Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Side 19
F MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 Sport Nýtt veiðisvæði hjá SVFR Mikil aðsókn hefur verið á flugukastnámskeiðin í vetur og þegar síðasta námskeiðið hjá þeim í TBR-húsinu hófst var allt fullt. Fleiri komust ekki að og einhverjir urðu frá að hverfa. Sömu sögu er víst að segja af fleiri námskeið- um. Árshátið Stangaveiðifélags Reykjavíkur þótti takast vel og allir skemmtu sér vel. Gull- og siifurflugan var veitt þar í 21 sinn og alltaf verður þessi fluga verðmætari. Verðgildi hennar liggur á milli 300 og 400 þúsund. Hverjum skyldi detta í hug að kasta henni fyr- ir þann silfraða? Ferðavefurinn nat.is, með Birgi Sumarliðason fremstan í flokki, stendur núna fyrir skemmtilegri keppni á vefnum. Næstu tvo föstudaga verður birt á vefnum fluga sem verið að vinna í og eiga þeir sem keppa að finna út hvaða fluga þetta sé. Og það er hægt að reyna aftur og aftur giski maður á vitlausa flugu. í verðlaun er einn dagur i Minnivallarlæk í Landsveit í boði Strengja og einnig ýmis- legt veiðidót frá Útilífi. Það er um að gera að vera með og senda inn svar á natQnat.is. Mikið aðsókn hefur verið á flugukastnámskeiðin í vetur og þegar síðasta námskeiðið hjá þeim í TBR-húsinu hófst var allt fullt. Fleiri komust ekki að og einhverjir urðu frá að hverfa. Sömu sögu er víst að segja af fleiri námskeið- um. Hún hefur heldur betur slegið í gegn, tjörnin við Húsa- vík, þar sem ólíklegustu veiðimenn hafa farið og kastað fyrir bleikju - þeir sem eru verst haldnir og geta ekki beðið eftir sumrinu með nokkru móti. Það er víst tO einn og einn svoleiðis veiði- maður enn þá í veiðihópnum. Rit og rœkt vinnur núna að næsta tölublaði Veiðisumars- ins sem á að koma út i apríl og verður víst bryddað upp á ýmsu góðgæti í blaðinu. Við höfum heyrt að þar verði við- tal við Eið Smára knatt- spyrnukappa. Eiður Smári veiddi meðal annars í Rangánum síðasta sum- ar. Rit og rækt gefa meðal ann- ars út Sum- arbústaða- blaðið og Sundsumar- ið. vatninu. Það er mikið farið að spyrjast fyrir um ís- landsmótið í dorgveiði sem verður haldið 10. mars á Ólafsfjarðar- vatni. Veiði- menn viða af landinu ætla að fjölmenna út á ísinn til að renna fyr- ir þær teg- undir sem er að finna í -G. Bender Nýtt veiðisvæði SVFR, Eldvatnsbotnar, þ.e.a.s. efsti hluti Eldvatns i Meðallandi, fyrir landi Botna, er afar álitlegt sjóbirtingssvæði. Það er tveggja stangá svæði, ekki ýkja langt og sérlega vel fallið til fluguveiða," sagði Þorsteinn Ólafs, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í samtali við DV- Sport en Stangaveiðifélagið hefur innan sinna vé- banda 2500 félagsmenn. „Áin rennur í tveimur kvíslum og er einkum veitt í vestari kvíslinni en báðar eru þó mjög falleg- ar. Þá sem muna eftir veiðiþáttum Pálma Gunnars- sonar, „Á veiðislóð", sem sýndir voru í Ríkissjón- varpinu fyrir tveimur árum, rekur minni til þáttar- ins þar sem farið var á vit sjóbirtinga i fylgd Sigurð- ar Pálssonar málara og muna þá að dijúgur hluti þáttarins var frá Botnasvæðinu í Eldvatni þar sem þeir Pálmi og Sigurður drógu hvem fiskinn af öðr- um úr líðandi fallegum breiðum," sagði Þorsteinn i lokin. í Veiðimanninum frá árinu 1999 er einnig skemmtileg lýsing á veiðitúr Sigurðar Pálssonar í Botna og þar hefur hann á orði að þeir sem „leiddu hann inn í dýrðina eigi þakkir skildar." Verður veiðisvæði eða gæðum þess vart lýst á lofsamlegri hátt. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri: Niðurstoðurnar ur skotveiðinni nálgast „Það hefur gengið vel að fá veiðitöl- ur frá veiðimönnum en yfir 4 þúsund hefur verið skilað á Netinu. Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir einhverja daga hvað mikið hefur veiðst," sagði Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri á Akureyri, í samtali við DV-Sport. Fjöldi veiðimanna hefur skilað inn veiðitölum síðasta árs á Netinu og það flýtir fyrir því að sjá hvernig veiðin hefur verið á fugli, ref, minki og hreindýrum á síðasta timabili. „Við getum ekki sagt til alveg strax hvernig rjúpnaveiðin var en það skýrist innan tiðar. Veiðin var eitt- hvað minni en í fyrra,“ sagði Áki Ár- mann í lokin. -G. Bender Gæsaveiðimenn meö góöan feng. Niöurstööur úr skotveiöinni eru á næsta leiti og bíða margir þeirra með óþreyju. Eins og víðar á sjóbirtingsslóðum í Vestur- Skaftafellsýslu er til í dæminu að sjóbirtingur sjáist í júlí en á móti kemur þá að í Eldvatni er til afar væn bleikja. Þegar kemur fram í ágúst fer birtingur- inn að ganga og þegar líður á mánuðinn því meiri er veiðivonin. September er svo góður mánuður og í október er fiskur náttúrlega löngu kominn en veið- in þá fer eftir hreyfingu á svæðinu og árferði. Sé að- eins leginn fiskur á svæðinu getur þurft verulega vinnu til að fá fisk til að taka. Þá er að reyna eitt- hvað nýtt, nýta ljósaskiptin, prófa lítt reynda staði. Gangi dæmið upp veiðast gjarnan stærstu fiskarnir á þessum tíma. Eldvatn í Meðal- landi var fyrrum mun meira vatnsfall og hefur gefið nokkuð eftir sem veiðiá. Það er þó enn sem fyrr eitt af stóru nöfnunum á svæðinu og Botnasvæðið hefur haldið nokkuð góðu veiðimeðal- tali á sama tíma og áin hefur dalað mikið síðustu ár ef litið er á heildartölur. Eftir því sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur kemst næst hefur þetta svæði iðulega gefið 100 til 200 fiska á vertíð. Sú síðasta var þó slakari. Þessi prýðilega út- koma á ef til vill rætur að rekja til þess að Kjartan bóndi í Botnum hefur lengi verið með seiðaeldi í hrauninu. Hann hefur veitt birting i gildrur á haustin, kreist hænga og hrygnur og alið seiði sem hann hefur sleppt í ána til stuðnings náttúrulega klakinu. Veiðitíminn á svæðinu er frá 27. júlí til 10. októ- ber og eru tvær stangir á svæðinu sem eru aðeins seldar saman. Nú þegar er talsvert farið að reytast út af leyfum. Verð á stöng er frá 6.400 kr. upp í 8.900 kr. stöngin á dag. nýtt og áhugavert veiðisvæði hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Þaö er víöa veiðilegt um aö litast í Eldvatnsbotnum í Meöallandi enda svæöiö afar álitlegt. Eldvatnsbotnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.