Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Page 24
28
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001
Tilvera
I>V
Kombóið leikur
af fingrum fram
á Álafossi
Kombóið, það er áður var
kennt við Ellen Kristjánsdóttur
hefur tekið krappa hægri
beygju. Þeir eru búnir að gefa
allar eiginlegar lagasmíðar upp
á bátinn og semja nú lögin sín á
staðnum. Þannig geta leikmenn
og garðyrkjubændur horft á þá
félaga Eðvarð Lárusson, Þórð
Högnason og Birgi Baldursson
fæða af sér ný afkvæmi með
getnaði þeirra, hríðum og tann-
töku. Gamanið hefst á Álafoss
fotum bezt klukkan 22 í kvöld.
Krár
1 FYNDNÍR. ÓRN OG KARL
ÁGUST Orn Arnason og Karl Ágúst
Ulfsson veröa fyndnir í kvöld í Leik-
húskjallaranum. Órfá sæti eru laus.
■ LAND OG SYNIR Á SPORTKAFFI
Land og synir fagna bjórdeginum í
kvöld á Sportkaffi í kvöld. Þeir
munu leika órafmagnaö í tilefni
dagsins og hefst leikurinn um kl.
22.30.
■ BRAVÓ Á THOMSEN Þrjár nýjar
sveitir bjóöa upp á rokk og ról á
Thomsen í kvöld. og kynna fyrir
gestum og gangandi það ferskasta
sem í boöi er í heimi íslenskrar
rokktónlistar. Hljómsveitirnar eru
Godspeed, Trompet og Náttfari.
Húsiö opnar kl. 21.
Klassík
■ EINHENTIR SINFONIUTONLEIK-
AR Þegar Paul Wittgenstein, píanó-
leikari missti hægri hönd á vígvellin-
um í heimsstyrjöldinni fyrri voru góö
ráö dýr. Því hóf einhenti Austurríkis-
maöurinn aö panta einleikskonserta
fyrir vinstri hönd. í kvöld heyrist ein
af pöntunum Wittgenstein á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveltar íslands
ÍHáskólabíól. Er þar á ferö Píanó-
konsert fyrir vinstri hönd eftir
Maurice Ravel. Frakkinn Philippe
Cassard leikur einleik sem og í Pí-
anókonsert í G-dúr, einnig eftir
Maurice Ravel. Aö auki eru Enigma-
tilbrigöin eftir Edward Elgar á efnis-
skránni. Hljómsveitarstjori er Rico
Saccanl. Tónleikarnir hefjast kl.
19:30.
■ VOX FEMINAE í SALNUM
Kvennakórin Vox Feminae heldur
kórtónleika í kvöld klukkan 20.30 í
Salnum, Kópavogi. Stjórnandi er
Margrét Pálmadóttir en á píanó
leikur Arnhildur Valgarðsdóttir.
Leikhús
■ MÉÐ FULLÁ VÁSÁ ÁF GRJÖTÍ
Leikritiö Með fulla vasa af grjótl eft-
ir Marie Jones verður sýnt í kvöld kl.
20 á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Uppselt.
Síðustu forvöð
■ EYÐIBYU I UOSMYNDASAFNI
REYKJAVIKUR I dag lýkur sýning-
unni Eyöibýli í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggva-
götu 15. Um er að ræða samsýn-
ingu Ijósmyndaranna Nökkva Elías-
sonar og Brian Sweeney, sem sam-
anstendur af á fjóröa tug Ijósmynda,
svarthvítum og litmyndum, teknum
af eyðibýlum víös vegar á Islandi.
Eyöibýli Nökkva eru svarthvít, fjar-
ræn og drungaleg, en eyöibýli Bri-
ans, sem eru í lit, sýnast af þeim
sökum einum nær okkur í tíma, virö-
ast jafnvel hafa veriö yfirgefin af
ábúendum í flýti skömmu áöur en
Ijósmyndin var tekin.
í i.,i i . ii ........ ii i
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Remember the Titans:
Svartur
þjálfar hvíta
Þjálfarlnn
Denzel Washington leikur ruðningsþjálfarann Herman
Bone.
Denzel Washington:
Prestssonur
meö mikla
hæfileika
Remember the Titans, sem frum-
sýnd verður í Sambíóunum og Nýja
bíói á Akureyri á morgun, er að
nokkru leyti hetjusaga úr daglega lif-
inu þar sem hetjuskapurinn felst
ekki í einhverjum afrekum sem lengi
verða höfð í minnum heldur í að
sameina ólíkt fólk með ólikar skoð-
anir og ná upp sigurvilja og sam-
vinnu sem ekkert fær stöðvað. Mynd-
in er byggð á sannri sögu um svart-
an ruðningsþjálfara sem ráðinn er
sem yfirþjálfari í skóla þar sem það
hefur aldrei skeð að svartur stjómi
hvítum.
Sögusviðið er Virginia árið 1971. í
menntaskólanum í borginni Alex-
andríu snýst allt um ruðningsbolta og
liggur við að öll vinna stöðvist þegar
skólaliðið á heimaleik. Óvænt er ráð-
inn sem yfirþjáifari liðsins Herman
Boone (Denzel Washington) sem hafði
gert góða hluti í Suður-Karólínu. í bæj-
arfélaginu er þetta sérstaklega við-
kvæmt mál þar sem reynslumikill
þjáifari liðsins, Bill Yoast (Will
Patton), er gerður að undirmanni Boo-
nes. Báðir mennimir era sterkir per-
sónuleikar og það gengur á ýmsu í
samstarfi þeirra í fyrstu, auk þess sem
hinir ungu leikmenn era ekki tilbúnir
að treysta Boone. Þegar þjálfaramir ná
loks saman þá er ekki að spyija að ár-
angrinum og saman koma þeir upp
raðningsliði sem var ósigrandi og í
Virginíu er viðkvæðið oft enn þann
dag í dag þegar ekki gengur allt of vel
í raðningnum: Munið Tindana.
Bæði Denzel Washington og Will
Patton hittu fyrir mennina sem þeir
leika og kynntust þeim, en þeir era
vinir enn þann dag í dag. Boone sagði
að hann hefði haldið að verið væri að
gera grín að honum þegar fyrst var
haft samband við hann og beðið um
leyfi til að kvikmynda feril hans hjá
menntaskólanum en þegar hann hafði
sannfærst hafði hann mjög gaman af
öllu tilstandinu og fylgdist vel með
meðan á tökum stóð.
Leikstjóri er Boaz Yakin sem hafði
starfað á óháða markaðnum með góð-
um árangri þegar honum bauðst að
leikstýra Remember the Titans. Kvik-
myndir hans, Fresh og A Price Above
Rubies, hafa báðar unnið til verðlauna
á kvikmyndahátíðum. Vinsældir Rem-
ember the Titans hafa gert það að
verkum að hann er með næg verkefni
í höndunum. Næst mun hann leik-
stýra Sympathy for the Devil eftir eig-
in handriti og svo er hann orðaður við
næstu Batman-mynd, Batman Beyond.
-HK
Denzel Washington fæddist í Mount Vermont 28. desember
1954. Faðir hans og nafni var prestur og móðir hans snyrti-
dama og er hann annar í röð þriggja systkina. Þegar mennta-
skólanámi lauk innritaðist hann í Fordham-háskólann í New
York þar sem hann lagði stund á bókmenntir og blaða-
mennsku. Þar komst hann í kynni við leiklistina og tók þar
þátt í uppfærslu á Othello sem enn er í minnum höfð. Wash-
ington lauk BA-prófi en leiklistin hafði heillað hann og fékk
hann styrk til að nema fræðin við American Conseratory
Theater í San Francisco. Eftir
aðeins eins árs nám hætti hann.
Einn kennarinn lýsti honum
sem leiklistamema með óvenju
mikla meðfædda hæfileika og
Washington var greinilega sam-
mála og fannst hann hafa lítið
að gera á skólabekk og fór því
að huga að atvinnu sem leikari.
Leið Washington var ekki
löng og ströng á toppinn, Miklir
hæfileikar og gott útlit hjálpuöu
til og eftir smátíma í sjónvarpi,
þar sem hann sló Tgegn í sjón-
varpsseríunni St. Elsewhere,
voru þeir sem ráða í hlutverk i
Hollywood komnir með mikinn
áhuga á honum og var honum
strax spáð miklum frama þar.
Sú kvikmynd sem gerði hann
frægan er Glory (1989), en fyrir
leik sinn í henni fékk hann ósk-
arsverðlaun sem besti aukaleik-
ari. Hefur sigurganga hans ver-
ið óslitin síðan og Washinton
leikið mörg eftirminnileg hlut-
verk.
Það hefur ekkert illt verið hægt að segja um Denzel Wash-
hington. Hann er trúaður maður sem á virðingu allra sem
unnið hafa með honum. Hann er hamingjusamlega giftur og á
fjögur börn og er fjölskylda hans dæmi um fyrirmyndarfjöl-
skyldu upp á ameríska vísu. Washington hefur samt sagt það
vera erfitt að vera kvikmyndastjarna: „Freistingarnar era
margar og ég hef ekki alltaf staðist þær.“ -HK
Kvikmyndir sem Denzel
Washington heiur leikiö í:
Carbon Coby, 1981
A Soldier’s Story, 1984
Power, 1986
Cry Freedom, 1987
Glory, 1989
The Mighty Quinn, 1989
Mo’ Better Blues 1990
Heart Condition 1990
Ricochet, 1991
MalcolmX, 1992
Mississippi Masaia, 1992
Much Ado About Nothing, 1993
The Pelican Brief, 1993
Phlladelphia, 1993
Crimson Tide, 1995
Devil in Blue Dress, 1995
Virtuosity, 1995
Courage Under Fire, 1996
The Preacher’s Wife, 1996
Fallen, 1998
He Got Game, 1998
The Bone Collector, 1999
The Hurricane, 1999
Remember the Titans, 2000
Sigri fagnað
Þjálfararnir Hermann (Denzel Washington) og Bill (Will Patton) fagna sætum sigri ásamt
liðsmönnum sínum.
Filmundur:
Stelpuslagsmál
í kvöld og á mánudags-
kvöld mun mun Filmundur
sýna mynþina Girlfight eftir
Karyn Kusama sem er jafn-
framt fyrsta mynd hennar.
Diana Guzman býr í Brook-
lyn ásamt fóður sínum og
yngri bróður. Hún á í erfið-
jeikum með að finna sjálfa
sig, hún er stöðugt að lenda
í vandræðum í skólanum og
upplifir mikið ofbeldi heima
hjá sér. Hún veit ekki
hvernig hún á að temja
innibyrgða reiði sína en dag
einn uppgötvar hún box-
íþróttina fyrir tilviljun og
þar með hefur hún fundið
farveg fyrir reiðina og von-
brigðin. Diana byrjar að æfa
box í laumi og smám saman
tekst henni að ná stjórn á
skapi sínu og uppgötva eig-
in styrk og öðlast sjálfsvirð-
ingu í umhverfi þar sem box
er óneitanlega tengt karl-
mennsku og ekkert grín fyr-
ir unga konu að ætla sér
stóra hluti á þeim vettvangi.
Girlfight kallast að mörgu
Mlchelle Rodriguz í hlutverki Díonu
Stúlka sem upplifir mikið ofbeldi og lærir að virkja það.
leyti á við Billy Elliot sem
er sýnd hér á landi við góð-
ar undirtektir um þessar
mundir en báðar myndimar
fjalla um ungt fólk sem kýs
að tjá sig eftir leiðum sem
umhverfið samþykkir ekki
auðveldlega vegna tengsla
þeirra viö hefðbundin kyn-
hlutverk. Jafnframt er
Girlfight fyrsta flokks bar-
dagamynd og kallast á við
aðrar slíkar, ekki sist fyrstu
Rocky-myndina.
Girlfight vann til aðal-
verðlauna á Sundance-hátíð-
inni í fyrra og Karyn
Kusama var valin besti leik-
stjórinn á sömu hátíð og er
þá aðeins upptalið örlítið
brot af öllum þeim verð-
launum og tilnefningum
sem aðstandendur myndar-
innar hafa hlotið undanfar-
ið. Með aðalhlutverk fara
Michelle Rodriguez, Santi-
ago Douglas og Jaime
Tirelli.