Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 DV Kvikmyndaframleiðandi eigandinn Hollywoodframleiöandinn Andrew Vanja átti einkaþotuna sem fórst. Átján létust í flugslysi í Aspen Átján manns létu lífið í gær þeg- ar einkaþota af gerðinni Gulfstream III hrapaði nálægt þjóðvegi utan við Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Sjónarvottar kváðust hafa séð eld brjótast út í vélinni eftir að hún hafði hrapað til jarðar í 1,6 km fjar- lægð frá Pitkinsýsluflugvellinum. Að sögn sjónarvotta þeyttist sæti úr flugvélinni á þjóðveginn auk braks. Þökkuðu sjónarvottar guði fyrir að vélin skyldi ekki hafa hrapað á veginn. Greint var frá því að bylur hefði verið þegar flugslysið varð. Fregnir hermdu í gær að eigandi vélarinnar væri kvikmyndafram- leiðandinn Andrew Vanja. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Blásalir 9, 0102, þingl. kaupsamnings- hafar Svavar Halldórsson og Kristjana Elínborg Óskarsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. apríl 2001, kl. 15.00._________________ Lækjasmári 94, 0101, þingl. kaupsamn- ingshafar Guðmundur Ó. Halldórsson og Svava Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasióður, þriðjudaginn 3. apríl 2001, kl. 14.30._________________ Núpalind 4, 0201, ehl. gþ., þingl. kaup- samningshafi Trausti Víglundsson, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki Islands og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 3. apríl 2001, kl. 14.00._________________ Reynigrund 37, þingl. eig. Birgir E. Sum- arliðason, gerðarbeiðendur Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna, Landsbanki íslands og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðju- daginn 3. aprfl 2001, kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Esjugrund 10, Kjalamesi, þingl. eig. Ingi- mar Kristinn Cizzowitz og Jóhanna Guð- björg Ámadóttir, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóðurinn Lífiðn, þriðjudaginn 3. apríl 2001, kl. 10.30,________________ Leirutangi 21a, neðri hæð, Mosfellsbæ, þingl. eig. db.Kötu Hansen , gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. aprfl 2001, kl, 11.00. Miklabraut 46,0201, íbúð á 2. hæð, 176,5 fm m.m. ásamt hlutdeild í sameign og bfl- skúr í matshluta 02, Reykjavík, þingl. eig. Vigdís Blöndal Gunnarsdóttir og Hjalti Sigurjón Hauksson, gerðarbeiðendur Líf- eyrissjóður verslunarmanna og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 3. aprfl 2001, kl. 14.00.________________ Skipholt 49,0301,4ra herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Edda Björk Hjörleifsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, þriðjudaginn 3. aprfl 2001, kl. 14,30.__________________________ Sunnuvegur 17, 0201, 141,8 fm íbúð á efri hæð ásamt 23,4 fm anddyri á neðri hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Bergljót Viktorsdóttir og Eysteinn Þórir Yngva- son, gerðarbeiðendur Almennur lífeyris- sjóður VÍB, íbúðalánasjóður og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 3. aprfl 2001, kl. 13.30.________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK ísraelskir arabar boöa mótmælagöngu í dag: Bush kennir Ara- fat um blóöbaöiö Bandarlsk stjómvöld kenndu að- gerðarleysi Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, i gær um blóðbað- ið fyrir botni Miðjarðarhafsins síð- ustu daga. George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði að hann hefði sagt Arafat hreint út að hann yrði að binda enda á ofbeldisverkin til að friðarviðræður gætu hafist að nýju. „Ég sendi þau boð til Palestínu- manna að þeir láti af ofbeldisverk- unum og skýrara er ekki hægt að hafa það,“ sagði Bush á fundi með fréttamönnum í gær. „Ég vona að Arafat heyri það skýrt og greini- lega. Hann fær að heyra það í síma síðar i dag.“ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hringdi síðar um daginn í Arafat og flutti honum boð Bandaríkjaforseta. Aðstoðarutanrikisráðherrann Ed- ward Walker, sem fer með málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, gekk skrefinu lengra en Bush og sagði að gjörðir Arafats bentu ekki Yasser Arafat Bandarísk stjórnvöld vanda forseta Palestínumanna ekki kveöjurnar og kenna honum um ofbeldisverkin á heimastjórnarsvæöunum og í ísraet. til aö þar færi maður sem vildi semja um frið. Opinberlega hefur enginn emb- ættismaður í stjóm Bush komist nær því að gera þá skoðun ísraels- stjórnar að sinni að Arafat beri ábyrgð á ofbeldisverkunum og geti stöðvað þau með því að gefa skipan- ir þar um. Arabískir borgarar Israels, sem enn eru bálreiðir vegna dráps ísra- elskra hermanna á þrettán bræðr- um þeirra í október, ætla að efna til mótmæla í dag til að krefjast auk- inna mannréttinda. Mótmælaað- gerðir þessar eru árlegar og ekki talið útilokað að til átaka komi við her og lögreglu. Færeyingurinn Óli Breckmann, sem situr á danska þinginu fyrir Fólkaflokks Anfmns Kallsbergs lög- manns, hefur sagt forsætisráðherra ísraels að flokkur hans sé ekki sam- mála gagnrýni danska utanríkisráð- herrans á stefnu ísraels gagnvart Palestínumönnum. Drottningin heiisar fórnarlambi Noor drottning, ekkja Husseins Jórdaníukonungs, verndari samtaka þeirra sem hafa lifaö af að lenda á jarösprengju, heilsar upp á Muhaamad Bakar, sem einmitt stapp lifandi frá slíkri sprengju, í baöhúsi í Amman. Noor drottning hefur beitt sér fyrir hreinsun jarösprengna sem var komið fyrir viö landamæri ísraels og Jórdaníu áriö 1948. Sprengjum frá Makedóníu rignir yfir Kosovo: Breskur blaðamaður og albanskur þorpsbúi fórust Albanskur Kosovobúi og breskur sjónvarpsfréttamaöur týndu lífi í gær þegar sprengjur sem komu frá Makedóníu lentu á þorpi innan landamæra Kosovo. Þetta var alvarlegasta atvikið þar sem átökin í Makedóníu hafa borist yfir landamærin. Makedónski stjórnarherinn hefur átt í höggi við albanska skæruliða nærri landa- mærunum að Kosovo undanfarnar tvær vikur. Þeir sem létust voru nítján ára gamall Kosovo-Albani og Karem Lawton, þritugur starfsmaður AP- fréttastofunnar. Mennirnir féllu nærri þorpinu Krivenik. íbúar þar sögðu að það hefðu verið makedónskir hermenn sem skutu sprengikúlunum. Fréttamaður týndi lífi Breski fréttamaöurinn Karem Lawton týndi lífi í Kosovo í gær. Hér er hann meö eiginkonu sinni. Að minnsta kosti tuttugu íbúar þorpsins særðust í skothríðinni. Þorpið er uppi á hæð skammt frá landamærum Kosovo að Makedón- íu. Makedónskar hersveitir hafa haldið uppi skothríð á albanska skæruliða í kringum þorpið Gracani, þeirra megin landamær- anna, undanfarna fimm daga. Þær neituðu að eiga nokkra sök á dauða mannanna í gær. Talsmaður NATO, sem hefur frið- argæslusveitir á þessum slóðum, sagði í Brussel í gær að fulltrúar bandalagsins í Skopje, höfuðborg Makedóníu, væru að reyna að afla upplýsinga um hvað hefði gerst. „Við erum miður okkar vegna þessa harmleiks," sagði talsmaðurinn. Mótmæla óhlýðni Chiracs Franskir dómar- ar mótmæltu í gær þeirri ákvörðun Jacques Chiracs Frakklandsforseta um að neita að bera vitni í réttarhöld- um vegna ákæru um mútuþægni flokks hans. Heitar umræður eru nú í Frakklandi um ágreining forset- ans og dómaranna. Olíufélög gagnrýnd Fulltrúi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í gær starfsemi olíufélaga í Súdan sem hafi leitt til nauðungarflutn- inga á íbúum. Kúrdar mótmæla Kúrdískir flóttamenn í Hollandi mótmæltu í gær ákvörðun yfirvalda um að vísa þeim úr landi. Kom til átaka í Haag milli Kúrda og lög- reglu. Olíuleki við Danmörku Olía úr skipi frá Marshalleyjum, sem lenti í árekstri við flutninga- skip frá Kýpur í Eystrasalti í fyrri- nótt, hefur borist upp á strendur dönsku eyjanna Bogo og Faro. Afbrot nýnasista Afbrotum nýnasista og hægriöfgasinna í Þýskalandi hefur fjölgað mikið, samkvæmt skýrslu öryggislögreglunnar. Tilkynnt var um 16 þúsund afbrot í fyrra en rúm- lega 10 þúsund árið áður. Castro fái friðarverðlaun Norski þingmað- urinn Lise Husoy hefur í bréfi til Nóbelsverðlauna- nefndarinnar lagt til að Fidel Castro Kúbuforseti fái frið- arverðlaunin 2001. Lise vill ekki tjá sig um tillöguna. Þingmaðurinn Hall- geir Langeland hefur lagt fram sömu tillögu opinberlega. Sprengja á McDonald's Lögreglan í Moskvu hefur hand- tekið 18 ára ungling sem ætlaði að koma fyrir sprengju inni á McDon- ald’s veitingastað í borginni. Hóta Sýrlendingum Bandaríkin hótuðu í gær að vinna gegn aðild Sýrlendinga að Ör- yggisráði Sameinuöu þjóðanna haldi þeir áfram að flytja inn olíu frá írak. Fékk vægt heilablóðfall Margrét prinsessa, systir El- ísabetar Englands- drottningar, fékk vægt heilablóðfall á þriðjudagskvöld, að því er talsmaður bresku hirðarinnar greindi frá í gær. Prinsessan, sem er sjötug, hefur verið heilsuveil undanfarin ár. Framlengja kjötbann Norsk yfirvöld framlengdu í gær um þrjár vikur bann við innflutn- ingi á kjöti og mjólkurafurðum frá ESB og EFTA-löndunum. ESB segir bannið aðeins eiga að gilda um sýkt svæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.