Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 Fréttir x>v Stórþjófnaður úr gámum í eigu Elko á geymslusvæði Jóna í Hafnarfirði: 76 myndbandstæki og 49 tölvur horfin - ljóst að þjófar komu á stórum flutningabíl eða fóru margar ferðir 76 myndbandstækjum, 49 tölvum, fjölda sjónvarpstækja og uppþvotta- véla og fleiri verðmætum, allt i eigu Elko, var stolið úr tveimur gámum á geymslusvæði flutningamiðlunarinnar Jóna í Hafnarfirði aðfaranótt þriðju- dags. Kostnaðarverð varanna var 6,5 milljónir króna en andvirði þeirra nemur á annan tug milljóna sé gert ráð fyrir smásöluverði út úr verslun- inni. „Þetta er með stærri þjófnaðarmál- um í langan tíma. Þjófamir hafa sprengt upp gámana. Skrýtnast er að þeir fóra í þessa tilteknu tvo gáma þar sem miklu fleiri gámar voru á svæð- inu. Þessir menn hafa alveg vitað hvað þeir ætluðu sér. Sjálfsagt hafa dýrustu hlutimir verið einmitt í þessum gám- um,“ sagði Magnús Kjæmested, tals- maður Jóna í Hafnarfirði. Hann segir gámana tvo hafa staðið opna daginn áður. Því sé ekki ólíklegt að þjófamir hafl þá komið á staðinn og undirbúið þjófhaðinn, enda er gjaman talsverð umferð á svæðinu þegar verið er að af- greiða vörur úr gámunum. DV-MYND E.ÓL. Þjófarnir komu á bíl eöa bílum og tæmdu úr gámum. Gámarnir stóöu á athafnasvæöi Jóna viö noröurbakkann i Hafnarfjaröarhöfn. Ekki áttu menn von á aö þjófar myndu athafna sig þar eins og raun bar vitni en tjóniö er gríöarlegt. Tölvur sem aldrei hafa komið á markað hér Gísli Þorsteinsson hjá rannsóknar- deild lögreglunnar i Hafnarfirði sagði við DV að tölvumar 49 hefðu aldrei komið á markað áður hér á landi. Þar er um að ræða Fujitsu-Siemens-tölvur sem voru í blágrænum kössum með mynd af karli og konu. Svokölluð seri- al-númer þeirra era 3382990051- 3382990100. Myndbandstækin 76 em af gerðinni Radionet. Einnig var stolið 12 Samsung-sjónvarpstækjum og 6 Zi- mens-uppþvottavélum. Auk þess hvarf fleira „smálegt", eins og kaffikönnur, straujám, 30 Canon myndaskannar og fleira. Jónas Guðmundsson, rekstrarstjóri Elko, sagði að fyrirtækið hefði flutt inn 14 gáma, fulla af ýmsum vömm, í tilefhi af þriggja ára afmæli Elko sem var í gær. „En því miður er eins og sumir láti sér lágt verð ekki nægja,“ sagði hann. RannsóknardeOd lögreglunnar í Hafnarfirði biður þá sem geta gefið upplýsingar um málið að hafa sam- band í síma 525 3300. -Ótt Flugslysið í Skerjafirði: Rannsókn á flakinu stendur enn yfir íslenska útvarpsfélagið: Kveikir aftur á útvarpinu - hugleiðsla og jass í stað síbylju íslenska útvarpsfélagið hefur ákveðið að kveikja aftur á þeim fjórum útvarpsstöðvum sem slökkt var á fyrir skemmstu eftir yfirtöku fyrirtækisins á stöðvum Fíns miðils. „Nú bjóðum við upp á jass, hug- leiðslumúsík, barnaefni og frétta- þjónustu BBC i stað þess efnis sem áður var á stöðvunum," sagði Jón Axel Ólafsson, útvarpsstjóri Norð- urljósa, sem rekur stöðvamar. Á FM 87,7, þar sem útvarpsstöð- in Mono var áður, er komin út- varpsstöðin Vitund sem flytur hugleiðlsutónlist. Þar sem rokk- stöðin X-ið hljómaði áður verður nú jass og gamla Stjarnan, FM 102,2, breytist í barnaútvarp. Þá verður útvarpsstöðin BBC World Service send út á gamla Gullinu, FM 90,9. „Þetta er allt að fara í gang og útsendingar verða bundnar við ákveðna tíma dagsins. Það þýðir til dæmis lítið að senda út bama- efni allan sólarhringinn," sagði Jón Axel Ólafsson sem vonast eft- ir góðum viðtökum hlustenda við þessari nýbreytni. -EIR Rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafirði í byrjun ágúst síðastliðins stendur enn yfir. Rannsóknamefnd flugslysa lauk við drög að skýrslu um málið fyrr í vetur og sendi þau til Flugmálastjórnar og annarra aðila sem að málinu koma. Framlengdur frestur þeirra til þess að gera athugasemdir við skýrsluna rann út i byrjun febrúar, en útgáfa skýrslunnar hefur dregist. Samkvæmt heimildum DV kannar Rannsóknamefnd flugslysa nú skrúfu flaksins og bendir allt til þess að hún hafi verið upprunaleg, eða frá árinu 1973, þegar vélin var byggð. Fram hef- ur komið að viðgerðar- og viöhalds- bókum vélarinnar hafi verið ábóta- vant er hún var flutt til landsins, og leikur því vafi varðandi þessi atriði. Flugslysiö í Skerjafiröi. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsak- ar enn flugslysiö í Skerjaftröi. Þormóður Þormóðsson bættist í hóp flugslysarannsóknarmanna í febr- úar. Skúli Jón Sigurðarson, formaður nefndarinnar, hefur sagt í fjölmiðlum að skýrslan verði gefin út í mars, en útgáfu hefur ítrekað verið seinkað. Flugslysið varð fimm manns að bana og er sjötti farþeginn enn þungt haldinn. -SMK Hótel Búðir: Rannsókn á vettvangi lokið Lögreglan rannsakar enn bruna Hótel Búða sem brann til grunna á miðvikudagskvöldið í síðustu viku. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, Ólafur Kristófer Ólafsson, fer með stjórn rannsóknarinnar og sagði hann í samtali við DV i gær að vett- vangsrannsókn væri lokið. „Vinnunni á vettvangi er lokið en við eigum eftir að fá niðurstöður úr þeim rannsóknum,“ sagði Ólafur Kristófer. Óljóst er hvenær þær nið- urstöður berast. -SMK Ritaraslagur: Hjálmar ekki spámaður „Það er hið besta mál að flokks- menn hafi úr fleiru að velja,“ sagði Hjálmar Árnason alþingismaður um framboð Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra til embættis ritara Framsóknarflokks- ins. Hjálmar hefur sem kunnugt er sjálfur boðið sig fram til ritara. „Ég get lítið um það sagt hvernig þetta fer. Hvorki er ég spámannlega vaxinn né spámaður, svo ég vitni í Guðna Ágústsson," sagði Hjálmar. Ritari og varaformaður Fram- sóknarflokksins verða kjörnir á flokksþingi sem haldið verður 16.-18. mars. -EIR Bíldudalur: Þrír sækja um prestsembætti Bílddælingar hafa verið prestlausir siðan í október í fyrra eftir að séra Flosi Magnússon sagði lausu embætti sinu vegna veikinda en hann hafði þjónað Bilddælingum síðan 1986, síð- ast við jólamessuna 1999. Var hans saknað af flestum þorpsbúum, hann kom vel fyrir sig orði og var vinsæll prestur. í fjarveru hans þjónaði séra Sveinn Valgeirsson frá Tálknafirði. Þar sem Bílddælingar era búnir að vera prestlausir um langt skeið era þeir ánægðir með að þrír sækja um brauðið en það era séra Auður Inga Einarsdóttir, séra Hörður Þ. Ásbjörns- son og séra Þórður Guðmundsson. Á morgun koma saman vigslubisk- up, séra Sigurður Sigurðarson, séra Bragi Benediktsson, prófastur V- Barðastrandarsýslu, frá Reykhólum og valnefnd í BUdudalssókn sem mun ákveða hver umsækjendanna verður fyrir valinu. -SJÓ Veðriö i kvold SoLirfi.nifinr ofi sjóvarfoll RtYKJAVIK Noröanátt i nótt Fremur hæg breytileg átt og lítils háttar él við norður- og vesturströndina en annars víða léttskýjað. Frost 0 til 11 stig, mildast á Vesturlandi í dag. Norðanátt, 5 til 10 m/s, í nótt. Sólarlag í kvöld 18.47 18.26 Sólarupprás á morgun 08.31 08.23 Síódeglsflóö 22.25 02.58 Árdeglsflóö á morgun 10.48 15.21 Skýringar á veöurtáknum ^^VINDÁTT 10 °4— H,TI -10° ^>»VINDSTYRKUR Vconcr í metrum á sekúndu 'vþkuöi & HEIÐSKÍRT 3S3 £3 ö LÉTTSKÝJAÐ hálf- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO 'W” : 'W w Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA W I ÉUAGANSUR RRUMU- VEÐUR SKAF* RENNINGUR ÞOKA Víöa hálka á heiðum Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er fært um helstu þjóðvegi landsins en víða er hálka eða hálkublettir á vegum, einkum þó á heiöum aSNJOR ÞUNGFÆRT HÁLT ÓFÆRT Veðríð a morfiiiii Léttskýjað sunnan og vestan til Á morgun veröa norðan 8 til 13 m/s allra austast á landinu en noröaustan 5 til 8 m/s annars staðar. Dálítil él á Austfjörðum og á Norðurlandi en léttskýjaö sunnan og vestan til. Frost 2 til 9 stig. Lauéardðgu! Vindur: A 10-18 IP./» Hiti -3“ til .g° Noröaustlæg átt, 13 tll 18 m/s á Vestfjöröum en annars 10 tll 15. Éljagangur noröan tll en skýjaö meö köflum á Suöurlandl. Suunudaöi! !S Vindur: A > 10-18 m/s Hiti -1» tii -6° Noröaustlæg átt, 13 tll 18 m/s á Vestfjöröum en annars 10 tll 15. Éljagangur noröan tll en skýjaö meö köflum á Suöurlandl. Vindurs^ð 10-15 ny* Hiti 0° tiE -5° NA10 tll 15 m/s og él noröan og austan tll en léttskýjaö á Suö- vesturlandl. Frost 0 tll 5 ; ( £ stlg. Veðrið kl. 6 3 AKUREYRI skýjað -8 BERGSSTAÐIR alskýjað -9 BOLUNGARVÍK alskýjað -2 EGILSSTAÐIR -11 KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjað -4 KEFLAVÍK skýjaö -4 RAUFARHÖFN snjóél -10 REYKJAVÍK alskýjaö -7 STÓRHÖFÐI léttskýjað -7 BERGEN léttskýjaö -8 HELSINKI snjókoma -14 KAUPMANNAHÖFN snjókoma -1 ÓSLÓ snjókoma -11 STOKKHÓLMUR -11 ÞÓRSHÖFN léttskýjað -2 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -17 ALGARVE rigning 14 AMSTERDAM rigning 1 BARCELONA léttskýjaö 6 BERLÍN skýjaö -1 CHICAGO heiðskírt -7 DUBLIN léttskýjaö -7 HALIFAX heiöskírt -13 FRANKFURT snjókoma 0 HAMBORG skýjaö -1 JAN MAYEN léttskýjaö -11 LONDON snjókoma 1 LÚXEMBORG snjókoma -1 MALLORCA léttskýjaö 1 MONTREAL heiöskírt -17 NARSSARSSUAQ heiöskírt -7 NEW YORK skýjaö -3 ORLANDO léttskýjaö 18 PARÍS snjókoma 1 VÍN þokumóöa 0 WASHINGTON heiöskírt 1 WINNIPEG heiöskírt -6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.