Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Page 5
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001 21 DV Sport Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari segir það æðsta drauminn að stökkva: - langtímatakmarkið er að taka þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 Þórey Edda Elísdóttir, stangar- stökkvari úr FH, sem frá áramótum hefur dvalið við keppni og nám við Georgía-háskóla í Athens í Bandaríkj- unum, er heldur betur að gera það gott þessa dagana. í gær náði hún sin- um besta árangri utanhúss, þegar hún stökk 4,35 m á móti sem fram fór á heimavelli Georgía-háskólans í Athens og var það hennar sjöundi sigur í röð á háskólamótunum. Þórey bætti þar með sinn besta ár- angur utanhúss frá því um síðustu helgi um fjóra sentímetra, en þá stökk hún 4,31 m þegar hún sigraði á fyrsta útimóti ársins sem fram fór í Arizona. Það mót var jafnframt úrtökumót fyr- ir háskólameistaramótið utanhúss sem fram fer i Eugene í Oregonfylki i byrj- un júní og tryggði Þórey Edda sér þátttökuréttinn á mótinu. Þórey hefur verið á miklu flugi síð- an hún kom til Bandaríkjanna, en á sínu fyrsta móti ytra, sem fram fór í Tennessee i lok janúar, stökk hún 4,30 metra, sem var sjö sentímetrum frá hennar besta árangri innanhúss og síðan hefur leiðin stöðugt legið upp á við. í lok febrúar, eftir að hafa sigrað á íjórum háskólamótum í röð, gerði hún sér síðan lítið fyrir á Meistara- móti Suðurríkjanna og bætti sinn besta árangur innanhúss um þrjá sentímetra, þegar hún stökk 4,40 m. Árangurinn var nýtt bandarískt há- skólamet innanhúss og var aðeins fimm sentímetrum frá íslands- og Norðurlandameti Völu Flosadóttur, sem var 4,45 m, sett sællar minningar á heimsmeistaramótinu í Japan fyrir tveimur árum. Þórey Edda gerði reyndar atlögu að metinu á mótinu, því eftir að hafa stokkið 4,40 lét hún hækka í 4,46 m og átti tvær mjög góð- ar tilraunir við þá hæð, en felldi naumlega. Þessi mikla og stöðuga stígandi gaf vonir um að stutt væri í að stúlkan færi að fljúga enn hærra og þann 10. mars rættist sú von þegar Þórey Edda sigraði á bandaríska háskólameistara- mótinu með því að vippa sér yfir 4,51 m og var hún þar með orðin íslands- og Norðurlandamethafi innanhúss. Þórey Edda lét ekki þar við sitja, því eftir metstökkið lét hún hækka í 4,71 m, sem var ný heimsmetstilraun. Mik- il eftirvænting ríkti á vellinum í Fayetteeville í Arkansas, þar sem mótið fór fram, og eftir tvær mis- heppnaðar tilraunir náði Þórey Edda mjög góðu stökki í þriðju tilraun og var vel yfir hæðinni, en felldi naum- lega á niðurleiðinni. Meistaramótið var siðasta innanhússmótið á tímabil- inu ytra og því verður Þórey Edda að bíða með næstu heimsmetstilraun innanhúss til haustsins. Þórey Edda, sem stundar nám í um- hverfisverkfræði, sagðist í samtali við DV-Sport fyrir helgina, vera mjög ánægð með árangurinn síðan hún fór utan. „Hann er reyndar framar von- um og hefur komið mér virkilega á óvart. Allavega átti ég ekki von á þessu svona fljótt, eftir meiðslin og erfiðleikana í fyrra.“ - Ertu ánœgð meó veruna i Bandarikjunum? „Hér er mjög gott að vera og mjög góð aðstaða til allrar íþróttaiðkunar, bæði hvað varðar keppni og æfingar. Enda er Georgía-háskólinn mjög íþróttalega sinnaður og mikið lagt upp úr góöum árangri. Bandaríski fót- boltinn er hér númer eitt og síðan koma körfubolti og hafnabolti númer tvö og þrjú. Það er alltaf troðfullt á heimaleikjum fótboltaliðsins, en völl- urinn tekur um 190 þúsund manns í sæti og oftast komast færri að en vilja. Toppleikmennimir í þessum greinum Þórey Edda Elísdóttir í háloftunum í Sydney þar sem hún tók þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum á ferlinum og eflaust ekki þeim síöustu. Á myndunum hér aö neðan sjáum við til vinstri Þóreyju gera sig klára fyrir sína síöustu stökktilraun á leikunum þar sem henni mistókst aö stökkva yfir 4,15 m og má greinilega sjá vonbrigðin á myndinni til hægri. Þórey stökk slétta fjóra metra á leikunum og komst ekki í úrslit, en stefnir enn hærra á næstu leikum, í Aþenu áriö 2004. eru mikið í sviðsljósinu, enda áhug- inn á þessum íþróttagreinum mikill um öll Bandaríkin. Við sem stundum frjálsar íþróttir verðum ekki eins mikið vör við þetta, en auðvitað vekj- um við töluverða athygli þegar vel gengur." - Er þetta ekki strembið með verk- frœðináminu? „Æfmgarnar hérna fara mjög vel saman við námið og ekkert yfir því að kvarta. Ég er aldrei meira en fjóra tíma í skólanum á dag og get því nýtt tímann vel eftir hádegið til æfinga, sem byrja yfirleitt ekki fyrr en klukkan 14.30. Við æfum tuttugu sam- an í hóp, sem er samsettur af tug- þrautarmönnum og stangarstökkvur- um. Æfmgamar standa misjafnlega lengi fram eftir degi og eftir stökkæf- ingamar er farið í æfingasali þar sem teknar eru séræfmgar í fimleikum eða styrkingum og farið yfir ýmis atriði með þjálfaranum." - Ertu heppin með þjálfara? . „Vjð erum með mjög hæfan þjálfi. ara, sem heitir Aaron James. Þetta er annað árið hans hér hjá Georgía-há- skólanum en áður hafði hann þjálfað víða um Bandaríkin. Hann er 35 ára gamall og hefur strax náð mjög góðum árangri. Það var hann ásamt öðmm þjálfara við skólann sem hafði sam- band við mig og fékk mig til að koma til Bandaríkjanna." - Eru œfingarnar ólíkar því sem þú átt að venjast? „Þetta er mjög ólfkt því sem ég á að venjast frá Svíþjóð. Æfingamar em miklu skemmtilegri og allt öðruvísi settar upp. Hjá Stanislav Szcyrba í Svíþjóð var þetta allt miklu strangara og þvingaðara. Við máttum helst ekki tala og hvað þá hlæja á æfingum. Hann lét okkur æfa mun meira og æf- ingarnar voru mun þyngri og meira um kraftæfingar. Ég held hann hafi ekki verið á réttri leið með mig og á endanum vora álagsmeiðsli farin að hrjá mig. Ég lærði þó heilmikið hjá honum og styrktist mikið. Hann kenndi mér eiginlega að hlaupa og þar fékk ég grunninn sem ég bý að í dag. James leggur meira upp úr tækn- inni en er þó ekki að þvinga fram neinar meiri háttar breytingar. Hann hefur frekar verið að slípa stílinn til og leggur meiri áherslu á að útfæra hann betur. Auk þess er ég búin að skipta um stöng og stekk nú með mun stífari og lengri stöng sem gefur mér meiri möguleika. Þetta hefur strax skilað mér bættum árangri, eftir að hafa hjakkað í sama farinu í nærri eitt og hálft ár, á meðan ég var meidd.“ - Telurðu að þá sér laus við meiðslin fyrir fullt og allt? „Ég vona það svo sannarlega. En ég verð þó að fara varlega þar sem ég hef verið slæm í baki alveg frá því árið 1992 og fékk vott af brjósklosi núna síðast." - Nýtist hœðin þér vel i keppni? "Hæðin er mikill plús fyrir mig og hún gefur mér ákveðið forskot ef ég nýti hana rétt. Ég hef líka mjög góðan grunn eftir fjöldamörg ár í fimleikum og það hefur hjálpað mér mikið. Reyndar hafa fleiri stangarstökkvarar verið í fimleikum og má þar nefna þær Balakhonovu og Bartovu, en þær vantar hæðina.“ - Hvað cetlar þú að vera lengi í Bandarikjunum? „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég verð lengi hér ytra en alla- vega út næsta tímabil. Það fer reynd- ar allt eftir þvi hvað ég verð lengi að klára námið en ég hefði helst viljað klára það á tveimur árum. Ef mér tekst það ekki þá bæti ég við þriðja ár- inu og fer síðan líklega í framhalds- nám einhvers staðar annars staðar.“ - Hver eru nœstu stórverkefni hjá þér í stangarstökkinu? „Næsta stóra mótið hjá mér er bandaríska háskólameistaramótið ut- anhúss sem fram fer í byjun júní. Síð- an er það sjálft heimsmeistaramótið, sem fram fer í Kanada fyrstu vikuna í ágúst, en ég er þegar búin að ná lág- markinu á það. Ég mun leggja alla áherslu á að vera í mínu besta formi fyrir þessi tvö mót, en þó taka fyrir þau þátt í einhverjum mótum, bæði hér ytra og heima á íslandi i sumar. Auk þess stefni ég að því að komast á einhver stórmót í Evrópu í sumar en það er ekki enn komið á hreint. Ég fer heim fslands beint eftir háskólameist- aramótið í Oregon og stunda æfingar heima í Kaplakrika í júní og júlí, áð- ur en ég fer aftur til Bandaríkjanna, beint af HM í Kanada.“ - Hver er stcersti draumurinn hjá þér i dag? „Stærsti draumurinn þessa dagana er auðvitað að stökkva enn þá hærra, sérstaklega eftir heimsmetstilraunina um daginn. Ég var komin vel yfir með mjaðmirnar og heimsmetið blasti við þegar ég rak brjóstið í rána og felldi. Þetta gaf mér mér aukið sjálfstraust og sannaði fyrir mér að ég er á réttri leið. Til langs tima litið er stærsti draumurinn að taka þátt í Ólympíu- leikunum í Aþenu árið 2004.“ -EK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.