Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Page 11
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001
27
Sport
ENGLAND
Robbie Fowler skorar hér síöara mark Liverpool gegn Manchester United án þess aö Fabien Barthez og Nicky Butt komi vörnum viö. Á innfelldu myndinni
sést Eiöur Smári Guöjohnsen fagna sigurmarki sínu fyrir Chelsea gegn Middlesborugh. Reuters
Enska knattspyrnan:
- Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sigurmark Chelsea gegn Middlesborough
Úrvalsdeild:
Eiður Smári Guðjohnsen heldur
áfram að láta að sér kveða í ensku
úrvalsdeildinni en hann skoraði sig-
urmark Chelsea í 2-1 sigri á Midd-
lesborough eftir að hafa komið inn á
sem varamaður. Gianfranco Zola
skoraði fyrra mark Chelsea og til-
einkaði það David Rocastle, fyrrum
félaga sínum hjá Chelsea og áður
hjá Arsenal og enska landsliðinu,
en hann lést af völdum krabbameis
á laugardag. „Það var ánægjulegt að
spila og ég tileinka markið David
Rocastle. Þegar ég kom fyrst til
Chelsea þá hjálpaði hann mér.
Hann var sannur atvinnumaður og
mér líkaði afar vel við hann.“ Zola
sagði mikilvægt fyrir liðið að ná
Evrópusæti fyrir næsta tímabil.
„Við ætlum ekki að spila í Inter
Toto-keppninni. Tímabilið er nógu
langt og ef af því verður verður að-
eins um stutt hlé milli tímabila að
ræða.“
Liverpool náði á laugardag þeim
frábæra árangri í fyrsta skipti í 22
ár að sigra Manchester United í báð-
um leikjum í deildinni þegar liðið
vann 2-0 á Anfield, þrátt fyrir að
vera einum færri í 25 mínútur.
Liverpool vann leikinn á frábærum
fyrri hálfleik og sterkri liðsheild í
síðari hálfleik með Sami Hypiia
sem sinn besta mann. Danny
Murphy, sem skoraði sigurmarkið í
fyrri leik liðanna á Old Trafford,
gerði sig sekan um alvarleg mistök
þegar hann fékk annað gula spjaldið
sitt í leiknum fyrir brot á Denis
Irwin út við hliðarlínu langt utan
hættusvæðis. United tókst hins veg-
ar ekki að nýta sér liðsmuninn og
eina mark þess var dæmt af vegna
rangstöðu. Bæði liðin eiga fyrir
höndum stóra leiki i Evrópukeppn-
um í vikunni og mátti greina það á
leik United að hugur leikmanna var
við leikinn við Bayern Múnchen á
þriðjudag.
„Þetta er mjög mikilvæg vika,“
sagði Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, á laugardag. „Við
leikum í undanúrslitum í UEFA-
bikamum og síðan í undanúrslitum
FA-bikarsins en ég sagði við strák-
ana: „Höldum áíram að vinna okkar
vinnu og verum með báða fætuma
á jörðinni." “
Leeds vann góðan útisigur á
Sunderland þrátt fyrir að missa Al-
an Smith út af með rautt spjald í
síðari hálfleik. David O’Leary, stjóri
Leeds, sagði liðið berjast fyrir
þriðja sætinu í deildinni en sú bar-
átta hefði kannski byrjað of seint.
Sigurinn gefur þeim þó mikið sjálfs-
traust fyrir undanúrslitaleikinn í
meistaradeildinni gegn Deportivo.
Arsenal vann góðan sigur á
Tottenham í Lundúnaslag, 2-0, en
dagurinn var þó íjarri því að vera
ánægjulegur fyrir liðið sem fékk
þær fréttir snemma dags að fyrrver-
andi félagi þeirra, David Rocastle,
væri látinn. Þeir heiðruðu minn-
ingu hans á glæsilegan hátt með
miklum yfirburðum gegn Totten-
ham. „Að minu mati spiluðum við
vel og þurftum að vera þolinmóðir.
Við fengum nóg af færum og ég var
alltaf viss um að við myndum skora
en við vörðumst mjög vel,“ sagði
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Leikurinn gefur góð fyrir heit fyrir
slag liðanna í undanúrslitum FA-
bikarsins um næstu helgi.
Leicester missti af mikilvægum
stigum í baráttunni um Evrópusæti
þegar liðið tapaði fyrir Charlton,
2-0. Liðið átti hins, að því er virtist,
ekki skilið að skora enda var sókn-
armönnum þess heldur mislagðir
fætur í leiknum.
Bolton tapaði dýrmætum stigum
á heimavelli í toppbaráttu 1. deildar
þegar liðið gerði jafntefli við
Wimbledon á heimavelli á meðan
Blackburn skellti sér uppfyrir þá í
annað sætið sem gefur sæti í úrvals-
deild að ári. -ÓK
\+9- SKOTLAND
St. Johnstone-Hibernian .... 2-0
Aberdeen-Celtic . :........0-1
Dundee-Kilmamock...........2-2
Hearts-Motherwell .........3-0
Rangers-Dundee Utd ........0-2
St. Mirren-Dunfermline.....1-1
Staða efstu liða:
Celtic 31 26 4 1 78-23 82
Rangers 31 21 3 7 58-30 66
Hibernian 32 17 9 6 52-25 60
Hearts 32 13 7 12 51-43 46
Kilmarnock 31 13 7 12 36-41 46
Dunfermline 32 11 8 13 31-46 41
Dundee -. -31. -10- 8 -13 - 44-39 - 38 -
Arsenal-Tottenham............2-0
1-0 Pires (70.), 2-0 Henry (87.).
Bradford-Newcastle .........2-2
1-0 Wetherall (8.) ., 2-0 Blake (10.), 2-1
Cort (25.), 2-2
Chelsea-Middlesbrough .... 2-1
1-0 Zola (35.), 1-1 Windass (54.), 2-1
Eiður Smári (63.).
Coventry-Derby...............2-0
1-0 Hadji (43.), 2-0 Hartson (48.).
Liverpool-Manch.Utd .........2-0
1-0 Gerrard (13.), 2-0 Fowler (41.).
Manch. City-Aston Villa .... 1-3
1-0 Goater (12.), 1-1 Merson (14.), 1-2
Dublin (44.), 1-3 Hendrie (65.).
Sunderland-Leeds ........... 0-2
0-1 Smith (24.), 0-2 Viduka (90.).
West Ham-Everton ............0-2
0-1 Unsworth (44., víti), 0-2 Alexanders-
son (71.).
Charlton-Leicester...........2-0
1-0 Todd (33.), 2-0 Bartlett (82.).
Staðan í úrvalsdeild:
Man. Utd 31 21 7 3 68-21 70
Arsenal 31 16 9 6 49-29 57
Leeds 31 14 8 9 46-38 50
Liverpool 29 14 7 8 50-31 49
Ipswich 30 15 4 11 44-36 49
Sunderland 31 13 9 9 37-32 48
Chelsea 30 12 9 9 54-38 45
Charlton 31 12 9 10 4142 45
Leicester 30 13 6 11 31-33 45
Southampt. 29 12 8 9 34-34 44
Aston Villa 30 10 11 9 34-31 41
Tottenham 31 10 9 12 36-40 39
Newcastle 30 11 6 13 36-43 39
West Ham 31 8 11 12 35-40 35
Everton 31 9 8 14 33-44 35
Derby 31 8 11 12 31-47 35
Middlesboro 31 6 13 12 34-38 31
Man. City 31 6 9 16 34-52 27
Coventry 31 6 9 16 28-51 27
Bradford 30 3 9 18 22-57 18
1. deild:
Tranmere-Fulham.............1-4
0-1 Saha (3.), 0-2 Hayles (28.), 0-3 Cl-
arke (65.), 0-4 Saha (84), 1-4 Osborne
(90.).
Bamsley-Stockport ..........0-2
0-1 Kuqi (10.), 0-2 Wilbraham (62.).
Bolton-Wimbledon...............
1- 0 Elliott (28.), 1-1 Agyemang (31.),
2- 1 Hendry (66.), 2-2 Cooper (90.).
Crystal Palace-Crewe........1-0
1-0 Austin (62.).
Huddersfield-Portsmouth . . . 4-1
0-1 Mills (33.), 1-1 Booth (56.), 2-1 Facey
(71.), 3-1 Gorre (90., víti), 4-1 Baldry
(90.).
Norwich-Grimsby ............2-1
1- 0 Roberts (3.), 1-1 Campbell (32.),
2- 1 Llewellyn (74.).
Nott. Forest-Q.P.R..........1-1
1-0 Harewood (13.), 1-1 Wardley (85.).
Preston-Gillingham..........0-0
W.B.A.-Watford .............3-0
1-0 Quinn (52.), 2-0 Hughes (59.), 3-0
Clement (90.).
Blackbum-Burnley............5-0
1-0 Short (14.), 2-0 Davis (28.,
sjálfsm.), 3-0 Jansen (56.), 4-0 Jansen
(69.), 5-9 Hignett (82.).
Birmingham-Wolves ..........0-1
0-1 Ndah (1.).
Sheff. Wed-Sheff. Utd.......1-2
0-1 D’Jaffo (50.), 0-2 Asaba (70.), 1-2
Sibon (76.).
Staöa efstu liða:
Fulham 38 27 7 4 81-26 88
Blackburn 36 21 9 6 60-32 72
Bolton 38 20 12 6 65-39 72
Birmingham 39 21 6 12 53-41 69
WBA 40 20 8 12 55-46 68
Preston 38 19 7 12 51-43 64
Nott. For. 39 18 6 15 48^4 60
2. deild:
Brentford-Wrexham .........1-0
Stoke-Bristol Rovers.......4-1
1-0 Hanson (4.), 2-0 Hanson (15.), 3-0
Thorne (71.), 4-0 Thorne 86, 4-1 Gall
(88.).
Staða efstu liða:
Rotherham 39 23 8 8 72-49 77
Millwall 39 22 8 9 70-36 74
Reading 38 22 7 9 70-41 73
Walsall 39 19 10 10 67-43 67
Wigan 40 16 17 7 46-34 65
Stoke 39 17 13 9 63-42 64
Bristol City 39 16 12 11 62-48 60
Notts C. 1 . . 38 15 10 13 50-54 55
ÍNGIAND
h
David Rocastle, fyrrum leikmaður
Arsenal og enska landsliösins, lést af
völdum krabbameins á laugardag, að-
eins 33 ára aö aldri. Rocastle lék 277
leiki fyrir Arsenal á ámnum 1983 til
1992. Leikmenn Arsenal og Tottenham
minntust leikmannsins með mínútu
þögn fyrir leik liðanna á laugardag.
Eióur Smúri Guöjohnsen skoraði
sigurmark Chelsea gegn Middles-
boroug á Stamford Bridge eftir að hafa
hafa komiö inn á sem varamaður fyrir
Jesper Gronkjær á 47. mínútu.
Þórður Guójónsson var í byrjunar-
liði Derby gegn Coventry en fór út af
á 58. mínútu fyrir George Kinkladze.
Guöni Bergsson spilaði allan leikinn
fyrir Bolton sem gerði jafntefli við
Wimbledon. Guðni fékk gult spjald
undir lok leiksins.
Bjarki Gunnlaugsson var á vara-
mannabekk Preston sem gerði 0-0
jafntelfi við Gillingham.
Lárus Orri Sigurösson var á vara-
mannabekk WBA þegar liðið sigraði
Watford, 3-0. Heiöar Helguson var í
byrjunaliði Watford en fór út af á 71.
minútu fyrir Noel Williams.
Ólafur Gottskálksson og ívar Ingi-
marsson spiluðu allan leikinn fyrir
Brentford sem vann Wrexham, 1-0.
Stefán Þóröarson var I byrjunarliði
Stoke sem vann Bristol Rovers, 4-1.
Það sama-má-segja um Bjarna- Guö-
jónsson, Rikharó Daöason og
Brynjar Björn Gunnarsson. Stefán
fór út af á 78. mínútu og Bjarni og Rík-
harður á 73. mínútu. Birkir Kristins-
son var á varamannabekk liðsins. Sig-
urinn var kærkominn fyrir liðið sem
hefur átt nokkuð slæmu gengi að
fagna undanfarið eftir frábæra tvo
mánuði í kringum áramót.
Bjarnólfur Lárusson var í byrjunar-
liði Scunthorpe og skoraði fyrra mark
liðsins í 2-1 sigri á Barnet i 3. deild-
inni. Scunthorpe er í 8. sæti með 56
stig þegar sjö umferðir eru eftir og
hefur liðið góða móguleika á að kom-
ast í umspil um sæti i 2. deild.
Arnar Gunnlaugson kom inn á fyrir
Dean Sturridge á 61. mínútu þegar
Leicester tapaði fyrir Charlton.
........................-ÓK-