Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Page 6
6 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 I>V 160 tonna bátur frá Bolungarvík rær þrátt fyrir verkfallið: Munum beita sektum - segir Gísli Hjartarson - útgerðarmaðurinn segist hafa gilda samninga „Þetta er verkfallsbrot, á því er enginn efi. Það er bara erfitt að fá hann í land og ekki höfum við neitt lögregluvald til að sækja hann. Það eina sem við get- um gert er að sekta hann og það er alveg ljóst að það verður gert,“ sagði Gísli Hjart- arson, starfsmað- ur skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Bylgjunnar á ísafirði í gær. Hann segir að verkfallsbrot vél- bátsins Gunn- björns ÍS séu í höndum verkfalls- stjórnarinnar suð- ur í Reykjavík sem hafi umboð til að innheimta 311 þúsund króna sekt fyrir hvert verkfallsbrot, alls hátt í eina milljón króna. Gísli segir að vitað sé að Gunnbjörn hafi róið allan tímann og síðast á laugardag hafi hann landað 30 tonnum á Flateyri. Verkfallið er orðið 26 sólarhringar og er lengsta sjómannaverkfallið til þessa. Jón Guðbjartsson, bifvélavirkja- meistari í Bolungarvík, er einn stærsti eigandi Gunnbjörns ÍS, sem er rúmlega hundrað tonna bátur sem fór í mikla breytingu í Póllandi og kom heim aftur upp úr áramótum. Jón sagði í gær að hann hefði ekki heyrt þess getið að verkfallsstjórnin í Reykjavik hefði haft afskipti af skip- verjum. Hann segist hitta marga sjó- menn sem eru orðnir yfir sig þreytt- ir á verkfallinu og bjóði fram krafta sína túr og túr um borð í Gunnbirni ÍS. „Þetta er ósköp einfalt mál. Við erum ekki í LÍÚ, við gerðum samn- ing snemma árs 1998 við þessi tvö fé- lög sem við höfum menn frá, Bylgj- una og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur. Þessum samningi hefur ekki verið sagt upp. Við höfum í mörg ár verið með mennina á samningum hjá þessum tveim aðil- um. Annað þetta félag, Bylgjan, er i verkfalli, sjómannafélagið er það ekki. Bylgjan hefur ekkert sagt upp þessum samningi við okkur, en ég hef óskað eftir því við þá að við ger- um nýjan samning, því margt má laga hjá mönnunum mínum, ekki síst tryggingamálin," sagði Jón Guð- bjartsson í gærkvöld. Hann segir að Bylgjumenn hafi aðeins svarað því til að þeir væru með samningsumboðið sitt hjá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu suður í Reykjavík. „Þessi sérsamningur rann út í lok ágúst 1998, það vita allir að sá samn- ingur er ekki lengur í gildi,“ sagði Gísli Hjartarson í gærkvöld. „Bylgjan á Isafirði er alvörufélag, togararnir þar í bæ eru stopp. En þeim hefur yfirsést, hafi þeir ætlað að hafa okkur með,“ sagði Jón Guð- bjartsson. „En ef þeir ætla að drífa sig i það núna að stoppa okkur þá er það ansi langur tími sem hefur liðið. Ég held annars að þeir skilji að við erum í fullum rétti. Hafi þeir annan skilning þá verða þeir að láta okkur vita.“ „Við höfum tekið lífinu með ró og ekki verið með nein læti,“ segir Jón, en báturinn er með samning um að leggja upp aflann á Flateyri. Sjö skip- verjar eru á Gunnbirni ÍS, en hann er rúmlega 160 tonn á stærð. -JBP Jón Guöbjarts- son útgeröar- maöur. Gísli Hjartarson ■ Bylgjunnl. Reykjavík: Ölvaður og blóðugur reiðmaður Síðdegis á laugardag var lögregl- unni 1 Reykjavík tilkynnt um karl- mann sem lá í blóði sínu á Vatns- endavegi. Maöurinn var klæddur reiðfötum. Hann var fluttur á slysadeild og hefur lögreglan hann grunaðan um að hafa riöið hesti sínum undir áhrifum áfengis. Það er brot gegn umferðarlögum lands- ins og er lögreglan með málið í rannsókn. Á heimasíðu lögregl- unnar kemur fram að hún fær ekki mörg slík mál til rannsóknar. Auk reiðmannsins hafði lögregl- an afskipti af átta ökumönnum vélknúinna farartækja vegna gruns um ölvun við akstur i Reykjavík um helgina. Þar af var einn sem hafði sofnað ölvunar- svefni undir stýri á miðjum Grens- ásvegi á laugardagsmorgun. -SMK DV -MYND; HARI Feröalag um Fljótsheiöi Mikil eru ævintýri þeirra vélsleöamanna sem feröast um hálendiö snæviþakiö sem þá veröur sem beinn og breiöur vegur. Þessa mynd tók ijósmyndarí DV á feröalagi sínu á Fljótsheiöi nyröra, en sleöamennirnir komu viö aö Hörgsdal — þar sem kynslóöir hvíla í gömlum heimagrafreit. Kannast ekki við ágreining - segir iðnaðarráðherra vegna stækkunar Norðuráls Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra segist ekki kannast við kurr eða áherslumun á milli stjórnarflokkanna í sambandi viö stækkun Norðuráls. í DV í gær lýstu bæði bæjarstjórinn á Akra- nesi og Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, yfir áhyggjum vegna þess hve hægt gengi að auka umfang álversins og hafa sumir viljað setja sama- semmerki milli meints seinagangs iðnaðarráðuneytis og fyrirhugaðr- ar stóriðju á Austurlandi. „Ég er ekki að tefja málið held- ur vinna í því. Margir fundir hafa verið haldnir siðan í fyrrahaust en við gátum ekki annað en látið Þjóðhagsstofnun vinna að úttekt á þessu og eftir að sú skýrsla lá fyr- ir, hefur mikil hreyfing orðið. Það eru haldnir margir fundir í viku hverri þannig að ég tel málið í ágætis farvegi," sagði Valgerður í sam- tali viö DV í gærkvöld, þá stödd í útlöndum. Ráðherra sagði að ef sjálfstæðis- menn væru óánægðir út í hana vegna málsins væri það eitthvað sem aldrei hefði komið upp á yfir- borðið. „Ég kannast ekki við neinn ágreining og það hefur aldrei verið nefnt við mig aö óeðli- lega væri haldið á málum í ráðu- neytinu. Það er samstaða um það milli stjórnarflokkanna að við þurfum að auka útflutning og þjóðartekjur í leiðinni og að því verður unnið,“ sagði Valgerður. DV spurði ráðherra út í sam- hengið milli stækkunarmöguleika Norðuráls og stóriöju á Austur- landi. Valgerður svaraði að bæði verkefnin væru mjög mikilvæg. Island væri búið að skuldbinda sig gagnvart Reyðaráli með ákveðnum hætti og fyrir lægi að Norðurál heföi heimild upp á 180.000 tonn. „Spurningin er fyrst og fremst sú hvar orkunnar skuli aflað og hvort samningar náist um orkuverð. Enn fremur á eftir að semja við sveitarfélög o.s.frv. en ég vonast til aö málin skýrist innan skamms, þannig að allir geti orðið sáttir." Valgerður itrekaöi að búið væri að gefa Noröuráli leyfl fyrir stækkun verksmiðjunnar en hún segist ekki geta svaraö nákvæm- lega um tímasetningar ákvarðana, enda eigi virkjanir eftir að fara í gegnum umhverfismat og þess háttar. -BÞ Trúarjátningin í heita pottinum hafa menn nokkuð rætt um óvenjulega auglýsingu Frétta- blaðsins þar sem starfsmenn koma fram og fara með rullu um það hvað þeir ætli að vera góðir blaðamenn og að þeir hyggist gera það sem í þeirra valdi stendur til að efla og varð- veita lýðræðið. Er I þessi rulla nú farin I aö ganga undir I nafninu „trúarjátn- ing Fréttablaðsins" ' og telja menn ein- sýnt aö við samn-1 ingu auglýsingar- innar hafl menn' verið undir einhverjum áhrifum frá kirkjulegri lútersku. Þessi áhrif eru í pottinum talin nokkuð auðrakin því Einar Karl Haraldsson, hefur verið virkur i safnaðarstarfi Hallgríms- kirkju um árabil og er auk þess góð- vinur Karls Sigurbjörnssonar biskups enda voru þeir árum saman nágrann- ar í tvíbýlishúsi á Þórsgötunni... Á staðnum! Það vakti athygli pottverja fyrir helgi að í fréttum rlkissjónvarps var lærð frétt um eitthvað sem var að gerast í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. í sjálfu sér var ekk- ert yfirmáta (óvenjulegt við ' fréttina sem slíka, nema það að frétta- maðurinn var Magnús Hlynur Hreiðarsson sem auk þess að vera fréttaritari Sjónvarps er endur- menntunarstjóri umrædds Garð- yrkjuskóla ríkisins ...! Á útleiö? Það hefur óneitanlega vakið at- hygli í heita pottinum að ísólfur Gylfi Pálmason sóttist ekki eftir því að verða formaður íjárlaganefndar þingsins, en að menn sækist ekki eftir mannvirðing- um í pólitik heyrir sem kunnugt er til undantekninga. ísólfur hefur áöur sagt að hann setji það tjírir sig aö j flytja til Reykjavík- ur en formennskan í fjárlaganefnd myndi hafa slíkt í för með sér, auk þess sem hann ber við önnum. ísólf- ur er þó ekki með önnum kafnari þingmönnum flokksins því flestir sitja f fleiri nefndum en hann og telja menn þetta bera því vitni að annað hvort treysti hann sér ekki í þetta eða að hann sé á leiðinni út úr pólitík. í það minnsta sé ljóst að þeir sem vilja ekki embætti þegar þeir fá, fá ekki þegar þeir vilja ... Nýr Guðlaugur?! Síðustu vikur hefur ekki mikið ver- ið rætt um leiðtogavandræði sjálf- stæðismanna í Reykajvík, enda önnur pólitísk mál borið hærra. Það er ekki þar með sagt að leiðtogavandinn hafi horflð eins og dögg fyrir sólu, þvert á móti er hann jafn raun- verulegur og fyrr. í pottinum er talið að Björn Bjarnason hafl í rólegheitum verið að styrkja stöðu sína og eins þykir ljóst að ýmsir borgarfulltrúanna sem gætu hugsað sér forystuhlutverk í Reykjavík - þó þeir muni ekki fara opinberlega fram gegn Ingu Jónu Pórðardóttur - hafi verið að undir- byggja stöðu sína. Af þeim meiði er hin nýja framkoma Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, borgarfulltrúa talin vera, en í Steglunni í Silfri Egils á sunnudag, þótti Guðlaugur óvenju landsfoðurlegur. Sumir pottverjar töl- uðu jafnvel um að hann minnti eilítið á Davíð sjálfan í fasi, svo mikill var virðuleikinn. Ekki er þó talið líklegt að Guðlaugur hugsi sér í slag við Ingu Jónu, heldur vilji hann vera til- búinn að láta finna fyrir sér ef Inga Jóna kýs að draga sig í hlé og einhver annar kemur fram ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.