Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Qupperneq 8
8 Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaöiö Reuters First opnar upplýsinga- þjónustu fyrir íslenskt viðskiptalíf Alþjóðlega upplýsinga- og frétta- miðlunin Reuters hefur hleypt af stokkunum nýrri upplýsingaþjón- ustu fyrir íslenskt viðskiptalíf, Reuters First, sem sérhæfir sig í norrænum fjármálamarkaði. Reuters First veitir hraðar og áreiðanlegar upplýsingar um fjár- málamarkað á Norðurlöndum, ætluðum verðbréfamiðlurum og sjóðstjórum. „Með aukinni áherslu á íslenskan fjármálamark- að veitir fyrirtækið upplýsingar um almennan hlutabréfamarkað um leiö og þær berast og gefur yf- irsýn yfir sögulegar staðreyndir sem varpa ljósi á núverandi stöðu fyrirtækja," segir í tilkynningu vegna tilkomu Reuters First. Reuters veitir fróðleik um verð- bréfamarkaðinn á Norðurlöndun- um og um hlutabréf norrænna fyr- irtækja sem eru skráð á NYSE og Nasdaq. Aö auki veitir Reuters First yfirlit yfir gengi hlutabréfa í tilteknum fyrirtækjum og miðlar einnig upplýsingum um alþjóðleg- ar vístitölur, skuldabréf, gjald- miðla og hrávöruverð á hverjum tíma. „Reuters First hefur yfir að ráða háþróaðri tækni til að meta stöðu hlutabréfa sem gera mögu- legan samanburð milli fjárfest- ingaleiða innan ýmissa geira við- skipta- og atvinnulífsins og milli valkosta einstakra fjárfesta," segir í tilkynningunni. Reuters er stærst Jean-Frangois Rallier, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs Norðurlanda, telur ísland vera mikilvægt markaðssvæði fyr- ir fyrirtæki, með hliðsjón af vexti landamæralausra viðskipta. Reuters First mun gefa íslensku viðskiptalífi aðgang að norrænum mörkuðum til jafns við alþjóðlega fjármálamarkaði með þjónustu sinni. Reuters hefur fjárfest í stór- um stíl í innri byggingu sam- skiptanetsins milli íslands og ann- arra Evrópulanda. Þeir hafa einnig haft frumkvæði að samn- ingi við Háskóla Reykjavíkur, sem notar Reuters-þjónustu fyrir verk- menntun sem tengist fjármála- mörkuðum. Reuters, leikur stórt hlutverk á viðskipta- og fjármálamörkuðum á sviði alþjóðlegra upplýsinga og frétta. Stefna Reuters er að virkja viðskiptamarkaði á Internetinu. Reuters er stærst alþjóðlegra frétta- og sjónvarpsmiðlara meö 1.957 fréttamenn, ljósmyndara og kvikmyndatökumenn á 185 frétta- stofum sem i 153 löndum leggja stund á öflun og framleiðslu frétta á 24 tungumálum. Instinet, sjálfstætt dótturfyrirtæki Reuters, rekur heimsins stærsta rafræna verðbréfamiölarann. Fram kemur aö forskot Reuters byggist á orðspori hraða, ná- kvæmni, hlutlægni og tækniþró- un. Reuters sér 900 heimasíðum fyrir fréttum og upplýsingum um peningamarkaðinn 30. júni 2000 voru 17.067 manns í 215 borgum í 98 löndum starfandi hjá samstæð- unni. Salan á Vífilfelli liður í endurskipulagn- ingu í framleiðslu Coke á Norðurlöndum Kaup íslenskra fjárfesta á Vífilfelli hf. eru liður í endurskipulagningu á sölu- og framleiðslu Coca-Cola á Norð- urlöndunum. Framleiðsla afurða Coca-Cola á Norðurlöndunum hefur verið í höndum Carlsberg-Coca-Cola Nordic Beverages, sem er í samein- ingu í eigu Carlsberg og Coca-Cola, en upp úr samstarfínu slitnaði við sam- einingu Carlsbergs og norsku drykkj- avörusamsteypunnar Orkla í maí í fyrra. CCNB festi kaup á Vífilfelli fyrir þremur árum en þá hafði Vífilfell að mestu verið í eigu Péturs Björnsson- ar. Kaupin voru i samræmi við stefnu CCNB um að framleiðsla afurða Coca- Cola á Norðurlöndunum yrði á einni hendi. Þar sem grundvöllur samstarfs Coca-Cola og Carlsberg brast með sameiningu Carlsberg og Orkla (sem m.a. framleiðir Pepsi í Svíþjóð og Nor- Islenskir fjárfestar keyptu Vífilfell Kaupin eru liöur í endurskipulagningu á sölu Coca-Cola á Noröurlöndum. egi) var ákveðið aö endurskipuleggja framleiðslumálin og slíta CCNB fyrir árslok 2001. Nú hefur verið ákveðið að Carlsberg sjái um framleiðslu Coca- Cola í Finnlandi og Danmörku en Coca-Cola Company sjái sjálft um framleiðsluna í Svíþjóð og Noregi. Öðru máli gegnir með tsland en samkomulag er nú í höfn um að þeir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vifil- fells, Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., og Kaupþing hf. kaupi Vífilfell en boðað hefur verið til blaðamanna- fundar í dag þar sem kaupin verða formlega kynnt. Eins og greint hefur verið frá í Við- skiptablaðinu eru allar líkur á því að Vífilfell og Sól-Víking hf. verði sam- einuð en síðastliðið haust festi Kaup- þing kaup á meirihluta í Sól-Víking og á nú ríflega 90% hlut í félaginu. Sameining í hugbúnaðargerð fyrir handtölvur Fakta ehf., Handtölvur ehf. og Króli verkfræðistofa ehf. hafa undirritað samning um sameiningu handtölvu- deildar Fakta við Handtölvur en jafn- framt verður Króli verkfræðistofa hlut- hafi í Handtölvum. í tilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að hand- tölvudeild Fakta hefur unnið að strika- merkjalausnum í handtölvugeiranum um árabil og hefur meðal annars unn- ið að talningar-, pantana- og verðeftir- litskerfi fyrir verslunarmarkaðinn (Vörupálma), EAN-128 strikamerkja- lausn fyrir sjávarútveg, gæðaeftirlits- kerfi og EDI-forsölukerfi með GSM- tengingu. Með samningnum munu þessar lausnir færast yfir til Handtölva og sameinast þeirri hugbúnaðarþróun sem þar á sér stað. „Með samningnum er verið að færa hugbúnaðargerðina í eitt fyrirtæki, Handtölvur, sem verður fyrir vikið sterkari eining á markaði og ötlugur samstaifsaðili okkar,“ segir Sigurður Hjalti Kristjánsson, framkvæmdastjóri Króla verkfræðistofu. „Þessar lausnir munu nýtast viðskiptavinum og sam- starfsaðilum Króla vel og tryggja þeim áframhaldandi góðar hugbúnaðar- lausnir." „Samningurinn gefur okkur tæki- færi til að einbeita okkur frekar að þeim pappírslausu kerfum sem höfum verið að þróa,“ segir Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Fakta. „Við höfum átt góð viðskipti við Króla verkfræði- stofu í rúm tvö ár og ég hef trú á því að handtölvulausnir okkar séu komnar í góðar hendur hjá Handtölvum sem er metnarfullt fyrirtæki með skýra áherslu á þessu sviði hugbúnaðargerð- ar.“ „Þessi sameining styrkir stöðu Handtölva í sessi sem öflugt hugbúnað- arhús i handtölvulausnum," segir Dav- íð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handtölva. „Með þessu erum við að sækja inn á ný svið og breikka vöru- línu okkar. Hugbúnaðarlausnir Fakta eru vel unnar, hannaðar með tilliti til þarfa markaðarins og gefa okkur tví- mælalaust enn frekara forskot á hand- tölvumarkaði.“ PwC kaupir Rekstur og ráögjöf ehf. á Norðurlandi Starfsemi hjá Pricewaterhouse- Coopers á Norðurlandi hefur ver- ið aukin með kaupum á Rekstri og ráðgjöf ehf. Með sameining- unni styrkist enn frekar starf- semi PwC á Akureyri, bæði með auknu þjónustuframboði, sem og getu til að vinna að umfangsmeiri verkefnum. Fram kemur í frétt frá PwC að starfsemi fyrirtækisins á Norður- landi, Akureyri og Húsavík, hef- ur verið vaxandi undanfarin ár og lögð hefur verið áhersla á aukna þjónustu við viðskiptavini. Mikið og gott samstarf er milli skrifstofa PwC sem eru alls fimm á íslandi. Sérfræðingar PwC í Reykjavík taka þátt í verkefnum á Norðurlandi og á sama hátt taka sérfræðingar skrifstofunnar á Akureyri þátt í verkefnum ann- ars staðar á landinu og verður svo áfram. Þrír nýir ráðgjafar koma til liðs við PwC á Akureyri en þau eru Bjarni Kristinsson, Einar Ás- kelsson og Sigrún Jakobsdóttir. Rekstur og ráðgjöf hefur um ára- bil þjónað sveitarstjórnum og annarri opinberri stjórnsýslu, auk þess að vinna með fyrirtækj- um og einstaklingum á Norður- landi, sem og annars staðar á landinu. Á skrifstofu Pricewaterhouse- Coopers, Glerárgötu 32 á Akur- eyri, eru nú starfandi 12 starfs- menn við ráðgjöf og endurskoð- un. Sjónvarps- 0 handbókln hefur fengið nýtt símanúmer 550 5850- Fax 550 5999 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 DV HEILDARVIÐSKIPTI 4450 m.kr. - Hlutabréf 166 m.kr. - Húsbréf 1884 m.kr. MEST VIÐSKIPTI : SÍF 33 m.kr. Skýrr 28 m.kr. Opin kerfi 13 m.kr. MESTA HÆKKUN OÚA 8,5 % ©SR-mjöl 4,9 % : O Hraðfrystihúsið-Gunnvör 4,2 % MESTA LÆKKUN : OSkýrr 5,7% ©Tangi 3,4 % : ©Olís 2,7 % ÚRVALSVÍSITALAN 1211 stig - Breyting O 0,21 % Obreytt- ir vextir í Evrópu Evrópski seðlabankinn hélt vöxt- um sínum óbreyttum í 4,75% og sýndi þar með að hann ætlaði ekki að taka þátt í þeirri vaxtalækkunar- hrinu sem hefur einkennt mörg lönd eftir að bandaríski Seðlabank- inn lækkaði vexti sína um 1% í jan- úar til að örva hagvöxt. Breski seðlabankinn lækkaði vexti sína í síðustu viku um 25 punkta og eru þeir nú 5,75%. Efnahagslífið í Evrópu hefur hægt á sér eftir mikinn uppgang og vöxt á öðrum ársfjórðungi síðasta árs þegar hagvöxtur á ársgrundvelli mældist 4%. Wim Duisenber, seðla- bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur tilkynnt um hagvaxtarspár bankans sem gefa til kynna að um- svifin í efnahagslífi Evrópu muni vaxa um 3% á þessu ári. Microsoft enn til rann- sóknar Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur enn einu sinni hafið rannsókn á Microsoft á grundvelli banda- rískra samkeppnislaga. í Was- hington Post, sem út kemur í dag, er greint frá því að nú sé til skoðunar fiárfesting Microsoft í kanadíska hugbúnaðarfyrirtækinu Corel Corp. l*ÍKan. dollar fiSPöntk kr. fip~Nor*kkr £Ss«mk kr. 3Nn.matk J SjFra. franki (nfooig. franki t3| Sviss. ffankl Qml gyllini HHfoýtkt mark 1 Ifo lira ist. sch. 'ort. escudo j * jSpi. pesoti yen Irskt pund SDR ggECU 16.02.2001 kl. 9.15 KAUP SALA 86,350 86,790 125,340 125,980 56,270 56,610 10,5080 10,5660 9,5850 9,6380 8,7340 8,7820 13,1854 13,2646 11,9515 12,0233 1,9434 1,9551 51,0800 51,3600 35,5749 35,7886 40,0836 40,3244 0,04049 0,04073 5,6973 5,7315 0,3910 0,3934 0,4712 0,4740 0,75030 0,75480 99,543 100,141 111,3900 112,0600 78,3967 78,8677

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.