Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Síða 3
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001
19
I>V
Sport
- KR vann öll mót í vetur og kórónaði tímabilið með Islandsmeistaratitli
Hugarfarið
- skilur liðin að, segir Henning, þjálfari KR
KR-stúlkurnar hefja Henning Henningsson þjálfara sinn á ioft
fagnaöarlátunum.
„Viö áttum von á því að þetta yrði
erfitt þar sem Keflavík er með mjög
gott lið. Hugarfarið skilur þessi lið að.
KR-stelpurnar höfðu rétt hugarfar til
að ljúka þessu og klára þessa titla sem
komnir eru í hús. Ég átti alls ekki
von á því að vinna þetta 3-0, þó svo að
maður vonaði það. En ef hugarfarið
og viljinn er til staðar þá er ekkert lið
sem stenst okkur snúning," sagði
Henning Henningsson, þjálfari KR.
En hver er skýringin á því að liðið
vinnur örugglega í Keflavík en lendir
í basli á heimavelli. „Pressan á
heimavelli er miklu meiri þar sem við
eigum að vinna heimaleikina. Viö
gátum verið aðeins afslappaðri í
Keflavík þar sem kröfumar um sigur
eru ekki eins miklar. Þar máttum við
tapa en hérna heima eigum við að
vinna. Þetta er eina skýringin sem ég
hef á þessu. Heather hefur komið sér
vel eftir að hún gekk til liðs við okk-
ur en ég er á því að hún hafi ekki
breytt öllu. Að mínu mati eru Kan-
amir að þurrka hvor annan út þar
sem báðar era mjög góðar. Á endan-
um em það heimastelpumar sem eru
að klára þessi mót. Ef þessi hópur
heldur áfram þá er ekkert lið sem ógn-
ar honum í dag og hægt að byggja á
þessum kjarna í framtíðinni. Það er
ekkert komið í ljós hvort ég verð
áfram en ég á von á því að mér verði
boðinn áframhaldandi samningur,"
sagði Henning að lokum
Björt framtíð hjá KR
„Það er alltaf gaman að vinna
Keflavík í úrslitaleikjum. Við vissum
allan tímann að þetta yrði erfitt þvi
það eru allir leikir í úrslitakeppni erf-
iðir,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir,
leikmaður KR.
„Við komum kannski ekki alveg
nógu stemmdar en unnum samt. Við
eram með yfirburðalið í deildinni og
höfum sýnt það í vetur. Við slökuð-
um aðeins á í þriðja leikhluta og héld-
um kannski að þetta væri komið en
það má ekki í úrslitakeppni og það
sýndi sig. En við tókum okkur saman
í andlitinu og sýndum karakter • og
kláruðum þetta. Það er björt framtíð
hjá KR og ef við höldum sama mann-
skap getur þetta lið unnið fleiri titila
næstu árin. Heather Corby hefur
komið sterk inn í liðið og fellur vel
inn í hópinn. Keflavík byrjaði tíma-
bilið vel en eftir að liðið skipti um
þjálfara náði það ekki að halda sömu
stemningu, fyrir utan það að vera
ekki með eins gott lið og við,“ sagði
Gréta. -BG
Kristfn B. Jónsdóttir, fyrirliði KR, sækir aö körfunni í leiknum gegn Keflvíkingum í KR-húsinu á laugardaginn. Marín
Rós Karlsdóttir, Keflavík, reynir hvaö hún getur til aö hefta hana. DV-myndir E.ÓI.
KR sigraði Keflavík, 64-58, í þriðja
leik liðanna i úrslitum 1. deildar
kvenna og þar með tryggðu KR-stelp-
urnar sér íslandsmeistaratitilinn og
unnu einvígið, 3-0. KR er vel að titl-
inum komið og virðist vera með yfir-
burðalið þetta tímabilið og því til
staðfestingar er hægt að benda á að
liðið hefur unnið alla þá titla sem í
boði hafa verið.
Keflavík mætti til leiks án Birnu
Valgarðsdóttur sem er meidd og var
það slæmt fyrir gestina. Jafnræði var
með liðunum i fyrsta leikhluta og
voru leikmenn eins og Erla Þorsteins-
dóttir sem stigu upp fyrir Keflavik.
Schwartz í villuvandræöum
KR tók síðan yfirhöndina í öðrum
leikhluta og réðu gestimir ekkert við
Heather Corby. Brooke Schwartz,
erlendur leikmaður í liði Keflavíkur
lenti í villuvandræðum i fyrri hálfleik
og fjórðu villu sinni þegar skammt
var til leikhlés.
KR byrjaði seinni hálfleikinn af
miklum krafti og virtist vera að skilja
gestina eftir. Munurinn fór í 15 stig,
51-36, en þá sýndi Keflavíkurliðið
hvað í því býr og gerði 16 stig í röð,
þar af þrjár 3ja stiga körfur. Þar
með var Keflavík komið einu stigi yf-
ir og óvænt spenna allt í einu komin í
leikinn. Jafnt var eftir þriðja leik-
hluta, 54-54.
Barningur í fjóröa leikhluta
MikO barátta var síðan í fjórða og
síðasta leikhluta og gekk báðum lið-
um illa að finna körfuna. Schwartz
fékk síðan fimmtu villu sína þegar
fimm og hálf mínúta var eftir af leikn-
um. Eftir það virtist KR vera með
þetta í hendi sér og Hanna Kjartans-
dóttir tryggði KR sigur með því að
gera fjögur síðustu stigin í leiknum.
Eftir frábæran þriðja leikhluta náði
Keflavík ekki að fylgja honum eftir og
gerði liðið aðeins fjögur stig í síðasta
leikhluta.
KR var betri aðilinn þegar leikur-
inn er gerður upp i heild og sýndi
styrk með því að klára leikinn eftir að
hafa lent í vandræðum um tíma í
þriðja leikhluta. Hetaher Corby er
heldur betur búin að gera það gott eft-
ir að hún gekk til liðs við félagið og
hefur KR ekki tapað leik eftir komu
hennar. Hanna átti góðan leik en hún
hefur fallið svolítið í skuggann eftir
að Corby kom en núna náðu þær vel
saman. Helga Þorvaldsdóttir átti fin-
an leik og lék síðustu tvo leikina mjög
vel og sýndi hvað í henni býr eftir að
hafa verið frekar róleg í vetur. Krist-
ín Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, hafði
hljótt um sig að þessu sinni en hefur
verið frábær í vetur og kemur sterk-
lega til greina sem besti leikmaður
deildarinnar. Gréta Grétarsdóttir er
mikilvæg fyrir liðsheildina og var
engin breyting á því í þessum leik.
Hún spilaði fina vörn og tók m.a. átta
fráköst. Reynsla Guðbjargar Norð-
fjörð hafði mikið að segja fyrir KR og
leiðtogahæfileikar hennar komu að
góðum notum í úrslitakeppninni.
Keflavík mætti hreinlega ofjörlum
sínum að þessu sinni. Það hljóta að
vera mikil viðbrigði fyrir félagið að
hafa ekki Önnu Maríu Sveinsdóttur á
vellinum.
Margar efnilegar
Liðið er enga síður mjög efnilegt og
engin ástæða fyrir Keflavík að ör-
vænta með allar þessar efnilegu stelp-
ur í liðinu. Kristín, Erla og Schwatz
voru bestar í leiknum og munaði mik-
ið um framlag Erlu og Kristínar sem
skoruðu einungis fiögur stig saman í
síðasta leik en gerðu 39 stig að þessu
sinni. Það var þó ekki nóg en ekki
verður skuldinni skellt á Schwartz
sem hefur leikið frábærlega fyrir
Keflavík eftir að hún komst inn í
hlutina hjá liðinu. -BG
1. DEIID KVENNA
' Sjötta áriö i röö var íslandsbikar-
inn í kvennakörfunni afhentur í vestur-
bæ en jafhframt aðeins i annað skipti sem
heimastúlkur fengu bikarinn afhentan á
heimavelli sínum. Árin 1996-1999 var bik-
arinn afhentur í Hagaskóla en sfðustu tvö
árin í Frostaskjóli.
Oddatöluárin í kvennakörfunni virðast
hafa tvennt i for með sér - Keflavík nær
ekki að verða meistari og úrslitaeinvígið
hefur endað 3-0. Keflavík hefur þannig
verið íslandsmeistari 1994, 1996, 1998 og
2000 en misst titilinn jafnóðum 1995,1997,
1999 og 2001. Öll oddatöluárin (1993, 1995,
1997, 1999 og 2001) í sögu úrslitakeppni
kvenna hafa úrslitaeinvígin endað 3-0 en
aldrei á sléttu árunum þar sem meðal ann-
ars tvö einvígi hafa farið í oddaleik.
Hanna B. Kjartansdóttir varð um helg-
ina fyrsta konan til að fagna fimm íslands-
meistaratitlum eftir úrslitakeppni. Hanna
varð enn fremur fyrsta konan til að vinna
tvo titla með 2 félögum en hún varð einnig
meistari með Keflavík (1993 og 1994),
Breiðabliki (1995) og KR (1999).
Hanna hefur veriö i sigurliöi í 18 af 25
leikjum sínum 1 lokaúrslitum úrslita-
keppninnar og með því að skora fjögur
síðustu stigin í lokaleiknum um heigina
varð hún stigahæsti leikmaður lokaúrslit-
anna frá upphafi. Hanna, sem hefúr skor-
að 330 stig i 25 úrslitaleikjum, skaut sér
upp fyrir Önnu Maríu Sveinsdóttur (328)
og Guðbjörgu Noröfjörð (326).
Guöbjörg Norófjörö fagnaði loksins ís-
landsmeistaratitli i sínu númeri (14) og
það gerði hún í 30. leik sínum í lokaúrslit-
um úrslitakeppninnar en hún og Kristín
Björk Jónsdóttir, fyrirliði KR, bættu báð-
ar metið sitt í ár og hafa leikið 30 af 33
úrslitaleikjum um Islandsmeistaratitilinn
frá upphafi keppninnar 1993.
Helga Þorvaldsdóttir, leikmaöur KR,
hefur verið í sigurliði í ellefu úrslitaleikj-
um í kvennakörfunni í röð. Helga meidd-
ist i úrslitaleik meistarakeppninnar
haustið 1999 og lék ekkert meira með það
tfmabil en tímabilið á undan hafði KR-Iið-
ið unnið alla fjóra úrslitaleiki sína (einn í
bikar og þrjá í lokaúrslitum úrslita-
keppni). Helga sneri til baka í haust og í
vetur hefur KR-liðið unnið alla sex úrslita-
leiki sína (einn í Kjörísbikar, einn i
Reykjavikurmóti, einn í bikar og þrjá í
lokaúrslitum úrslitakeppninnar).
Heather Corby, kanadískur leikmaður
KR, setti met í lokaleiknum er hún varð
fyrsta konan til að taka 9 sóknarfráköst í
einum leik í lokaúrslitum kvenna. Metið
átti áður Sóley Sigurþórsdóttir sem tók 8
slík fyrir KR frá 1997. Crony setti einnig
frákastamet í fyrsta leiknum er hún tók 19
fráköst en Corby tók alls 52 fráköst í
þremur Ieikjum gegn Keflavík, eða 17,3 að
meðaltali. -ÓÓJ
KR-Keflavík 64-58
2-0, 2-5, 9-7, 15-15, (19-20), 25-20,
33-22, 37-24, (41-32), 43-32, 43-36,
51-36 (54-54), 56-55, 60-58, 64-58.
Stig KR: Heather Corby 17, Hanna
Kjartansdóttir 15, Helga Þorvaldsdótt-
ir 12, Gréta María Grétarsdóttir 7,
Kristín Jónsdóttir 6, Guðbjörg Norð-
fjörð 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 2.
Stig Keflavikur: Kristin Blöndal 19,
Erla Þorsteinsdóttir 12, Brooka
Schwartz 9, Marín Rós Karlsdóttir 8,
Svava Stefánsdóttir 7, Sigríður Guð-
jónsdóttir 2, Bonnie Lúðvíksdóttir 1.
Fráköst: KR 45, 14 í sókn, 31 í vörn
(Corby 18), Keflavík 42,12 í sókn, 30 í
vörn (Schwartz 14).
Stoðsendingar: KR 18 (Corby 7),
Keflavík 17 (Marín, Schwartz 4).
Stolnir boltar: KR 11 (Helga 3),
Keflavík 6 (Kristín, Theódóra 2).
Tapaöir boltar: KR 15, Keflavík 17.
Varin skot: KR 1 (Corby 1), Keflavík
5 (Erla 5).
3ja stiga: KR 3/11, Keflavík 7/24
Víti: KR 15/24, Keflavík 7/10
Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson
og Rúnar B. Gíslason (8).
Gϗi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: .300
Maður leiksins:
Heather Corby, KR