Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Page 24
28 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 Tilvera dv lí f iö Úrslit í frístæl íslandsmeistara- og Reykjavik- urkeppni unglinga í frjálsum dönsum (free style) fer fram í íþróttahúsi Álftamýrarskóla í kvöld og hefst kl. 20. Keppendur á aldrinum 13 til 17 ára, alls staðar af landinu, munu berjast um íslandsmeistaratitilinn í frjálsum dönsum. Gríðarlegur áhugi er fyrir keppninni eins og undanfarin ár og munu 150 keppendur keppa í hóp- og ein- staklingsdönsum. Anna Rakel og Sigga Lára verða kynnar kvölds- ins. Krár Í PETUR STURLA A OZIO Café Ozio hefur fariö vel af staö eftir end- uropnunina og í kvöld er engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Það er hann Pétur Sturla sem verður viö spilarana í kvöld, nokkuö sem enginn ætti að missa af. ■ SNILLINGAR Á KAFFI REYKJA- VÍK Snlllingarnir ætla að skemmta gestunum á kjötmarkaðinum Kaffi Reykjavík í kvöld. Snillingarnir eru samansettir úr Sniglabandinu (Pálmi, Einar og Björgvin), Stuð- mönnum (Þóröur og Tómas) og Borgardætrum (Berglind Björk). 100 prósent snilld. Sveitin ■ IRAFAR I EGILSBUÐ Bfrgitta og félagar í hljómsveitinni Irafár ætla að gera allt vitlaus í Egilsbúö, Nes- kaupstaö, I kvöld. Leikhús 1 ABIGAIL HELDUR PÁRTHeikritið Abigail heldur partí eftir Mike Leight verður sýnt á Litla sviöi Borgar|eikhússins klukkan 20 í kvöld. Orfá sæti laus. ■ EVA. BEWSÖGULL SJÁLFSVARN- AREINLEIKUR Kaffilelkhúsiö sýnir í kvöld, klukkan 21, einleikinn um Evu sem leikin er af Guölaugu Mar- íu Bjarnadóttur. ■ HORFÐU REIÐUR UM ÖXL Horföu reiður um öxl eftir John Os- born veröur sýnt í kvöld kl. 20 í Þjóðleikhúsinu. ■ SÝND VEKH Leikritið verður sýnt í kvöld í síöasta sinn klukkan 20 I lönó. Leikarar eru Edda Björgvins- dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Rósa Guöný Þórsdóttir, Guöjón Dav- íð Karlsson, Eyvindur Karlsson og Ragnar Hansson. Leikstjóri er María Siguröardóttir. ■ JÁ, HAMINGJAN Já, hamingjan eftir Kristján Þórö Hrafnsson er sýnd í kvóld klukkan 20.30 á Litla sviöi ÍÞJóðleikhúsinu. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Loftkastalinn sýnir klukkan 20 í kvöld Sjeikspír eins og hann leggur sig með Halldóru Geir- harös og félögum. ■ SKÁLDANÓTT Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason verður sýnd á Stóra sviöi Borgarleikhússins klukk- an 20 í kvöld. Verkið var tilnefnt til Menningarverölauna DV. Uppselt. Síðustu forvöð ■ LISTSYNING i BORGARNESI I dag kl. 15 lýkur myndlistarsýningu í Listasafnl Borgarness. Þar sýnir Unnar Eyjólfur Jensson listmálari þróun í myndverkum sínum. Á sýn- ingunni eru olíumálverk frá um 20 ára tímabili og er myndefnið einkum sótt til náttúrunnar. Sýningin er opin á sýningartíma safnsins. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Fyrir tæpum þremur árum var rauðum Toyota-jeppa ekið í blindbyl og brunakulda fram af hinu hrikalega Grímsfjalli á Vatnajökli. í bílnum voru jarðvís- indamennirnir Bryndís Brandsdóttir, sem var við stýrið, og félagi hennar og vinur, Wiiiiam Menke frá New York ríki í Bandaríkjunum. Sekúndumar tifuðu á meðan jeppinn var í frjálsu falli. Þegar Toyotan stöðvaðist eftir ógnarþung högg, um 200 metmm neð- ar, alla leið niður í Grímsvötnum, voru rándýr vísindamælitæki og brak úr bíinum dreift um svæði sem nemur einum hektara. Allt datt í dúnalogn og aðeins heyrðist veikur vindhvinur fyr- ir framan brotna framrúðuna enda mun lygnara niðri í vötnunum en uppi á toppi. Urðu líka fyrir snjóflóði En vom vísindamennirnir enn á lífi? Bryndís umlaði stórslösuð og margbeinbrotin cg fannst hún vera bam að renna sér á sleða heima í Ána- naustum. William, sem var hálsbrot- inn, var með heldur meiri rænu og fór að huga að Bryndísi. Félagar vísinda- mannanna uppi á Grímsfjalli urðu viti sínu íjær af skelfingu þegar þeir upp- götvuðu hvað hafði gerst. Þeir reyndu að kalla i talstöðina í bíl Bryndísar en það kom ekkert svar. Ekki sást niður fyrir kófi og félagarnir komust ekki niður fyrr en að mörgum klukku- stundum liðnum - ekki fyrr en björg- unarsveitarmenn frá Hornafirði komust með búnað sinn á staðinn. , DV-MYND ING0 Saman á ný á Islandi Bryndís og William Menke eru að vinna saman á islandi þessa dagana og hann heldur fyrirlestra um hliðstæður í eld- fjallavirkni á íslandi og á botni Kyrrahafsins. Bryndís Brandsdóttir og Bill Menke hittast í fyrsta skipti á íslandi eftir Grímsfjallsslysið: Fóru 200 metra fall í jeppa - eru heil í dag Enginn lét sér detta í hug að Bryndís og William væru enn á lífi. Stórslösuðu fóikinu tókst á undra- verðan hátt að slá upp tjaldi en þá vOdi ekki betur til en svo að snjóflóð fór yfir það og braut súlurnar Með naumindum tókst vísindamönnunum að forða sér frá hættusvæðinu með í þetta skiptið". En Bryndís hefur haldið áfram að fara upp á Grímsfjall þrátt fyrir slysið. „í vorleiðangri Jöklarannsóknafélagsins árið eftir slysið lenti ég reyndar aftur í því að feröast þama uppi í blindu og slæmu skyggni. Við urðum að dveljast í skála félagsins uppi á fjalli í ijóra daga. Ég DV-MYND MARTEINN HEIÐARSSON Jeppinn fór alla leiö fram af fjallsbrún Myndin er tekin þegar þjörgunarmenn fóru sérferö til aö grafa upp rauöa Toyota- jeppann sem var ónýtur eftir slysiö. Þótt ótrúlegt megi viröast átti Bryndís þó eftir aö aka öörum bíl - en á sömu hjólböröum - aftur upp á Grímsfjall. íslandi í vikunni. Bill, eins og hann er kallaður, heldur fyrirlestur i Norrænu eldfjallastöðinni í dag, fóstudag, og hélt einn slíkan hjá Jarðfræðingafé- lagi íslands á þriðjudag. Hann er að kynna rannsóknaniðurstöður sem sýna að eldOallavirkni á íslandi og á botni Kyrrahafsins eiga sér margar hliðstæður. Þótt ótrúlegt megi virðast er Bill alheill þó hann hafi lent í þess- ari ótrúlegu lífsreynslu í maí 1998. Sama má segja um Bryndísi sem hefur náð sér að mestu. Aðspurður um hvort hann ætli aft- ur upp á Vatnajökul í þessari íslands- heimsókn segir Bill: „Nei, ég held ekki Fjölskyldan kom til íslands Eiginkona og börn Williams komu hingaö til íslands um leiö og kostur var. Hann hafði hálsbrotnað í slysinu. verð að viðurkenna að mér var ekki alveg sama þegar við fórum svo að ferðast þarna uppi eftir endilöngu fjallinu," sagði Bryndís. Bill segist að mestu vera búinn að jafna sig andlega. „Ég fæ þó stundum ‘flashback’," segir hann. „Ég upplifi þá augnablikið aftur. Nokkrum mánuð- um eftir slysið var sonur minn að leika sér heima hjá okkur í Bandaríkj- unum að bílum. Hann lét þá falla fram af borðbrún. Þetta fór ekki vel í mig og ég bað drenginn vinsamlegast um að hætta þessu,“ segir Bill og hlær. Þau Bryndís og Bill hafa síðasta eitt og hálfa árið verið að skipuleggja ráð- stefnu sem haldin verður í Svartsengi í september næstkomandi. Þá munu allt að 70 jarðvísindamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum koma saman og hitta skipuleggjendurna - Bryndisi og Bill sem eru ótrúlega hress og vel á sig komin í dag miðað við að þau fóru um 200 metra fram af Grímsfjalli fyrir tæpum þremur árum. -Ótt tjaldið og skríða svo inn í það. Mörg- um klukkustundum síðar gægðist ung- ur hornfirskur björgunarmaður inn undir tjaldið sem hann taldi vera „ein- hverja ábreiðu". Þegar hann horfði í blá augu Bryndísar og brún augu Bandaríkjamannsins stökk hann á fætur og öskraði: „Þau eru á lífi!“ Næstu andartök stigu Hornfirðingar stríðsdans - menn sem höfðu síðustu klukkutimana búið sig undir að finna lík. Endurfundirnir Ástæða þess að saga þessi er nú rak- in hér er sú að William og Bryndís hittust í fyrsta skipti á ný hér heima á Margbeinbrotin og endurhæfing fram undan Bryndís slasaöist illa á öxl. Hún átti þó eftir að ná sér aö mestu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.