #2 ástamt hinni kynþokkafullu söngkonu Lolu B Nice. Stendur þú fyrír einhverjuf Sendu uppf fWigar i fj m'icímJúO 0020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.