Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 7
4 Ifókus Vikan 5.ianúar tll 11. ianúar UJLLfi. E-F—I—L-R V-J M U- Jack Campell er harður Wall Street gaur sem býr á besta stað í New York og rakar inn peníngum. Á jóladagsmorgun vaknar hann hins vegar í úthverfi New Jersey með æskuástina sér við hlið og börnin þeirra tvö í næsta herbergi. Hvað hefur gerst? The Family Man með Nicolas Cage í aðalhlutverki er frumsýnd í kvöld í Regnboganum, Bíóhöllinni, Kringlubíói, Nýjabíói í Keflavík og Nýjabíói á Akureyri. Nicolas Cage í hlutverki Jack Campell á tali viö dularfulla ræningjann sem lelkinn er af Don Cheadle. Ameríska kvikmyndin The Family Man íjallar um Wall Street gaurinn Jack CampeO sem mokar inn milijónunum og lifir lífi sem aðra að- eins dreymir um. Kona, börn og dekk Jack býr á besta stað í New York, á Ferraribíl og glæsikvendin slást um hann. En skyndilega tekur líf Jacks algjörum stakkaskiptum eftir að hann lendir i átökum við vopnaðan ræn- ingja í matvörubúð á jólanótt. Daginn eftir vaknar Jack í úthverfl New Jers- ey með æskuástina Kate sér við hlið og bömin þeirra tvö í næsta herbergi. Og Jacks hefur ekki hugmynd um hvers vegna hann er þama niðurkom- inn. Sér til mikils hryllings kemst hann að því að hann vinnur ekki lengur á Wall Street heldur á dekkja- verkstæði tengdaföðurs síns. Þegar hann fer svo að grennslast fyrir um sitt fyrra líf virðist sem það hafi allt verið draumur einn. Þrettán árum áður var Jack Campell boðið starf í London sem olli því að hann yfirgaf æskuástina sína Kate, þrátt fyrir loforð um annað. Nú býðst honum annað tækifæri með Kate. Hvort Jack nýtir það eða snýr aftur til glamúrslífsins á Wall Street verður að koma í ljós. Gerði myndbönd fyrir Madonnu í hlutverki Jack Campell er enginn annar en Nicolas Cage sem síðustu ár hefur verið þekktastur fyrir hlut- verk sín í hasarmyndum á borð við The Rock, Con-Air, 8mm og Gone in Sixty Seconds. í öðmm aðalhlutverk- um eru Tea Leoni sem leikur Kate, Jeremy Piven sem leikur besta vin og nágranna Jack og Don Cheadle, sem leikur dularfulla ræningjann. Leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner og er þetta þriðja mynd hans í fullri lengd en áður hefur hann með- al annars gert flöldann allan af tón- listarmyndböndum fyrir stjörnur á borð við Mariah Carey, Wu Tang Clan og Madonnu. Þess má geta að Ratner vann til verðlauna á verð- launahátíð MTV árið 1999 fyrir mynd- bandið við lag Madonnu „A Beautiful Stranger", úr myndinni Austin Powers: The Spy Who Shagged Me. Jack á í mestu vandræðum með að höndla nýja lífiö og elginkonuna Kate. Fyrri myndir Ratners eru Money Talks með Charlie Sheen og Chris Tucker og Rush Hour með Jackie Chan og Chris Tucker (aftur). Tónlist- in er hins vegar í höndum Danny Elfman sem frægastur er fyrir sam- starf sitt með kvikmyndaleikstjóran- um Tim Burton í kvikmyndum á borð við Pee Wee’s Big Adventure, Batman og Dick Tracy. Auk þess má nefna myndir eins og Dolores Claibome, Men in Black og Good Will Hunting. Bíóborgin Unbreakable ** „Unbreakable er næstum eins og The Sixth Sense. Hún er myrk og hæg en ekki eins ógnvekjandi og fyrirrennarinn. Stóri gallinn er hins vegar endirinn. Shyamalan vildi ekki aóeins endurtaka stíl fyrri myndarinnar heldur einnig uppbyggingu og endi. Endir The Sixth Sense var hins vegar snilld sem verður ekki endurtekin. Til- raunin í Unbreakable er hlægileg; nánast móóg- un viö áhorfendur, sem höföu gefiö myndinni tvo tíma af lífi sínu," GSE Sýnd kl.: 3,40, 5,50, 8,10,15 Open your eyes Þokkagyðjan fagurlimaöa og barmfríöa Penelope Cruz leikur aöalhlutverkiö I þessari stórkostlegu lífsreynslusögu. Sýnd kl.: 3,40, 5,50, 8,10,15 íslenski draumurlnn *★* Sýnd kl.: 4, 6, 8 Gun shy Sýnd kl.: 10 Bíóhöllin The Famlly IVIan ** „Nicolas Cage þarf aö velja á milli þess aö sitja á Wall Street meö fæt- urnar upp í loft og smyrja hrygginn á skonsum i kipputali eöa þess að liggja undir skítugum bilflökum og punda sömu kellinguna daglangt, 365 daga á ári (nema á hlaupárum). Það sorg- lega er að allir vita aö hann velur vitlaust.' -ES Sýnd kl.: 3,30, 6, 8,10,30 The Grinch ** Ron Howard þurfti bæði aö gæta ihaldssemi og beita nýjungagirni. Niöur- staöan er eitthvað sem minnir á kínverska óperu, setta upp Hjá Báru. Og þaö sýnir snilli Jim Carrey aö í hvert sinn sem hann birtist á tjaldinu fyrir- gáfu áhorfendur Howard leiöindin og hlógu Sýnd kl.: 3,40, 5,50, 8, 10,15 Bringiton „700 kall er ekkert verö fyrir að fá að sjá tugi mellna skaka á sér júgrin og gera flikk- flakk yfir æsilegum kappleikjum. Hver þarf söguþráð þegar hann hefur G-streng?,“ -ES Sýnd kl„: 3,50, 5,55, 8, 10,10 Nurse Betty Sýnd kl.: 8,10,10 Dinosaur Það er alþekkt aö sumir geti haft gam- an af saur og Dinosaur ætti aö stuöla að útvíkk- un þess hóps. Sýnd kl.: 4, 6 Pokemon 2 Sýnd kl.: 3,50, 6 Háskólabíó The Golden Bowl 0 stjörnur „Ástin í þessari ástarsögu er nokkurs konar móö- ursýki; sem er álíka skemmtilegt og ef spennan i James Bond-mynd væri bara taugaveiklun og ímyndun leyniþjónustumannsins. Megn leiðindi myndarinnar sitja enn í líkamanum. Og ég vil þau burt. Þegar ég hálfhljóp út úr bíósalnum eftir sýn- inguna langaöi mig heim í sturtu. Ég mun ævina á enda bera mark þessarar nauögunar í Háskóla- bíói.“ GSE Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Bring It on (sja Bióhöll) Sýnd kl„: 4, 6, 8,10 Saving Grace „Saving Grace er fyndin og skemmtileg mynd allt fram í lokin þegar endir- inn veröur að rútínu sem allt of oft er notaður. Leikur í Saving Grace er frábær," -HK- Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Ikingut „Handritiö er lipurlega skrifaö og ágætur húmor i því. Þó má segja um það, sem og myndina í heild, aö það eigi sínar hæðir og lægð- ir. Aöall sögunnar er að það næst að framkalla barnslega einlægni sem skilar sér til áhorfenda, enda má segja að Ikingut sé fyrst og fremst fjöl- skyldumynd," -HK- Sýnd kl.: 4, 6, 8 Whipped Sleiktu nær. Þú skalt adrei vanmeta konur! Grinmynd um kynlíf, kynlif og aftur kynlíf. Sýnd kl.: 10 Autumn in New York Persóna Richard Gere, er kvennabósi sem er með V.I.P.-kort á húð- og kyn- sjúkdómadeild Nýju Jórvíkur en þegar hann hittir Winonu Ryder vill hann festa sitt ráö. Svo grenja þau saman yfir því í 90 mínútur. Sýnd kl.: 8,10,15 Dancer in the Dark **** „Likt og myndin sjálf er afstaða mín til hennar afskaplega klofin milli aðdáunar og pirrings." -ÁS- Sýnd kl.: 5,30 Chicken Run *** Sýnd kl.: 4 Kringlubíó The Family Man ** (Sjá Bíohöll) Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Bring it on (sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,55, 8,10,10 Unbreakable ** (Sjá Bióhöll) Sýnd kl„: 8,10,15 Pokemon 2 Þeir eru komnir aftur, japönsku teiknimyndakallarnir sem allir elska að hata. Sýnd kl.: 3,50, 6 Dinosaur (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 3,40 Laugarásbíó Little Nicky Þaö er allt annað en auðvelt aö vera sonur djöfulsins úr móðurkviði engils. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Charlie's Angels * „það sem teljast verður skást viö Charlie's Angels, útlit og tæknibrellur. Einu mætti hrósa til viðbótar. myndin er „aðeins" 90 minútur,“-HK. Sýnd kl„: 4, 6, 8,10 Urban Legends, Lokaskurður Margir muna til dæmis eftir sögunni um fólkið sem tannburstaði sig upp úr þarmaflóru innþrotsþjófa í sumarbú- stað. Þetta er framhald. Sýnd kl„: 4, 6, 8,10 Regnboginn The Family Man ** (Sjá Bióhöll) Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Little Nlcky (Sjá Laugarásbíó) Sýnd kl.: 6, 8,10 The Legend of Bagger Vance ** „Myndinerí hægagangi allan tímann. Robert Redford ber mikla viröingu fyrir sögunni, kannski of mikla. Hann hefur gert betri myndir. Hér vantar hann neistann." -HK Sýnd kl,: 8,10,30 Charlie's Angels * (Sjá Laugarásbió) Sýnd kl.: 6, 8,10 Pokemon 2 (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 6 Stjörnubíó What Lies Beneath ** „Það er hálffúlt að það fólk sem stendur aö What Lies Beneath skuli ekki geta gert betur." -gse Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 The Legend of Bagger Vance ** (Sjá Regnbogann) Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 myndlist Á sunnudag lýkur fyrstu eínkasýníngu Sigríðar Bjargar Sigurðardóttur, Vonbrigðin 10, í gallerí Nema hvað og er áhugamönnum um myndlíst því hollast að taka stökkið niður á Skólavörðustíg. Eins og Ijóðabók „Sýningin lýsir tíu vonbrigðum og er ein mynd til að lýsa hverju skipti,“ segir Sigríður í stuttlegri lýsingu á þema sýningarinnar. „Reyndar byggist sýningin á bók sem ég gerði og ég lét stækka hverja mynd upp í plakatsstærð," bætir hún við og vill brýna það rækilega fyrir lesendum Fókuss að þessi öndvegisbók verði til sölu á staðnum. „Bókin er svona eins og lítil ljóðabók, með takmörkuðum texta á myndunum auðvitað.“ Myndirnar málaði Sigríður í tengslum við lokaverkefni sitt á siðustu önn. Hún stefnir að því að ljúka BA-námi sínu af málarabraut Listaháskólans í vor og halda svo utan til frekara náms. „Auðvitað kem ég aftur,“ er viðkvæði hennar, aðspurð um frekari plön. „... en maður veit aldrei,“ hrekkur svo upp úr listaspírunni. Og það er líka óumdeilanlegt því heldur einhver að Tyrkja-Gudda hafi ætlað sér að ilengjast í Alsír? Sigríður segist al- fariö hafa haldið sig við tússpenna við gerð myndanna sem sýndar verða en jánkar þegar berst í tal hvort henni þætti ekki freistandi að prófa að draga línur með mannablóð í penslinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.