Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001
Fréttir
Breyting á skólastarfinu á landsbyggðinni:
Héraðsskólarnir horfnir
húsin til sölu eöa hafa fengið nýtt hlutverk
Þegar mest var voru átta héraös-
skólar víös vegar um landiö i fuEum
rekstri sem slíkir. Nú er enginn hér-
aðsskóli rekinn með því nafni og
skólastarfsemi hefur lagst niður á
sumum þeirra sem
áður hýstu slíka
starfsemi. Þá hefur
einn skóli verið seld-
ur, Eiðaskóli.
Skólamir átta sem
um ræðir eru í Reyk-
holti í Borgarfirði
þar sem ekki er leng-
ur skólastarfsemi og
heldur ekki að Núpi í
Dýrafirði eða í
Reykjanesi í ísafjarð-
ardjúpi. Á Reykjum í
Hrútafirði eru rekn-
ar skólabúðir grunn-
skólanna, á Laugum í
Reykjadal í S-Þing-
eyjarsýslu er rekinn
framhaldsskóli, Eið-
ar hafa verið seldar
sem fyrr sagði, á
Skógum er rekið hót-
el og á Laugarvatni
hefur skólinn verið
sameinaður mennta-
skólanum. Enginn
skólanna er því leng-
ur rekinn sem eigin-
legur héraðsskóli.
Hermann Jóhann-
esson, deildarstjóri
Eignadeildar mennta-
málaráðuneytisins,
segir að i fjárlögum
sé heimild að selja þá
skóla sem ekki eru i
notkun. Búið er að
auglýsa skólann í Reykjanesi í ísa-
fjarðardjúpi til sölu og bárust 12 til-
boð í eignirnar á staðnum. Þau eru
nú til skoðunar hjá Ríkiskaupum.
Ákvörðun hefur ekki verið tekin um
Reykholt í Borgarfirði
Núpur í Dýrafirði
Héraðsskólar
JLaugar
í Reykjadat
Reykir
/' Hrútafiröi
EÉð
Reykholt
* 7 Borearfirö
1 Borgarfiröi
J Laugarvatn
Reykir í Hrútafiröi
frekari sölu skólanna og þeirra mann-
virkja sem þeim fylgia.
Eiðaskóli var á dögunum seldur
heimamönnum á Austur-Héraði fyrir
25 milljónir króna. Það kann mörgum
að þykja lág upphæð fyrir mikil
mannvirki en Hermann segir að hús-
in hafi þarfnast mikillar viðgerðar og
viðhalds. Þá segir hann það hafa spil-
að inn í að jarðir sem heyra undir
Eiðar voru fyrr á tímum í eigu
heimamanna en ekki í eigu ríkisins.
Rikið er eigandi skólamannvirkj-
anna á öllum stöðunum. Þess vegna
kom á óvart að heimamenn á Austur-
Héraði voru komnir í viðræður við
aðila, s.s. Sigurjón Sighvatsson, á síð-
asta ári um hugsanleg kaup hans á
eignunum á Eiðum. Hermann Jó-
hannesson segir skýringuna á því
vera þá að sala eignanna til heima-
manna hafi þá þegar verið ákveðin
þótt formlega hafi ekki verið frá
henni gengið fyrr en nú nýlega.
Auglýsing á skólamannvirkjum á
Laugarbakka í Miðfirði sem birtist
á dögunum vakti mikla athygli. í
Húnaþingi vestra hefur allt logað í
deilum vegna byggingar nýs íþrótta-
húss á Hvammstanga þótt íþrótta-
hús sé í fárra kílómetra fjarlægð á
Laugarbakka, og þá er sveitarstjóm-
in talin hafa ætlað að færa allt
skólahald frá Laugarbakka til
Hvammstanga. Varðandi auglýs-
ingu skólamannvirkjanna á Laugar-
bakka er ljóst að þeir sem þar áttu í
hlut „fóru fram úr sjálfum sér“ og
aöilar eins og ríkið, sem á mikið í
mannvirkjunum, var ekki haft með
I ráðum. -gk
Ömurlegt ástand vega í Öxarfirði:
Vegirnir ekkert
nema holur og grjót
- segir sveitarstjórinn sem orðið hefur fyrir tjóni
DV, AKUREYRI:____
„Astand veg-
anna hér í Öxar-
firðinum er I
einu oröi sagt
rosalegt. Ég get
varla ímyndað
mér að það sé
hægt að gera við
vegina, þeir eru
ekki orðnir neitt
nema holur og
grjót,“ segir
Steindór Sig-
urðsson, sveitarstjóri í Öxarfjarð-
arhreppi, en ástand vega þar um
slóðir er verra en menn muna í
langan tíma, og eru þeir þó ýmsu
vanir I Öxarfirði.
Steindór segir að vegurinn frá
Klifshaga að Kópaskeri, sem er um
20 kílómetra vegalengd, sé alveg
skelfilegur og menn sem hafi
neyðst til að fara þar um hafi orð-
ið fyrir þvf að skemma bíla sína.
„Ég hef sjálfur þurft að fara þarna
um og hef orðið fyrir því að fram-
rúða og ljós hafa brotnað vegna
grjótkasts og fer ég þó varlega. Svo
eru bílamir sand- og grjótbarðir,"
segir Steindór. Hann segir engar
úrbætur á dagskrá Vegagerðarinn-
ar en menn veigri sér við aö aka
um vegina.
Steindór segir að skrifstofustjóri
Öxarfjarðarhrepps, sem starfar á
Kópaskeri en býr ekki þar, hafi
fariö fram á það við sveitarstjóm
að þurfa aðeins að mæta til vinnu
annan hvern dag. Hún sé á nýjum
bíl og vilji hreinlega ekki leggja
hann í keyrslu um vegina meira
en nauðsynlegt er. „Ég er ekkert
hissa á að hún skuli fara fram á
þetta -og -a& Hún-vilji- ekki- laggja- - - - - Rekstrartekjur -á-síöasta. ári -voru
sinn nýja bH í akstur um þessa 693,9 milljónir en 671,8 miljónir árið á
Þaö var rok, skafrenningur og hálka í Landeyjunum en þokkalegt veður undir
Eyjafjöllum á sunnudaginn en svo tók viö rok og skafrenningur þegar komiö
var austur á Skógasand og var þannig til Víkur. Þessi mynd var tekin suöur
af Raufarfelli undir Eyjafjöllum og sýnir aö loksins á góunni er skolliö á nokk-
urt vetrarríki sem eru mikil viöbrigöi.
Skammtíma-
skuldir jukust á
árinu í 180,9 millj-
ónir úr 153,6 millj-
ónum en langtíma-
lán lækkuðu um
svipaða tölu, í 60,9
milijónir úr 85,7
milljónum. Veltu-
fjárhlutfail var á
síðasta ári 1,98 en
árið áður 1,82. Eig-
ið fjárhlutfall 66,0 í
stað 63,2 og arð-
semi eigin fjár 19,8
en var 23,7 1999.
Aðalfundur
undan, rekstrargjöld 555,5 milljónir en Steinullarverksmiðjunnar verður
532.2 árið 1999. Veltufé frá rekstri var haldinn í lok mars og leggur stjóm fyr-
141.2 milljónir en 167,9 milljónir árið á irtækisins til að greiddur verði 10%
undan. arður til hluthafa. -ÞÁ.
DV, SAUDÁRKRÖKl:
Um 88 milljón króna hagnaður varð
af rekstri Steinullarverksmiðjunnar
hf. á síðasta ári miðað við 108,8 millj-
óna króna hagnað árið áður. Minni
hagnað má að mestu rekja til þess að
uppsafnað rekstrartap fyrri ára er nú
að fullu nýtt og hækka skattar fyrir-
tækisins því um 15,4 milljónir og nema
nú 42,6 milljónum króna.
Heildarsala fyrirtækisins varð um
182.000 rúmmetrar, sem er um 6%
meira magn en árið áöur, og er þetta
mesta sala frá upphafi rekstrar árið
1985. Sala á innanlandsmarkaði nam
um 121.000 rúmmetrum, sem er um
4,5% aukning frá fyrra ári, og út voru
fluttir um 61.000 rúmmetrar sem er
u.þ.b. 11% aukning milli ára.
Steindór
Slgurðsson
ástand veganna
rosalegt.
vegi meira en nauðsynlegt er,“
segir Steindór.
Um vegina austan Kópaskers,
um Melrakkasléttu til Raufarhafn-
ar, er það sama aö segja. Nánast
allur ofaníburður er farinn úr veg-
inum og eftir Stendur grjótið og
moldin sem verður að óskemmti-
legri drullu þegar blotnar. Þungir
flutningabílar aka þama um dag-
lega og ástandið versnar dag frá
degi. -gk
Steinullarverksmiðjan Sauðárkróki:
Sölumet og 88 milli
óna hagnaður
Steinullin á Króknum
Mesta sala frá upphafi varö í fyrra - aukning á sölu
bæöi innanlands og utan.
Sandkorn
Höröur Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Magnús Kjart-
ansson tónlistar-
maður hefur nú
tekið upp merki
Marðar Ámason-
ar sem óvinur
þjóðarinnar núm-
er eitt. Magnús,
sem áður gagn-
rýndi Mörð harð-
lega fyrir að hafa lagt fram tillögu
um íslenskan texta Evróvisjónlags-
ins, er nú kominn í sömu stöðu
fyrir að verja „stefgjöld" á óátekna
geisladiska og geisladiskabrennara.
Maggi hefur staðið þétt að baki
ákvörðun Bjöms Bjarnasonar um
álagningu slíkra gjalda. Tölvunot-
endur eru æfir af bræði. Hefur net-
pósti rignt yfir ráðherra og Magn-
ús og var fjöldi mótmælenda farinn
að síga á annan tug þúsunda í gær.
Tölvunotendur bíða nú spenntir
hvort félagamir Björn og Magnús
muni draga álagninguna til baka
og verða þannig menn að meiri
eins og Mörður í sínu máli...
Er Siv að hætta?
Slagurinn urr
æðstu embættis-
stöður í Fram-
sóknarflokknum
æsist dag frá degi.
Nú eru komnar
fram tvær meld-
ingar í ritara-
stöðu eftir að Siv
Friðleifsdóttir
sagðist gefa kost á sér í kjölfar
framboös Hjálmars Árnasonar í
sama embætti. Gárungar velta þvi
fyrir sér hvort einhver sjálfseyð-
ingarhvöt sé komin upp í flokknum
þar sem tveir þingmenn hafa boðað
framboð til ritara. Sterkar kröfur
hafa nefnilega verið uppi innan
flokksins aö undanfomu um að
breyta reglum um embættið sem
jafnframt útiloki að ritari geti orð-
ið ráðherra. Þar með þyrfti Siv um-
hverfísráðherra að afskrifa annað-
hvort ráðherrasetu eða ritarafram-
boðið..
Ekki föst í hendi
Bjöm Bjarna-
son liggur undir
feldi að hætti sam-
ráðherra sins og
íhugar hugsanlegt
leiötogahlutverk
hjá Sjálfstæðis-
flokknum i borg-
arstjómarkosn-
ingum. Sagt er að
hann sé mjög tvístígandi, ekki síst
vegna stöðu sinnar ef hann næði
ekki væntanlegu takmarki um að
vinna borgina úr höndum R-lista.
Gróa gamla á Leiti segir að ekki
séu allir borgarfulltrúar flokksins
hrifnir af innkomu Bjöms og muni
verja með kjafti og klóm stöðu
Ingu Jónu Þórðardóttur. Hún
hefur þó af hógværð fagnað stuðn-
ingi í baráttunni við R-lista þó hún
hafi ekki beinlínis afsalað sér for-
ystuhlutverkinu. Oddvitastaða
Bjöms virðist því enn ekki fóst í
hendi...
Hver gerir hvað?
Sólveig Péturs-
dóttir dómsmála-
ráðherra hefur set-
ið undir óvæginni
skothrið stjómar-
andstöðu fyrir
peningasvelti lög-
reglunnar og
hvort yfirvinnu-
bann fikniefna-
löggu hafi veriö i gildi eða ekki.
Reykjavíkurlögga lífgar líka upp á
tilveru landsmanna meö þrætum
viö Vestmannaeyjalöggu. Er þar
rifist um hvort Vestmannaeyingar
hafi beðiö um aðstoð eða ekki við
rannsókn meints fíkniefnainnflutn-
ings. Góökunningjar löggunnar
kætast yfir þessum vandræðagangi
og telja sér nú vel stætt á að hafa
uppi efasemdir um hvort þeir séu
fullir eða ekki næst þegar þeir
detta í það...