Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Side 9
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001
9
I>V
Útlönd
Ringulreið í stjórnmálunum í Færeyjum:
Landstjórnin rambar
á barmi upplausnar
Alvarleg stjórnarkreppa er nú í
Færeyjum og rambar landstjórnin á
barmi upplausnar vegna hótana An-
fmns Kallsbergs lögmanns um aö
reka Þjóðveldisflokkinn úr sam-
steypustjórninni.
Að sögn danska blaðsins Poli-
tiken gerðist það eftir að Hogni Hoy-
dal, leiðtogi Þjóðveldisflokksins og
ráðherra sjálfstæðismála í land-
stjórninni, braut seint í gærkvöld
samkomulag sem stjórnarflokkarnir
höfðu gert með sér. Hegni lagði þá
fram frumvarp til laga um að þjóð-
aratkvæðagreiðsla um fullt sjálf-
stæði Færeyja skyldi haldin árið
2012.
Hegni Hoydal lagði frumvarpið
fram þrátt fyrir að Anfinn Kallsberg
hefði varað hann við því fyrr um
daginn og hótað að reka Þjóðveldis-
flokkinn úr stjórninni. Kallsberg,
sem var í opinberri heimsókn í
Bretlandi, sendi Hagna símbréf í
gærmorgun þar sem hann setti hon-
um úrslitakosti um að leggja ekki
fram frumvarp um þjóðaratkvæða-
Stjórnarfélagar í hár saman
Þessa dagana er grunnt á því góöa milli Anfinns Kallsbergs, lögmanns Fær-
eyja, og Hegna Hoydals, ráðherra sjálfstæðismála, vegna sjálfstæöisáætlun-
ar stjórnarinnar. Jafnvel er búist við stjórnarslitum.
greiöslu um sjálfstæðismáliö í mai.
Kallsberg sjáifur hafði aflýst fyrir-
huguðu þjóðaratkvæði í maí þar
sem litlar likur voru á að sjálfstæð-
isáætlun landstjómarinnar yrði
samþykkt.
Símbréfið varð til þess að Hogni
hélt að sér höndum en seint í gær-
kvöld magnaðist deilan enn þegar
hann lagði í staðinn fram frumvarp
um þjóðaratkvæðagreiðslu árið
2012. Það varð til þess að Kallsberg
aflýsti heimsókn sinni til Bretlands
og hélt heim til Færeyja í gærkvöld,
þremur dögum fyrr en áformað var.
Tillaga Hegna er svo til sam-
hljóða þeirri áætlun landstjómar-
innar, nema hvað liðnum um þjóð-
aratkvæðagreiðslu í vor er sleppt.
Fulltrúi þriðja flokksins í land-
stjórninni, Sjálfstýriflokksins, gerði
það ljóst í umræðuþætti í færeyska
útvarpinu i gærkvöld að ekki hefði
verið rétt af Hogna að leggja fram
frumvarp í lögþinginu sem sam-
staða hefði ekki náðst um í land-
stjórninni.
Bill Clinton
Fyrrúm Bandaríkjaforseti ergreini-
lega í miklu uppáhaldi hjá íbúum
New York, ef marka má kannanir.
íbúar New York
vilja fá Clinton
sem borgarstjóra
Nærri helmingur íbúa New York,
eða 47 prósent, eru fylgjandi því að
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjafor-
seti, bjóði sig einhvern tima fram til
embættis borgarstjóra, að því er
fram kemur í nýrri skoðanakönn-
un. Clinton sjálfur hefur hins vegar
ekkert gefið til kynna um að hann
hafi áhuga á starfinu.
Hillary, eiginkona Clintons, var
kjörin öldungadeildarþingmaður
fyrir New York í kosningunum síð-
astliðiö haust og sjálfur hefur fyrr-
um forsetinn ákveðið að hafa skrif-
stofur sínar í blökkumannahverfmu
Harlem. Hjónin eiga hús í einu út-
hverfa borgarinnar.
Flóð í Mósambík
Hermenn í Mósambík bjarga ibúum af flóðasvæði nálægt Caira í miðhluta landsins í gær. Herþyrla var einnig notuð
við að bjarga fjölskyldum sem komust hvergi Að sögn yfirvalda hafa 52 látið lífiö í flóðunum undanfarna daga.
Úkraínuforseti
Leonid Kútsjma neitar að hafa
fyrirskipað morð.
Umdeild upptaka:
Ekki hægt að
sanna að röddin
sé forsetans
Tæknimenn á vegum Alþjóðafjöl-
miðlasambandsins segja ekki hægt
að sanna að rödd á segulbandsupp-
tökum, sem sögð er vera rödd Leon-
ids Kútsjmas Úkraínuforseta, sé
hans. Sérfræðingarnir segja jafn-
framt að ómögulegt sé að segja til
um hvort átt hafi verið við segul-
bandsupptökuna. Á upptökunni er
embættismönnum skipað aö fjar-
lægja gagnrýninn blaðamann. And-
stæðingar forsetans segja hann hafa
gefið fyrirskipunina. Forsetinn
neitar en viðurkennir að aðrar
viðræöur á upptökunni séu ekta.
Þrjú slys við
sömu brú á sex
mánuðum
Þrjú slys hafa orðið við Knippels-
brú í Kaupmannahöfn á hálfu ári.
Danskur sérfræðingur í umferðar-
málum, Jesper Solund, segir að
hægt hefði verið að afstýra slysinu í
fyrrakvöld, þegar sænsk langferða-
bifreið ók undir brúna, hefði um-
ferðarskilti við hana verið meira
áberandi. Embættismenn ætla nú
að ræða bætt öryggi á staðnum.
UPPBOÐ
Framhatd uppboðs á eftirfarandi
elgnum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Kirkjubraut 2, 2. hæð, Akranesi, þingl.
eig. Olafur Hallgrímsson, gerðarbeiðend-
ur Akraneskaupstaður og sýslumaðurinn
á Akranesi, miðvikudaginn 7. mars 2001,
kl. 14.00,______
Kirkjubraut 2, neðsta hæð, Akranesi,
þingl. eig. Olafur Hallgrímsson, gerðar-
beiðendur Akraneskaupstaður og sýslu-
maðurinn á Akranesi, miðvikudaginn 7.
mars 2001, kl. 13.30.
Presthúsabraut 31, Akranesi, þingl. eig.
Ragnheiður Gunnarsdóttir, gerðarbeið-
andi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 7.
mars 2001, kl. 14.30.
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI
Morðákæru að vænta
á hendur Milosevic
Líkur eru á að Slobodan Milos-
evic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu,
verði handtekinn innan fárra vikna,
ákærður fyrir morð á fjórum mönn-
um. Samkvæmt heimildarmönnum
danska blaðsins Politiken eru sak-
sóknarar í Belgrad að undarbúa
ákæru sem sýnir að Milosevic hafi
fyrirskipað morðtilræðið gegn
stjórnarandstöðuleiðtoganum Vuk
Draskovic í október 1999.
Draskovic slapp með litið slas-
aður en fjórir í fylgdarliði hans
létu lífið í umferðarslysi sem
reyndist vera tilræði.
„Hringurinn umhverfis Milosevic
hefur þrengst eftir handtöku Rades
Markovics, fyrrverandi yfirmanns
öryggislögreglunnar,“ segir Cedom-
ir Jovanovic þingmaður sem er for-
maður nefndar er rannsaka á lög-
brot fyrrverandi stjórnvalda.
í síðustu viku eyðilagðist bíll
Jovanovics af völdum bílsprengju.
Þingmaðurinn telur að sprengjan
hafi verið viðvörun frá syni Milos-
evics, Marko, um að koma ekki of
nálægt fjölskyldunni.
í gær bárust fréttir af því að sak-
sóknarinn í Belgrad hefði hafið
rannsókn á smygli Milosevic á gulli.
Svissneskir fjölmiðlar hafa haldið
því fram að Milosevic hafl frá sept-
ember til nóvember í fyrra flutt út
ólöglega 173 kíló af gulli og lagt
hagnaðinn af gullsölunni inn á
reikninga grískra og kýpverskra
fyrirtækja.
Heimildarmenn innan serbnesku
stjórnarinnar segja að Milosevic
verði handtekinn í síðasta lagi þann
10. mars næstkomandi.