Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Page 4
40 Bílar LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Istraktor Fiat Coupé 2.0 Turbo Skr.8.99 Ekinn 35 þús. km. 220 hestöfl, leður, CD.__________Kr.2.150 þús. Alfa Romeo 156 1.6 Sport Skr.6.98 Ekinn 26 þús. km. 16" felgur, sportinnrétting._______Kr. 1.450 þús. Volvo S-40 2.0 Skr.3.98 Ekinn 33 þús. km. Sjálfskiptur, rafdr. rúður. Kr.1.540 þús Fiat Brava 1.6 SX Skr.10.97 Ekinn 34 þús. km. Þokuljós, ABS hemlar, loftpúðar. Kr.850 þús. Fiat Marea Weekend 1.6 SX Skr.3.97 Ekinn 41 þús. km. Þokuljós, ABS hemlar, loftpúðar. Kr.890 þús. Fiat Bravo 1.6 SX Skr.3.98 Ekinn 57 þús. km. Þokuljós, Kr.850 þús. ABS hemlar, loftpúðar. Honda Civic 1.5 Dxi Auto Skr.5.95 Ekinn 64 þús. km. Sjálfskiptur, Kr.720 þús. spoiler á skottloki. Nissan Patrol 2.8 T.dísil Skr.92 Ekinn 265 þús. km. 33" dekk, brettakantar. Kr.1.190.þ Istraktor SMIÐSBÚÐ 2 G A R Ð A B Æ Sími 5 400 800 Opið laug. 13-17 Þrælöflug vél og silkimjúk skipting Kostir: Öflug vél og mjúk skipting, Gallar: Fjöörunin í stífara lagi. Lexus GS 430 er stærsta en þó ekki dýrasta útgáfa Lexus lúxusbílanna. Einn slíkur er kominn til landsins og DV-bílar skruppu í smá kynning- arakstur á honum, svona rétt til að gefa lesendum kost á að vita hvaða tæki er hér á ferðinni. Um er að ræða vel búinn lúxusbíl sem jafnframt er þrælöflugur, svo vel að margur sport- bíllinn bliknar við hliðina á honum. Vel búinn á alla kanta Að grunninum til er GS 430 sami bíll og GS 300 bíllinn sem DV-bílar reynsluóku í fyrra. Hann er með sama búnaði að flestu leyti, eins og raf- stýrða stýrið og framsætin með minni fyrir ökumann. Eins er hann með tvö- földu hitastýrikerfí með loftkælingu og komin er ný kolasía sem minnkar mjög hættuna á að mengandi efni smjúgi inn í bilinn. Bíllinn er allur lagður leðri að innan og stýri, miðju- stokkur og hurðir eru með fallegri viðarklæðningu. Bíliinn kemur einnig á 17 tomma álfelgum sem gefa honum sterkan svip. Engin málamiðlun í öryggi Allur öryggisbúnaður er staðal- búnaður í þessum bíl, enda um öfl- ugan bíl að ræða sem þarf að vera mjög öruggur. Hann er með sex ör- yggispúða, tvo frammi í, tvo til hliðar og tvo gardínuöryggispúða. Ef þeir blásast út slekkur aðaltölv- an sjáifkrafa á bensíndælunni og það drepst á bílnum. Einnig opnast læsingarnar á hurðunum. Bíllinn er búinn VSC skrikvöminni sem minnkar hættu á undir- eða yfir- stýringu í of kröppum beygjum, og hann er líka með spólvörn tengda því kerfi og hemlalæsivöminni. Hliðarrúðurnar eru úr nýju efni sem hrindir betur frá sér bleytu og gefur það betra útsýni. LEXUS GS 430 Vél: 4,3 lítra, V8 VVTi vél. Rúmtak: 4293 rúmsentímetrar. Ventlar: 32, 4 yfirl. knastásar. Þjöppun: 10,5:1. | Gírkassi: 5 þr. sjálfsk. með tölvust. UNDIRVAGN Fjöðrun framan: 2x klafafjöðrun. Fjöðrun aftan: 2x klafafjöðrun. Bremsur framan/aftan: Loftk. diskar/diskar, hemlalæsivörn m. átaksjöfnun. | Felgur/dekk: 235/45 ZR17. j YTRI TÖLUR L/b/h: 4805/1800/1445 mm. Hjólahaf: 2800 mm. Þyngd/dráttargeta: ■!•% 1690/2000 kg. INNRI TÖLUR Farþegar: 5. Fjöldi höfuð/öryggispúða: 5/6. Farangursrými: 515 lítrar. HAGKVÆMNI Eyðsla, bl. akstur: 11,6 lítrar. Bensíntankur: 75 lítra. Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár. I Verð: 5.300.000 kr. j Umboð: P. Samúelsson j Staðalbúnaður: Sex öryggispúðar, fjarstýrðar samlæsingar m/ þjófavörn, þoku- j Ijós, 6 diska geisiaspilari m. 7 hátölurum, tvöföld loftkæling og miðstöð, raf- j magnsstýri með minni, upphituð framsæti m. rafstýringum, leðurinnrétting, viðarinnrétting, skriðstillir, tengi fyrir farsíma og álfelgur. SAMANBURÐARTÖLUR Hestöfl/sn: 279/5600. Snúningsvægi/sn: 417 Nm./3500. j Hröðun 0-100 km: 6,3 sek. : Hámarkshraði: 250 km. Beygjuradíus: 5,5 metrar (innri). j I . .... 5 Silkimjúk skipting Bíllinn er á tvöfaldri klafafjöðrun sem er sportleg en um leið í stífari kantinum. Bíllinn er alveg ótrúlega hljóðlátur og Lexus-menn segja að eina hljóðið inni í bílnum eigi að koma frá geislaspilaranum. Hljóm- kerfið er kapítuli út af fyrir sig með sjö hátölurum, sex diska spilara og sjálfvirku stillikerfi. Sjálfskiptingin er fimm þrepa og er hnökralaus, jafnvel þótt bíllinn sé á botngjöf, en það eru þónokkur átök að henda tæplega 1700 kilóa þungum bíl upp í hundraðið á 6,3 sekúndum. Hægt er að stilla á afl- stillingu eða vetrarstillingu eftir hent- ugleikum. Síðast en ekki síst er 4,3 lítra V8-vélin hörkuskemmtileg, en hún er með VVTi búnaði á öllum 32 ventlunum. Krafturinn og togiö í henni lætur þig sökkva djúpt í bólstr- uð sætin án þess að verða fyrir nokkrum óþægindum. Það er helst að íjöðrunin sé i stífara lagi, enda þarf hún það fyrir svona upptak, en það kemur örlítið niður á honum í öllum venjulegum akstri. O Innréttingin er aö grunninum til sú sama og í GS 300-bílnum, með auka viöbótum hér og þar. © Vélin er hjartaö sem dælir afli í þessum bíl. Frágangur er allur til fyrirmyndar og meira aö segja L-iö ofan á hlífinni er krómaö. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.