Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Blaðsíða 14
14
_________ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001
Skoðun I>V
Spurning dagsins
Ertu svekkt/ur yfir
Evróvisjón?
Einar Valur Bjarnason iðjuleysingi:
Viö flöggum I hálfa stöng þetta áriö.
Ég sem ætlaöi aö keppa næst.
Ingvar Valgeirsson gítarleikari:
Ég er gráti næst aö þessi stórkostlegi
hópur var ekki metinn aö veröleikum.
Jón Kjartan Ingólfsson
hljómsveitarstjóri:
Já, mér fannst viö eiga skiliö aö
komast aöeins ofar.
Stefán Örn Gunnlaugsson pródúser:
Ég var aöallega svekktur yfir því aö
Danir skyldu gefa okkur 2 stig, heföi
viljaö enda bara meö 1.
Björn Ingi Jónsson atvinnubílstjóri:
Ekki ánægöur, heföi mátt vera betra.
Leiöinlegt aö keppa ekki næst.
hj i
llt .. K jj|\* ■r b r m ft
Stefán Guðnason nemi:
Já, ég er svekktur, ömurlegt lag og
ekki góöir flytjendur.
Niðurfærsla grænmetisverðs
- ætlar að reynast þrautin þyngri
Gæöagrænmeti innlent og erlent
En „burt meö hrokann og háu tollanna.
Helga Kristjánsdóttir
skrifar:
Það ætlar ekki að ganga þrauta-
laust að ná sigri í orrustunni við
grænmetisverðið og koma því niður
eitthvað í námunda við það sem ger-
ist í nágrannalöndum okkar. Land-
búnaðarráðherra hefur lofað að fella
niður tollana gegn því að hefja ríkis-
ekna rækt á grænmeti með öðrum
hætti - beinum stuðningi við græn-
metis- og blómabændur.
En þá heyrist hljóð úr horni frá
framleiðendum. Þeir þykjast færa rök
fyrir því að framleiðslukostnaður á
íslensku grænmeti sé mun meiri en
annars staðar. - Og gæði hins ís-
lenska grænmetis sé líka miklu
meiri! Hverjir segja að gæði hins ís-
lenska séu meiri, aðrir en framleið-
endur sjálfir?
Það skal alltaf vera hótað ein-
hverju svona löguðu, t.d. að ef við
kaupum erlent og ódýrara þá fáum
við um leið verri vöru, minni gæði og
eigum jafnvel á hættu að smitast við
neyslu hennar. En hvað með alla Is-
lendingana sem eru í sumarleyfi ut-
„Þad skal alltaf vera hótað ein-
hverju svona löguðu, t.d. að ef við
kaupum erlent og ódýrara þá fáum
við um leið verri vöru, minni gœði
og eigum jafnvel á hœttu að smit-
ast við neyslu hennar. “
anlands eða allt námsfólkið? Verður
ekki allir sjúkir af mat á erlendri
grund?
Eigum við íslendingar ekki að láta
af þessari sjálfumgleði gagnvart er-
lendum matvörum? Það er miklu
meira úrval af mat handan við hafið og
meira að segja mun fjölbreyttari fisk-
tegundir en hér. Við höfum engin efni
á að greiða meira fyrir grænmeti eða
aðrar vörur en aðrar þjóðir sem hafa
þó mun meiri tekjur en við. - Burt með
hrokann, burt með himinháa tolla af
grænmeti og öðrum matvælum.
Styöjum skólastjóra Húsaskóla
- svar frá starfsfólki Húsaskóla
Kennarar og starfsfólk Húsaskóla
skrifar:
Við, kennarar og starfsfólk í Húsa-
skóla, viljum lýsa óánægju okkar
með frétt sem birtist i DV þriðjudag-
inn 8. maí sl. Þar er með órökstudd-
um fullyrðingum vegið að skóla okk-
ar og stjóm hans. Viljum við hér með
leiðrétta nokkrar grófar missagnir
sem fram koma í fréttinni.
í fréttinni er talað um að kvörtun-
um hafi rignt inn á Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsing-
um frá Fræðslumiðstöð eru kvartan-
ir vegna skólastarfs í Húsaskóla í vet-
ur ekki fleiri en gengur og gerist i
öðrum skólum og örfáir aðilar sem
standa að baki þeim kvörtunum.
Skólastjóri er nafngreindur í frétt-
inni og er augljóst að tilgangur henn-
ar er að koma höggi á skólastjórann.
Tekið skaí fram að það er ekki ein-
göngu skólastjóri sem kemur að og
ber ábyrgð á líðan nemanda. Foreldr-
ar, kennarar, skólastjórnendur og
annað starfsfólk skólans vinnur dag-
lega að málum er varða nemendur.
í fréttinni kemur fram að fjöldi
bama í hverfmu sækir aðra skóla.
Samkvæmt tölum frá Fræðslumið-
stöð sækja 97% bama í hverfmu
Húsaskóla en meðaltalið í Reykjavik
er að 95% barna sæki sinn hverfis-
skóla. Við viljum einnig geta þess að
af 512 nemendum skólans eru 21
nemandi búsettur utan hverfis en
kýs að vera í Húsaskóla.
I fréttinni kemur einnig fram að
vegna „ástandsins" í skólanum hafi
„Tekið skal fram að það er
ekki eingöngu skólastjóri
sem kemur að og ber
ábyrgð á líðan nemanda.
Foreldrar, kennarar, skóla-
stjórnendur og annað
starfsfólk skólans vinnur
daglega að málum er varða
nemendur. “
fengist samþykkt aukafjárveiting til
skólans til þess að ráða starfsmann í
yfirstjórn sem eingöngu fengist við
agavandamál. Þetta er alrangt. Allir
skólar í Reykjavik af þessari stærð
fengu fjárveitingu til aukinnar
stjórnunar og deila því þrír skóla-
stjórnendur með sér verkum. í Húsa-
skóla sinnir fulltrúi skólastjóra ýms-
um málum, þ. á m. útgáfumálum,
samskiptum heimUa og skóla og líð-
an nemenda. Fréttaflutningur af
þessu tagi veldur óbætanlegum skaða
á starfi skólans og bitnar ekki aðeins
á stjórnendum og starfsliði hans
heldur nemendum einnig.
Nemendur skólans hafa komið
miður sín tU kennara og skólastjórn-
enda vegna þessarar neikvæðu frétt-
ar. Svona skrif brjóta niður skóla-
starf og eru til þess eins fallin að
stuðla að vanliðan nemenda.
Skólastjórum og kennurum hefur
borist bréf frá foreldraráði Húsa-
skóla þar sem fram kemur ánægja
með það mikla og góða starf sem þar
fer fram.
Kennarar og starfsfólk skólans
lýsa yfir fuUum stuðningi við skóla-
stjóra Húsaskóla og kannast ekki við
þann vinnustað sem lýst er í frétt-
inni. Við hins vegar fordæmum þau
vinnubrögð sem höfð voru í frammi
við birtingu þessarar fréttar. Það var
hægðarleikur fyrir blaðamann DV að
kanna sannleiksgUdi aðdróttana sem
komu fram í fréttinni, t.d. með sím-
tali við skólastjóra eða fræðslustjóra.
Blaðamaður sýndi hins vegar litla tU-
burði til þess enda gat hann þá átt
von á að botninn dytti úr fréttinni.
Athugasemd ritstj.:
Fréttir af málefnum Húsaskóla
hafa fjallað um fingurbrot nemanda
við skólann og brottvikningu ensku-
kennara í framhaldi af þvi, óánægju
fjölmargra foreldra nemenda sem
sett hafa hús sín á sölulista tU að
komast i annað skólahverfl með börn
sín og meint agaleysi í skólanum sem
staðfest hefur verið af Fræðslustjór-
anum í Reykjavík.
Að DV hafi ekki haft fyrir því að
ræða við fræðslustjóra og skólastjóra
er rangt. - Viðtöl við þá báða hafa
birst í blaðinu af þessu tUefni enda
sjálfsagt. Ef kennarar og starfsfólk
Húsaskóla er ánægt með ástandið í
skólanum er það einfaldlega á önd-
verðum meiði við starfsmenn
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og
íjölda foreldra í hverfinu.
Garri
Engill, sýndu merki
„Angel, show me a sign,“ öskraði Árni
Mathiesen í sturtunni um sexleytið á laugardag-
inn. Hann haföi aldrei sönglað þetta lag áður og
það var ekki einungis júróvisjónstuðið sem hafði
tendrað þennan texta í munni hans. Síðustu vik-
ur hafði hann verið að velta því endalaust fyrir
sér hvort það ætti að setja lög á þessa sjómenn
eða ekki. Núna stóð hann í sturtunni og söng há-
stöfum selfossku bænina um engilinn sem ætti
að gefa merki.
Boas.ls
Klukkan sjö hafði Árni lokið við að þurrka sér
og var kominn í júrógaUann. Hann hafði plantað
sér niður fyrir framan sjónvarpið. Júróvisjón-
kvöldið er eini tíminn sem sjálfstæðismenn eru
Evrópusinnaðir, ólíkt framsóknarmönnum sem
eru júrófön allt árið um kring. Árni haföi heyrt
því fleygt að Halldór ætti söngvakeppnir frá ár-
inu 1986 á teipi og spUaði þær gjaman í sumar-
bústaðaferðum framsóknarforystunnar.
Ámi fylgdist spenntur með Two Tricky á svið-
inu; dansararnir voru eins og Backstreet Boys og
söngvaramir sambland af Buttercup og Oasis:
Boasis: Boas.is. Eftir íslenska atriðið komu ein-
hverjir lúserar í röðum og tuggðu einhverja fá-
dæma vitleysu framan í heiminn. „Þetta er eins
og þama myndin, þarna myndin," sagði Árni við
sjálfan sig og reyndi að rifja upp myndina sem
gamla frænka hans hafði boðið honum á. Hann
hafði reyndar þurft að borga hálfan miðann sinn
því gamla konan sagði að hækkun ríkisstjórnar-
innar tU sín dygði ekki fyrir nema einum og
hálfum - og hún lét svo Árna borga.
Sálin, já sálin
Ámi gat ekki slitið hugann almennilega frá
sjómönnunum. Hann hafði orðið fyrir dálitlum
vonbrigðum með þá. Honum hafði alltaf fundist
Grétar Mar svo krúttlegur áöur en hann varð
ráðherra. Steini Páls hafði líka sannfært Áma
um að þetta væri gott ráðuneyti og það eina sem
hann þyrfti að hafa áhyggjur af væri að lyftan í
ráðuneytinu bUaði. Það hafði ekki gerst en hins
vegar höfðu aUir sjómennirnir verið leiðinlegir
og vondir við hann. „Ja, nema Helgi Lax,“ sagði
Ámi upphátt eins og hann væri að tala við
sænsku plastklæddu stelpurnar. Árni hafði ætlaö
að bjóða Helga í júrópartí en hann hafði veriö
boðinn til Kristjáns R. og kunni ekki við að af-
boða.
„Angel, show me a sign,“ hélt áfram í kolli
ráðherrans þar sem hann dottaði yfir keppninni.
Og þá kom svarið. Og það kom frá hinni frönsku
Natöshu St. Pier en lag hennar hét á ensku Only
My Soul. „Já,“ hugsaði Ámi: „aðeins sál mina.
Setjum lög á and-
skotana." GcllTI
Námsgetan ráði
Helga Guðrún hringdi:
í frétt í DV, þar
sem málefni Húsa-
skóla í Grafarvogi
voru til umflöllun-
ar, kom fram að
skólastjóri í þeim
ágæta skóla hefur
lagt áherslu á að
skipta nemendum í
bekki eftir náms-
getu. Ég tel að hér
sé mjög réttUega
stefnt að betra
kerfi innan skól-
anna en áður hefur
tíðkast þar sem ekki er tekið tUlit tU
hæfileika tU náms eða að áhugi ráöi
nokkru um. Ég tel að niðurröðun í
bekki eftir gamla kerfinu gangi, t.d.
fyrstu tvo veturna en eftir það eigi að
taka tUlit tU hæfileika og námsáhuga
við niðurröðun i bekkina. Það hvetur
þau til dáða og keppni um góðan
námsárangur.
íslenskar þulur
Ingibjörg Halldórsdóttir hringdi:
I lesendadálki DV sl. fimmtudag
undir yfirskriftinni Ráfengur Kolsson
var óskað eftir upplýsingum um þul-
ur og annan fróðleik þar sem finna
mætti m.a. mannanöfnin Refur Rá-
fengsson, Ráfengur Kolsson, Kolur
Skæringsson, Skæringur Brandsson,
Brandur Brettingsson o.s.frv. Ég get
upplýst að nöfn og fleiri koma fyrir í
bókinni íslenskar þulur og þjóðkvæði
sem Ólafur Davíðsson fræðimaður
safnaði á sínum tíma. Ég á útgáfu
bókarinnar frá 1898. Líklega hefur
þetta verið endurútgeflð þannig að nú
er bara að leita fyrir sér. Hugsanlega
í bókabúðum eða þá í söfnunum.
Dýr tæki í kyrrstöðu
En er þörf á þeim?
S j ómannas amn-
ingar óþarfir
Þórður Jónsson skrifar:
Það er nú ljóst að hvorki ríkis-
stjórn né sjávarútvegsráðherra munu
leggja fram neinar tillögur til lausnar
sjómannaverkfallinu enda vandséð að
þær hreyfðu málinu. Ég tel fyrir mitt
leyti að ekki sé þörf fyrir neina frek-
ari sjómannasamninga, þeir sem
gerðir hafa verið milli vélstjóra og út-
vegsmanna eru áreiðanlega það
lengsta sem gengið verður í þeim efn-
um. En svo er á hitt að líta hvort
nokkur ástæða sé tO að bregðast við
sjómannaverkfallinu yfirleitt. Útgerð-
in skuldar svo hundruðum milljarða
króna skiptir. Og hvað er fengið með
því að lengja í skuldasnörunni og
koma togurum á sjó á ný? Smábáta-
veiðar duga þjóðinni.
Plast í metratali?
Eiríkur Sigurðsson hringdi:
Ég tek undir með Ragnari sem
kvartaði undan því í DV að ekki væri
lengur á boðstólum plast í metratali.
Fyrir ekki löngu síðan gat maður
keypt plast af mismunandi þykkt af
rúllum í flestum byggingavöruversl-
unum. Þetta þýddi að ekki þurfti að
kaupa meira í einu en maður óskaði
eftir. Nú er þetta allt selt í rúllum,
mismunandi löngum, i fyrir fram
pökkuðum pokum. Ástæðan hlýtur að
vera sú að starfsfólki verslana þykir
of mikið í lagt að skera niður plastið
af rúllunum - eða hitt að framleið-
anda þykir ekki nóg salan og vill
koma út sem mestu plasti í hvert sinn
sem neytandinn þar á þessari vöruteg-
und að halda. Þetta er afturfór í þjón-
ustu með þessa sérstöku vörutegund.
Valgerður
Selma
Guðnadóttir
skólastjóri
Stefnir í rétta
átt meö bekkja-
rööunina.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.