Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 20
24 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 ^Tilvera x>"V mmm Crouching Tiger, Hidden Dragon irkirk Frábær kvikmynd. Þaö er eins og listin hafl loksins rataö aftur heim í Qölleikahúsiö. Maður situr í sætinu • sínu og er borinn gegnum ævintýriö, undrandi og þakklátur eins og barn. En myndin er líka svolitið skrýtin. Leikaramir em allir meö sama íbyggna svipinn og bera fram textann eins og þeir séu aö lesa hann af blaði. Og ömgglega á einhverri mállýsku sem þeim er ekki eiginleg. En viö héma uppi á íslandi segjum bravó og tökum þaö sem hluta af ævintýrinu. -GSE A Hard Day’s Night kkkk Myndir um rokktónlist og rokk- ara eldast yfirleitt illa. Þetta á ekki viö um A Hard Day’s Night, sem var tíma- mótamynd. Bitlarnir voru að komast í efstu hæöir og voru með snjallar hug- myndir á færibandi og leikstjórinn Ric- hard Lester var ekki síður hugmynda- frjór og náði hann að skapa snilldar- verk úr nánast engu meö aö sjálfsögöu aðstoð Bítlanna sem eru hver öörum betri í myndinni. Sannarlega kvik- mynd sem kom á óvart á sínum tíma og gerir enn. -HK 0 Brother Where Art Thou Sérlega fjörug kvikmynd frá Coen- bræömm sem krydduð er meö sérlega skemmtilegri kántrítónlist. Úr mikilli samsuöu ólíkra atriöa hafa þeir bræöur náö aö gera úr heilsteypta kvikmynd sem verður þó ekki talin meö þeirra ^ bestu verkum, aöallega vegna þess hversu stundum hægir á atburöa- rásinni. Myndin stendur þó vel undir þeim gæöastimpli sem er á öllum þeirra kvikmyndum og satt best að segja væri bandarísk kvikmyndagerð illa stödd í dag ef ekki væri fyrir frjóa kvikmynda- gerðarmenn á borö viö Joel og Ethan Coen. -HK Ikíngut ★★★ Góð kvikmynd sem byggist á þjóð- sagna- og ævintýrahefð. Myndin fjallar um grænlenskan dreng sem rekur á ís- landsstrendur í vetrarhörkum. Aöall myndarinnar er, likt og í góöum ævin- týrum, bamsleg einlægni sem skilar sér til áhorfenda. Mest áhersla er lögö á samband Bóasar og Ikínguts og þar mæðir mikið á hinum ungu leikurum, Hjalta Rúnari Jónssyni og Hans Tittus Nakinen. Drengimir ná upp sérlega góð- um og einlægum samleik. Góð fjöl- skylduskemmtun. -HK Wonder Boys ★★★ Wonder Boys er um margt ákaf- lega vel gerö mynd og glæsilega leikin; persónumar lifandi og auðvelt að þykja vænt um þær; samtöl hnyttin og fram- vindan langt í frá fyrirsjáanleg. Sagan er þroskasaga Grady Tripp, rithöfundar sem hefur skrifaö marglofaða bók. En það er fulllangt síöan. Leikstjórinn Curtis Hanson setur persónur myndar- innar í forgmnn og nær frábærum leik út úr hverjum einasta leikara. Auk þess klárar hann sig af heildarsvip, skrykkj- óttri framvindu og hveiju eina. -GSE Leiðin tii El Dorado kkk Litrík og skemmtileg teiknimynd gerö upp á gamla mátann meö aöstoð tölva. Persónur eru vel afmarkaðar og ólíkar og textinn oft skemmtilegur. Tónlist Elton John er enn fremur ágæt þó hann hafi gert betur. Myndin er samt ekki á viö það besta í þessum geira. Þaö vantar þá barnslegu gleöi sem stundum er að fmna i slíkum myndum. -HK Unbreakable "•r ★★ Unbreakable er næstum eins og The Sixth Sense. Hún er myrk og hæg en ekki eins ógnvekjandi og fyrirrennar- inn. Andblærinn gefur til kynna hnign- un fremur en ógn. Henni tekst hins veg- ar aö fjalla um ævintýralegt efni á raun- sæjan hátt; áhorfandinn trúir henni. Stóri gallinn er hins vegar endirinn. Til- raun sem er nánast móðgun viö áhorf- endur. -GSE The 6th Day ★★ Þegar Schwarzenegger á í hlut er oftast mikill hasar og læti og það vantar ekki hasarinn í The 6th Day. Myndin rf hefur þaö samt fram yfir hefðbundinn hasar að vera meö áhugaverðan sögu- þráð og kemur á óvart stefnubreyting sem verður þegar líöa fer að lokum. Því miður hefur verið of mikið gert út á hæfileika Schwarzeneggers sem ekki liggja í töluðu máli á kostnaö sögunnar svo myndin nær aldrei þeirri reisn sem hæfir sögunni. -HK A.I. Artificial Intelligence: Nýr framtíöartryllir frá Spielberg Eftir að hafa leikstýrt þremur kvikmyndum nánast í einni bendu - Lost World: The Jurassic Park, Amistad og Saving Private Ryan tók Steven Spielberg sér gott frí frá leik- stjórn en er nú kominn á fulla ferð aftur og er með þrjár kvikmyndir í takinu sem hann mun leikstýra: A.I. Artificial Intelligence, Minority Reoport og The Memoirs of a Geisha og verður sú fyrsta frumsýnd í sum- ar og sú síðasta seint á næsta ári. Það er A.I. Artificial Intelligence sem frumsýnd verður í sumar og ef áætlanir standast er frumsýningar- dagur ákveðinn 29. júní í Bandaríkj- unum. Myndin er framtíðarmynd og gerist um miðja þessa öld. Maö- urinn hefur þróað nýja gerð af tölvu sem nánast veit af eigin tilveru. Tölvan getur meðal annars hjálpað manninum við að vinna bug á bráðnun íss á norður- og suðurpóln- um og þá i leiðinni að bjarga strand- borgum frá því að fara undir sæ. Þessi gervigreind hefur verið látin í vélmenni, ungan dreng (Hayley Joel Osment), og nú er það hans að fara í ferðalag i mannheimum og sjá hvort hann getur orðið eitthvað annað en vélmenni. Hayley Joel Osment, sem fer með aðalhlutverkið, er sami drengurinn og lék svo eftirminnilega í The Sixth Sense. Hann leikur einnig stórt hlutverk i Pay It Forward þar sem mótleikarar hans eru Kevin Spacey og Helen Hunt. Auk hans leika í A.I. Jude Law, Frances O’Connor og William Hurt. Hayley Joel Osment og Jude Law /' hlutverkum sínum í nýjustu kvikmynd Stevens Spielbergs, A.l. Artifical Intelligence. Double Take: Benicio Del Toro Fékk tilnefningu fyrir leik í Traffic. Viðbrögð við tilnefningum Sjálfsagt eru fáir leikarar sem lík- legir eru til að fá tilnefningu til ósk- arsverðlaunanna heiðarlegir í svör- um þegar þeir svara spurningum blaðamanna um það hvort þeir hafi ekki beðið með öndina í hálsinum eft- ir að vita hvort þeir fái tilnefningu. Flestir vilja sýnast yfirvegaðir og kaidir þótt innst inni fagni þeir ákaf- lega en viðurkenna yfirleitt að þeir hafi verið spenntir en ekkert alltof spenntir. Benicio Del Toro, sem til- nefndur var fyrir Traffic, sagði að sér hefði liðið eins og á úrslitaleik í fót- bolta. Kate Hudson, sem tilnefnd er fyrir Almost Famous, sagði að þetta væri draumur sem væri að rætast, en þess má geta að fengi hún óskarinn þá er það í fyrsta sinn sem mæðgur hafa hampað gripnum, en móðir hennar er Goldie Hawn. Ellen Burstyn, sem vann óskarinn 1974 og er tilnefnd nú, var hin rólegasta og sagði að það væri kominn tími að fá hann aftur. Frances McDormant sagðist ekki þurfa á óskar að halda til halda við sjálfstraustinu og Willen Dafoe sagðist hafa orðið undrandi og að hann vonaðist til að hann myndi meira frá þessari óskarshátíð en þeirri þegar hann var tilnefndur fyrir Piatoon, en hann sagðist muna lítið eftir partiinu á eftir. Skipt um hlutverk Sam-bíóin og Nýja bíó Akureyri frumsýna í dag gamanmyndin Double Take þar sem tveir ungir gamanleik- arar, Eddie Griffin og Orlando Jones, fara með aðalhlutverkin. Jones leikur bankamanninn Daryl Chase sem hingað til hefur iifað áhyggjulausu lífi þess sem hefur nóg af öllu. í einu vetfangi breytast allar hans aðstæður þegar hann er sakaður um að hafa „peningaþvegið" milljónir dollara fyr- ir mexíkanska eiturlyfjasala. Til að fá leiðréttingu sinna mála á Chase engra annarra kosta völ en að flýja og reyna að fela sig fyrir FBI sem er á eftir honum. Til að auðvelda þetta skiptir hann um hlutverk við Freddy (Eddie Griffin) og heldur að þá geti hann í friði leiðrétt sín mál. En svo er nú ekki því það kemur í ljós að Freddy er enn ofar á lista hjá FBI yflr hættulega glæpamenn heldur en Chase. samt telja öruggt að Greene hefði ekki þekkt sitt höfunda- verk í Double Take þar sem allt er gert út á grínið og Greene var aldrei þekktur fyrir mikinn húmor í sínum skáldskap. Eddie Griffin og Orlando Jones koma úr sjónvarpinu eins og flestir bandarískir grínistar og er Griffm þekktur meðal bandarískra sjón- varpsáhorfenda sem Eddie, annar hluti sjónvarpsseríunnar Malcolm and Eddie. Þá hefur hann einnig gef- ið út plötur með eigin efni. Jones varð þekktur þegar hann var einn af grínistunum sem héldu uppi seríunni Mad TV. Áður hafði hann í nokkur ár skrifað handrit í þekktar gamanserí- ur. -HK Þó undarlegt megi virðast kemur hugmynd- in að Double Take frá hinum þekkta rithöf- undi Graham Greene. Um miðja öldina skrifað hann skáldsöguna Dou- ble Take sem síðan var gerð að kvikmynd árið 1957 með Rod Steiger í aðalhlutverki. Fjallar hún um mann sem er á flótta til Mexíkó. í lest hittir hann fyrir mann og skiptir við hann um hlutverk. Það má nú Daryl og Freddie Eddie Griffin og Oriando Jones leika tvo skrautlega náunga sem skipta um hlutverk. Traffic Michael Douglas sýnir snilldarleik í aðalhlutverkinu. Tvær fyrir einn Á morgun bjóða Sam-bíóin upp á kvikmyndaveislu sem kvikmyndaaðdá- endur ættu ekki að láta fram hjá sér fara, það er að segja þeir sem ekki munar um þaö að sitja á fimmta klukkutíma i bíói. Verða sýndar tvær úrvalsmyndir hvor á eftir annarri, Trafflc og Pay It Forward, nýjar kvikmyndir sem verða ekki sýnd- ar á almennum sýn- ingum fyrr en í mars. Það sem bíógestir græða á þessu er ekki aðeins að fá forsýn- ingu á þessum mynd- um heldur er miða- verð það sama og á venjulega sýningu. Trafflc hefur feng- ið mikið lof hjá gagnrýnendum vest- anhafs og er til- nefnd til ósk- arsverðlauna sem besta kvikmynd auk þess sem leikstjór- inn Steven Soder- berg er tilnefndur sem besti leikstjóri. Myndin gerist í heimi eiturlyfja og þykir raunsönn lýs- ing á ástandinu. Michael Douglas leikur aðalhlutverkið og hefur feng- ið góða dóma fyrir leik sinn og voru margir á því að hann hefði átt aö fá óskarstilnefningu. í Pay It Forward, sem Mimi Leder (Deep Impact) leikstýrir, leiða sam- an hesta sína Haley Joel Osment, ungi drengurinn sem fékk óskarstil- Pay It Forward Helen Hunt Hayley, Joel Osment og Kevin Spacey í hlutverkum sínum. nefningu fyrir leik sinn í Sixth Sense, og óskarsverðlaunahafinn Kevin Spacey, i mynd sem fjallar um dreng sem tekur alvarlega sam- þykki kennara síns um að hann megi gera jörðina að betri stað til að lifa á. Helen Hunt, annar ósk- arsverðlaunahafl, leikur móður hans. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.