Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Síða 9
9 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 X>v________________________________________'________________________________________________________Neytendur Aö finna réttu ferðina á Netinu: Sveigjanleiki og rétt tímasetning - getur sparað tugþúsundir króna Ut í heim Sumir þeirra sem eru í þessari vél borguðu allt að tíu sinnum meira en aðrir. Að finna réttu fargjöldin. getur tekiö tíma en margborgar sig þegar upp er staöið. Misdýrt aö fljúga Kanada Hudsonflói Bandaríkin í DV í gær var fjallað um svo- nefndar pakkaferðir fyrir þá sem hyggja á ferðalög í sumar. Margir kjósa heldur að fara á eigin vegum út um allan heim og með tilkomu Netsins varð mun auðveldara fyrir þá að finna sér réttu ferðina. Nú er mjög auðvelt að leita að ferðaupp- lýsingum og hægt að finna fargjöld og gistingu á mjög góðu verði. Til að geta notað sér þennan kost verður því miður fyrst að koma sér frá íslandi. Þá er um nokkrar leiðir að velja. Hægt er að kaupa sér far- gjöld til annarra landa en þau eru yfirleitt svo dýr að þau éta upp spamaðinn sem hlýst af því að finna sér ódýr fargjöld á Netinu. Þó er hægt að fmna ódýrar leiðir úr landinu. Flugleiðir eru með nettil- boð sem oft eru á hagstæðu verði, með Go-ílugfélaginu er hægt að komast til London og til baka fyrir 16.000 kr. sé maður svo heppinn að hitta á laus sæti á því verði og síð- an er hægt að kaupa sér flugfrelsi, M-12-ferðir og annað slíkt.. Þegar gengið hefur verið frá brottfarar- degi frá íslandi er hægt að heíja leit að ódýrum ferðum á skemmtilega, áhugaverða staði. Sveigjanleiki og tímasetning Á Netinu er ógrynni síðna þar sem hægt er að kaupa ferðir og gist- ingu. Þær eru misgóðar og ekki sak- ar að skoða framboð og verðlag á nokkrum þeirra áður en ákvörðun er tekin. Til að flnna bestu fargjöld- in er gott að hafa eftirfarandi í huga: Sýnið sveigjanleika þvi ef hægt er að ferðast degi fyrr eða seinna má spara mikinn pening. Oft era bestu fargjöldin á ferðum þar sem þess er krafist að ferðin nái yfir aðfaranótt sunnudags. Það er þvi yfirleift mun ódýrara að koma til baka á suíinu- degi en íostudegi eða laugardegi. Þegar leitarvélamar á Netinu eru notaðar getur tími dagsins sem kos- ið er að fljúga skipt máli og vert er að athuga hvort breytt tímasetning breyti fargjaldinu sem leitarvélin finnur. Hæsta verðið á fargjöldum er fyr- ir þær ferðir sem seldar eru síðustu sex dagana fyrir brottför. Að vera tímanlega á ferðinni eða mjög seint er hagstæðast. Ef mikilvægt er að komast á ákveðinn áfangastað á ákveðnum tíma er gott að vera snemma á ferðinni. En ef ætlunin er að komast bara eitthvað í frí þá er gott að grípa síðustu sætin út í buskann og fá þau á góðum kjörum. A5 fara lengri leiðina Benda má á að ekki er alltaf ódýr- ast að fara stystu leiðina og þeir sem eru tilbúnir að taka á sig krók á leið á áfangastað geta fundið mun ódýrari leiðir. Til gamans fylgir greininni kort sem lesandi DV sendi en hann var staddur í Nuuk á Grænlandi og hafði hug á að koma til íslands. Honum fannst flugleiðin Nuuk-Kulusuk-ísland frekar dýr (190. 260 kr.) og ákvað því að skoða aðra kosti. Þá kom í ljós að hagstæð- ara var fyrir hann að kaupa miða frá Nuuk til Kangerlussuaq á Græn- landi og fara þaðan til Iqualit í Kanada, svo til Ottawa og Toronto, síðan tfi Atlanta i Bandarikjunum og þaðan tfi Islands. Hann ákvað að fara lengri leiðina þvi þá gat hann heimsótt bróður sinn í Atlanta á leiðinni til íslands. Verðið á þessari flugleið var um 35.000 kr. lægra en hinni. Þetta dæmi sýnir glöggt að þeir sem era nokkuð frjálsir með ferðaáætlun geta þvælst um heim- inn fyrir verð sem venjulega kemur þeim ekki á milli tveggja nágranna- landa. Fáiö fagfolk í leitlna Leit á Netinu getur verið mjög tímafrek og því vert að benda á þann kost að snúa sér tfi ferðaskrif- stofa hér heima eða erlendis. Starfs- fólk þar hefur aðgang að mun meiri upplýsingum en eru á Netinu og sé það vel hæft í slnu starfi getur það oft og tíðum fundið kjör sem eru jafnvel hagstæðari en þau sem eru á Netinu. En umfram afit, ekki gefast upp því það eru milljónir flugsæta þarna úti sem bíða eftir því að verða keypt, hvort sem það er á 5.000 kr., ef heppnin er með, eða 75.000 kr„ því ekki fljúga allir sem sitja i sömu flugvélinni á leið til sama áfangastaðar á sama verðinu. Og þar getur verið margfaldur mun- ur. -ÓSB Ferðaleitarvél- ar á Netinu Á Netinu er finna margs konar leitarvélar sem leita aö flugfar- gjöldum og hótelgistingum fyrir ferðalanga. Einnig eru til leitarvél- ar sem leita að slíkum upplýsing- um á öðrum leitarvélum. Hér eru dæmi um nokkrar þeirra: www.Expedia.com er mjög góð leitarvél og vísar fólki beint á síð- ur ákveðinna flugfélaga þar sem hægt er að kaupa sér ferðir. www.travelocity.comer ein af mest notuðu ferðaleitarvélunum. Ekki eru þó allir sammála um ágæti hennar því hún þykir ekki mjög notendavæn. Þeir sem eru í ferðahugleiðingum ættu þó að kíkja inn á hana og athuga fram- boðið og verðið sem þar er í boði. www.cheaptickets.com er ekki mjög notendavæn og er talin hafa nokkra ókosti. Dæmi um það er að hún sýnir ekki sjálfkrafa ódýrustu fargjöld heldur þarf notandinn að velja flugfélag fyrst til að fá verð- ið. Einnig er aðeins hægt að fá miðana afhenta á einn hátt og tek- ið er sérstakt gjald fyrir. www.intellitrip.com leitar á mörgum síðum í einu en næstum eingöngu á síðum flugfélaga þannig að þeim sem þurfa að finna gistingu er bent á aðrar leitarvél- ar. www.qixo.com leitar á leitar- vélum eins og Expedia, Tra- velocity og Cheaptickets. Þrátt fyrir að hún virki ekki alltaf sem skyldi getur hún verið þægileg þar sem hún sparar manni að fara á einstakar síður annarra leitar- véla. www.ticketplanet.com er ekki notendavæn þar sem notandinn verður að velja alla hluta leiðar- innar áður en hún gefur upp verð. www.hotwire.com gefur ekki upp verð fyrr en búið er að kaupa farmiðann og því er ekki mælt með að nota hana. www.priceline.com er leitarvél fyrir þá sem hafa mikið svigrúm þar sem hún velur flugtímann fyr- ir notandann. Safnaði Fríkortspunktum í 4 ár: Verðgildið er minna en í fyrra - ef punktarnir eru notaðir sem greiðsla upp í sólarlandaferð Fríkort Innlausnarverð punkta í sólarlandaferöir sumarsins hefur lækkað frá síðasta árí. Maður nokkur hafði samband við neytenda- síðuna og vildi vekja at- hygli á því sem hann kallaði „gengisfellingu á frípunktum". Hann hefur verið að safna punktum sl. 4 ár og er nú kominn með 40-50.000 punkta sem hann hugðist nýta til að kaupa sér ferð í sólina í sumar. Þegar bæklingar Úrvals Útsýnar og Plús- ferða komu út um síð- ustu helgi sá hanii að verðgildi þeirra punkta sem hann hafði safnað hafði minnkað töluvert frá í fyrra. Síðasta sumar buðu þessar ferðaskrifstofur fólki að nota punktainneign sína og var verðgildi hvers punkts 75 aurar. Nú ber svo við að hver punktur gefur aðeins 55 aura og er því um tilfinn- anlega lækkun, á verðmæti þeirra punkta sem hann hefur safnað, að ræða. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, sem er önnur þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á innlausn frípunkta, seg- ir að ferðaskrifstofan hafi verið að auka ferðaframboðið fyrir fríkorts- hafana allverulega þannig að nú sé hægt að nota það i mun fleiri ferðir en áður. Því hafl verið tekin sú ákvörðun að minnka vægi hvers punkts. „Auk þess erum við reglulega með tilboð til korthafanna þar sem vægi punktanna er tvö- falt til þrefalt. í janúar var t.d. boðið upp á ferð til Kanaríeyja þar sem verðgildi punktanna var tvöfált." Hann segir ferðaskrifstofuna hafa ákveðið að hafa ein- göngu eitt verðgildi yfir allt sumarið, burtséð frá því hvort menn færu á dýrasta eða ódýrasta tíma. Þá verði einnig boðið upp á sérstakar fríkortsferðir og brottfar- ir en að taka verði tillit til þess sem hentar ferðaskrifstof- unni, sem og korthöfum. „Þróunin er þannig að sifellt fleiri nýta sér punktainneign á Fríkorti og Ferða- skrifstofa Islands, sem rekur bæði Úrval-Útsýn og Plúsferðir, gerir ráð fyrir því að leysa inn u.þ.b. 80 millj- ónir punkta á þessu ári,“ segir Hörður. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.