Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Side 28
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Bilun í hreyfli: Flugvél nauð- lenti í Reykjavík Flugmaður lltillar flugvélar til- kynnti um neyðarástand og nauðlenti vél sinni á Reykjavikurflugvelli um klukkan 17 í gærdag. Flugmaðurinn var á leið til Grænlands þegar bilun kom upp í vélinni, svo hann varð að snúa við og flaug til íslands á einum hreyfli. Einnig tilkynnti flugmaður- inn að vélin væri eldsneytislítil. Mikill viðbúnaður var á Reykjavík- urflugvelli og biðu starfsmenn slökkvibila og sjúkrabíla í viðbragðs- stöðu. Þyrla Landhelgisgæslunnar fylgdi vélinni síðasta spölinn tfl ör- yggis. Lendingin gekk þó vel og komst flugmaðurinn óhultur til Reykjavík- ur. -SMK „ Umferðin: Arekstur og bílvelta Eldri hjón veltu bil sínum á Þykkvabæjarvegi í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Rangárvalla- sýslu slapp fólkið svo til ómeitt og kom sér sjálft til læknis. Bíllinn er talinn ónýtur. Lögreglan taldi að rekja mætti óhapp fólksins til snjós og hálku á veginum. Jafnframt sakaði engan í þriggja bila árekstri á Egilsstöðum í fyrra- dag. Tveir bílar rákust saman í mið- bæ Egflsstaða með þeim afleiðing- um að annar þeirra kastaðist á þann þriðja. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum skemmdust bílarnir allir töluvert. -SMK Ökumanns leitað Lögreglunni í Borgarnesi var til- kynnt um týndan mann í nótt. Mað- urinn var á leið til Reykjavíkur og hafði ætlað að láta fólkið sem hann fór frá vita af sér, en gleymdi því. Þegar að var gáð fannst maðurin sofandi í rúmi sínu í Reykjavík. Veður var mjög slæmt um land allt í nótt. -SMK Gæði og glæsileiki smort (sólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. ÆTLAR RAÐHERRA AÐ LENDA MÁLINU? Ráðherrann og Sturla Böðvarsson hitti stjórn félags flugumferðarstjóra í morgun þar sem hann reifaði alvöru málsins. Verkfall ógnar 1700 milljóna króna hagsmunum: Sturla tók flugumferðarstjóra á teppið Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kallaði stjóm Félags íslenskra flugumferðarstjóra tfl sín í morgun til að gera henni grein fyrir afleið- ingum af yfirvofandi verkfalli á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. I gær boðaði ráðherrann flug- umferðarstjóra til fundar en mæting var dræm. Ráðherranum hefur borist bréf frá Alþjóða flugmála- stofnuninni, ICAO, þar sem fram kemur að truflanir á flugi um ís- lenska flugstjómarsvæðið verði ekki liðnar og til þess geti komið að svæðið verði tekið úr höndum Is- lendinga. Alls gefur þjónustan ís- lendingum tekjur upp á 1700 milljón- ir árlega. „Við enrm samkvæmt samningi ábyrgir fyrir því að þessi þjónusta verði veitt. Ég gerði flugmálastjór- um grein fyrir málinu í gær og í kjölfar þess stjóm félags þeirra í morgun. Málið er mjög alvarlegt,“ sagði Sturla í morgun. „Okkur er trúað fyrir þessu stóra svæði þar sem hlutverk okkar er að tryggja að kerfi stóru flugfélaganna raskist ekki. Við íslendingar sýnum afskap- lega slæma hlið á okkur ef við stönd- segir um ekki við gerðan samning, hann. Ríkisstjómin tók málið fyrir í morgun. Aðspurður um það hvort til greina kæmi að setja lög á deiluna svaraði samgönguráðherra: „Við höfum nú ekki gefið neitt færi á slíku. Fleiri stéttir hafa verið i verk- falli án þess að til lagasetningar kæmi. Við ætlumst til þess að deilu- aðilar leysi málið sjálfir en höfum ekki gefið væntingar til að menn verði leystir undan ábyrgð með lagasetningu," segir Sturla. Nánar á bls. 6 -rt íslenskur harðviður: Vinna hafin Hvíta Island í Helgarblaði DV á morgun er rætt við Hlyn Vigfússon, varaformann Fé- lags íslenskra þjóðernissinna, um stefnumið félagsins, stuðningsmenn í felum og áform um framboð. Einnig er litið á niðurstöður úr könnun á kynþáttafordómum íslendinga og rætt við Guðrúnu Ögmundsdóttur þingmann um sama málefni. Einnig verður ítarlega fjallað um starfsemi Paul Welch á íslandi en námskeið hans hafa ítrekað valdið deilum og kærum. Talað er við Úlla trúð, Bryndisi Loftsdóttur, talsmann 102 Reykjavík, og íjallað um losta- vaka, lýtaaðgerðir og John Travolta. Vinna hófst í morgun í harðviðar- vinnslunni á Húsavík sem hét íslensk- ur harðviður þar til fyrirtækið var lýst gjaldþrota fyrir skömmu. Það er Skipaafgreiðsla Húsavíkur sem hefur leigt fyrirtækið af skipta- stjórum þrotabúsins til þriggja mán- aða með möguleika á framlengingu um einn mánuð. Skipaafgreiðslan hef- ur keypt timburboli sem voru komnir til Húsavíkur og verða þeir uppistaða framleiðslunnar næstu mánuðina. At- vinnuleysistryggingasjóður sam- þykkti aö hér yrði um átaksverkefni að ræða og greiðir sjóðurinn 8 starfs- mönnum atvinnuleysisbætur en Skipaafgreiðslan greiðir þeim laun tfl viðbótar. Unnið er að úttekt á hugsanlegum framtíðarrekstri harðviðarvinnslunn- ar á Húsavík og eiga niðurstöður að liggja fyrir fljótlega. Á þeim veltur hvort hugað verður að því að endur- reisa fyrirtækið til frambúðar. -gk FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá 1 síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Mikið hvassviðri gekk yfir land- ið allt í nótt og morgun. Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands fór vindhraðinn í hviðun- um upp í 30 til 35 metra á sekúndu víða um land, eða 11 til 12 vindstig. Björgunarlið var kallað út í öll- um sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins, Akranesi, Borgarnesi og víðar um land vegna fjúkandi þakplatna og annars smádóts, en engar tilkynningar um alvarlegar skemmdir af völdum roksins höfðu borist lögreglu fyrir klukkan átta í morgun. Þakplötur fuku á bíl í Stykkis- hólmi og var björgunarsveitin köll- uð út þar sem víða annars staðar, en að sögn lögreglunnar var ekki talið að um miklar skemmdir væri að ræða. Töluvert var um brotnar rúður og aörar smáskemmdir í Borgar- firði, auk fjúkandi ruslagáma. Einnig var óskað eftir aðstoð björg- unarsveita vegna ökumanns á Holtavörðuheiði um klukkan fjög- ur í nótt, en bíll hans hafnaði utan vegar í rokinu og hálkunni þar. Margir flutningabílstjórar biðu af sér veðrið í Borgarfirði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu var kallað út vegna þriggja vatnsleka í nótt af völdum veðurs- ins. Vatn komst inn í kjallara heimahúss i Breiðholti og vatn rann af svölum inn í íbúð í Hlíða- hverfinu. Slökkviliöið kom á stað- inn með dælubila sína og þurrkaði upp, en óvíst vár um hversu mikið tjón hlaust af. Snemma í morgun lak töluvert rigningarvatn inn í íþróttahús Fjölnis í Grafarvogi og unnu slökkviliðsmenn að því að þurrka það upp fram á morgun. Veðrið var farið að lægja á sunn- anverðu landinu í morgun en hélt áfram yfir landið. Að sögn lögregl- unnar á ísafirði skall veðrið á þar um hálfsjöleytið í morgun en lög- reglu höfðu ekki borist neinar til- kynningar um tjón af völdum þess þegar DV hafði samband við hana. í Vestmannaeyjum fengust þær upplýsingar að ekkert hefði verið tilkynnt til lögreglu um fjúkandi hluti, enda eru Eyjamenn ekki ókunnugir rokinu. Þó var óljóst hvort Herjólfur myndi sigla í dag. Selfyssingar urðu ekki mikið varir við veðrið, að sögn lögreglu þar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru öll loðnuskipin á loðnumiðunum fyrir austan komin í land þegar veðriö skall á. Einn togari var á miðunum í nótt. Fjölmörg böm fengu að sofa fram eftir í morgun, þar sem skól- um var lokað víða um land vegna veðurs. -SMK s. 585 2800 DV-MYND Vatnsflóð í Fjölnishúsi Töluvert rigningarvatn lak inn í íþróttahús Fjölnis í Grafarvogi snemma í morgun og var unnið að því að þurrka það upp. Litlar skemmdir af rokinu: FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 Vitlaust veður um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.