Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Side 9
Lítið hefur sést til íslensku rappsveit- arinnar Quarashi undanfarið enda hefur hún verið að leggja lokahönd á plötuna Jinx sem kemur senn út í Bandaríkjunum. Hún telur sig hafa vanrækt íslenska aðdáendur of mik- ið og blæs því til stórtónleika í Iðnó í kvöld. Þegar haft var samband við piltana fyrir þetta viðtal heimtuðu þeir að láta mynda sig með islenskum nýbúum því þeir segjast hafa fengið nóg af jákvæðri umræðu unrvmát- stað ísienskra þjóðernissinna undanfarið. Það liggur því beinast við að láta þá byrja á að svara fyrir uppátækið, „Við sátum heima hjá Sölva og vorum að reyna að finna upp á ein- hverju koveri og vUdum gera eitt- hvaö annað en seinast. Við vorum aö tala um þessa þj'óðemissinna, ég og Sölvi erum búnir að vera að rök- ræða um þá og þeirra rétt tU að hafa sínar skoðanir í langan tima. Við fengum þessa hugmynd í beinu framhaldi af því, að hafa nýbúa með okkur í bolum sem stæði á fs- land fyrir íslendinga út af því að við erum einnig búnir að vera að tala um alla þessa umræðu um pólitíska rétthugsun, hvenær og hvort það væri rétt að segja ísland fyrir íslendinga. Svo var auðvitað alveg tUvalið að stiUa hópnum upp fyrir framan fyrsta innflytjandann, Ingólf Arnarson," segir Höskuld- ur í upphafi þegar hljómsveitin er beöin að útskýra hugmyndina að myndatökunni. Fáránlegir fordómar Meðlimir Quarashi segjast aUs ekki líta á sig sem einhverja málsvara þegar kemur að málefn- um nýbúa. Þeim hafi hins vegar fundist nóg komið af umræðunni undanfarið. „Við viljum kannski setja einhvers konar kommu á eft- ir þessari umræðu, ekki punkt því þessi umræða er mjög hoU,“ segir Höskuldur og Sölvi tekur undir. Daníel, Islendingur. Frímann, Islendingur. Deyi, Islendingur. Halldór Leví íslendingur. Frantz Adolph Péturs- son, íslendingur. Telma, Islendingur. Guðgeir Clark, íslendingur. Neysaa, Islendingur. Xiao, Islendingur. Marsha, Islendingur. JSLAND Sölvi, Islendingur. Mary Kathleen, íslendingur. Ari, Islendingur. Vesselina, Islendingur. Omar, Islendingur. Francis, Islendingur. Steini, Islendingur. Gunnar, Islendingur. Höskuldur, íslendingur. „Við erum líka að segja að þess- ir menn hafa alveg rétt til að tjá skoðanir sínar og ættu bara að gera það því þá höfum við jafn mik- inn rétt til að andmæla skoðunum þeirra. Þetta snýst bara um aö hafa umræðu í þjóðfélaginu, svo lengi sem þetta er ekki hatursáróöur eða að þeir séu að hvetja til ofbeldis, sem er náttúrlega bara bannað með lögum. Við erum þannig séð búnir að taka upp þetta slagorð þjóðemis- sinna og snúa því við. Svo er ann- ar póll aö við erum rapphljómsveit sem rappar á ensku sem er ekki mjög íslenskt og gerir þetta ennþá öfugsnúnara. Þetta er bara í raun að kveða niður pólitíska rétthugs- un og kynþáttafordóma um leið. Það er ekkert að því að vemda ís- lenska menningu og hafa hana i hávegum en það er aftur á móti mikið að því að vera haldinn kyn- þáttafordómum." „Það era ábyggilega einhverjir þama úti sem eiga eftir að mis- skilja þetta og líta á að við séum að gera grín að nýbúum sem við erum náttúrlega ekki að gera. Við erum að snúa þessu upp í andhverfu sína og sýna fram á hvaö það er fárán- legt að vera fordómafullur út í ann- an litarhátt." Ekki verra að geta haft áhrif „Það hafa komið fram heimsku- legar skoðanir úr báðum áttum undanfarið. Skringilegasta skoðun- in kom ábyggilega fram í pistli 111- uga Jökulssonar, þó svo hann sé alla jafna frábær pistlahöfundur. Hann sagði að ef Auschwitz-lögin heföu verið í gildi í Þýskalandi á þriðja áratugnum þá hefðu sex milljónir gyðinga aldrei verið drepnir. Þó svo að hann hafi meint vel kom þetta ákaflega skringilega út,“ segir Sölvi. Er einhver sérstök ástœóa fyrir því að þið komið með þetta en ekki einhver annar? „Okkur hefur bara fundist þessi umræða vera hingað og þangað. Málið er að þú þarft ekki alltaf að vera pólitískt rétthugsandi til þess að vera á móti kynþáttafordómum. Við erum á móti kynþáttafordóm- um en við erum samt ekki tilbúnir að vera sammála einhverjum sam- fylkingarkonum sem ætla aö banna brjóstaberar konur í blöðun- um,“ segir Sölvi. „Fyrst og fremst var þetta bara góð hugmynd, sérstaklega í ljósi um- ræðunnar undanfarið," segir Hösk- uldur og hinir taka undir með að þetta sé gott innlegg. Höskuldur seg- ir þó að þeir líti ekki beint á sig sem einhverja málsvara á þessum vett- vangi. „Mér finnst sérstaklega sorglegt að sjá ungt fólk í dag taka upp mál- stað þjóðernissinna út af ónógum ástæðum, án þess að hugsa það til enda. Og ef við, hljómsveitin Quarashi, getum mögulega haft áhrif á þá sem hlusta á okkur, þá er það ekki verra.“ „Það er sérstaklega heimskulegt að sjá þetta í ljósi þess að menning þessa unga fólks og lifshættir snúast í kringum útlönd og útlendinga. 90% af þeirra uppáhalds-tónlistarmönn- um, íþróttamönnum og kvikmynda- stjömum eru svartir eða með annan hörundslit. þetta er því bara fáfræði eða heimska," bætir Ómar við. Svara fyrir sig í Kastljósi Aðspurðir segjast þeir ekki hafa orðið varir við miklar breytingar á menningu landans frá því að nýbúum fór að fjölga hér á landi. Það eigi þó kannski eftir að breytast eftir því sem fleiri kynslóðir vaxi úr grasi. „Þá get ég líka trúað að þetta verði einangraðara af því að við erum með þannig menntakerfi að það þurfa allir að fara í skóla og þá blandast fólk í bekki. Auð- vitað á þetta fólk að fá að halda í sína menningu en það er ekki annað hægt en að hún blandist við íslenska menningu," segir Höskuldur og hinir taka undir með að þeir kvíði ekki framtíð- inni í sambúð með nýbúum. En er eitthvaö sem bendir til þess að þjóðernissinnar fari að grípa til róttœkari aðgerða en fram að þessu? „Kannski núna í verkfallinu þegar þeir hafa tíma,“ segir Ómar strax og hinir skella upp úr. Búist þið við að fá einhver viö- brögö við þessu framtaki ykkar? „Vonandi, við eigum örugg- lega eftir að þurfa að svara fyrir þetta í einhverjum Kastljósþátt- um og á næstu fylliríum." Rut Reginalds sagði að hárið væri Ijótt Eftir að hafa skýrt mál sitt með myndatökuna er tími til kominn að spyrja drengina um tónleikana í kvöld og væntanlega plötu. „Það er orðið svo langt síðan við höfum spilað á alvöru tónleikum á íslandi að okkur fannst timi kom- inn á þetta. Við höfum verið hús- band i nokkrum kokkteilboðum undanfarið þannig að það var ára- mótaheitið í ár að gera það aldrei aftur á þessu ári,“ segir Sölvi um tónleikana í Iðnó í kvöld. Þeir eru sammála um að nokkur ládeyða hafi verið yfir bandinu undanfarið og því sé tilvalið að bjóða upp á al- vöru tónleika i tengslum við aö lag- ið Baseline er nú komið í spilun á útvarpsstöð vunum. Platan er tilbúin, hún heitir Jinx og á henni unnuð þið meðal annars meó DJ Muggs úr Cypress Hill? „Já, hann kom að einu lagi, Ba- seline, og Hössi dobblaði hann í að syngja bakraddir. Hann var okkur innan handar við þetta lag og vann að öðru lagi sem er ekki á plöt- unni,“ segir Sölvi og þeir segjast ánægðir með framlag Muggs. „Hann var bara í stúdíóinu Puffing Up Some Joints and Fuck- ing Some Ho’s,“ segir Steini. „Já, þeir vilja alltaf fá svona fatass gellur, gellur sem okkur finnst vera svona ólögulegar.“ „Píanóbarsgellur," bætir Ómar við. „Núna ertu politically incor- rect,“ segir Sölvi. „Reyndar hitti ég Rut Reginalds á Píanóbamum um daginn og hún sagði að sér fyndist hárið á mér ljótt. Ég fór strax dag- inn eftir í klippingu." Æfa í fyrsta skipti „Við kláruöum plötuna rétt fyrir jól og fómm með hana út og geng- um endanlega frá henni þar. Brendan O’Brian endurmixaði Stick’em Up. Það náttúrlega er fyrsta smáskífa úti sem kemur væntanlega út I júní,“ segja.þeir um plötuna og fullvissa aðdáendur sína um aö hún komi út hér heima á sama tíma og úti. Og þegar platan kemur út úti þá eruð þiö farnir út? „Já, þá verður það bara þannig að við þurfum að deila einum bedda saman í tvö ár. Það er ekki neinn glamúr yfir þessu,“ segir Sölvi. „Við erum nú búnir að gera það í fimm ár þannig að tvö ár verða ekkert vandamál fyrir okkur,“ bæt- ir Steini við en Sölvi er hvergi nærri hættur: „Ég er samt ekki enn búinn að venjast svitafýlunni af Ómari og við höfum aldrei runkað okkur saman.“ Hvaö hefur svo annaó drifið á dagana síðan fólk heyrði síðast í ykkur? „Það sem aðallega hefur gerst er að það er kominn nýr rappari inn í grúppuna sem við erum eiginlega að kynna í fyrsta skipti," segja þeir. „Ómar hefur náttúrlega alltaf veriö með okkur i einu og einu lagi en núna er hann kominn á fullt inn,“ segir Steini. „Þetta gefur okkur þessa full- komnum sem við höfum verið að leita að,“ bætir Sölvi við hlæjandi. Drengirnir segjast hafa verið í stífum æfingum undanfarið og það sé eiginlega í fyrsta skipti sem Quarashi æfi af einhverju viti. Á tímabili hafi þeir til dæmis spilað svo mikið að þaö hafi eiginlega ver- ið æfingarnar. „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem við æfum fyrir tónleika á Islandi," segir Höskuld- ur. Geir Ólafs vs. Quarashi Og Quarashi-piltarnir eru bjart- sýnir fyrir tónleikana í kvöld. Þeir lofa bæði nýju og gömlu efni. „Já, það verður öllu tjaldað til. Félagi eldri borgara og Geir Ólafssyni. Alla vega Geir Ólafs- syni, þó ég þurfi aö draga þann mann með töngum upp á svið þá skal hann koma. Hann þarf líka að útskýra fyrir mér hvernig hann fær hárið á sér til að vaxa svona. Ég vil fá að vita það, við erum nefnilega með svipað hár,“ segir Sölvi æstur. Þeir eru mjög hugsi yfir því af hverju fólk er alltaf að reyna að fá þá til að spila í einka- samkvæmum. „Ég veit eiginlega ekki af hverju fólk vill alltaf fá okkur til að spila í einhverjum afmælum, þetta er ör- ugglega eins og að fá Johnny National: „Fáum skrýtnu rappar- ana.“ Þessa litlu sem hoppa ógeðs- lega mikið.“ „Viö þurfum þá bara að fara að koma fram í auglýsingum eins og hann,“ segja þeir. „Já, ég auglýsi hér með eftir að fá að koma fram í Tal-auglýsingum, Heimilistækjum og 10-ll-auglýsingum,“ segir Sölvi * sem þó vill vera varkár með yfir- lýsingarnar eftir að hafa verið næstum rekinn úr vinnu einu sinni þegar hann grínaðist meö krakkreykingar í viðtali. Hann læt- ur þó eina sögu vaða. „Eitt lagið á plötunni heitir An Abductee og þaö er samið um dj- inn okkar fyrrverandi sem var numinn burt af geimverum. Ric- hard var náttúrlega tekinn fyrstur og hefur ekki sést, Dj Dice fór núna i haust þannig að þetta virð- ist vera eins og trommarnir í Spinal Tap.“ Á tónleikunum í kvöld spilar því Dj Galdur með þeim. „Svo fengum við Smára Jóseps með okkur af því að enginn okkar er með tattú. Það má eiginlega koma fram að okkur vantar styrk frá tattústofu svo við getum fengið tattú eins og allar góðu hljómsveit- irnar, Papa Roach, Crazy Town og allar þær,“ segir Ómar. 111 Fokk og 60 Bitch Þegar Quarashi gekk frá samn- ingi við Timebomb plötufyrirtæk- ið náðu þeir að tryggja sér algjört listrænt frelsi við gerð plötunnar. Þeir segja í viðræðum við önnur *- plötufyritæki hafi strax verið farið að tala um breytingar sem fyrir- tækin vildu gera á lögunum. Hafi það meðal annars verið svo slæmt að heill fundur fór í að ræða við eitt fyrirtæki sem vildi taka orðið „Fascist“ út úr einum textanum. Á umslagi nýju plötunnar er viðvör- un um að textarnir séu ekki fyrir viðkvæma. Eru þeir orðnir eitt- hvað grófir eða báðu þeir sjálfir um þetta? „Við verðum bara að vera með þetta. Ef það heyrist eitt fokk á plötu þá verður að láta svona miða,“ segir Steini og Sölvi bætir við: „Þaö er víst til einhver 12 orða listi með orðum sem ekki mega v koma fram, Bitch, Fuck, Shit og svo framvegis." „Og við erum með þetta allt.“ Og hvað eru mörg Fokk og Bitch á plötunni? „111 Fokk, við vorum aö telja það.“ „60 Bitch." „Og þrjú Damn.“ Rassvatn í Vesturbæjarlauginni Ekki hefur samt allt verið dans á rósum í samskiptum við Kanana því léttleiki Quarashi hefur stund- um farið fyrir brjóstið á þeim. „Við ætluðum að vera voða sniðugir og senda Popp í Reykja- vík-prómóið okkar út til Banda- **’' ríkjanna en þá urðu þeir alveg brjálaðir þegar þeir sáu þetta hommagrín sem við vorum með í gangi þar. Þetta eru náttúrlega mestu hommahatarar i heimi,“ segja þeir og í framhaldinu riijast upp saga af því þegar Sölvi gekk inn á homma í gufunni í Vestur- bæjarlauginni. „Þeir voru þarna að gefa hvor öðrum handjobb,” segir Sölvi en hinir telja sig nú hafa heyrt grófari útgáfur af sögunni. „Þú hefur bara pottþétt fengið rassvatn framan i þig,“ segir Ómar <, við mikinn hlátur hinna. „Hvaö er eiginlega rassvatn, Ómar?“ spyr Sölvi. „Ég veit það ekki, þú ættir eigin- lega að vita það fyrst þú fékkst það á þig.“ f Ó k U S 20. apríl 2001 20. april 2001 f Ó k U S 8 I 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.