Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 DV Fréttir Mismunur á aðgengi yfirvalda að símafyrirtækjunum: Morðhótanir á SMS - kærðar en engar starfsreglur til hjá lögreglu um viðbrögð Erfiðleikum virðist bundið að rekja skilaboð sem berast í GSM- farsíma hérlendra síma- fyrirtækja þrátt fyrir skilyrði starfsleyfa sem lúta að hlerun og því að rekja sím- töl. Samkvæmt heimildum DV hefur m.a. reynt á þetta vegna kæru til lögreglu þar sem morðhótun var send tveim pilt- um með SMS-skilaboðum í farsíma í síðasta mánuði. I öðru framangreindra tilvika var morðhótun send sem SMS-skilaboð úr tölvu í gegnum GSM-farsima- kerfi Tals. Þórólfur Árnason, for- stjóri Tals, segir enga erfiðleika varðandi það að rekja simatal úr einum síma í annan. Erfíðara geti hins vegar verið að rekja SMS-boð sem send eru frá tölvu í farsíma eins og í þessu tilviki. Þá geti einnig verið snúið að finna einstaklinga sem hringi úr síma með svokölluðu TAL-frelsi. Þó auðvelt sé að rekja símtalið í ákveðið símtæki úti í bæ þá sé notandinn með TAL-frelsis símakortið oft á tíðum hvergi skráð- ur. Þórólfur segir að farið sé af nær- færni með slík tilvik og í beinu sam- bandi við rannsóknaraðila í hverju tilviki. Hjá Landssimanum fengust þær upplýsingar að vel mögulegt væri að rekja símtöl eins og SMS-skila- boð til netþjóna. Svokölluðum Net- veitum er síðan aftur skylt aö veita upplýsingar til að rekja tölvuvið- skiptin áfram á Internetinu. Björgvin Björgvinsson hjá ofbeld- isbrotadeild lögreglunnar í Reykja- vík segir ekki óalgengt aö rekja þurfi simtöl vegna hótana. Talsverð- ur munur sé þó á hvort þá sé um aö ræða bein símtöl eða skilaboð með SMS-boðum í gegnum farsíma eða jafnvel tölvu. Björgvin sagði lögreglu umyrðalaust Farsímar eru notaöir í ýmsum tilgangi Kært hefur verið vegna morðhótana með SMS-sendingum. fá aðgang að símkerfi Landssímans í slíkum tiifellum en varðandi Tal þyrfti undantekningarlaust að fá dómsúr- skurð áður en leyfi væri veitt til að rekja simtal. Sagði Björgvin það byggj- ast á mismunandi túlkun laga. 1 86. grein laga um meðferð opinberra mála segir að lögregla geti leitað eftir upp- lýsingum í slíkum tilvikum. Þá sé yfir- valdi skylt að veita lögreglu upplýsing- ar. „Tal segist ekki vera yflrvald og hafnar því að lögreglan eigi skilyrðis- lausan aðgang að þeirra kerfi.“ Um þetta hefur reyndar nýverið gengið dómsúrskurður TAL í vil. Björgvin segir engar starfsreglur til hjá lögreglu varðandi hvernig bregðast skuli við hótunum af þessu tagi. Hann segir það yfirleitt fara eftir mati þess sem fyrir hótuninni verður hvernig tekið er á málum i hvert sinn. Ef mál- ið sé talið alvarlegt sé tafarlaust brugð- ist við og leitað eftir dómsúrskurði. Mikið sé hins vegar um alls konar SMS skilaboð, t.d. á milli unglinga sem ekki sé alltaf hægt að taka alvarlega. -HKr. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Ríkissáttasem j ari: Ríkið semur og semur Fjölmargir kjarasamningar hafa að undanfórnu verið gerðir í Karp- húsi sáttasemjara þar sem ríkið hef- ur verið annar samningsaðilinn. Nú í vikunni var síðast gengið frá samningum við Félag starfs- manna stjórnar- ráðsins, Félag flugmálastarfs- manna og Starfs- mannafélags Reykjavíkur rík- isins. Af öðrum samningum rík- isins, sem nýver- ið hafa verið gerðir, má nefna samning Far- manna- og fiskimannssambandsins við ríkið vegna Landhelgisgæslunn- ar, samning Starfsmannafélags rík- isstofnana og ríkisins, samning Matvís við ríkið vegna Landhelgis- gæslunnar. Þá samdi Félag háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnar- ráðsins við ríkið, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan samdi við ríkið vegna Hafrannsóknastofnunar og einnig Vélstjórafélag íslands. -gk Þórir Einarsson ríkssáttasemjari. I Útför Halls Símonarsonar Hallur Símonarson blaðamaður var jarðsunginn í gær vlð virðulega athöfn í Dómkirkjunni. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Á myndinni er kistan borin úr kirkju. Vinstra megin eru þeir Símon Símonarson, bróðir Halls, Þór Símon Ragnarsson, formaður Víkings, Guðmundur Ágústsson, formaöur Bridgesambandsins, og Ellert Schram. Fremst hægra megin er Friörik Óiafsson, stórmeistari í skák og skrifstofustjóri Alþingis, Hjálmar Jónsson, formaöur Blaða- mannafélags íslands, Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, og Sigtryggur Sigtryggsson blaöamaður. Úttekt Flugmálastjórnar á Leiguflugi ísleifs Ottesens ehf.: Vanræksla en Flugmálastjóm Islands telur að ekki sé ástæða til að svipta Leiguflug ísleifs Ottesens ehf. flugrekendaskír- teini sínu. Þetta kemur fram í svari Flugmálastjómar til Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra sem sent var ráðuneytinu í gær. Flugmálastjóm barst fyrirspum samgönguráðuneytisins um flugfé- lagið eftir að Rannsóknamefnd flug- slysa sendi í síðustu viku frá sér skýrslu um flugslysið í Skeijaflrði 7. ágúst síðastliðinn. Þá hrapaði vél LÍO í Skerjafjörö með sex manns inn- anborðs. Fimm manns hafa látist og liggur hinn sjötti enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Alvarieg vanræksla „Allt frá því slysið varð, hefúr legið fyrir að ekki var af hálfú flugrekand- ans nægjanlega framfylgt gildandi starfsreglum sem ætlað var að tryggja farsælar lyktir sérhvers flugs hlutað- eigandi loftfars. Til dæmis vom leiðar- flugáætlanir ekki gerðar. í þessu felst alvarleg vanræksla á faglegum grund- vallarþætti í flugrekstri," segir í bréf- inu. Samkvæmt lögum ber flugstjórinn ábyrgð á ferðbundnu lofthæfi flugvél- arinnar, þar með talið eldsneyt- iseyðslu og -birgðum vélarinnar, en í bréfinu segir að sú staðreynd upphefji ekki ábyrgð flugrekandans, ísleifs Ottesens. „Það er ljóst að vanræksla hefur átt sér stað,“ sagði Þorgeir Pálsson flug- málastjóri í gær. Hann útskýrði að ít- rekaðar úttektir Flugmálastjómar á flugfélaginu eftir slysið hafl, þrátt fyr- ir frávik, ekki gefið tilefni til svipting- ar flugrekstrarleyfis. Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjómar, bætti því við að Flugmálastjóm heföi ekki heim- ild til að refsa flugrekendum, heldur væri einungis hægt að svipta þá leyf- inu ef glöp þeirra reyndust nægilega alvarleg. Jafnframt sagði Þorgeir flugöryggi á ekki svipting Flugmálastjórn sér ekki ástæöu til þess aö svipta LÍO flugrekstrarleyfi Á blaðamannafundi ígærsagði flug- málastjóri Þorgeir Pálsson að þrátt fyrir vanrækslu í rekstri LÍO í ágúst síöastlið- inn sæi Flugmálastjórn ekki ástæðu til þess að sviþta Leiguflug ísleifs Otte- sens flugrekstrarleyfi sínu. Islandi vera gott og er ísland talið standa nokkuð jafnfætis öðrum ríkjum Norðurlanda í því sambandi. Hann sagði eftirlit Flugmálastjómar vera gott í Vestmannaeyjum um þjóðhátíð, en þó vildi stjómin auka það eftirlit. Lögreglurannsókn LÍO sér um áætlunarflug til Gjögurs og á sunnanverðum Vestfjörðum, og jafnframt er flugfélagið með samning við heilbrigðisráðuneytið um sjúkra- flug. Heilbrigðisráðuneytið hefur einnig sent Flugmálastjóm fyrirspum, sem enn hefur ekki verið svarað, en að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjómar, má gera ráð fyrir því að það svar verði svipað því sem samgönguráðherra barst. Þó er flugrekendaskírteini LÍO enn ekki úr hættu, því alvarlegar ásakanir varðandi slysið og annað flug sem flug- félagið flaug þann sama dag em nú rannsakaðar af lögreglunni í Reykjavík. „Þær ávirðingar sem á flugrekstrar- stjóra em bomar em hins vegar svo alvarlegar að til hæfisbrests hans til að gegna þessu starfi kann að koma,“ seg- ir í bréfinu til samgönguráðherra. -SMK VIII prófkjör án hólfa Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar, hvetur til að próf- kjöri án hólfa verði beitt til að leysa framboðsmál Reykjavíkurlistans. Þetta sagði Össur í þættinum Eldlínunni á Stöð tvö í gærkvöld, um þann vanda sem upp- gangur Vinstri grænna veldur inn- an R-listans. VIII sleppa grásleppu í umfiöllun Landssambands smá- bátaeigenda um frumvarp til laga um breytingar á lögum um um- gengni nytjastofna sjávar frá árinu 1996 er lagt til að leyft verði að sleppa grásleppu, sem veidd er í þorskanet, nót, troll og dragnót, aft- ur í sjóinn. - InterSeafood.com greindi frá. Haförn í borgarferð ítrekaðar fregnir hafa borist af haferni sem talinn er hafa sést á sveimi víða á höfuðborgarsvæðinu. Hafominn hefur m.a. sést í Grafar- vogi, Árbæjarhverfi, í Mosfellsbæ og við Hafravatn. Aska jarðsett Aska látnu amerísku konunnar, Veru Andersen, sem íslandspósti barst með beiðni um aö dreift yrði á fallegum stað á íslandi, verður jarð- sett í vígðri mold. Samkvæmt lögum er bannað að dreifa slíkum líkams- leifum hér á víðavangi. Kosið um verkfall Kennarafélag Kennaraháskóla ís- lands hefur boðað atkvæðagreiðslu um verkfall frá 7. til 21. mai. í harð- orðri ályktun, sem samþykkt var á almennum félagsfundi í gær, lýstu fundarmenn furðu sinni á nýjasta tilboði samninganefndar ríkisins. Nasdaq-hluta- bréfavísitala tækni- fyrirtækja á banda- rískum markaði hélt áfram að lækka í gær og hefur ekki verið lægri síðustu 29 mánuði. Verð hlutabréfa í deCODE lækkaði í gær um rúm 2% og var 7 dollarar þegar viðskiptum lauk. Lægst varð það í gær 6,56 doll- arar. DeCODEá7 Flutt úr Borgarholtsskóla Fræðslumiðstöð bílgreina verður flutt úr Borgarholtsskóla þann 1. maí i nýtt húsnæði við Gylfaflöt 19, þar sem framhaldsnám í bílgreinum verður framvegis til húsa. Ástæðan er sú að forsvarsmönnum bílgreina þótti sem framhaldssnám í bílgrein- um mætti afgangi í skólanum. Landsbyggöin hnattvædd? Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra flutti Alþingi skýrslu sína um ut- anríkismál í gær- morgun. Halldór sagði að framtið landsbyggðarinnar væri án vafa undir því komin að menn hefðu áræði og þekkingu til að nýta þá möguleika sem felast í hnattvæðingunni. Haldið tll haga í frétt af vexti flugfélagsins Atl- anta í DV á miðvikudaginn sagði að velta Flugleiða á síðasta ári hefði verið 20 milljarðar. Hið rétta er að velta félagsins á því ári var 35 millj- arðar og hafði aukist um 5 milljarða á milli ára. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.