Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Side 20
24 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 Tilvera Öskudagurinn í Reykjavík og á Akureyri: Alls konar kvikindi á ferðinni í gær var öskudagur og böm um allt klæddust grímubúningum, sungu fyrir fólk og fengu sælgæti aö launum. Löng hefð er fyrir ösku- dagsbúningum og því að slá köttinn úr tunnunni á Akureyri en sunnan heiða er siðurinn nýrri. Hleypt inn í hollum í verslun- * uma Akureyri „Við erum Stubbarnir og við erum búnir að fá mikið af nammi. Núna erum við að fara í Sunnuhlíð að syngja þar,“ sögðu Stubbarnir þegar blaðamaður DV hitti þá innan um alla hina krakkana sem héldu öskudaginn hátíðlegan á Akureyri í gær. Það voru sjóræningjar, nornir, blóðsugur, skrattinn, ljótir kallar, flottar kerlingar, ljón, Pokémonver- ur, tigrisdýr, Zorro, ishokkíkona, köttur, löggur og bankastjórar svo einhverjir séu tíndir til af þeim fjölda sem hélt í bæinn á Akureyri til syngja og sjá aðra. „Þetta er flott- ur söngur hjá ykkur, hérna er tLr nammi,“ sagði starfsfólkið í ljós- myndabúðinni í Sunnuhlíð á Akur- eyri eftir að einn hópur af mörgum hafði lokið sér af. Hleypt var inn í hollum í búðina eins og víða annars staðar á þessum mikla sælgætis- degi. Verður ekki nóg að gera hjá tannlæknum á næstunni? DV-MYND INGO Meö góðan feng Ljósmyndari D V hitti þessi börn á Hlemmi og voru þau sæl og glöö meö rífiega uppskeru dagsins. Góðviðri á öskudag í Reykja- vík í Reykjavík fylltist bærinn furðusnemma af uppáklæddum bömum sem gengu í verslanir. Þau eldri og stórtækari lögðu þó land undir fót og fóru í verksmiðjuhverfín í von um enn meiri upp- skeru. Sum börn mættu þó í skólann en liklega þá flest í grímubúningum og víða var slegið upp öskudagsskemmtun í þeim skólum þar sem kennt var. í öðrum skól- um var starfsdagur kennara og nemendur I fríi. Vel viðraði fyrir bömin í gær og ekki var annað að sjá en að þau nytu sín hið besta. DV-MYND GUNNAR BENDER Ógnvænlegir náungar Enginn myndi kæra sig um aö mæta þessum gaurum í myrkri. DV-MYND GUNNAR BENDER Norölenskar geimverur Eitthvaö hefur veriö haft fyrir því aö sauma búning- ana á þær þessar. DV-MYND GUNNAR BENDER Leikskóli á ferð Börn og fóstrur í einum leikskólanum á Akureyri drifu sig af staö i leiö- angur. Allir eru uppá- klæddir, bæöi börn og fullorðnir. DV-MYND INGÓ Tvisvar tveir eins Þessir strákar voru að þvælast um Austurstrætiö fyrir hádegi í gær. Sinfóníutónleikar í kvöld: Píanókonsert fyrir vinstri hönd - er meðal efnis á tónleikunum Á dagskrá tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar er einleiks- konsert fyrir vinstri hönd. Konsert- inn var saminn fyrir Paul Wittgen- stein sem missti hægri hönd á víg- vellinum í heimsstyrjöldinni fyrri. Konsertinn nefnist Píanókonsert fyrir vinstri hönd og er eftir Maurice Ravel. Frakkinn Philippe Cassard leikur einleik sem og í Pí- anókonsert í G-dúr, einnig eftir Maurice Ravel. Að auki eru Enigma-tilbrigðin eftir Edward Elg- ar á efnisskránni. Hljómsveitar- stjóri er Rico Saccani. Ravel leit á smíði konsertsins fyr- ir Wittgenstein sem mikla áskorun því hvemig mátti halda einbeitingu hlustenda fyrir framan einhentan píanista? Og hvernig átti einhenti píanistinn að heilla áheyrendur? Ravel tókst greinilega að leiða verk- efni sitt til lykta því að konsertinn náði mikilli hylli og er talið eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar. Konsertinn er mjög erfiður tækni- lega séð því að hann býður upp á gríðarstór stökk og víðfeðma hljóma sem bæta upp að nokkru skortinn á hægri hönd píanistans. Píanókonsert í G-dúr er ólíkur þeim fyrri í einu og öllu þó að tón- skáldið hafi skapað þá á svipuðum tíma. Fyrmefndi konsertinn er litað- ur dökkum tónum og kenndu menn þar áhrif styrjaldarinnar á hug tón- skáldsins en Píanókonsert í G-dúr er birtan og tærleikinn uppmáluð. Um fá tónverk hefur verið ritað jafn mikið og tilbrigði enska tón- skáldsins Edwards Elgars um eigið stef. Það er ekki tónlistin sjálf sem hefur verið meginumræðuefnið, heldur hin mikla ráðgáta sem tón- skáldið fól í verkinu. Hljómsveitarstjórann á tónleikun- um í kvöld þarf vart að kynna en hann er Rico Saccani, aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar. Einleikarinn, Philippe Cass- ard, haslaði sér völl á níunda áratug síðustu aldar. Þá lauk hann námi Píanókonsertar eftir Ravel Einleikari meö Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld er Philippe Cassard. Hann leikur tvo píanókonserta eftir Maurice Ravel. sinu frá Parísarkonservatoríinu með glans og hóf sinn feril sem einleikari, meðleikari og þátttakandi í kammer- tónlist. Hann hefur leikið með fjölda þekktra hljómsveita og m.a. hljóðrit- að öll píanóverk Debussys. Tónleikarnir eru í rauðri áskrifta- röö og hefjast kl. 19.30. Heiti Potturinn 2. flokkur, 27. febrúar 2001 HAPPDRÆTTI &DS| HÁSKÓLA ÍSLANDS '^5' vænlegast til vinnings Einfaldur kr. 1.097.000.- 13234B 13234E 13234F 13234G 13234H Tromp kr. 5.485.000.- kr. 5.485.000,- kr. 1.097.000,- kr. 1.097.000,- kr. 1.097.000,- kr. 1.097.000,- Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir viö Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. Skúli Sverrisson Kemurfrá Bandaríkjunum til aö spila spunadjass. Spuni í Kaffileikhúsinu í kvöld verða í Kaffíleikhúsinu tónleikar með bandaríska djass- og spunatónlistarmanninum Eyvind Kang. Eyvind er maður þriggja heimsálfa, íslenskur í móðurætt, kóreskur í fóðurætt en býr í Banda- ríkjunum. Hann hefur leikið um all- an heim og starfað með mörgum af merkustu tónlistarmönnum heims, m.a. Bill Frisell, Marc Ribot og John Zom. Tónlistin sem leikin verður á tónleikunum í Kaffileikhúsinu er sprottin af hugmyndum Eyvinds um samruna indverskrar tónlistarhefðar og djass, spuna og raftónlistar. Með Eyvind frá Bandaríkjunum kemur Skúli Sverrisson sem án efa er sá is- lenski tónlistarmaður sem lengst hefur náð í djass- og spunageiranum erlendis. Með þeim Eyvind og Skúla leika svo okkar heimakæru og fram- úrskarandi djassmúsikantar, Hilmar Jensson og Matthías Hemstock. Skipulagður hávaði Skipulagður hávaði er nafn á tón- listardagskrá sem tileinkuð er Tom Waits, en Waits skilgreindi tónlist sína sem skipulegan hávaða upp úr 1980. Tónleikamir, sem eru á Litla sviði Borgarleikhússins, saman- standa af lögum frá 1980-2000, krydd- að með sögunum hans, sögum af honum og sögum í hans anda. Flytj- endur eru Valur Freyr Einarsson, Halldór Gylfason, Karl Olgeir 01- geirsson, Stefán Már Magnússon, Ottó Tynes, Birkir Matthíasson, Vernharður Jósefsson og Friðrik G. Júlíusson. Síðast var húsfyllir og var því ákveðið að endurtaka leikinn en það verður aðeins í þetta eina skipti. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Guitar Islancio Spilar þjóölegan djass á Pollinum. Guitar Islancio á Akureyri Tríóið Guitar Islancio leikur á tónleikum á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri í kvöld kl. 21.00. Tríóið skipa þeir Bjöm Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gitara og Jón Rafhsson á kontrabassa. Á efnis- skránni kennir ýmissa grasa; íslensk þjóðlög í djassútsetningum, lög e. Duke Ellington, George Ger-shwin, Chick Corea o.fl., auk laga eftir þá Björn og Gunnar. Þeir hafa gefið út tvo geisladiska sem innihalda að mestu íslensk þjóðlög og hafa þeir báðir fengið frábærar viðtökur. Djass í Múlanum í kvöld leikur Kvartett Ómars Ax- elssonar á Múlanum. Auk píanistans Ómars Axelssonar leika þeir Hans Jensson tenórsax, Leifur Benedikts- son á bassa og Þorsteinn Eiríksson á trommur. Á dagskránni eru vel þekktar, sígildar djassperlur. Sunnu- daginn 4. mars verður brugðið út af fimmtudagshefðinni en þá leikur kvartett trommarans Eriks Qvik. Erik Qvik hefur dvalið hér a landi um skeið og stundað kennslu við tónlistarskóla FÍH. Með honum leika hér Johan Oijen á gítar, Ólafur Jóns- son á tenórsaxófón og Jóhann Ás- mundsson á bassa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.