Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 7 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 3718 m.kr. - Hlutabréf 1008 m.kr. - Ríkisbréf 1124 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Islandsbanki-FBA 232 m.kr. 0SÍF 195 m.kr. Q Össur 190 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Delta 3,8% 0 Íslandsbanki-FBA 2,6% Q Húsasmiöjan 2,1% MESTA LÆKKUN O Marel 4,0% © MP-Bio 1,6% O Skýrr 0,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1211 stig - Breyting o 0,9% Minnkandi verðbólga í Evrópu Verðbólga minnkaði í janúar i Evru-löndunum og eykur það vænt- ingar manna um að evrópski seðla- bankinn muni lækka vexti á næst- unni. Lægra orkuverð leiddi til verð- bólgu í janúar sem er 2,4% á árs- grundvelíi miðað við 2,6% verð- bólgu í desember. Þetta er í fyrsta skiptið síðan síðastliðið sumar að verðbólgan fari undir 2,5% en verð- bólgumarkmið seðlabankans er 2%. Væntingar um vaxtalækkun seðlabankans jukust enn frekar vegna frétta um að vöxtur peninga- framboðs, M3, féll í árlega vöxt upp á 4,7% i janúar. Samsvarandi tala fyrir desember var 5,2%%- Vöxtur peningamagns hefur aldrei áður verið eins nærri markmiði seðla- bankans, frá því að evrunni var hleypt af stokkunum í ársbyrjun 1999, en markmiðið er 4,5% ársvöxt- ur. Vaxtalækkun í Japan Seðlabanki Japans lækkaði stýri- vexti sína í gærmorgun. Lækkunin kom í kjölfar nýrra talna um iðn- framleiðslu í janúar sem sýndu að hún dróst saman um 3,9% milli mánaða. Stýrivextir Seðlabanka Japans eru nú 0,15% en voru 0,25% fyrir lækkunina. Með henni vonar bankinn að sigla megi hjá snörpum samdrætti í japönsku efnahagslífi. 01.03.2001 M. 9.15 KAUP SALA BfaílPollar 85,950 86,390 fsElPiind 124,390 125,030 |*ÍiKan. dollar 55,870 56,220 SSIPonsk kr. 10,6480 10,7070 Ifr—Norsk kr 9,6550 9,7090 gjjsænsk kr. 8,7660 8,8150 mark 13,3677 13,4481 Fra. frankl 12,1168 12,1896 |T Belg. frankl 1,9703 1,9821 ! Sviss. frankl 51,5300 51,8200 i CjHoll. gyllini 36,0669 36,2836 Þýskt mark 40,6380 40,8822 1 I ít. líra 0,04105 0,04130 j Jt Aust. sch. 5,7761 5,8108 1 •VjlPort. escudo 0,3964 0,3988 . I HTjSpá. peseti 0,4777 0,4806 j • Jap. yon 0,73280 0,73720 j | i irskt pund 100,920 101,526 SDR 110,9600 111,6300 i g[ECU 79,4810 79,9586 | . .«)!?[ Í liifo!) Viðskipti Umsjón: Vidskiptabla&id Tryggingastofnun ríkisins fær EDI-verðlaunin árið 2001 Tryggingastofnun fékk EDI- verðlaun ICEPRO áriö 2001 sam- kvæmt tillögu dómnefndar og af- henti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra verðlaunin á aðalfundi ICEPRO í gær. Við verðlaununum tók Her- mann Ólason, forstöðumaður tölvudeildar TR, fyrir hönd stofn- unarinnar. ICEPRO er nefnd um rafræn viðskipti og samráðsvettvangur fyrirtækja og ríkisstofnana um stöðluð rafræn viðskipti og ein- föidun í viðskiptaháttum. Aðilar að ICEPRO eru ýmis ráðuneyti, faggreinasamtök og samtök í at- vinnulífinu auk fyrirtækja og op- inherra aðila. í umsögn dómnefndar segir að Tryggingastofnun ríkisins hljóti EDI-bikarinn árið 2001 fyrir vel heppnaða innleiðingu staðlaðra rafrænna samskipta við lyfja- verslanir, metnaðarfulla stefnu á sviði öruggra rafrænna gagna- og upplýsingasamskipta á nýjum Tryggingastofnun ríkisins. sviðum og það fordæmi sem hún sýnir stofnunum hins opinbera á sviði rafrænna viöskiptastofnana. Bikarinn var fyrst veittur árið 1997 þegar embætti Ríkistoll- stjóra hlaut hann. Árið 1998 komu verðlaunin í hlut BÚR ehf. Eimskipafélag íslands hf. fékk þau árið 1999 og í fyrra var það Olíufélagið ESSO sem hlaut verð- launin Tryggingastofnun ríkisins er önnur ríkisstofnunin sem hóf stöðluð rafræn viðskipti með markvissum hætti í kjölfarið á tollembættum landins. Þannig hefur Tryggingastofnun í meira en 6 ár átt stöðluð rafræn sam- skipti við lyfjabúðir með lyfseðla. Dómnefnd ICEPRO skipuðu Karl F. Garðarsson, formaður ICEPRO, forstöðumaður stjórn- sýslusviðs embættis Tollstjórans í Reykjavík, Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, og Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands. Stýrihópur á vegum ICEPRO myndaður - mun beita sér fyrir samræmingu á rafrænum viðskiptaháttum á Netinu ICEPRO hefur nýverið sett á fót stýrihóp undir nafninu rvXML stýrihópur sem mun beita sér fyrir samræmingu á rafrænum viðskipta- háttum á Netinu. ICEPRO hyggst með stofnun rvXML stýrihópsins móta tillögur og stýra útfærslum á helstu skeyta- formum ebXML staðalsins í nánu samstarfi við fyrirtæki og hags- munasamtök í öllum helstu at- vinnugreinum á íslandi. Er þess vænst að víðtæk notkun hans í raf- rænum viðskiptum auki hagræði í íslensku atvinnulífi og geri það samkeppnisfærara. Hópinn skipa þau Tryggvi M. Þórðarson hjá Hugbúnaði hf„ Arn- aldur F. Axfjörð, forstöðumaður markaðsmála & ráðgjafar hjá Áliti hf„ Ásgerður I. Magnúsdóttir kerfis- fræðingur hjá SKÝRR hf„ Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri EAN á íslandi, Guðmundur Her- mannsson, kerfisfræðingur hjá Eim- skip, Rúnar Karlsson hjá Netis og Stefán Jón Friöriksson, fram- kvæmdastjóri ICEPRO. Hefðbundin EDI-samskipti, eða skjalasendingar milli tölva, hafa fram til þessa verið mikilvægur þáttur í stöðluðum samskiptum í rafrænum viðskiptum, en þau styðj- ast viö hinn svonefnda EDIFACT - rammastaðal Sameinuöu þjóðanna. ICEPRO hefur í rúm 10 ár haft um- sjón með útfærslu EDI-staðla fyrir helstu greinar atvinnulífsins á Is- landi. EDIFACT-skeyti eru mikið notuð af verslunar- og innflutnings- fyrirtækjum fyrir rafrænar pantan- ir og reikninga. Þá eiga ýmis önnur fyrirtæki, flutningsmiðlarar, skipa- og flugfélög, samskipti með þessum hætti. Einnig hefur ICEPRO i sam- starfi við tollyfirvöld útfært ramma- skeyti til notkunar í rafrænum sam- skiptum fyrirtækja og tollstjóra- embætta á inn- og útflutningsskjöl- um. Viðskipti milli fyrirtækja og stofnana á Netinu eru í örum vexti um allan heim og eru talin einn helsti vaxtarbroddur í atvinnulífi þjóða. Fram að þessu hefur skort á staðlaðan samskiptamáta milli við- skiptaaðila á Netinu, enda leiða þeir til stórfellds sparnaðar og hagræðis fyrir stofnanir, fyrirtæki og neyt- endur. Fyrir tilstuðlan SÞ, margra stærstu fyrirtækja í upplýsinga- tækni austan hafs og vestan ásamt Alþjóða staðlastofnuninni - ISO, með stuðningi Evrópusambandsins, styttist nú í að alþjóðlegur ramma- staðall fyrir rafræn viðskipti liti dagsins ljós. Ber hann heitið ebXML og byggist hann á samræmdri út- færslu á XML - málskipun fyrir samskipti á Netinu. Þar er að veru- legu leyti stuöst við grunnþætti og uppbyggingu EDIFACT. Er þess vænst að ebXML stórbæti mögu- leika lítilla og meðalstórra fyrir- tækja að taka upp staðlaða við- skiptahætti sín á milli og við stærri fyrirtæki og stjórnvöld, á hagkvæm- an hátt og samhliða hefðbundnum EDI-samskiptum. SP Fjármögnun og Islands- sími semja um lánsfjármögnun Eignarhlutur yfir 10% háöur samþykki Fjár- málaeftirlitsins í drögum aö frumvarpi til laga um aukið eftirlit Fjármálaeftir- litsins með eigendum virkra eign- arhluta í lánastofnunum, fyrir- tækjum í verðbréfaþjónustu og vátryggingafélögum er gert ráð fyrir að öllum þeim sem hafa í hyggju að eignast meira en 10% hlutafjár í fjármálafyrirtæki beri að sækja fyrir fram um leyfi til þess til Fjármálaeftirlitsins. Ekki er farin sú leið að tak- marka í löggjöf hámark þess hlutafjár sem einstakir aðilar mega eiga í fjármálafyrirtækjum en að mati viðskiptaráðuneytis- ins myndi sú leið skaða sam- keppnisstöðu íslenskra fjármála- fyrirtækja gagnvart erlendum. Að auki hefur Eftirlitsstofnun EFTA lýst þeirri skoðun að slík takmörkun myndi fara í bága við EES-samninginn. Samkvæmt frumvarpsdrögum viðskiptaráðherra, sem gert er ráð fyrir að verði afgreitt frá Al- þingi á vorþingi, ber Fjármálaeft- irlitinu að leggja mat á allar um- sóknir um kaup á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum umfram 10% og taka afstöðu til þess hvort viðkomandi aðili sé hæfur til að fara með eignarhaldið, með tilliti til heilbrigðs og trausts rekstrar viökomandi fyrirtækis. .') 151 •• -tti-.'-i >: i' iJMim . i-sl- .sWiuW lii Vöruskiptin hagstæð í janúar I janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,4 milljarða króna og inn fyrir 13,8 milljarða króna fob. Vöruskiptin í janúar voru því hag- stæð um 0,6 milljarða en I janúar 2000 voru þau óhagstæð um 1,9 milljarða á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings var 47% meira á föstu gengi en á sama tima árið áður. Mestu munar um stóraukinn útflutning á áli en alls nam útflutningur áls um 4,9 millj- örðum króna í.janúar samanborið við um 2,2 milljarða í janúar árið áður. Þá jókst verðmæti útfluttra sjávarafurða um nærri 2 milljarða króna frá janúar í fyrra. Verðmæti vöruinnflutnings var 17% meira á föstu gengi en á sama tíma áriö áður. Innflutningur á hrá- vörum og rekstrarvörum reyndist um 1,6 milljörðum króna meiri en í janúar í fyrra. Innflutningur á fjár- festingarvörum jókst um 1,2 millj- arða og innflutningur á ýmsum neysluvörum fór úr 1,9 milljörðum í 2,5 milljarða króna. Innflutningur á flutningatækjum og á eldsneyti dróst saman miðað við janúar á síð- pta árj:i j.j j, ,;, • j | ),iij, ; [, .UBbau SP Fjármögnun hf. og Íslandssími hafa undirritað samning um fjármögn- unarleigu upp á 240 milljónir króna. Þannig hefur íslandssimi tryggt fjár- magn til áframhaldandi uppbyggingar fíarskiptakerfis fyrirtækisins. Íslandssími hóf að bjóða háhraða- tengingar, svokallaðar XDSL-tenging- ar, fyrir fyrirtæki og einstaklinga ný- verið. I frétt frá íslandssima og SP Fjármögnun kemur fram að innan fárra vikna stendur þjónustan öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu til boða og sums staðar á landsbyggðinni. XDSL-væðingin er afar kostnaðarsöm en með samningnum við SP Fjármögn- un er fjármagn tfi hennar tryggt. Kjartan G. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og Pétur Gunnarsson undirrituðu samninginn fyrir hönd SP Fjármögnunar en Baldur Baldursson, fjármálastjóri Íslandssíma, fyrir þeirra hönd. NISSAN LYFTARAR komnir tii að ! lyfta NIS5AIM Nissan lyftaraþjónustan Simar: 525 8012 & 893 1643 Getum boðið Nissan rafmagnslyftara, sýningareintök, á hagstæðu verði b ði'ie 'uaöiiifi 8,178 nminöiUim ft.íftB fíazeq 'áíti lulföft > iid

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.