Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Qupperneq 4
20
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
Sport
Breiðablik deildarmeistari kvenna í fjórða sinn í sex ára sögu keppninnar:
Þóra hetjan
- varði tvö víti í sigri Breiðabliks í vítakeppni og skoraði úr einni sjálf
Valur-Breiðablik 1-1
- Breiöablik vann 3-1 i vítakeppni
0-1 Margrét Ákadóttir...........44.
skalli úr markteig .. Laufey Ólafsdóttir
1-1 Dóra Stefánsdóttir..........49.
skalli úr teig.......Rakel Logadóttir
Vítakeppnin:
1-0 . Þóra Björg Helgadóttir, B.
1-1 íris Andrésdóttir, V.
2-1 .... Margrét Ákadóttir, B.
Slá .. Laufey Jóhannsdóttir, V.
3-1 Björg Ásta Þórðardóttir, B.
Varið . . . . ... Guðný Þórðardóttir, V.
Varið . . . . Bjarnveig Birgisdóttir, B.
Varið . . . . Kristín Sigurðardóttir, V.
Skotl 18-7. Helgadóttir, 8).
Varin skot Horn: 8-4.
markvaröa: 4 Aukaspyrnur (Ragnheiður fengnar: 7-9.
Jónsdóttir, 4) - 8 Rangstöóur: 5-2.
(Þóra B.
@@ Þóra B. Helgadóttir, Björg
Ásta Þórðardóttir, Laufey Ólafsdóttir,
Breiðabliki, Laufey Jóhannsdóttir.Val.
@ Margrét Ákadóttir, Vilfríður
Sæþórsdótir, Breiðabliki, Rósa
Steinþórsdóttir, Rakel Logadóttir, Dóra
Stefánsdóttir, Katrín H. Jónsdóttir,
Linda Persson, Málfríður
Sigurðardóttir, Elín Anna
Steinarsdóttir, Vai.
Best á vellinum: Þóra Björg
Helgadóttir, Breiðabliki
í þriöja sinn á sex dögum þurfti aö
grípa til vítaspyrnukeppni í úrslit-
leik á Gervigrasinu í Laugardal þeg-
ar Breiðablikskonur tryggðu sér
deildarmeistaratitilinn i fjóröa sinn í
sex ára sögu keppninnar. Þrír
sigranna hafa komiö eftir sigur á
Valskonum sem var raunin á
laugardaginn.
Breiðablik vann Valsliðið í víta-
keppni eftir aö liðin skildu jöfn, 1-1,
í venjulegum leiktíma og
framlengingu. Blikar nýttu þrjú af
fjórum vítum en Valsstúlkur aðeins
eitt af fjórum og Blikar fögnuðu sigri.
Bæði lið fóru taplaus í gegnum
deildarbikarinn þetta árið og jafnara
gat þetta ekki verið.
Valur sterkari framan af
Valsstelpur voru mun sterkari
framan af í úrslitaleiknum og nokkur
góð færi fóru í súginn hjá Hlíðar-
endaliðinu áður en Margrét Ákadótt-
ir kom Blikum yfir með skalla eftir
hornspyrnu Laufeyjar Ólafsdóttur
mínútu fyrir hálfleik.
Þetta var eina færi Blikanna í hálf-
leiknum sem þær nýttu það vel.
Dóra meö mark eftir 4
mínútur
Ásgeir Heiðar Pálsson, þjálfari
Valsliðsins, setti hina 16 ára Dóru
Stefánsdóttur inn á í leikhléi. Dóra
hefur breytt miklu hjá Hlíðarendalið-
inu í síðustu leikjum liðsins og þurfti
aðeins fjórar mínútur á laugardaginn
og þá var hún búin að skora með
glæsilegum skalla eftir snilldarfyrir-
gjöf Rakelar Logadóttur. 16 mínútum
síðar fékk Dóra dauðafæri til að
koma Val yfir en Þóra Björg Helga-
dóttir, markvörður Blika, sem átti
eftir að koma mikið við sögu, varði
glæsilega. Laufey Ólafsdóttir hjá
Breiðabliki komst næst þvi að skora
eftir þetta þegar glæsileg aukaspyrna
hennar skall á slánni en hvorugu lið-
inu tókst að skora fleiri mörk og því
var framlengt. Eftir markalausa
framlengingu þurfti síðan að útkljá
leikinn í vítakeppni.
Þóra Björg Helgadóttir markvörð-
ur gaf tóninn með því að skora úr
fyrstu vítaspyrnu Blika, Valsstúlkur
jöfnuðu en síðan hélt Þóra Björg
marki sínu hreinu. Næsta spyma
Valsstúlkna fór í slána og Þóra varði
síðan síðustu tvær og þvi varð síð-
asta umferð vitakeppninnar óþörf,
Blikar fógnuðu deildabikarnum.
Ásgeröur í gjörgæslu
Þóra B. Helgadóttir átti mjög góð-
an leik í marki Blika en auk hennar
gaf Björg Ásta Þórðardóttir Ásgerði
Ingibergsdóttur engin grið og tók
markdrottningu Valsliðsins út úr
leiknum. Laufey Ólafsdóttir lék vel á
miðjunni og skreytti leikinn með
glæsisendingum á félaga sína.
Hjá Val var Laufey Jóhannsdóttir
mjög traust í vörninni, Rakel Loga-
dóttir var dugleg en fór illa með góð
færi og innkoma Dóru er áður lýst.
Katrín H. Jóndóttir og Linda Persson
léku báðar vel á miðjunni en fóm
fyrr út af enda að ná sér aftur í form
eftir meiðsli.
Athygli vakti að Ásgeir þjálfari
hélt Guönýju Þórðardóttur á
bekknum í þessum leik en hún hafði
gert 14 mörk i keppninni. Guðný kom
reyndar inn á þegar rúmur hálftími
var eftir en var sett út á kantinn og
náði ekki að vera sá stuðningur sem
Ásgerður þurfti á að halda í sókninni
enda var hún í mjög strangri gæslu
þeirra Margrétar Ákadóttur og
Bjargar. -ÓÓJ
„Frábært að
koma heim“
- Heiðmar Felixson til KA
Heiðmar Felixson, landsliðs-
maöur í handknattleik, sem sl. tvö
ár hefur leikið með þýska liðinu
Wuppertal, ákvað í gær aö ganga í
raðir KA. Heiðmar er ekki ókunn-
ur því félagi því hann lék
með norðanmönnum áður
en hann fór utan í atvinnu-
mennskuna.
Heiðmar hefur leikið vel
með Wuppertal í vetur en
liðiö féll í 2. deild og eru leik-
menn sem voru með samn-
ing við liðið á fórum annað.
Um tíma leit út fyrir að
Heiðmar myndi fara til ann-
ars félags í Þýskalandi eða til ítal-
íu en löngunin að fara heim var
sterk og vó þungt í ákvörðun hans.
„Ég er mjög spenntur og þaö
verður frábært að koma heim og
leika þar handbolta næsta vetur.
Þaö veröur draumur að hitta
strákana í KA á nýjan leik. Þar
fyrir er flottur mannskapur og
góður þjálfari. Það er bjart fram
undan hjá KA. Það er bú-
inn aö vera góður skóli að
leika hér í Þýskalandi og
ég á ábyggilega eftir að
njóta þess þegar heim er
komið. Það er aldrei að
vita nema maður fari aft-
ur í atvinnumennskuna í
framtíðinni,“ sagði Heið-
mar Felixson sem lék
fyrri hálfleikinn með
Wuppertal í gær gegn Hameln en
varð að fara af leikvelli vegna smá-
vægilegra meiðsla í nára.
-JKS
Ársþing KKÍ um helgina:
Reglur um erlenda
leikmenn
Engar breytingar voru gerðar á
reglum sem gilda um fjölda er-
lendra leikmanna á ársþingi
Körfuknattleikssambandsins sem
haldið var á Ásvöllum í Hafnarfirði
um helgina. Tillaga að því lútandi
var felld og á sömu leið fór fyrir til-
lögu um að fækka liðum í efstu
deild.
Á þinginu var ákveðið að keppni
í unglingaflokki karla og 1. flokki
karla yrði færð inn í 2. deildar
keppnina. Tillaga um nýtt dómstóla-
kerfi fyrir KKÍ var samþykkt og
einnig var samþykkt reglugerð um
venslasamninga. Reglum aganefnd-
ar var breytt lítillega og í yngri
flokkum var samþykkt að leikið
skyldi í öllum riðlum í 4. umferð ís-
landsmótsins. Það var einnig sam-
þykkt að leyfa 8. flokks stúlkum að
leika með meistaraflokkum félaga
sinna. Úrslitaleikjum 1. deildar
óbreyttar
karla verður fækkað um einn.
Samþykkt var aö félag sem óskar
eftir því að fá keppnisleyfí fyrir
leikmann, sem kemur frá öðrum
löndum en Evrópulöndum skuli
vera skuldlaust við KKÍ miðað við
mánuðinn á undan.
Við upphaf þingsins sæmdi stjóm
KKÍ þrjá einstaklinga heiðursmerkj-
um sambandsins. Pétur Guömunds-
son var sæmdur gullmerki KKÍ og
þeir Jón Kr. Gíslason og Guðni Öl-
versson voru sæmdir silfurmerki
sambandsins.
Ólafur Rafnsson er formaður
KKÍ. Gísli Georgsson kemur inn í
stjórnina I stað Ólafs Jóhannssonar
sem hætti í stjórn vegna brottflutn-
ings til útlanda. Þá voru þau Erla
Sveinsdóttir, Jóhann Karl Sveins-
son og Hannes Jónsson endurkjörin
í stjórnina til tveggja ára.
-JKS
/ 1 "tSM i»
«a
Margrét Ákadóttir fyrirliöi og stöllur hennar úr Breiöabliki byrja tímabiliö vel en á laugardagskvöldiö unnu stúlkurnar
sigur í deildarbikarnum eftir vítaspyrnukeppni viö Val.