Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Hvernig líst þér á Eurovision- framlag okkar? Hilmar Lundevik nemi: Ég hef ekki heyrt lagiö. Sverrir Garöarsson nemi: Lagiö mætti vera betra en flytjend- urnir eru góöir. Jón Páll Pálmason nemi: Ömurlegir flytjendur, alveg glataöir. Þaö er einhver hallærisglamúr yfir þeim. Sigurður Aðalsteinn Þorgeirsson nemi: Hörmulegir flytjendur og leiöinlegt lag. Einhverjir súkkulaöitöffarar en Nanna er sæt. Hjördís Ýr Ólafsdóttir nemi: Leiöinlegt lag og flytjendurnir eftir því. Daníel Einarsson nemi: Snilldarlag og flottir flytjendur. Áfram ísland. Krónan, vandamálið króníska Halidór Sigurðsson skrífar: Hún er orðin þung í taumi, krónan sem við festum i sessi við lýðveldis- tökuna árið 1944. Æ síðan hefur gjald- miðillinn verið okkur fjötur um fót. Efnahagslífið hefur snúist margoft í kringum krónuna með gengisfeUing- um fyrir og eftir myntbreytingar þær sem hér hafa verið gerðar frá lýðveld- isárinu. Ekki eru nema tæp 20 ár síðan BandaríkjadoUari hafði gengið 6,40 ísl. kr. Nú er doUarinn kominn aftur í rúmar 80 krónur, rétt eins og hann var fyrir síðustu myntbreytingu. Ég man líka að á 6. áratugnum, þegar ferðalög íslendinga til útlanda voru á byrjunarreit, og það sjóleiðis, aðaUega til Danmerkur, þá þurfti fólk að kaupa dýrmæta erlenda mynt (sem enn er nefnd „gjaldeyrir" til aðgrein- ingar frá krónunni) á svörtum mark- aöi til að hafa sem skotsilfur í ferða- lagið. Á þessum árum var vægi dollarans í Danmörku í kringum 6 kr. danskar og fyrir 100 dollarana sem keyptir voru hér á svarta markaðinum feng- ust því um 600 kr. danskar. Þetta var á árunum milli 1950 og 1959, að minnsta kosti. TU dagsins í dag hefur gengið á dönsku krónunni gagnvart doUaranum lítið breyst þótt það hafi flökt á miUi 5 og 6 d.kr. Á þessum ára- tugum hefur verið breytt um takt og tón íslensku krónunnar ótal sinnum og enn ekkert lát á. Enn eru íslendingar þyrstir í gjald- eyri sem aldrei fyrr. Strákarnir í svörtu fótunum og síðu frökkunum, svokaUaðir verðbréfadrengir, og fylgi- fiskar þeirra í leit að erlendum gjald- eyri fyrir lítið, slá um sig i fjármála- stofnunum þjóðarinnar og kreíjast ómælds gjaldeyris úr hirslum bank- anna til að senda utan tU eigin nota. í fréttum vikunnar leið varla sá dagur að ekki birtust fréttir af því að Seðlabankinn keypti krónur svo miUj- „Tilkynning Seðlabanka og stjórnvalda um breytta pen- ingamálastefnu, með upptöku verðbólgumarkmiða í stað gengismarkmiðs, mun engu breyta í peningamálum okkar. Gjaldeyrisþorstinn verður samur við sig. “ örðum skipti, nú síðast 1,6 miUjarða fyrir doUara. „Menn nýttu tækifærið og keyptu mikið af gjaldeyri," sagði í fréttunum. - Veltan var tæplega 10 miUjarðar - sú mesta síðan í nóvem- ber á síðasta ári! Tilkynning Seðlabanka og stjórn- valda um breytta peningamálastefnu, með upptöku verðbólgumarkmiða í stað gengismarkmiðs, mun engu breyta í peningamálum íslendinga. Gjaldeyrisþorstinn er samur við sig. Flot krónunnar og 0,5% lækkun vaxta hefur ekkert að segja hjá þjóð sem ruglast í ríminu þegar peningar eru annars vegar. Það eina sem getur læknað efnahagslif okkar er að taka upp annan gjaldmiðil, tengdan alþjóð- legri og sterkri mynteiningu - helst þó doUarnum. Evrópu er ekki að treysta, og aUs ekki í fjármálum til lengdar. Einstaklingsréttindi öryrkja „Á hvaða forsendum er það eðlilegt að missa sinn rétt sem einstaklingur (og íslenskur ríkisborgari) á sumum svið- um þegar þú verður öryrki eða ellilífeyrisþegi?“ Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrífar: Á hvaða forsendum eru skert ein- staklingsréttindi öryrkja og ellilífeyr- isþega sem búa saman? Eigi þeir t.d. lífeyrisréttindi þá telst það saman, enda þótt þeir hafi á sínum tíma greitt í sjóðinn sem tveir aðskildir einstak- lingar, hvort sem þeir voru giftir eða i sambúð á þeim tíma sem greitt var í sjóðina. Tökum sem dæmi hjón sem lenda í bUslysi og slasast svo mikið að bæði eru dæmd sem 75% öryrkjar. Fái þau meira en 67 þús. kr. á mánuði samanlagt í lífeyrisgreiöslur þá byrjar tekjutrygging hvors um sig að éta af hjá hinu. Því þá ekki að hafa þaö þannig að hjón borgi sameiginlega í lífeyrissjóð en ekki sem einstakling- ar? Það hlýtur að vera rökrétt þar sem þau eru ekki lengur einstaklingar þeg- ar kemur að því að borga þeim til baka ef um tvo öryrkja er að ræða í sambúð eða hjónabandi. Á hvaða for- sendum er það eðlUegt að missa sinn rétt sem einstaklingur (og íslenskur ríkisborgari) á sumum sviðum þegar þú verður öryrki eða eUilífeyrisþegi? Og annað. - Sé maður öryrki fram að þeim tíma sem maður fer á eUUíf- eyri, hvernig er þá hægt að breyta manni úr öryrkja í eUUífeyrisþega og maður hættir að vera skráður öryrki? Ég hlakka því mikið til að verða 67 ára og breytast í ellilUeyrisþega og verða þar með alheUbrigð á ný! Auðvitað verður það ekki svo, ég verð jafnmikUl öryrki eftir sem áður. Eina breytingin sem verður er sú að þá kaUast það eUilífeyrir í staðinn fyr- ir örorkulifeyri. Það er ekki nema von að hjónaskilnuðum fjölgi og fjölskyld- ur sundrist... Krani yfir Hringbrautinni Ókumaður hringdi: Ég er sammála þeim sem skrifaði bréfið i DV um hina hættulegu Land- spítalalóð vegna kraðaksins sem þar er. Þar er bUum lagt hvar sem smuga finnst og ná stæðin alveg niður að Hringbraut svo að ekki þarf annað til en að bíU hrökkvi úr handbremsu eða prakkarar ýti á einhvern þeirra til að hann renni stjórnlaust niður haUann beint út á Hringbrautina. Annað er þarna athugavert og það er bygginga- krani sem teygir langan arm sinn yfir nyrðri akrein Hringbrautarinnar. Þetta er hvort tveggja óverjandi glannaskapur. Ég hringdi i Vinnueft- irlitið og lét vita af þessu. Svarið þar var einfalt: Slysin geta aUtaf skeð! Ég er orðlaus. Sjö vaxtalækkanir? Birgir Sigurðsson skrifar: Ég las ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins um vaxtalækkun Seðlabankans. Framkvæmdastjórinn er að vonum ánægður með síðbúið frumkvæði bankans og bætir við að úr því að vextir bankans hafi hækkað sjö sinnum á síðustu tveimur árum þá megi búast við að þessi fyrsta vaxta- lækkun Seðlabankans sé líka aðeins ein af sjö. Hann væntir þvi sex vaxt- arlækkunartilkynninga tU viðbótar af Seðlabankum. Vonandi að rétt reyn- ist. En þótt meðalútlánsvextir hér séu um eða tæp 20% - tvöfalt hærri en i nágrannalöndunum - dettur manni ekki í hug að vextir lækki hér að ráði. En enn og aftur: Hvað með veröbóta- þáttinn á vexti og höfustól; hvenær verður hann afnuminn? Bústaður forsetaembættisins / tryggri vörslu. Húsvörður forseta Hörður Sigurðsson skrifar: Vegna skrifa fjölmiðla um forseta- bústaðinn við Laufásveg, þar sem for- setinn hefur dóttur sína i húsvarðar- stöðu tímabundið, vil ég segja þetta: Hér er að öllum líkindum ekki um neitt ólöglegt að ræða. En það er hins vegar með ólíkindum hvernig ráða- menn hér og opinberir embættis- menn, háir sem lágir, hafa komið sér í klípu og óþægileg mál gegnum tíð- ina. Það er eins og dómgreindarskort- ur hrjái alltof marga þeirra. Ég reikna með að eitthvert öryggisfyrirtæki í borginni gæti þessa bústaðar forseta- embættisins við Laufásveg þótt nýr húsvörður hafi tekið við vörslu þar. En dómgreindarskortur þeirra í opin- beru stöðunum er alltof áberandi. Garri Grænt ljós á græna nýbúa? Yfirdýralæknir hefur að undanförnu gert sig sekan um forkastanlega fuglakynþáttafordóma og mismunum gagnvart fljúgandi nýbúum. Ekki er langt um liðið síðan hann boðaði þá ný- stárlegu íslensku gestrisni í garð hingað svíf- andi svana að senda á móti þeim óvígan her skotmanna með frethólka um leið og þessir fögru hvítu fuglar birtust í lofthelgi landsins. Og ástæðan að sjálfsögðu sú að koma í veg fyr- ir útbreiðslu meintra gin- og klaufaveikiveira sem svanir bæru hugsanlega hingað í sundfitj- um sínum frá Bretlandi. Þetta væru kannski í lagi ef yfirdýralæknir gerði öllum fuglum jafnt undir höfði í þesum efnm og sendi út beinskeyttar skotsveitir til að taka á móti lóum og spóum og kríum og öðrum vængjuöum og meintum smitberum háloft- anna. En því er því miður ekki aö heilsa. Velkomnir grænir Yfirdýralæknir hefur sem sé opinberað hast- arlega tegundafordóma sína með því að heimUa innflutning á páfagaukum frá Bretlandi og tel- ur aUs ekki nauðsynlegt að skjóta þá, ekki frek- ar en Bubbi hvalina. Þetta kemur ýmsum spánskt ef ekki spanskgrænt fyrir sjónir eftir þeir trakteringar sem fyrirhugað var að bjóða aðvífandi álftum upp á. Nú er náttúrlega ljóst að páfagaukar eru með minni fætur en svanir og skarta klóm en ekki sundfitjum, þannig að vissulega má segja að hver meðalsvanur sé fær um að bera með sér meira magn af veirum og bakterium en hver meðalpáfagaukur. En það er varla ástæðan fyr- ir mismunun yfirdýralæknis í þessum málum. Fuglafordómar hans og annarra byggjast örugg- lega, eins og manngreinarálit oftast, á litbrigða- mati. En öfugt við viðtekna kynþáttafordóma í mannheimum virðist yfirdýralæknir vera sér- staklega á móti hvítum einstaklingum, og þar af leiðandi svönum, en hallur undir þá grænu, sem sé páfagauka. Guðni frá Assisi Ef yfirdýralæknir hefði fengið að ráða væru fuglar og fleiri í vondum málum þessa dagana. Svanir væru skotnir umvörpum án þess svo mikið að vera spurðir um vegabréf eða bevís um viðunandi sóttkvíadvöl ytra og páfagaukar væru í stórum stíl fiuttir nauðungarflutningum hingað á norðurhjara til þess aö starfa í súlu- eða róludansbransanum. En sem betur fer er það ekki yfirdýralæknir sem ræður í þessum málum, heldur vinur alis sem lífsanda dregur og verndari hinna veiku og smáu í samfélaginu, Guðni Ágústsson. Og Guðni lætur ekki skjóta svani. Guðni leyfir ekki nauðungarflutninga á páfagaukum eða norskum fósturvísum að þeim forspurðum. Guðni virðir sjálfsákvörðunarrétt dýranna, bornum sem óbornum. í samanburði við Guðna er Dagfinnur dýra- læknir dýraníðingur og heilagur Frans frá Ass- isi fuglafæla af verstu sort. Garri Sjómönnum engin vorkunn Verkakona hringdi: Ég get ekki á nokkúrn hátt verið að vorkenna sjómönnum þótt þeir séu í verkfalli. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Það hefur komist í vana að við í fiskvinnslunni séum látin vitna til stuðnings sjómönnum sem eiga ekk- ert skylt við okkur hin sem tengjumst sjávarútveginum. Sjómenn hafa rífleg- an skattaafslátt og komast á eftirlaun 60 ára. Hvort tveggja er stutt af þing- mönnum og ráðherrum sem ekki þora fyrir sitt litla líf að malda í móinn. Heyrði t.d. fjármálaráðherra styðja skattaafsláttinn í sjónvarpsviðtali fyr- ir nokkrum mánuðum. Nei, sjómenn eiga ekki sérstakan stuðning skilið. Þeim nægir stuðningur ráðherranna. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV. Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.