Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 14
14 19 + FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 Utgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af jseim. Gleðitíðindi í fyrsta skipti frá árinu 1997 hefur Seðlabanki íslands ákveð- ið að lækka stýrivexti en næstkomandi þriðjudag mun bank- inn lækka vexti um 0,5%. Ákvörðun bankans endurspeglar minni þenslu í þjóðfélaginu og gefur fyrb’heit um að komist verði hjá samdrætti sem annars hefði hugsanlega orðið. Þrátt fyrir lækkun vaxta er þó ljóst að vextir hér á landi eru enn of háir en eftir breytinguna verða stýrivextir Seðlabank- ans 10,9%. Hvorki heimili né fyrirtæki geta til lengri tíma staðið undir þeim háu vöxtum sem hafa verið hér á landi und- anfarin misseri og því hlýtur vaxtalækkun Seðlabankans nú aðeins að vera fyrsta skref í átt að frekari lækkun. DV hefur ítrekað hvatt til þess í leiðurum að Seðlabankinn slaki á klónni í peningamálum og beiti sér fyrir lækkun vaxta. í leiðara 28. febrúar síðastliðinn sagði meðal annars: „Seðla- bankinn hefur í flestu haldið skynsamlega á málum undanfar- in ár með aðhaldssamri stefnu i peningamálum og þannig tek- ið þátt í því að auka traust íslands á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. En nú er timi til kominn að slaka á klónni. Staö- an er sú að vextir hér á landi eru orðnir alltof háir - svo háir að hvorki atvinnulífið né heimili standa undir þeim. Hættu- lega háir vextir gera ekki annað en kalla fram efnahagslegan samdrátt sem annars hefði ekki orðið. Skýrar vísbendingar frá Seðlabanka um lækkun vaxta eru það merki sem kallað er eftir. Með vaxtalækkun er hægt að blása til nýrrar sóknar.“ Á ársfundi Seðlabankans síðastliðinn þriðjudag, sama dag og fyrirætlun bankans um vaxtalækkun var gerð opinber, til- kynnti Davíð Oddsson forsætisráðherra breytingar á stjórnun peningamála. Um róttækar breytingar er að ræða sem miða að því að gera stjórnun peningamála markvissari og í flestu skyn- samlegri en áður. í stað þess að leggja allt kapp á að halda gengi krónunnar innan ákveðinna vikmarka mun Seðlabank- inn miða stefnuna við að halda verðbólgunni innan ákveðinna marka. Þessi breyting, ásamt auknu sjálfstæði Seðlabankans sam- kvæmt frumvarpi að nýjum lögum, er mikið framfaraspor og í takt við nýjar aðstæður og aukið frelsi á fjármálamarkaði. Sérfræðingar íslandsbanka FBA hafa bent á að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga felist ákveðnar hættur í því kerfi sem nú hefur verið horfið frá - hættur sem ekki eru til staðar þegar ný vinnubrögð við stjórnun peningamála hafa tekið gildi. Að efast Skynsamur stjórnmálamaður leyfir sér alltaf að efast og spyrja hvaða tilgangi það þjóni að halda úti tilteknum stofn- unum. Á stundum kemst hann að þeirri niðurstöðu aö þær séu mikilvægar fyrir þjóðfélagið og á stundum sannfærist hann um tilgangsleysi þeirra. Spurningar um tilgang og nauðsyn Þjóðhagsstofnunar eru eðlilegur hluti af verkefnum stjórnmálamanna sem hefur ver- ið falið það hlutverk að fara með almannafé. Og hugmyndir forsætisráðherra að leggja stofnunina niður og færa verkefni hennar eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Árið 1987 fluttu t.d. átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins þingsályktunar- tillögu um að endurskoöa starfsemi Þjóðhagsstofnunar og meta hvort hagkvæmt væri að fela öðrum verkefni hennar. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur einnig lýst efasemd- um um nauðsyn þess að halda úti sjálfstæðri stofnun af þessu tagi, ekki síst þegar Seðlabanki og Hagstofa íslands eru einnig starfandi. Engum þarf því að koma á óvart að hugmyndir um mögu- leika þess að leggja niður Þjóðhagsstofnun njóti fylgis. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Kók kaupir Harry Potter Kókakóla hefur keypt rétt- inn til aö nota frægustu barnabókahetju síðustu ára, Harry Potter, í auglýsingum og borgar um 12 milljarða ís- lenskra króna fyrir. Merkileg frétt - ekki síst vegna þess að með fylgdi sú útskýring að galdrastráknum hressa væri ætlað að bæta úr því að kók „hefur átt við ímyndarerfið- leika að stríða undanfarið og samdrátt i sölu“. Arni Bergmann rithöfundur Faðmlög við heiminn. Ég rak upp stór augu: hvernig má það vera að þessi feiknavoldugi gosrisi eigi við sölutregðu og ímyndarvanda að etja? Líklega hefur ekkert fyrirtæki haft eins öflugum og dýrum her ímynd- arfræðinga á að skipa. Þeir hafa með miklum herkostnaði lagt undir sig hvað sem er: Kókið bjó tfl jólasveininn, kókið keypti reyndar jólin og lét allar sjónvarpsrásir heimsins syngja sig inn i friðardraum allra þjóða, kókið spratt fram í sterkum hnefa íþróttastjama og á mjúkum maga fallegra táninga, glitr- andi i sól af svölum vatnsdropum í Edensranni eflífrar æsku. Kókið kemur alls staðar við eins og páfinn. Kókið er alls staðar nálægt eins og heflagur andi. Og svo er okk- ur sagt að salan sé að minnka! Einu sinni átti kókið í viss- um pólitískum erfiðleikum. Kommarnir í heiminum drukku ekki kók af hugsjóna- ástæðum: kókið var þeim bandarískur menn- ingarimperíalismi. Frakkar drukku ekki kók af þjóöernis- ástæðum. Ungir róttæklingar nöldruðu yfir illum aðbúnaði í kókfabrikkum í þriðja heim- inum. En þessar raunir eru allar fyrir bí. Kína er orðið kókland og Rússland lika. 1 ýmsum löndum Evrópu komst kók varla að fyrir bjór eða rauðvíni. En líka þar hafa söluforsendur breyst vegna þess að allir eru sestir undir stýri og verða frekar en áður að stilla sig um aö þamba eitthvað áfengt áður en þeir keyra heim úr vinnu. Allt virtist stuðla að því að heimurinn og kókið féllust í faðma og héldu utan um hvort annað fram til efsta dags. Ég heyrði markaðs- fræðing halda erindi fyrir jól um kristi- legar auglýsingar: hann byrjaði á því að sýna á tjaldi tvö þekktustu vöru- „Harry Potter er göldróttur og snýr á fólin og hann drekkur kók og er þá ekki upplagt að gera eins og hann og verða hress og djarfur líka? Þetta er vitanlega aldrei sagt upphátt....“ merki heims sem hann nefndi svo: kókakólamerkið og kross kristninnar. Máttleysi auglýsinga? En ef ímyndarkreppa og sölutregða koma upp hjá Kókakóla þrátt fyrir allt þetta, hvað þýðir það? Getur þaö verið, að hér sé að verða tfl dæmi um að ímyndasmiðir og auglýsingasjóðir séu ekki almáttugir? Aö keppnin um helstu auðlind samtímans - athygli neytand- ans - sé orðin svo áleitin og hávær aö fólkið sé farið að loka augum og eyrum og jafnvel koma sér upp vissri gagnsefj- un? Eða þá að þolendur auglýsinga eru blátt áfram aö verða ónæmir fyrir Fjórða orrustan Á lýðveldistímanum hefur staðið yfir nokkuö linnulítil barátta milli al- þjóðasinna og einangrunarsinna á Is- landi. Alþjóðasinnar óttast ekki erlend áhrif og vilja taka þátt í alþjóðasamfé- laginu á jafningjagrundvelli. Einangr- unarsinnar vilja hins vegar girða land- ið af frá umheiminum. Á lýðveldistím- anum hafa fylkingamar háð þrjár meg- inorustur. Álþjóðasinnar hafa unnið þær allar. Sú fjórða stendur nú yfir og snýst um aðild íslands að Evrópusam- bandinu. Þar munu alþjóðasinnar einnig bera sigur úr býtum enda yrði aðild íslands að Evrópusambandinu til heilla fyrir land og þjóð. Fyrsta orrustan - NATO Fyrst var tekist á um aðild íslands að Atlandshafsbandalaginu um miðja síðustu öld. Þá urðu götuóeirðir á Austurvelli. Næstu áratugi þrömmuðu einangrunarsinnar í háværri Keflavík- urgöngu þar til sú hreyfmg gaf smám saman upp öndina fyrir nokkrum árum. Aðeins örfáar hjáróma raddir kalla enn hið gatslitna slagorð; „ísland úr NATO og herinn burt!“ Það eru fáir yUmrœðan um stöðu íslands í Evrópusamvinnunni er nú algleymingi og rök einangrunarsinna eru komin í hring. Nú nota þeir sjálfan EES-samninginn sem vopn gegn aðild íslands að Evrópusambandinu. “ sem daufheyrast enn við áþreifanlegum ávinningi sam- starfsins. Allur þorri íslend- inga veit sem er að aðildin að Atlandshafsbandalaginu hef- ur verið þjóðarbúinu í hag og tryggt öryggishagsmuni landsins á viðsjárverðum tim- um. Önnur orrustan - EFTA Næsta stóra orrusta var háð rúmum tuttugu árum síð- ar þegar ísland gekk tfl liðs við bræðraþjóðimar í EFTA _______ árið 1970. Þá snarlækkaði vöruverð á fjölmörgum innflutningsaf- urðum og íslenskar vörur áttu greiðari leið að evrópskum neytendum. Þrátt fyrir háværar deilur á sínum tima og brigsl um landráð er þjóðin nú ein- huga um gildi EFTA-samningsins. Þriðja orrustan - EES Er það óumdeilt að undirritun hans var eitt mesta gæfuspor sem íslending- ar hafa stigið en samningurinn hefur síðan verið lífæð Islands í alþjóðasam- vinnu. Því gleymist oft að EES-samn- ingurinn var eitt mesta deilumál sem íslenska þjóðin hefur nokkru sinni gengið gegnum - þá gekk pólitískt gemingaveður yfir landið. Á Alþingi börðust einangrunarsinnar hatramm- lega gegn inngöngu Islands í EES. Nú er þessu öðruvísi farið. Nú vildu aliir Lilju kveðið hafa. Fjórða orrustan - Evrópu- sambandið Umræðan um stöðu íslands í Evr- ópusamvinnunni er nú algleymingi og rök einangrunarsinna eru komin í hring. Nú nota þeir sjálfan EES-samninginn sem vopn gegn aðild íslands að Evrópusambandinu. Segja að EÉS-samningurinn sé svo góður að við þurfum ekki í Evrópusambandið. En því miður er hinn kaldi raun- veruleiki sá að EES-samn- ingurinn er orðinn úreltur Eíríkur Bergmann enda var hann 311 taf hugsað- Einarsson, ur tfl bráðabirgða. Ef ásætt- stjómmöiafræöingur og anleg niðurstaða næst í að- ritstjóri é KREML.is fldarsamningum við Evr- ópusambandið mun því fylgja mikill efnahagslegur ávinningur fyrir íslendinga. ísland yrði þá aðfli að þessu stærsta efnahagsvæði heims. Þá fá íslensk fyrirtæki loks að búa við sömu aðstæður og samkeppnisaðilar þeirra i Evrópu en því miður eru dæmi þess að íslensk fyrirtæki eru þegar farin að flytja starfsemi sína til landa innan Evrópusambandsins sök- um þess að utan ESB bjóðast þeim lak- ari kjör. Smærri orrustur - Sjónvarp og gjaldeyrir Á timabflinu hafa einnig verið háð- ar nokkrar minniháttar orrustur. Tfl að mynda eru aðeins örfá ár síðan leyft var að endurvarpa erlendu sjónvarpi til landsins. Enn fremur eru það ekki bara gamalmenni sem muna þá tíð þegar þurfti að væla í bankamönnum til að fá úthlutað gjaldeyri. Svona mætti lengi telja. I dag eru afar fáir sem vilja hverfa til baka til haftastefn- unnar. Eiríkur Bergmann Einarsson áreiti, daufir til athygli yfirleitt? Rétt eins og við sjáum það í lífshátta- magasínum að ein afleiðing þess að við lifum í umhverfi sem sífellt otar að mönnum kynlífi (er yfirsexað sem kall- að er) er sú aö náttúruleysi er orðið eitt stærsta umkvörtunarefni tiltölulega ungra karla og kvenna. Og þá getur sögu aftur vikið að hetju barnabókanna um Harry Potter. Kannski er gripið tfl hans tfl að selja gosdrykkinn frægasta vegna þess að sölustjórar vita að böm eru enn ekki orðin ónæm fyrir áreiti? Þau eru ekki búin að fá á sig vamarskráp. Þau em líkleg til að leyfa tengingum á borð við þessi hér að smjúga um sín saklausu hugarfylgsni: Harry Potter er göldrótt- ur og snýr á fólin og hann drekkur kók og er þá ekki upplagt að gera eins og hann og verða hress og djarfur líka? Þetta er vitanlega aldrei sagt upphátt og ekki heldur hugsað en einhvers stað- ar era slík boö á ferli, rétt eins og kók- þorstinn frægi sem einu sinni var bú- inn til með því að skjóta kókmyndum inn í bíómyndir - í svo skamma stund að auga áhorfandans ekki greindi en áhrifin komust samt sína leið inn í hans heflabú. Ámi Bergmann Draumaríkið „Aðaltilgangurinn með Schengen er nefnflega meira eft- irlit með ferðafólki; þetta er draumaríki fyrir ofstjómarsinna og lögreglustjóra sem prísa sig sæla að hafa komið upp svo mikilfenglegu kerfi - því náttúr- lega er frelsið þessu liði ekki nándar jafnhugstætt og að geta haft nefið niðri í hvers manns koppi.“ - Egill Helgason í pistli á Strik.is Viðhorfsbreyting „Það er engum blöðum um það að fletta að samfélagið hefur tekið stakka- skiptum síðustu áratugi og sam- skipti kynjanna ekki síður. Viðhorf- in sem liggja að baki fæðingar- og foreldraorlofslögun- um nýju færa okkur heim sanninn um þá breytingu sem orðin er.“ - Valgeröur Sverrisdóttir í vefpistli Bylting í skólastarfi „Byltingin í skólastarfi vegna nýju upplýsinga- tækninnar lýtur ekki aðeins að innra starfi skól- anna heldur öllu starfsumhverfi þeirra og þeim úr- ræðum sem best eru fallin til að veita nemendum sannkallað frelsi tfl að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast." - Bjöm Bjarnason I vefpistli sínum. Spurt og svaraö Auður Ingólfsdóttir Umhverfisstofnun HÍ. „Sú ákvörð- un Bush Bandaríkja- forseta að ætla ekki að lögfesta Kyoto-samn- inginn veik- ir hann mjög mikið. Það er ljóst að án Bandaríkjanna verður þessi samningur aldrei jafn árang- ursrikur og ella því þetta stór- veldi í vestri ber ábyrgð á stærra hlutfalli útblásturs gróðurhúsaloftegunda en nokkur önnur þjóð í heimin- um. Eina vonarglætan sem ég Er Kyoto-bókunin fállin? sé í málinu á þessum tíma- punkti er að sú afdráttarlausa afstaða sem Bandaríkjaforseti hefur tekið geti magnað upp slíka andstööu að þeir hópar innan Bandaríkjanna sem barist hafa fyrir aðgerðum til varnar loftslagsbreytingum eflist enn frekar og muni þannig þrýsta á stjómvöld til þess að breyta afstöðu sinni. Þess ber að geta að það eru ekki einungis umhverfis- vemdarsamtök sem hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna loftslagsbreytinga heldur fjölg- ar sífellt forsvarsmönnum í at- vinnulífinu í Bandaríkjunum sem telja að taka veröi á þess- um alvarlega vanda." Ketill Sigurjónsson lögfr. hjá Landgrœðslunni „Ef við gef- um okkur að Kanarnir verði ekki með þá er líklega úti- lokað að los- unarmark- miðin frá Kyoto muni nást. Mjög stór hluti af allri losun gróður- húsalofttegunda í heiminum er einmitt í Bandaríkjunum þannig að þátttaka þessa stór- veldis skiptir mjög miklu. Mögulegt er að taka þráðinn upp að nýju og semja um önnur losunarmörk og ná þannig einhvers konar mála- miðlun. Þessi ákvörðun Bush kallpr eflaust á hörð við- brögð, t.d. frá Evrópusam- bandinu, og er til þess fallin að gera Bandaríkin tortryggi- leg á alþjóðavettvangi. Yfir- lýsingin er ekki í samræmi við yfirlýsingar Bush í kosn- ingabaráttunni sl. haust. Þetta kemur mér samt ekki á óvart. Bush er eflaust undir miklum þrýstingi frá banda- rískum iðjuhöldum sem kost- að hafa kosningabaráttu hans. Ég hef aldrei haft trú á að markmiðin frá Kyoto muni nást innan settra tíma- marka og því miður virðist ég hafa haft rétt fyrir mér.“ Sigurður G. Tómasson Skógræktarf. Reykjavíkur. „Bókunin er ekki fallin en það verð- ur greinilega töf á því að hún komist í framkvæmd, svo miklu máli skiptir þátttaka Bandaríkjanna. Það tekur áreiðanlega nokkur ár aö fá Bandarikjamenn til þess að breyta stefnu sinni í mál- inu og það ætti að vera hægt því ekki er Bush kjörinn til eilífðar sem forseti. Kyoto- bókunin er gífurlega mikið hagsmunamál fyrir allar þjóö- Háaloftið Fermingarvertíðin og úrelt guðsorð Fermingarvertiðin stendur nú sem hæst og gengur næst hábjargræð- istíma verslunar fyrir fæðingarhátíð Frelsarans, sem er fagnað með magn- aðasta kaupæði ársins. Fermingin er staðfesting skímarinnar og um leið og bömin þylja trúarjátn- inguna frammi fyrir presti og altari umbreyt- ast þau í unglinga. Tíma- mótunum er fagnað með stórum veislum og gjafa- flóði. Kunnáttumenn í markaðsbúskap taka ómakið af foreldrum og öðrum vandamönnum fermingarbarna til að velja gjafirnar. Auglýsingar og sérblöð leiðbeina um þarfir og ósk- ir bamanna og er óþarfi að fara nánar út í þá sálma. Mörg er matarholan á fermingar- markaði því margs þarf við á hátíð- arstundum. Sálmabækur eru til að mynda bráðnauösynlegar við svo trúarlega athöfn og markaðurinn bregst við þeirri þörf með eðlileg- um hætti. Séð er um að ekki er hægt að notast við sálmabækur mömmu og ömmu, sem eru orðnar marklausar, heldur þarf að kaupa nýjar sem hæfa upplýsingaöldinni miklu. Tískusálmar og tískublblía Þegar DV leitaði skýringa á þess- Oddur Olafsson blaöamaöur ari nýlundu þjóðkirkjunnar úrskýrði Digranesprestur hvað býr að baki: „Hér not- um við nýju sálmabókina. Sú gamla er orðin úrelt og þetta væri svona svipað og nota Bibliu frá 16. öld. I gömlu sálmabókina vantar fjöldann allan af sálmum sem við notum og auk þess er sú nýja á táknmáli og með nótum.“ Nú kann að vera eðlilegt að úrelda sálmabókina, sem í eru misjafnlega haganleg- ar mannasetningar, og setja tísku- sálma í staðinn. Hitt er vafasamt, sem kennimaðurinn heldur fram, að gömul sálmabók sé álíka úrelt og Biblía frá 16. öld, og vísar þar ótví- rætt tfl Guðbrandsbiblíu, sem talin er ein mesta gersemi íslenskrar kristni. Þegar gömlu sálmarnir voru enn taldir nothæfir var því haldið að bömum að Biblian væri guðs orð. Því er það ekki á valdi mannanna, ekki einu sinni vígðra préláta, að breyta henni, þótt þeir leggi út af kenningunni á ærið frjálslegan hátt. Fermingarbörnum í Digranessókn kann að vera erfitt að átta sig á let- urgerð og stafsetningu Guðbrands- biblíu. En að Biblían sem slík sé álíka úrelt og forgengileg sálmavers sýnir aöeins hve þjóðkirkjan er orð- in óskaplega frjálslynd og nýtískuleg í túlkun sinni á kristindómnum. Blessunln mlkla Biblían varð til um miðja fjórðu öld eftir Krist þegar steypt var sam- an nokkrum helgum ritum Gyðinga og kristinna manna samkvæmt til- skipun páfans í Róm. Síðan hefur hún verið undirstaða kristninnar. Biblíuþýðingar eru margar til og er enn unnið að nýrri þýðingu á ís- lensku. En textinn er hinn sami þó orðalagi sé vikið við. I sálmabók er aftur á móti skipt um guðrækilegan kveðskap og gömlu dóti hent út og nýtt tekið í staðinn, með tilheyr- andi höfundarétti skálda og laga- smiða. Er því vafasamt að spyrða saman Biblíu og sálmasafn. En auövitað er það réttlætanlegt þegar huga ber að markaðslögmál- inu mikla. Það er ávísun á mikla sölu, að hvert fermingarbarn eign- ist sálmabók sem svarar kröfum tímans í stað þess að bera gamla guðsorðastagliö hennar ömmu inn í hátískulegar kirkjur. Enda felst lítill kostnaður í því að punga út fyrir nýrri sálmabók mið- að við hvaö foreldrar og skyld- menni þurfa að greiða fyrir eitt stykki fermingu. En eins og öðru sem vel er gert fylgir guðsblessun öllu tilstandinu. Fermingarvertíðin skilar góðum hagvexti sem er eini mælikvarðinn sem mark er takandi á þegar bæði sálmabókin og Biblían eru orðnar úreltar. Oddur Ólafsson ir, þar á meðal íslandinga. Hlýnandi loftslag gefur haft mikil áhrif á til dæmis haf- strauma og veðurfar, enda þótt enginn viti nákvæmlega hvemig þau mál geti þróast. Margir vísindamenn telja jafnframt að hlýnandi veður- far geti aukið öfgar í veöur- fari; það er aö eftir því sem sjór hlýnar meira við mið- baug geti fellibyljum fjölgað og veðurkerfi á öllum hnettin- um breyst. Af viðbrögðum ráðamanna í Vestur-Evrópu er ljóst að þrýst verður á Bandaríkjamenn að breyta þessari ákvörðun sinni - og henni verður heldur ekki tek- ið þegjandi víða vestanhafs.“ Rfinrep W. Bush Banriaríkiafnrseti hefur ákveftið aft staftfesta ekki Kvntn-hnkunina. enda bióni hún ekki efnahaesleeum harismunum Bandaríkiamanna. Nýja sálmabókin er stœrri og flottari en sú gamla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.