Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Side 2
18
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001
Sport
DV
^IVIN GRE^,
Ragnar hetja
Dunkerque
Ragnar Óskarsson, sem leikur
með franska handknattleiksliðinu
Dunkerque, var hetja liðsins í gær
þegar hann tryggði því sigur,
24-23, gegn Montpellier úr
vítakasti, 14 sekúndum fyrir leiks-
lok. Ragnar skoraði sex mörk í
leiknum og átti að auki nokkrar
stoðsendingar.
„Þetta var stærsti sigur okkar í
deildinni í vetur. Það átti engin
von á þessu enda Montpellier eitt
sterkasta lið deildarinnar. Það var
nánast kraftaverk að vinna það,“
sagði Ragnar eftir leikinn.
Dunkerque er í 7. sætinu í 1.
deild með 38 stig en sem fyrr er
Chambery í efsta sæti með 51 stig.
-JKS
15 ára strákur
setti heimsmet
Bandaríski unglingurinn Mich-
ael Phelps setti um helgina heims-
met í 200 metra flugsundi á banda-
riska meistaramótinu í Austin í
Texas. Phelps, sem er aðeins 15
ára gamall, synti á 1:54,92 mínút-
um en gamla metið átti Tom
Malchow sem hann setti í júní í
fyrra. Það var 1:55,18 mínútur en í
sundinu í Austin varð Malchow í
ööru sæti á 1:55,46 mínútum.
Þá var heimsmetið í 50 m
bringusundi tvíbætt í aukagrein-
um á mótinu. Fyrst á flmmtudag-
inn þegar Anthony Robinson synti
á 27,49 sekúndum, sem var milli-
timi hans í 100 metra bringusundi,
og síðan Ed Moses sem gerði enn
betur á laugardaginn þegar hann
synti á 27,39 sekúndum sem var
einnig millitimi í 100 m bringu-
sundi.
Fyrir mótið átti Úkraínumaður-
inn Alexander Dzhaburiya metið í
50 m bringusundi, 27,61 sekúndur,
og var það orðið fimm ára gamalt.
Meistaramótið, sem lauk í gær,
var um leið úrtökumót fyrir HM
sem fram fer í Japan í sumar og
tryggöu tveir fyrstu í hverri grein
sér þátttökurétt. Því var hart
barist um toppsætin og árangur
mjög góður.
-JKS
Rogers á HM í
fjórða skipti
Ástralski sundkappmn Phil
Rogers verður fyrstur Ástraia til
að taka þátt í fjórum heimsmeist-
aramótum eftir að hann tryggði
sér þátttökuréttinn með því að ná
öðru sæti í 50 m bringusundi á
ástralska meistaramótinu sem
lauk í Horbart í gær. Rogers, sem
verður þrítugur seinna í mánuöin-
um, verður einn af 26 sundmönn-
um í HM-liði Ástrala sem einnig
voru meðal keppenda á ÓL í
Sydney en auk þeirra eru níu
nýliðar í liðinu. -EK
Patrekur sá
rauða spjaldið
Patrekur Jóhannesson fékk að
líta rauða spjaldið eftir aðeins 15
mínútna leik gegn Bayer Dormagen.
Patrekur braut illa á leikmanni
Dormagen og fékk umsvifalaust
brottvikningu. Hann skoraði eitt
mark fyrir Essen en Róbert Sig-
hvatsson skoraði fiögur mörk fyrir
Dormagen
Sigurður Bjamason skoraði fiög-
ur mörk fyrir Wetzlar sem sigraði
Willstátt, 24-22.
Julian Róbert Duranona skoraði
tvö mörk fyrir Nettelstedt sem sigr-
aði Hildesheim, 20-29, á útivelli.
Hameln tapaði á heimavelli fyrir
Solingen, 27-31, og Gústaf Bjarna-
son og félagar í Minden sigruðu Bad
Schwartau, 27-21.
Staða efstu liða breyttist ekkert
um helgina. Flensburg hefur 45 stig
eftir 28 leiki, Magdeburg 42 stig eft-
ir 27 leiki og í þriðja sæti er Lemgo
með 42 stig eftir 28 leiki.
-JKS
Magdeburg mætir
Metkovic í úrslitum
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í
þýska liðinu Magdeburg mæta Met-
kovic Jambo í úrslitum um Evrópu-
meistaratitil félagsliða í handknatt-
leik. Magdeburg tapaði að vísu síð-
ari leiknum fyrir spænska liðinu
Bidasoa, 23-17, um helgina en vann
hins vegar fyrri leikinn í Þýska-
landi með átta marka mun og sam-
anlagt 49-47. Ólafur Stefánsson var
bestur i liði Magdeburg og skoraði
fimm mörk,
Magdeburg hafði frumkvæðið í
fyrri hálfleik og leiddi með tveimur
mörkum í hálfleik, 8-10. í síðari
hálfleik tóku Spánverjamir smám
saman völdin og sigruðu með sex
marka mun.
Barcelona og Portland leika
til úrslita
í meistaradeild Evrópu tryggði
Barcelona sér sæti í úrslitum með
því að leggja Kiel að velli, 33-28, en
þýska liðið vann fyrri leikinn með
fiögurra marka mun. Viðureignin i
Barcelona var æsispennandi og
lokamínútur leiksins voru spennu-
þrungnar. Lozano skoraði tíu mörk
fyrir Barcelona en Nenad Peruncic
skoraði níu mörk fyrir Kiel.
Spænska liðiö San Antonio
Portland sigraði Celje Pivovarna
Lasko, 29-32, í Slóveniu. Gerralda,
Jakimovic og Errekondo skoruðu
sex mörk hver fyrir Portland. Spán-
verjamir unnu fyrri leikinn á
heimavelli með tveimur mörkum.
í Evrópukeppni bikarhafa verða
það Flensburg og spænska liðið
Ademar Leon sem leika til úrslita.
Ademar sigraði Valladolid, 33-22, í
síðari viðureign liðanna í gær og
Flensburg sigraði Grosswaldstadt,
29-24, en Flensburg vann fyrri
leikinn með eins marks mun.
-JKS
Birgir Leifur lék gott
golf í Villamartin
Birgir Leifur Hafþórsson, at-
vinnukylfingur frá Akranesi, átti
frábæran lokahring á Segura Viu-
das-áskorendamótinu, sem lauk á
Villamartin-golfvellinum á Costa
Blanca í gær, þegar hann lék á 68
höggum, eða fiórum undir pari vall-
arins. Birgir Leifur tryggði sér þar
með 10.—11. sætið á mótinu á samtals
282 höggum, eða alls sex höggum
undir pari vallarins, og hlaut fyrir
það um 190 þúsund krónur í verð-
launafé.
Hann hefur þar með þénað rúma
hálfa milljón króna í fyrstu tveimur
mótum vetrarins sem verður að telj-
ast góð byrjun hjá kappanum. Birg-
ir Leifur var í 18.-25. sæti fyrir loka-
hringinn eftir að hafa spfiað fyrsta
og annan hringinn á 72 höggum, eða
á pari, og þann þriðja á 70 höggum.
Hann byrjaði síðasta hringinn
mjög vel og var tveimur undir pari
strax eftir fimm holur. Síðan spilaði
hann tvær af næstu þremur á einum
yfir pari en náði sér svo aftur á strik
í lokin þegar hann spilaði þrjár af
fimm síðustu holunum á einum und-
ir pari. í heildina lék Birgir Leifur
41 holu af 72 á pari, 18 einum undir
pari og 13 einum yfir pari. Sigur-
vegari mótsins varð Skotinn Euan
Little á samtals 277 höggum, eða 11
undir pari. Spánverjinn Jesus Maria
Arruti varð í öðru sætinu á 278
höggum og Carlos Larrain frá
Venesúela í þriöja sætinu á 279
höggum. Larrain leiddi mótið lengst
af og hafði tveggja högga forskot á
Little fyrir lokaumferðina en Skot-
inn spilaði síðasta hringinn á 68
höggum og skaust þar með upp í
efsta sætið og hlaut fyrir þaö um 1,2
milljónir króna í verðlaunafá.
Jusus Maria var aftur á móti sá
sem átti besta skor á hring en hann
lék síðasta hringinn á 64 höggum,
eða 8 undir pari, sem tryggði honum
annað sætið og um 800 þúsund krón-
ur í verðlaunafé.
-EK
Birgir Leifur Hafþórsson.
Hvít-Rússinn Aliksandr Shamkuts skoraði þrjú mörk af línunni fyrir Hauka í síöari leiknum gegn Metkovic Jambo í
Krótaíu um helgina. Haukar eru úr leik i keppninni en frammistaða liðsins var mjög góö engu að síöur.
Haukar úr leik í Evrópukeppninni í handknattleik:
Góð reynsla
- töpuðu síðari leiknum við Metkovic í Króatíu, 29-25
Haukar töpuðu síðari leik sínum
gegn króatíska liðinu Metkovic
Jambo, 29-25, í Evrópukeppni fé-
lagsliða í handknattleik í Króatíu á
laugardaginn. í hálfleik var staðan
16-13 fyrir Metkovic sem vann því
samanlagt í leikjunum tveimur,
51-45.
Að sögn Þorgeir Haraldssonar,
formanns handknattleiksdeildar
Hauka, var leikurinn á laugardag
hörukurimma. Leikurinn var meira
og minna í jafnvægi en Króatarnir
náðu mest sex marka forystu. Fyrri
hálfleikur var jafn en það sem skildi
liðin af var markvarsla Króatanna.
Markvörður þeirra lokaði markinu
og varði að minnsta kosti fiögur
dauðafæri á stuttum kafla.
Króatiska liöið var hvatt áfram af
rúmlega 3000 þúsund áhorfendum
og var gríðarleg stemning í íþrótta-
höllinni. Svissneskir dómarar höfðu
góð tök á leiknum, að sögn Þorgeirs
Haraldssonar.
„Það var mikil reynsla fyrir okk-
ar lið að taka þátt í þessari keppni
og hún mun nýtast okkur síðar
meir. Við erum sáttir þannig séð en
auðvitað hefðum við viljað fara í úr-
slit keppninnar. Við sýndum það og
sönnuðum að við eigum fullt erindi
í svona keppni. Það má segja að
fyrri leikurinn heima hafi orðið
okkur að falli en það hefði breytt
miklu að koma hingað út í síðari
leikinn með 3-4 mörk í farteskinu,"
sagði Þorgeir.
Halldór Ingólfsson var marka-
hæstur Hauka í leiknum með 7
mörk. Þorvarður Tjörvi Ólafsson og
Rúnar Sigtryggsson skoruðu 5 mörk
hver, Einar Örn Jónsson var með 4
mörk, Aliksandr Shamkuts 3 mörk
og Óskar Ármannsson 1.
„Við erum ákveðnir að taka þátt í
Evrópukeppninni næsta vetur en
við höfum þegar tryggt okkur sæti í
Evrópukeppni bikarhafa. Viö mæt-
um tvíefldir til leiks í þessa keppni
næst. Við förum út úr þessari
keppni með smáhalla. Með góðum
stuðningi yfirvalda i Hafnarfirði og
leikmanna sjálfra er staðan
viðunandi," sagði Þorgeir Haralds-
son.
-JKS