Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001
Skoðun
DV
Spurning dagsins
Ferðu á skíði?
Asgrímur Fannar Asgrímsson nemi:
Nei, þaö geri ég ekki. Prófaöi einu
sinni og datt mikiö.
Baldvin Brynjólfsson nemi:
Nei, en reyndi einhvern tíma og end-
aöi illa, í gifsi.
Erling Sigurðsson nemi:
Já, ég fer aöallega á bretti þegar
tími og færi gefst.
Þórdís Helga Snæland nemi:
Nei, ég held aö ég hafi fari þrisvar
sinnum yfir ævina.
Hulda Harðardóttir nemi:
Nei, ekki neitt. Ég var hins vegar í
Noregi aö læra aö detta á snjóbretti.
Illugi Sigurðsson nemi:
Nei, ég fer á snjóbretti. Er ekki mjög
góöur en æfingin skapar meistarann.
Dagfari
Flugvöllur og lóð-
flugtakstæknin
Krístján Þórisson
skrifar:_______________
í allri umræðunni
um Vatnsmýrarflug-
völlinn virðist ein for-
senda alveg óhaggan-
leg, en það er að innan-
landsílug skuli taka
mið af þeim flugfarkost-
um sem notaðir eru
akkúrat þessa stund-
ina. Það er eins og sjálf-
gefið í umræðunni að
flugtækni sé hætt að
þróast og að enda-
punkturinn í þróuninni
sé gamli góði Fokker-
inn. Flugvöllur þarf vit-
anlega að taka mið af
þeim flugfarkostum
sem í boði eru á hverj-
um tíma, og er fyrirbærið „flugvöll-
ur“ því breytilegt eftir því. Vanda-
málið i umræðunni ætti því að snú-
ast um flugvélarnar sjálfar og getu
þeirra í framtíðinni.
Min framtíðarsýn er sú að flug-
farkostir framtíðarinnar muni
þurfa mjög stuttar flugbrautir, eða
jafnvel hefja sig til flugs og lenda á
lóðréttan hátt líkt og þyrlur. Helsti
munurinn á þessum farkostum og
þyrlum nútímans er sá að þeir
munu hafa alla eiginleika flugvéla á
langflugi og standa þannig „nú-
timafokkerum" langtum framar. Nú
er lag að huga að þeirri þróun sem
gæti orðið í flugtækni á næstu 15
árum og síðar, i stað þess að ein-
blina eingöngu á þennan þreytta
Fokker sem hefur þörf fyrir langa
flugbraut. Þannig fáum við nýjan
flöt á Vatnsmýrardeiluna sem getur
sameinað sjónarmið andstæðra
fylkinga á þann veg að allir megi
vel við una.
Ur kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar
Gæti oröiö aö veruleika.
„Nú er lag að huga að
þeirri þróun sem gœti orðið
í flugtækni á nœstu
15 árum og síðar, í stað
þess að einblína eingöngu
á þennan þreytta Fokker
sem hefur þörffyrir
langa flugbraut. “
Líklegt má telja að áfram muni
verða til hefðbundnar flugvélar eins
og þær sem við þekkjum í dag, en
valmöguleikar muni aukast þegar
fram líða stundir. Með því að beina
flugrekstraraðilum í innanlands-
flugi inn á braut nýrrar lóðflugs-
tækni, t.d. með opinberum stuðn-
ingi, myndi margt ávinnast. Útkom-
an gæti þannig orðið háreist mið-
borgarbyggð í Vatnsmýrinni sem
jafnframt yrði miðstöð innanlands-
flugsins. Þannig sláum við tvær
flugur í einu höggi og sættum ólík
sjónarmið. Að auki sparaðist bygg-
ing flugvallar annars staðar, því eft-
ir sem áöur gætu hefðbundnir
fokkerar notast við Miðnesheiðina.
Staðsetning innanlandsflugs get-
ur því verið áfram á svipuðum stað
og nú.
Lendingarstæöin yrðu líklegast
við ströndina i Skerjafirði, vestur af
ylströndinni, og gera má ráð fyrir að
flogið yrði út í fjörðinn og yfir sjó út
frá þéttbýlinu. Ónæði af fluginu yrði
með minnsta móti fyrir fólk á jörðu
niðri, og flugfarþegar myndu stíga
út úr farkostunum sínum enn nær
miðborgarsvæði en nú. Þetta mið-
borgarsvæði gæti orðið jafn stór-
fenglegt því sem varpað var fram í
nýlegri sjónvarpsmynd um framtíð-
arsýn Reykjavíkur, einmitt vegna
þess að ekkert lágflug verður yfir
miðbæinn og því engin spennitreyja
lengur fyrir myndarleg háhýsi.
Bryggjuhverfi í Garðabæ
Guðbjörg Haraldsdóttir
skrifar:
Þær tillögur sem fram eru komn-
ar um nýtt hverfi við Amarnesvog
eru ákaflega áhugaverðar og fyllsta
ástæða til að líta á þær með jákvæð-
um huga. Flestir sem hafa tjáð sig
um málið eru ákaflega opnir gagn-
vart hugmyndunum enda er með
þeim brotið alveg nýtt blað í skipu-
lagsmálum í Garðabæ.
Garðabær þarf að geta boðið
ungu fólki upp á hentugt húsnæði
innan bæjarins til að missa það
ekki á brott úr bæjarfélaginu.
Sama þarf auðvitað að vera uppi
á teningnum varðandi eldra fólk
„Nú gefst Garðbæingum
hins vegar kostur á að
fylgja fordœmi þessu
auk þess að gera Garðabœ
að „hafnarbœ“ með lífi
og sjarma sem því
hvarvetna fylgir. “
sem hugsanlega vill komast í hús-
næði sem er minna eða auðveldara
í viðhaldi og án garða sem þarf að
halda viö. Til alls þessa virðist vera
tekið tillit í hinum nýju tillögum
sem fram eru komnar um bryggju-
hverfi í Garðabæ.
>
Kópavogur hefur verið það bæjar-
félag sem hefur verið í hvað örust-
um vexti á höfuðborgarsvæðinu.
Garðabær hefur ekki náð að fylgja
Kópavogi eftir og í Reykjavík hefur
ríkt stöönun að mestu leyti eins og
kunnugt er. Segja má að uppbygg-
ing bryggjuhverfísins við Grafarvog
sé nánast eina stórframkvæmdin í
bygginga- og lóðamálum í Reykjavík
sem vel hefur heppnast á síðustu
árum.
Nú gefst Garðbæingum hins veg-
ar kostur á aö fylgja fordæmi þessu
auk þess að gera Garðabæ að „hafn-
arbæ“ með lifi og sjarma sem því
hvarvetna fylgir.
■fllllllllli .
Bændaferð í óvissuna
Dagfari sá bændaferð auglýsta í Mogganum
um daginn. Honum þótti ferðin girnileg og
langaði að fara, en því miður er ferðin - sem
fyrr segir - bændaferð.
Samkvæmt auglýsingunni eiga bændumir
að fá að skoða heimabæ Bitlanna og fleira
skemmtilegt, svo sem Hull og Grimsby, þann
stað sem drykkfelldir sjóarar hafa hingað til
haft einkarétt á. Sveitirnar á að skoða, en lít-
ið mun vera um fólk, vegna þess að það þorir
víst ekki út fyrir hússins dyr. I sveitum Bret-
lands geisar nefnilega skelfilegur faraldur
sem þeir kalla sjálfir Foot and Mouth disease.
En bændurnir flykkjast í bændaferðina og
skal engan undra.
Líf íslenska bóndans er orðið bæði innan-
tómt og dapurlegt eftir stöðugan niðurskurð í
landbúnaði. íslenskir bændur eru líka orðnir
langþreyttir á því hvemig komið hefur verið
fram við þá hérna heima. Ekkert krassandi ger-
ist til sveita og enginn hefur því áhuga á lífinu
þar.
Það er langt síðan íslenskur landbúnaður fékk
einhverja almennilega veiki til þess að glíma við
og bölsótast yfir. Menn eru farnir að horfa sakn-
aðaraugum til gömlu riðuveikitímanna, svo ekki
sé talað um mæðuyeikina og fjárkfáðann. Þá var
. * **'
\ , - 1 > s-
Það er langt siðan íslenskur land-
búnaður fékk einhverja almenni-
lega veiki til þess að glíma við og
bölsótast yfir. Menn eru farnir að
horfa saknaðaraugum til gömlu
riðuveikitímanna, svo ekki sé talað
um mœðuveikina og fjárkláðann.
Þá var nú hasar!
' J (11 *i; VÍ i J i • í f H 31 í >
! I f J i f ’
nú hasar!
í sveitum eru til sögur um fólk sem þekkti
allt sitt fé með nafni og elskaði það eins og
bömin sín. Vaskir karlmenn riðu þá um hér-
uð, skutu fé og brenndu bæi. Þeir rifu roll-
urnar úr örmum grátandi bænda og fjöl-
skyldna þeirra og murkuðu úr þeim lífið í
nafni sóttvama. Ekki var þá óalgengt að
heyra upphrópanir á borð við þessa: „Ekki
Golsu, allar nema Golsu!“ Slíkar sögur eru
sagðar um riðu- og mæðuveikitímana.
En eins og allar hörmungar varð þetta að-
eins til þess að herða bændastofninn. Þeir al-
hörðustu héldu áfram þegar búið var að
skjóta allar rollumar og brenna útihúsin.
Þeir stóðu upp, dustuðu af sér blóð og sót,
spýttu í lófana og byrjuðu upp á nýtt. Þetta var
prófraun á trúmennsku þeirra.
Bændur hafa nú bersýnilega ákveðið að
spoma við kyrrstöðunni í landbúnaðinum og
fara sjálfir að ná í gin- og klaufaveikina fyrst
hún hefur ekki komið sér til þeirra. Gin- og
klaufaveikiferðin er í ætt við óvissuferðir þær
sem hafa verið í tísku á vinnustöðum undanfar-
in ár. Og vissulega verður hún til þess að hleypa
nýju blóði í íslenskan landbúnað.
11 •. ter i n:'T J i 1 i i n;Ji l un
Halldór Laxness
rithöfundur.
„Fyllri mynd af lífi
hans og
störfum. “
Nærmynd af
Halldóri Laxness
Lárus Jónsson skrifar:
Fyrir nokkru
birtist lesenda-
bréf í DV þar
sem fjallað var
um bókina
Nærmynd af
Nóbelsskáldi -
Halldór Kiljan
Laxness í aug-
um samtíma-
manna. Höf-
undur bréfsins
bar mikið lof á
umrædda bók
og get ég í einu
og öllu verið
sammála því.
Þetta mikia verk er snilldarlega úr
garði gert en auk þess býsna fróð-
legt og skemmtilegt. Það varpar
nýju ljósi á fremsta og frægasta
skáld íslandssögunnar og púslar
upp í margar eyður í lífi þess. Þætt-
ir barna Halldórs, þeirra Mariu
(sem ég vissi nánast ekkert um),
Einars og Sigríðar eru stórgóðir og
sama má segja um alla hina. Við-
mælendumir segja allir hreinskiln-
islega frá og draga ekkert undan.
Það gefur mér og öðrum aðdáendum
Halldórs fyllri mynd af lifi hans og
störfum.
Maður er nefndur
Friðrlk Friðrlksson skrifar:
Mér þykir undarlegt af útvarps-
ráði að taka ekki þáttinn Maður er
nefndur alveg úr sambandi. Færa
hann frekar yflr á hljóðvarpið. En
kannski vilja stjórnendur þáttar
þessa fremur vera sýnilegir á sjón-
varpsskermum landsmanna við að
draga ártal og fæðingardag út úr
viðmælendum sínum. En þátturinn
er einstaklega óyndislegur, auk þess
sem stjórnendur þáttarins gæta þess
oftast nær að ræða viö pólitíska
samherja sína - eða þá að „úthlut-
unin“ er með svona einstaklega
ósmekklegum hætti. Hefur þetta
verið sérstaklega áberandi þar sem
þeir félagarnir Mörður Ámason og
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
eiga í hlut sem „startkaplar" (en svo
nefni ég þá þvi þeir þurfa ekki að
gera mikið annað en að koma við-
mælendum sinum í gang og síðan
mala þeir ósjálfrátt í þættinum). í
guðs bænum, hlífið okkur við þess-
um „mannnefndarþætti".
Oumdeilanlegur hernaöarmáttur
Hluti af loftvarnarkerfi Svía.
Varnir Svíþjóðar
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
í frétt í Ríkisútvarpinu fyrir
nokkru kom sú frétt að samkvæmt
sænskum og bandarískum skýrsl-
um gætu Svíar ekki varið sig sjálfir.
Allt frá árinu 1900 til þessa dags eru
Svíar eina hlutlausa þjóð Evrópu
sem gæti varið sig sjáif. Auðvitað
getur engin þjóð varist kjamorku-
árás, ekki einu sinni Bandaríkin.
Snemma í seinni heimsstyijöldinni
var það rætt innan þýska herráðs-
ins hvort hemema ætti Svíþjóð en
Þjóðverjar vissu að Svíar myndu
veita gifurlega mótspyrnu og draga
þar með úr herstyrk Þjóðverja í
væntanlegri árás á Sovétríkin.
Betra væri að eiga Svia sem hlut-
lausa þjóð. Enn í dag er ég fullviss
um aö Svíum er fulltreystandi til að
verja sig sjálfir.
DV Lesendur
i
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 Reykiavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.