Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 47 tolwsa-. tclcni ssf visimnSa Plaza.is opnar meö pomp og prakt: Verslunarmið- stöð á Netinu Síðastliðinn fimmtudag var Plaza.is. opnuð. Hér er um að ræða nokkurs konar verslun- armiðstöð á Netinu og er þetta samstarfsverkefni Tölvumiðstöðv- ar Sparisjóðanna, SPH, S24, Sam- skipa og Opinnar miðlunar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Opinni miðlun, sem sér um viðhald á Plaza, er vefurinn hannaður með það að markmiði að auðvelt og skemmtilegt sé að flakka um hann, kíkja í búðir og tína vörur í körf- una. Sameiginleg karfa fyrir allar búðirnar gerir það að verkum að hægt er að versla í mörgum búðum í einu og fá einn pakka sendan heim, sem aftur þýðir eitt sending- argjald. Að lokum er greitt fyrir all- ar vörurnar með einni greiðslu á þægilegan og öruggan hátt. Ein karfa fyrir allar verslanir Á Plaza er hægt að staðgreiða vörur, óháð því í hvaða banka við- skiptavinur er, og er einnig hægt að greiða með kreditkorti. Til að tryggja öryggi neytenda virkar kerflð þannig að þegar kaupandi hefur sett þær vörur sem á að kaupa í körfuna er farið í greiðslu- Ragnheiöur Clausen, sem fór í fyrsta verslunarleiðangurinn á Plaza og keypti sér nýjan GSM-síma, skoöar Plaza ásamt Pórarni Pórhallssyni, fram- kvæmdastjóra Opinnar miölunar. miðlun þar sem gengið er frá netbanka eða skuldfærslu á kredit- greiðslunni með öruggum hætti. kort. Hægt er að velja um staðgreiðslu í Þegar greiðslan hefur verið innt Ef einhverjar vörur skiia sér ekki i söfmtnirmi bakfærír TS inn á mikn- ing kaupanóa en greiöir að öðrum kosti út til viðkomandi versfunar efiir að staðfesting á afhendingu hefurkom- ið frá Samskipum. Með þvi móti þarf viðskipta- vinurínn ekki að standa sjáffur í neinum vand- ræðum efhann fær ekki vörur sem hann hefurborgað fyrir. af hendi og lögð inn á biðreikning hjá S24 er pöntunin send til vöru- hótels Samskipa sem sér um að safna vörunum saman og pakka þeim. Ef einhverjar vörur skila sér ekki í söfnuninni bakfærir TS inn á reikning kaupanda en greiðir að öðrum kosti út til viðkomandi verslunar eftir að staðfesting á af- hendingu hefur komið frá Samskip- um. Með því móti þarf viðskipta- „verslunarferöum" sínum, borgar eina greiöslu og fær einn pakka sendan heim. vinurinn ekki að standa sjálfur í neinum vandræðum ef hann fær ekki vörur sem hann hefur borgað fyrir. Að lokum sér íslandspóstur um heimsendingu á vörum og er sama sendingargjald fyrir allt land- ið. Tölvumiðstöð Sparisjóðanna sér um greiðslumiðlunina og allar pen- ingafærslur og persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar með sama ör- yggi og um hraðbanka eða net- banka væri að ræða. Allar við- kvæmar upplýsingar eru þannig geymdar hjá TS og hefur söluaðili engan aðgang þar að. Fer á stafrænt sjónvarp Þórarinn Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Opinnar miðlunar, segir að nú þegar sé m.a. hægt að kaupa bækur og tímarit, geisla- diska, fatnað, matvöru, barnavör- ur, snyrtivörur, síma og aukahluti fyrir GSM, íslenskt handverk, snyrtivörur, tölvur og tölvuvörur svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að færa Plaza-verslunina yfir á staf- rænt sjónvarp. Þórarinn segir það vera ætlunina að prófa það í sumar og að Gagnvirk miðlun sjái um rekstur þess kerfis. Hallgrímur Kristinsson, yfirmað- ur efnismála hjá Gagnvirkri miðl- un, segir að ætlunin sé aö tengja um eitt hundrað heimili seinni partinn á þessu sumri til tilrauna. Þar verður Plaza í boði ásamt annarri þjónustu sem gagnvirkt stafrænt sjónvarp getur boðið upp á. Góöar fréttir fyrir fótboltaiökendur: Óhætt að skalla - bæði fullorðna og börn Samkvæmt rann- sókn sem unnin var við Norður- Karólínuháskóla í Bandaríkjunum þurfa foreldrar ekki að hafa áhyggjur af því krakkar séu í hættu að fá heilaskemmdir af því að skalla fótbolta. Fyrir um 40 árum komu upp áhyggjur af því að fótboltamenn væru í hættu að fá heilaskemmdir út frá síendurteknum skallaboltum. Þessar áhyggjur voru styrktar á ní- unda áratugnum þegar norskir vis- indamenn birtu rannsóknir sem tengdu heilaskemmdir og það að skalla fótbolta. Þetta hefur valdið áhyggjum af þvi að börn séu einnig í hættu ef þau spila fótbolta. Samkvæmt athugunum dr. Don- alds Kirkendalls, barnalæknis og að- stoðarprófessors við áðurnefndan háskóla, er hins vegar lítil hætta áheilaskemmdum vegna kollspyrnu- iðkunar. Hann segir að þegar krakk- ar eigi í hlut þá komi það afar sjald- an fyrir að þeir noti höfuðið í fót- bolta. Þegar það komi hins vegar fyr- ir þá sé hættan lítil þar sem krakkar geti ekki sparkað nógu fast til að valda einhverri hættu. Þar að auki séu fótboltar nú orðnir mjög léttir sem dregur einnig úr hættunni. Ekki séu notaðir sömu leðurboltar og áður Þegar fótboltamaöur skallar bolta er hann búinn aö spenna hálsvöövana og notar allan líkamann sem dregur verulega úr hættu á óþarfa hristingi á heil- ann. sem áttu það til að verða mjög þung- ir, sérstaklega þegar rigndi. Boltar hrinda nú hins vegar frá sér vatni. Kirkendall bendir einnig á að þegar leikmaður skallar bolta þá spenni hann hálsvöðvana og noti allan lík- amann í kollspymuna. Kirkendall viðurkenndi hins veg- ar að höfuðmeiðsl væru möguleg í fótbolta en það væri þá í langflestum tilvikum ef menn fengju boltann í höfuðið án þess að vera viðbúnir því, Fyrir um 40 árum komu upp áhyggjur af þvi að fótboltamenn væru í hættu með að fá heilaskemmdir út frá siendurteknum skallaboltum. Þessar áhyggjur voru styrktar á níunda áratugnum þegar norskir visinda- menn birtu rannsóknir sem tengdu heila- skemmdir og það að skalla fótbolta. dyttu í jörðina, hlypu hver á annan, spörkuðu hver í annan eða hlypu á markstangir - nokkuð sem enginn stefnir beint að með knattspyrnuiðk- un. 5k keppnin haldin í annað sinn: Klámsíðan Pixxx- elchix vinnur í seinustu viku voru úrslit 5k keppninnar kynnt i annað sinn en keppnin var haldin í fyrsta skiptið I fyrra. Markmið keppninnar er að fólk geti búið til sem léttastar en um leið skemmti- legar heimasíður og verða þær að vera um 5 kílóbæt að stærð. Sigurvegarinn að þessu sinni var klámsíðan Pixxxelchix. Þar gefur að líta lítið úrval af allsberum kon- um og körlum sem teiknað hefur verið í afar grófri tölvugrafík og allt í aðeins 5 kílóbætum. ! 5k keppn- inni er keppt í tveim yfirflokkum þar sem i öðrum má nota hvaða for- ritun sem er en í hinum má aðeins nota html forritunarmál. Heilinn á bak við 5k keppnina er vefarinn Stewart Butterfíeld og seg- ir hann að hugmyndin hafi verið sú að vekja fólk til umhugsunar um vefsiðugerð. Butterfield segir að vef- arar gleymi því oft að stór hluti fólks sé með lélega nettengingu. Þetta þýði aö þeir hrúgi oft hlutum til að gera síður flottar sem aftur á móti veldur því að margir þurfi að bíða í óratíma eftir að hlaða síðunni niður. Að þessu sinni tóku um 1200 manns þátt í keppninni sem er mik- il fjölgun frá fyrstu keppni og var keppt um aðalverðlaun upp á 50 dollara, ca 5000 ísl. kr. Auk þess voru fleiri minni verðlaun. Hægt er að skoða þær síður sem fengu viðurkenningar í keppninni á www.the5k.org. Á Pixxxelchix er meöal annars aö finna hart klám í grófri upplausn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.