Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 5
Það eru ekki margar vídeóleigur á landinu sem státa af jafnfjölbreyttu efni og Laugarásvídeó við Laugar- ásveg 1. Eigendurnir, þeir Gunnar Jósepsson og Leó R. Óiason, eru ekki síður skemmtilegir en spólurnar sem eru í boði enda hafa þeir verið í bransanum frá því að vídeóið var ný uppfinning. Þórunn Þorleifs- dóttir spjallaði við mennina á bak við afgreiðsluborðið. „Þetta er eins og hjónaband hjá okkur enda deilum við meiri tíma hvor með öðrum heldur en með kon- unum okkar. Maður þarf að koma skoðunum sínum á framfæri og það gerist annaðhvort á lágum nótum eða á örlítið hærri nótum en fellur þó aOtaf í ljúfa löð aftur. Þetta hefur gengið aiveg merkOega vel, mun bet- ur en maður trúði í fyrstu," segir Leó um samstarf þeirra Gunnars. Gamlir popparar Gunnar er fámáll og feiminn en Leó lætur móðan mása. Þessir óliku félagar hafa báðir verið í myndbanda- bransanum nánast frá þvi hann byrj- aði. Eftir að hafa rekið bió í Kópavog- inum og hljóðfæraverslun á Hverfis- götu byrjaði Gunnar árið 1987 að koma Laugarásvideói af stað og hálfu ári seinna bættist Leó við. „Haustiö 1982 keypti ég 20 vídeóspólur og start- aði vídeóleigu fyrst á Siglufirði og seinna í vesturbænum. Við vorum nokkur sem rákum myndbandaleig- una Vídeó-björninn við hliðina á JL- húsinu i nokkur ár þar til Stöð 2 rú- staði markaðinn. Þá var eina ráðið að setja nammi í hOlurnar í staðinn fyr- ir videóspólur. Smám saman breytt- ist þetta i sjoppu sem gekk ákaílega vel nema það er ekkert spennandi að telja kúlur ofan í poka ef maður hef- ur áhuga á kvikmyndum. Við seldum okkar hlut og eftir áramótin 1988 fór ég að vinna með Gunna,“ segir Leó. Laugarásvídeó er í dag vinsæl leiga með rúmlega 15 þúsund spólur á skrá og næstum jafnmarga kúnna. En tvíeykið bendir á að þetta hafi ekki orðið svona á einum degi. „Þetta var erfið fæðing á sínum tíma. Við unn- um hörðum höndum við að koma hugsjóninni af stað og fengum engin laun fyrstu tvö árin. Núna er allt í lagi en við erum þó ekki hálfnaðir með aOa þá hluti sem okkur langar að gera.“ Hvernig kynntust þiö? „Við erum báðir gamlir popparar og vorum upp á okkar besta miOi 1970 og 1980. Gunni var þá með hljóð- færabúðina Hljómbær á Hverfis- götu þar sem ég verslaði stundum. Ég var þá að spila á Sigló og fann þar gamla magnara og dót sem ein- hver bílskúrsbönd höfðu skilið eftir. Þetta keypti ég, gerði við og kom í sölu til Gunnars. Þannig kynntumst við en þekktumst fyrst bara í gegn- um síma.“ Morðhótanir og dularfull símtöl í Laugarásvídeói má finna ógrynni af aOs konar myndum, sjónvarpsserí- um, tölvuleikjum og DVD. Við af- greiðsluborðið hangir miði þar sem lýst er eftir upplýsingum um óþokk- ann sem stal hulstrum utan af DVD- myndum og í verðlaun er 10 þúsund króna úttekt. Leó bendir á miðann: „Þeir sem koma hingað og stela hulstrum eru greinOega eitthvað sjúk- ir og gera sér ekki grein fyrir tjóninu sem þeir valda. Viðskiptavinir velja myndir eftir hulstrinu en þegar það er ekki á sínum stað þá tekur enginn myndina. Ef þú kaupir spólu í þitt prívatsafn ertu að borga um tvö þús- und kaO á meðan við borgum 3-5 þús- und fyrir stykkið þar sem við erum að borga fyrir réttinn tO að nýta spól- una tO atvinnurekstrar. Þess vegna er þetta miklu stærra dæmi fyrir okkur. Þetta er leiðinlegur fylgifiskur þess að vera með myndbandaleigu en við erum gamlir vídeóhundar og tökum á málinu sem slíkir." Gunnar og Leó segja að þó hverfið sé rólegt og gott þá komi aOtaf við og við einhverjir óprúttnir náungar í vídeóleiguna. „Við höfum fengið morðhótanir og dularfuO símtöl frá aðilum sem eru ósáttir við að fá rukkun frá okkur. Svo koma reglulega einhverjir smá- krimmar sem taka spólu og koma svo löngu seinna, henda henni inn og hlaupa í burtu tO að þurfa ekki að tala við okkur í sambandi við skuld- ina. En þá hlaupum við bara á eftir þeim.“ Er þaö þannig sem þiö haldið ykkur í formi? „Já, enda erum við í toppfonni,“ segir Gunni og glottir. „Það fýkur bara svo í mann þegar þeir hlaupa svona í burtu. Stundum er þetta skipulagt hjá þeim. Þeir fá félaga sína tO að bíða í bílnum, hlaupa inn með spólurnar, aftur út og henda sér upp í bflinn sem svo reykspólar í burtu. Stundum eru þeir svo ósvífnir að gefa okkur puttann þegar við tökum sprettinn á eftir þeim,“ segir Leó. Kemur þaó oft fyrir aö þið þurfiö að hlaupa? „Lágmark einu sinni á dag,“ segir Gunni. „Ég elti nú einn vitleysing um daginn hérna lengst upp á Brúnaveg þar sem ég fleygði mér á húddið á bílnum hans. Þetta eru yfirleitt bara strákapör sem undrast á því hvað við bregðumst alvarlega við og bera oft fyrir sig að þetta sé nú bara spóla. En þetta er vinnan okkar og því meira en bara spóla í okkar augum. Ég tók ein- hvern tímann saman hvað fólk skuld- ar okkur mikið og það er eitthvað í kringum 7 milljónir," segir Leó. Fullur rekki af vondum myndum En vídeókarlarnir benda á að lang- flestir viðskiptavinirnir séu indælis- fólk. „Suma kúnna þekkir maður bara sem andlit eöa nöfn en aðra veit maður nánast aOt um og hefur jafn- vel hlustað á ævisöguna þeirra nokkrum sinnum. En maður leggur mest upp úr því að þekkja skoðanir þeirra á kvikmyndum," segja þeir. „Við fáum nýja kúnna inn á skrána hjá okkur á hverjum degi og hingað kemur fólk úr öOum áttum." Þeir telja ástæðu vinsældanna vera þá að úrvalið sé svo mikið hjá þeim. „Hér er stæsta DVD-safnið á íslandi, langstæsta tölvuleikjasafnið og fullt af myndum sem fást hvergi annars staðar. Ég efast um að aðrar leigur séu með eins margar Hong Kong- og Sci-Fi-myndir og við. Við eigum um 300 stríðsmyndir og um það bil 600 spólur með stórhættulegum japönsk- um teiknimyndum sem eru ekki fyr- ir börn. Síðustu árin hefur maður verið að hneigjast meira i áttina að einhverju öðru en ófrumlegum Holiywood-myndum. Evrópsku myndirnar og low-budget myndir eru oft gríðarlega áhugaverðar þegar maður lærir að njóta þeirra. í Hollywood eru það risastórar fabrikkur sem framleiða vöruna að- eins tfl að selja hana. Miklum pen- ingum er eytt í effekt en það er bara skraut. Ef maður fer í bakarí og kaupir ógeðslega fiotta köku sem er óæt, þá gæti sú kaka verið bökuð í HoOywood," segir Leó en bætir því við að stundum verði maður að horfa á heiladauðar myndir tfl að skemmta sér og láta mata sig af þvælu. Þeir fé- lagar hafa farið ótroðnar slóðir og safnað að sér kvikmyndum sem aðr- ar leigur iíta ekki við. „Við erum til dæmis að reyna að eignast aOra verstu myndir sem gerðar hafa verið. Hér er einn rekki úti í horni þar sem hægt er að finna alveg rosalega vond- ar myndir sem eru svo vonlausar að þær eru skemmtilegar. Á tímabili gerði ég alla brjálaða heima og kom alltaf heim með myndir sem voru svo slæmar að eðlilegt fólk hefði grátið úr leiðindum. En maður er búinn að ganga í gegnum Hollywood-tímabilið og þá eru svona myndir stórskemmti- legar. Við höfum verið í samstarfi við strákana sem standa að vefsíð- unni lágmenning.is en þeir hafa leit- að hingað til að fialla um þetta bot- nefni á síðunni." En Laugarásvídeó státar líka af sjónvarpsseríum af ýmsu tagi, allt frá Friends tfl gömlu V-þáttana. „Þegar maður var í samkeppni við eina sjón- varpsstöð, sex daga vikunnar ellefu mánuði á ári, þá var mynd ónýt ef hún var sýnd í sjónvarpi. í dag eru fiórar íslenskar sjónvarpsstöðvar en samt er samkeppnin minni. Það eru ekki allir með Stöð 2 og fólk er ekki alltaf heima hjá sér á kvöldin og því kemur það hingað til að fá þætti sem það hefur misst af.“ Eru einhverjar sérstakar týpur sem sœkja í sérstakt efni hjá ykkur? „Það var ákveðinn hópur manna sem sóttu i klámmyndirnar þegar þær voru en nú sér Netið alfarið um svoleiðis efni og klámherbergið okk- ar er orðið að geymslu fyrir popp- korn og gos. Svo eru spacehundarnir ákveðinn söfnuður fólks sem er með höfuðið hátt uppi innan um gervi- tungl og geimrusl. Áhuginn á þessum geimmyndum er mjög mikill enda er þetta ofsalega spennandi. Fólk heldur að þessir aðilar séu skrýtnir til augn- anna og jafnvel með loftnet upp úr hausnum. Að sumu leyti er það rétt en það er bara miklu víðara en það. Þetta fólk er úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins: læknar, lögfræðingar og menn úr ráðuneytum sem maður hélt að væru svo ofsalega bright að þeir væru ekki að velta sér upp úr svona kjaftæði. Það er annars vegar þessi skemmtilega skrýtni hópur manna og svo hinir sem eru svo venjulegir að það er ekkert venjulegt. Sjálfur hef ég óseðjandi áhuga á þess- um myndum. Það er ekkert mál að éta yfir sig af góðum graut en maður fær aldrei nóg af þessu,“ segir Leó og hlær. Klámmyndir með pylsupokkum Hvað finnst ykkur um íslensku kvikmyndirnar? „Þróunin er bæði vond og góð. Mér sýnist allt vera í blóma i gerð kvik- mynda en ef við tölum um íslenskar kvikmyndir og myndbandamarkað- inn þá er allt annar hlutur uppi. Ef ég tek sem dæmi 101 Reykjavík finnst mér eins og verið sé að gera lítið úr þessari kvikmynd þegar myndbandamarkaðurinn er annars vegar. Myndin, sem ég held að sé fer- lega fin, kemur ekki á vídeómarkað- inn en er hins vegar seld í Hagkaupi eða Bónus, límd við pylsupakka. Þetta er með því ómerkilegra sem hægt er að hugsa sér. Það væri sniðugra að setja gömlu klámmynd- irnar í þessar pakkningar. Það myndi örugglega virka betur fyrir Sláturfélag Suðurlands," segir Leó og þeir skella upp úr. Leó er einnig mjög ósáttur við Kvikmyndaskoð- un íslands sem hefur bannað mörg hundruð myndir. „Það er mannrétt- indabrot að banna einhverja kvik- mynd. Til dæmis eru gömlu splatter- myndirnar, sem Páll Óskar er svo hrifinn af, flestar mjög fyndnar. Margar kvikmyndir sem eru taldar merkflegar í sögu kvikmynda eru bannaðar. Það er eins og að vera kominn til Kína þar sem maður má ekki mótmæla án þess að eiga það í hættu að vera skotinn af vélbyssu- sveit hersins. Það er fáránlegt að fuO- orðið fólk eigi að horfa á myndir til að ákveða hvort aðrir fuOorðnir ein- staklingar megi eða megi ekki sjá þær. Svona reglur held ég að séu rosalega úreltar í upplýsingaþjóðfé- laginu í dag. Þeir sem vflja ríghalda í þetta eru bara steinrunnir og ættu að víkja. Ég keypti bók hjá Kvik- myndaskoðun þar sem var listi yfir kvikmyndir sem eru bannaðar á landinu. Á þessum lista mátti finna fáránlegar myndir. Það var hálfgerð- ur brandari aö lesa þetta. Ef ein- hvern vantar skemmtiefni til að lesa á klósettinu þá myndi ég mæla með eintaki af þessu riti. Þetta er sorprit allra sorprita." 20. apríl 2001 f ÓkUS 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.