Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Síða 25
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001
29
1>V
Tilvera
BB,
Crouching Tiger, Hidden Dragon
ickick Frábær kvikmynd. Þaö er eins
og listin hafi loksins ratað aftur heim i
fjölleikahúsið. Maður situr í sætinu
sinu og er borinn gegnum ævintýrið,
undrandi og þakklátur eins og barn. En
myndin er líka svolítiö skrýtin. Leikar-
arnir eru allir með sama íbyggna svip-
inn og bera fram textann eins og þeir
séu að lesa hann af blaði - og örugglega
á einhverri mállýsku sem þeim er ekki
eiginleg. En við hérna uppi á íslandi
segjum bravó og tökum það sem hluta
af ævintýrinu. -GSE
Billy Elliot
kkkk Billy Elliot er hefðbundin
hetjusaga um dreng sem yfirvinnur
bælingu samfélagsins og beitir ræktun
hæfileika sinna til sjálfsköpunar. Þessi
saga hefur verið sögö þúsund sinnum
áður og er ekki annaö hægt en að dást
að hversu vel þessi hetjusaga er sögð í
Billy Elliot. Myndin er frumraun leik-
húsmannsins Stephen Daldry í bió.
Hann skilar frá sér fágaðri persónu-
sköpun, ágengu raunsæi, áreynslulaus-
um skiptingum milli frásagnaraðferða
og einhvers konar líkamlegri nálgun í
dansatriöum. Jamie Bell fer glæsilega
með hlutverk Billys. -GSE
O Brother Where Art Thou
★★★ Sérlega fjörug kvikmynd frá
Coen-bræðrum sem krydduð er með
sérlega skemmtilegri kántrítónlist. Úr ■
mikilli samsuðu ólíkra atriöa hafa þeir
bræður náð að gera heilsteypta kvik-
mynd sem verður þó ekki talin með
þeirra bestu verkum, aðallega vegna
þess hversu stundum hægir á atburða-
rásinni. Myndin stendur þó vel undir
þeim gæðastimpli sem er á öllum
þeirra kvikmyndum og satt best að
segja væri bandarísk kviktnyndagerð
illa stödd í dag ef ekki væri fyrir frjóa
kvikmyndagerðarmenn á borð við Joel
og Ethan Coen. -HK
Hannibal
kkk Myndin sem allir biðu eftir er
ekki sama meistaraverkið og Lömbin
þagna en er í hópi betri sakamála-
mynda. Ridley Scott skilar af sér mynd
sem er stórfengleg í myndrænum skiln-
ingi og með óhugnanlegum og sjokker-
andi atriðum sem virka verr á áhorf-
andann heldur en sams konar atriði í
fyrri myndinni. Gæði myndarinnar eru
ekki síst vegna frammistöðu Anthony
Hopkins sem fer i gegnum hvert atriðiö
af fmleika og krafti sem aðeins er á
færi stórleikara. -HK
Wonder Boys
★★★ Wonder Boys er um margt ákaf-
lega vel gerð mynd og glæsilega leikin;
persónurnar lifandi og auðvelt að þykja
vænt um þær; samtöl hnyttin og fram-
vindan langt í frá fyrirsjáanleg. Sagan
er þroskasaga Grady Tripp, rithöfundar
sem hefur skrifað marglofaða bók. En
það er fulllangt síðan.
Leikstjórinn Curtis Hanson setur per-
sónur myndarinnar i forgrunn og nær
frábærum leik út úr hverjum einasta
leikara. Auk þess klárar hann sig af
heildarsvip, skrykkjóttri framvindu og
hverju eina. -GSE
Ikíngut
kkk Góö kvikmynd sem byggist á
þjóðsagna- og ævintýrahefð. Myndin
fjaUar um grænlenskan dreng sem rek-
ur á íslandsstrendur í vetrarhörkum.
Aðal myndarinnar er, likt og í góðum
ævintýrum, bamsleg einlægni sem skil-
ar sér tU áhorfenda. Mest áhersla er
lögð á samband Bóasar og Ikínguts og
þar mæðir mikiö á hinum ungu leikur-
um, Hjalta Rúnari Jónssyni og Hans
Tittus Nakinen. Drengirnir ná upp sér-
lega góðum og einlægum samleik. Góð
ijölskylduskemmtun. -HK
Leiðin til El Dorado
kki Litrík og skemmtileg teikni-
mynd, gerð upp á gamla mátann með
aðstoð tölva. Persónur eru vel afmark-
aðar og ólíkar og textinn oft skemmti-
legur. Tónlist Elton John er enn fremur
ágæt þó hann hafi gert betur. Myndin
er samt ekki á við það besta í þessum
geira. Þar vantar þá barnslegu gleði
sem stundum er að fmna í slíkum
myndum.
-HK
Vertical Limit
kki Varla er hægt að hugsa sér
hrikalegra umhverfi fyrir spennumynd
en snævi þakta fjallstoppa í mikill hæð
þar sem allra veðra er von og líkamlegt
sem og andlegt atgervi manna er þaö
sem dugar. Þegar svo bætist við við-
buröarík og spennandi atburðarás má
segja að hægt sé að fullnægja spennu-
þörfinni sé rétt staðið aö málum. Þetta
er þó ekki allt til staðar í Vertical
Limit, sem er köflótt spennumynd án
alls raunsæis, oft á tíðum spennandi í
áhættuatriöum en klisjukennd i sam-
skiptum manna.
-HK
i U s J
De Sade skemmtir sér og öðrum
Geoffrey Rush í hlutverki hins fræga markgreifa sem er aöaipersónan i Quills
hafi
Quills:
Maðurinn
sem umfram
allt vildi
hneyksla
Stjörnubíó frumsýnir á morgun
Quills, eina af svokölluðum óskars-
myndum ársins í ár, það er að segja
hún er með nokkrar tilnefningar á
bakinu, meðal annars er Geoffrey
Rush tilnefhdur sem besti leikari í að-
alhlutverki fyrir túlkun sina á de
Sade greifa. Quills hefur farið sigur-
fór um heiminn frá því hún var frum-
sýnd seint á síðasta ári enda um
magnaða mynd að ræða sem hefur
hlotið lof bæði gagnrýnenda og áhorf-
enda. Meðal viðurkenninga sem hún
hefur fengið var að National Board of
Review valdi hana sem bestu kvik-
mynd ársins.
í myndinni segir frá síðustu ævi-
dögum í lífi markgreifans de Sade,
sem hann eyddi á geðveikrahæli.
Markgreifinn, sem var mikill hugsuð-
ur og skrifaði lýsingar sem hneyksl-
uöu og fengust ekki birtar, er í dag
aðllega þekktur sem sá maður sem
orðiö sadismi er dregið af. í Quills,
sem Philip Kaufman leikstýrir, leikur
Kate Winslet þvottakonu á hælinu
sem de Sade dvelur á. Hún hrífst af
hugarórum markgreifans, gerist að-
dáandi hans og smyglar síðustu skrif-
um hans út af hælinu. Michael Caine
leikur lækni sem finnur upp á sínum
eigin pyndingaraðferðum til þess að
fá markgreifann till að draga úr öf-
uguggahætti sínum. Joaquin Phoen-
ix leikur prest sem reynir að koma
í veg fyrir allan sadistaháttinn á
hælinu.
Höfundur handritsins er Dough
Wright og byggir hann það á verð-
launaleikriti sínu sem ber sama
nafn. Þó allar persónur verksins
verið til þá er leikritið skáldskapur,
til að mynda er ákaflega lítið vitað
um þvottakonuna Madelaine sem í
leikritinu er áhrifavaldur í lífi de
Sade. Philip Kaufman, sem hafði ekki
gert kvikmynd í langan tíma, féll fyr-
ir leikritinu og fékk Wright sjálfan til
að skrifa handritið. Wright segir að í
fyrstu hafi hann óttast að Kaufman
myndi vilja breyta í þágu kvikmynd-
arinnar en sá ótti var ástæðulaus því
Kaufman sagði strax að hann vildi
hafa textann sem mest óbreyttan.
Saman unnu þeir svo að lokafrágangi
handritsins.
Geoffrey Rush, sem þykir sýna
snilldarleik í hlutverki markgreifans,
er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa
leikið píanóleikarann David Helfgott
í Shine. Kaufman segir þó að það hafi
vegið þyngra í valinu að Rush er með
mikla leikhúsreynslu og var nánast á
sviði í tuttugu ár í mörgum af helstu
Þvottakonan Madeleine
Kate Winslett leikur stúlkuna sem er einlægur aödáandi
de Sade á hælinu.
Læknlrinn
Michael Caine leikur Dr. Royall-Collard sem geröi illt verra meö því aö
■ ískipta sér af de Sade. m ; i; < ;•
lidfrtri fcí f j u'iiö íiji ii j l’j;;. j | j } • i; j H’I-
hlutverkum heimsbókmenntanna
áöur en hann hóf að leika í kvik-
myndum. Rush segist hafa verið mjög
spenntur fyrir hlutverkinu. Það að fá
að leika persónur á borð við mark-
greifann, persónu sem er snillingur í
aðra röndina en einmana og örvænt-
ingafullur monthani í hina og fullur
af brjálsemi í augum annarra, er
áskorun sem ekki er hægt að neita.
Það eru engir aukvisar í leiklist-
inni sem eru mótleikarar Geoffrey
Rush. Kate Winslett, sem hefur kom-
Philip
Kaufman
Philip Kaufman, sem fæddist 1936,
hafði ekki gert kvikmynd í sjö ár þegar
hann hóf gerð Quills. Þessi athyglis-
verði leikstjóri sem gerir fáar kvik-
myndir, en þeim mun athyglisverðari,
er lögfræðimenntaður frá Harward og
með próf i sögu frá háskólanum í
Chicago. Hann gerði sina fyrstu kvik-
mynd, Goldstein, árið 1965 og fékk hún
verðlaun gagnrýnenda í Cannes. Sú
kvikmynd sem vakti athygli á honum
var endurgerð Invasion of the Body
Snatchers (1978). Sú kvikmynd sem svo
færði honum frægð og frama var hin
mikla epíska kvikmynd um fyrstu geim-
fara Bandaríkjanna, The Right Stuff
(1983). Á þeim sautján árum sem liðin
eru síðan liggja aðeins eftir hann fjórar
kvikmyndir. Góðu fregnirnar eru að
Kaufman er þegar tekinn til; við undir-
ið einstaklega sterk út sem leikkona
eftir að fárinu með Titanic lauk, leik-
ur þvottakonuna. Michael Caine sem,
eins og rauðvínið, verður betri með
aldrinum, leikur lækninn sem vildi
einangra de Sade og láta hann hætta
að hugsa og Joaquien Phoenix, sem
er leikari í framför, leikur ábótann
Abbé Coulmier sem í raunveruleikan-
um var víst ekki nema 130 sentimetr-
ar á hæð og krypplingur að auki.
-HK
Kvikmyndir sem Philip
Kaufman hefur leikstyrt:
Goldsteln, 1965
Fearless Frank, 1967
Great Northfleld Mlnnesota Raid, 1972
The White Dawn, 1974
Invaslon of the Body Snatchers, 1978
The Wanderers, 1979
The RlghtStuff, 1983
The Unbearable Lightness of Being,
1988
Henry and June, 1990
Rising Sun, 1993
Quills, 2000
búning á sinni næstu kvikmynd, Liber-
ace, sem byggð er á ævi píanóleikarans
glysgjama.
Philip Kaufman hefur auk þess feng-
ist við handritsskrif fyrir aðra og er
meðal annars sá sem skrifaði fyrsta
uppkastið að Indiana Jones. Þá skrifaði
hann handritið að kvikmynd Clints
Eastwoods, The Outlaw Josey Wales.
ll IJ'" £ 11 1 V iú II. 13131 tíig
«
r