Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 Skoðun DV Hetjudáð Sigurðar Benediktssonar: Bjargaði móður sinni og bróður A slóöum hetjudáöarinnar. Viö Skjálfandafljót. Spurning dagsins Hver er þín draumavinna ef þú fengir vel borgað? Ófeigur Ólafsson nemi: Leigubílstjóri, ég þyrfti bara aö rúnta og skoöa sætar stelpur. Einar Einarsson gagnfræöingur: Bóndi, þaö væri fínt aö vera í sveit- inni í tengslum viö náttúruna. Guömundur Hallgrímsson nemi: Forritari, ég sæti allan daginn og voöalega auövelt. Ásdís Kristinsdóttir nemi: Vörubílstjóri á stærsta bílnum í bænum. ísak Þór Atlason nemi: Útvarpsmaöur, þá gæti ég talaö all- an daginn og enginn gæti sagt mér aö þegja. Ulfar Sigurðsson verkstjóri skrifar: í nýútkominni bók, Nýjustu frétt- ir - saga fjölmiðlunar á íslandi frá upphafi til vorra daga, er getið um fóöur minn, Sigurö Benediktsson og þátt hans í íslenskri fjölmiðlun. Þar er enn fremur getið hetjudáðar sem hann vann aðeins 15 ára gamall á útmánuðum 1926. Þar er því miður rangt farið með merkilega sögu og vil ég því koma leiðréttingu á fram- færi. - í bókinni segir að Sigurður hafi bjargað stúlku frá því að falla í Skjálfandagljúfur. Það rétta er að hann bjargaði Kristínu móður sinni og Braga bróður sínum úr þessum hildarleik. Þannig háttar til að bærinn Bamafell stóð í halla rétt fyrir ofan gilbrúnina. Fjórir yngri bræður fóð- ur míns, þeir Bragi, fngimar, Arnór og Þórhallur, voru að leik á bæjar- hlaðinu, þegar yngsti bróðirinn, Þórhallur, missti tak á litlum tré- kassa sem hann hélt mikið upp á. Skipti það engum togum að kassinn byrjar að renna niður túnið í átt að brúninni. Bragi, miðbróðirinn, þá 8 ára gamall, hleypur á eftir kassan- um, en rennur fram hjá honum og nemur ekki staðar fyrr en á seinni grasþúfunni sem stóð upp úr svell- uðu túninu, rétt við gilbarminn. Þetta sá móðir drengjanna úr bæjardyrunum á þessu augnabliki. Hún hljóp á eftir Braga syni sínum og voru þau brátt bæði komin í sjálfheldu á brún gilsins. Sigurður faðir minn heyrði ópin í móður sinni, en hann var úti á Þingey sem er gegnt gljúfrunum og bænum. Hann brá skjótt við og hljóp heim, Stefán skrifar: Hissa Varð ég er ég las frétt DV þriðjudaginn 13. febrúar þar sem sagt var frá því að Alsírmanninum, er stakk samlanda sinn meö hnífi tveimur stungum, hefði verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þessi tiltekni Alsirmaður er ekki íslenskur ríkis- borgari og þess vegna skil ég ekki hvers vegna er yfirleitt verið að halda honum hér. Þennan mann hefði auðvitað átt að vera búið að reka úr landi tafarlaust, ekki síst vegna fyrri afskipta lögreglunnar. Það sýnist augljóst að íslenska lögreglan og dómskerfið myndu ekkert ráða við ástand líkt og orðiö er í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Okkur þykir midur að frá- sögnin af þessari hetjudáð misfórst í svo góðu riti. Við viljum hafa það sem sannara er, sem er háttur góðra blaða- manna, og Sigurður Bene- diktsson var einn þeirra. “ en til að komast þurfti að hann að ganga eftir ísspöng yfir Barnafoss og ísilagða Djúpána. Þetta tók um 15 til 20 mínútur. En þegar hann nálg- aðist bæinn lét Ingimar reku síga í reipi niöur slakkann til móts við Sigurð. Hann hjó þrep i ísinn og tókst að komast til móður sinnar og bróður, og mátti ekki tæpara standa. „Það sýnist augljóst að ís- lenska lögreglan og dóms- kerfið myndu ekkert ráða við ástand likt og orðið er í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. En t.d. í Noregi eru 50% afbrota framin af innflytjendum ..." En t.d. i Noregi eru 50% afbrota framin af innflytjendum, samanber frétt DV. Það virðist sem þaö skipti máli hvaðan fólk kemur. Fólk frá Austur-Evrópu samlagast vel og er sjálfu sér til sóma en ekki er hægt Aðeins einn bræöra föður míns er á lífi, Arnór, og var rætt við hann til að staðreyna þessa frásögn. Um atburðinn hefur veriö mikið skrifað í mörgum merkum bókum, meðal annars danskri lestrarbók sem tug- þúsundir íslendinga hafa lesið. Okkur þykir miður að frásögnin af þessari hetjudáð misfórst í svo góðu riti. Viö viljum hafa það sem sannara er, sem er háttur góðra blaðamanna, og Sigurður Bene- diktsson var einn þeirra. Líklega fyrsti menntaði blaðamaðurinn hér á landi, starfaði á Morgunblaðinu, Vísi og Vikunni, sem hann stofnaði. Síðar meir varð Sigurður Bene- diktsson frumkvöðull í listmuna- uppboðum sem nutu mikilla vin- sælda og virðingar cdmennings. að segja það sama um fólk frá lönd- um sem eru menningarlega mjög ólík vestrænum löndum. Oft er sagt að svona talsmáti sé af hinu illa og flokkist um leið undir fordóma eða þjóðhverfa hugsun. En sé orðið fordómur skoðað þá þýðir það að dæma eithvað fyrir fram án þess að þekkja staðreyndir til hlítar og þjóðhverf hugsun er það að dæma menningu annarra út frá sinni eig- in. En er fólk nokkuð að fordæma? Það þarf ekki annað en að kynna sér málin annars staðar á Norðurlönd- um og sjá hve illa þau hafa farið út úr straumi innflytenda. Ég held að samheldin þjóð sé af hinu góða og svo lengi sem við náum saman þá mun okkur vegna vel. Innflytjendur og dómskerfið Dagfari Porbjörn áfram Undanfamar vikur hefur mikið verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans í handknattleik. Margir eru þeirrar skoðunar að Þorbjörn Jensson hafi í raun skilað landsliðinu því sem hann getur en aðrir og þar á meðal Dagfari eru þeirrar skoðunar að Þorbjörn eigi hiklaust að vera áfram í starfi landsliösþjálfara. Fyrir þessari skoðun Dagfara eru margar ástæður. Fyrst og síðast sú að Þorbjörn er lík- lega okkar færasti þjálfari í dag og á landsliðs- þjálfari sem hefur náð bestum árangri allra þeirra sem reynt hafa fyrir sér með íslenska landsliðið. Önnur ástæðan er sú að Þorbjöm hefur skilað frábæru starfi fyrir HSÍ. Starf landsliðs- þjálfara hjá HSÍ er nefnileg annaö og meira en sem viðkemur landsliðinu beint. Fjármál eru þar snar þáttur þó að það kunni aö reynast torskilið. Þriðja ástæðan fyrir því að Þorbjöm á að vera áfram með landsliðið er að enginn annar betri þjálfari er til staðar. Á því hefur borið að þjálfar- ar hafa látið gamminn geisa í fjölmiðlutn í kjöl- far tapleikja íslenska liðsins á HM í Frakklandi. Ekkert heyrðist hins vegar í þessum þjálfuram þegar íslenska liðið tapaði ekki. Þessir þjálfarar hafa engum árangri skilað í gegnum árin, hvorki Ekkert heyrðist hins vegar í þessum þjálfurum þegar íslenska liðið tapaði ekki. Þessir þjálfarar hafa engum árangri skilað í gegnum árin, hvorki hér á landi eða erlendis. Þeir koma því ekki til greina sem lansliðsþjálfarar. Þorbjöm sýndi það og sannaöi á HM í Frakklandi að hann á að vera áfram. Og stjóm HSÍ á ekki að taka annað í mál en að endurráða Þorbjörn. Fjórða ástæðan fyrir því að HSÍ á að halda Þorbimi í starfi lansliðsþjálfara er að þeir tveir þjálfarar sem hugsanlega koma til greina sem arftakar hans eru samnings- bundnir sínum félagsliðum erlendis. Hér er auðvitað átt við þá Alfreð Gíslason og Guð- mund Guðmundson. Þessir menn hefðu auð- vitað komið til greina ef þeir hefðu fengið sig lausa frá sínum félögum. íslenska landsliðið náði 11. sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Það er viðunandi ár- angur. Sérstaklega ef tillit er tekið tU þess að kynslóðaskipti hafa átt sér stað í liðinu undan- farið og margir leikmenn reynslulitlir á stór- mótum eða reynslulausir. Með örlítUli heppni hefði íslenska liðið get- að náð enn lengra. Miðað við það lið sem lék fyrir okkar hönd í Frakklandi var það visst af- rek hjá Þorbirni að ná 11. sætinu. Því kemur hér á landi eða erlendis. Þeir koma því ekki til greina sem landsliðsþjálfarar. Óliku er saman að jafna árangri Þorbjörns og þessara manna. ekki annað tU greina en að hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari í handknattleik. Reykjavíkurflugvöllur Fengum hann gefins. Nýr flugvöllur, 10-12 milljarðar Knstinn_ Sigurösson _skrrfan Við fengum KeflavíkurflugvöU og ReykjavíkurflugvöU gefins og ættum aö vera ævinlega þakklátir fyrir það. En ég spyr: ÆUa samtökin Betri borg eða nýstofnuð samtök, 102 Reykjavík að borga þessa miUjarða, eða eigum við skattborgarar í Reykjavík að borga 10-12 miUjarða í aukna skatta til þess að hægt sé að græða á nýju byggingarsvæði. Það vekur athygli, hve margir arkitektar tengjast þess- um samtökum. Hitt er annað mál, að hugsanlega má breyta flugbrautum enn þá í samráði við Flugráð og reynda flugmenn - ekki menn í Há- skólanum sem hafa ekki minnsta vit á þessum málum. Ég er viss um að 70-80% greiða atkvæði með flugveUin- um áfram í Vatnsmýrinni. Blásið upp Böðvar hringdi: Það er með eindæmum hvernig þingmenn í tengslum við heimamenn og kjósendur í hinum ýmsu héruðum hafa getað gert svokaUaðan byggöa- vanda að aðalmáli dag eftir dag. Að vísu líður ávaUt einhver tími á miUi rokanna en svo kemur þetta aUtaf aft- ur upp á yfirborðið og þá er efnt tU ut- andagskrárumræðu. Fréttir koma í sjónvarpi, útvarpi og blöðum af um- mælum hinna og þessara þingmanna sem sífeUt láta frá sér fara ný ummæli um sama efnið. En það er engin breyt- ing sjáanieg. Það er heldur ekki von því vandinn er í raun enghm annar en sá að fólkið viU búa á hinum dreifðu og einangruðu stöðum og það þótt búið sé að bjóða því uppkaup á húseignum til að það geti flutt tU væn- legri svæða á landinu. - Ég sé ekki neinn vanda annan en þann tilbúna sem blásimi er upp. Einkavæðing Kristín Sigurðardðttir skrifar: Ég lýsi ein- dregnum stuðningi mín- um við það sem þeir í bæj- arstjóm Hafn- arfjarðar eru að gera varð- andi einka- væðingu grunnskóla þar í bæ. Það er löngu tímabært að hrófla þótt ekki sé nema þetta við því staðnaða kerfi sem hér hefur verið við lýði í skólamálum aUt frá þvi kommúnistinn Brynjólfur Bjamason var menntamálaráðherra. Einstaka kratar í Hafnarfirði, sem hafa orðið innlyksa í Samfylkingunni, em að væla út af þessu en þeir hafa bara engin ítök lengur í pólitík og því falla orð þeirra dauð og ómerk. Ég styð samning bæjarstjórans í Hafnar- firði og vona að þetta verði fyrirmynd fyrir önnur bæjarfélög. Minnihlutinn Árni Árnason skrifar: Ég skU ekki afstöðu minnihluta borgarstjómar Reykjavíkur og hvem- ig hann hefur klúðrað málum með af- stöðu sinni tU ReykjavíkurflugvaUar. Með þessu áframhaldi er borm von að nýr borgarstjórnarmeirihluti sjái dagsrns ljós eftir næstu borgarstjóm- arkosningar. ReykjavíkurflugvöUur verður farinn úr borginni löngu fyrr en árið 2016, sannið tU. Hann fer í síð- asta lagi þann sama dag og Reykjanes- brautin er tUbúin sem fjögurra akreina þjóðvegur. Svona einfalt er málið. Frá Hafnarfirði Einkavæöing grunnskóla Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.