Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2001, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ2001 Sjómannadagurinn: Stjórnmálamenn fá það óþvegið Fjóla Sigurðardóttir, sjómannskona úr Reykjavík, lét stjórnvöld hafa það óþvegið í aðalræðu sjómannadagsins i - > Reykjavík í gær. Gagnstætt hefðinni talaði enginn stjómmálamaður á há- tíð sjómanna en kona kom í þeirra stað og sannarlega sópaði af Fjólu sem er skipstjórafrú úr Breiðholtinu. Guðmundur Hallvarðsson, alþingis- maður og formaður Sjómannadags- ráðs, varð undir þegar ákveðið var hver yrði ræðumaður dagsins. Hann vildi vera trúr hefðinni og fá ræðu- mann úr kerfmu til að ávarpa sjó- menn. Var formaðurinn ekki svekkt- ur að fá ekki til dæmis sjávarútvegs- ráðherrann, flokksbróður sinn og vin, til að ávarpa sjómenn? „Ég segi því miður, þetta var andstætt því sem ég vildi að yrði gert. Alveg frá 1938 hefur fulltrúi ríkisstjórnarinnar flutt ávarp. ú*- Ég varð undir í þessu máli, það er rétt. Dagurinn var hins mjög vel heppnaður,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að Fjólu hefði mælst vel og eins Guðrúnu Pétursdóttur. -JBP Þroskaþjálfar: Nýtt tilboð í burðarliðnum Samninganefnd Þroskaþjálfafé- lags íslands mun leggja fram nýtt tilboð í kjaradeilu sinni við Reykja- •^ vikurborg á fundi hjá ríkissátta- semjara sem haldinn verður á morgun. Sólveig Steinsson, formað- ur félagsins, sagðist í viðtali við DV í gærkvöld ekki geta tjáð sig um hvort yrði um miklar tilslakanir á kröfum að ræða í því tilboði, unnið yrði að gerð þess i dag. Að sögn Sólveigar var sáttafundur hjá ríkissáttasemjara í gær árangurs- laus. Þroskaþjálfar felldu sem kunn- ugt er kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga með 71,4 prósentum at- kvæða gegn 28,6. Þá hafa þroskaþjálfar hjá ríki og séreignarstofnunum greitt atkvæði um heimild til verkfallsboðunar. Niðurstöður úr þeirri atkvæða- , greiðslu liggja fyrir í kvöld. Þroska- þjálfar höfðu áður samþykkt verk- fallsboðun en félagsdómur úrskurð- aði hana ógilda vegna formgalla. -JSS s Isafjörður: Drengir stálu og veltu bíl Tveir drengir, fimmtán og sextán ára, veltu bifreið í Dýrafirðinum á laugardagsmorgun. Annar þeirra skarst illa í andliti en hinn meiddist minna. Þeir voru undir áhrifum áfengis og höfðu tekið bifreiðina ófrjálsri hendi á ísafirði. Mildi verð- ur að teljast að ekki urðu frekari slys af uppátæki þeirra. -Gun Mannfjöldi við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn Sjómannadagurinn var haldinn hátíölegur um allt land í gær. Á innfelldu myndinni má sjá Fjólu Siguröardóttur, sjómannskonu úr Breiðholti, en hún hélt hátíðarræðuna í Reykjavík, fyrst kvenna. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í rekstrarkreppu: Reiðarslag - segir forstöðumaður hennar um yfirvofandi samdrátt Fyrirmæli félagsmálaráðuneytis til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkis- ins um endurskoðun rekstraráætlana stöðvarinnar til að eyða 4 milljóna króna rekstrarhalla munu verða þess valdandi að mjög dregur úr þjónustu hennar ef svo fer sem nú horfir. Hlut- verk stöðvarinnar er að greina fótluð börn og ungmenni og gefa leiðbeining- ar um hvað hægt sé að gera til að milda fötlunina þannig að viðkom- andi einstaklingar nái sem mestri lífs- fyllingu og sjálfstæði í þjóðfélaginu á fullorðinsárum. Á ári hverju hefur stöðin afskipti af rúmlega 500 börnum og ungmennum. Um 200 börnum hef- ur beinlínis verið vísað til hennar á ári sl. tvö ár. Um er að ræða langvinn vandamál þannig að sum börnin þurfa að koma oft. Greiningar- og ráðgjafarstöðin hef- ur verið rekin með halla undanfarin ár. í fyrra var hann minnkaður með aukafjárveitingum. Nú vantar fjórar milljónir til að hægt sé aðhalda óbreyttum rekstri út þetta ár. Forráðamenn stöðvarinnar hafa gert félagsmálaráðuneytinu grein fyr- ir hallanum nú. Svar barst nýlega frá Niöurskuröur Greiningar- og ráðgjafarstöðin hefur verið rekin með halla undanfarin ár. ráðuneytinu sem gefur fyrirmæli um að endurskoða rekstraráætlanir til að eyða hallanum. Að sögn Stefáns Hreiðarssonar, for- stöðumanns Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins, glímir stöðin einnig við þann vanda að launaskrið hefur orðið hjá fagfólki sem er með sam- bærilega menntun og starfsfólk henn- ar. Margt af starfsfólki stöðvarinnar hefur 20-30 prósenta lægri laun held- ur en sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, sál- fræðingar og talmeinafræðingar fá á öðrum stofnunum. T.d. hefur stöðin leitað að talmeinafræðingi undanfarin tvö ár. Þeir sem hefur verið leitað hóf- anna hjá hafa getað fengið um 40.000 krónum meira annars staðar en Greiningar- og ráðgjafarstöðin hefur getað boðið. „Ef við eigum að spara 4-5 milljón- ir það sem eftir er ársins þýðir það á mannamáli fækkun starfsfólks og nið- urskurð á þjónustu. Ég heyri að starfsfólkið er farið að líta í kringum sig og það er mjög stutt í að einhverj- ir hætti,“ sagði Stefán. „Þetta eru sér- hæfð störf og það er erfitt að hugsa til þess að missa okkar sérhæfða starfs- fólk út. En ef við fáum ekki úrlausn á næstu vikum stefnir i þessar afleið- ingar. Það yrði afskaplega sárt og kæmi niður á mörgum ef við þyrftum að skera niður starfsemina. Við erum að þjóna ákaflega viðkvæmum hópi. Það fellur oftast í okkar hlut að fylgja fólki fyrstu skrefin, aðstoða það við að vinna sig út úr þeim fregnum að barn- ið þess sé fatlað og síðan að finna úr- ræðin sem milda áhrifm til framtíðar. Okkur sýnist að það yrði reiðarslag ef draga þyrfti úr þjónustunni." -JSS Tugmilljóna virðisaukasvindl byggingaverktaka: Ekki öll kurl komin til grafar - segir yfirmaður efnahagsbrotadeildar „Umfang máls- ins er mikið og ekki nærri öll kurl komin til grafar. Þessi svikastarfsemi hefur viðgengist býsna lengi, alla vega þrjú misseri, ef ekki lengur. Þarna er um að ræða blöndu af ýmsum brotum sem hafa það sem markmið að komast undan greiðslu skatta og allt að því að fá greiddan út virðisaukaskatt ranglega," sagði Jón H. Snorrason yfirmaður efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglustjór- ans í samtali við DV í gærkvöld en embættið vinnur að rannsókn skattsvika, sem nema tugum millj- óna, hjá byggingaverktökum. Á fyrstu stigum er rætt um 70 milljón- ir króna. Þrír menn sitja i gæslu- varðhaldi vegna rannsóknarinnar og böndin kunna að berast að fleiri. Jón H. Snorrason segir að þær að- ferðir sem notaðar voru séu ekki nýjar af nálinni, sams konar mál hefðu verið að koma upp allt frá upphafl virðisaukaskattsins og er Vatnsberamálið stærst slíkra mála. „En þetta er óneitanlega umfangs- mesta málið og hæst í fjárhæðum hjá sama hópi. Þetta eru einstakl- ingar sem unnið hafa í sínu nafni eöa annarra," sagði Jón H. Snorra- son. Hann kvaðst ekki gefa upp nöfn hinna grunuðu. „Rannsóknin er rétt að fara af stað en gagnaöflun og rannsókn í samvinnu við skattrannsóknar- stjóra hófst fyrir nokkrum vikum,“ sagði Jón H. Snorrason. -JBP Könnun DV: Sérréttindi fyrir smábátana Samkvæmt skoðanakönun DV vilja 81,8% kjósenda að smábátar njóti sérréttinda til veiða við Island. Þægilega á óvart „Þetta kemur mér þægilega á óvart. Stjórnvöld róa í aðra átta en þjóðin vill,“ sagði Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins. „Ríkis- stjórnin ætlar að draga smábátana inn í braskið. Þessi könnun full- vissar mig um að réttlætið muni sigra að lokum og að braskkerflð verði lagt að velli.“ Engar fréttir „Þetta er alveg sama niðurstaða og kom út úr sambærilegri könnun og Landssamband smábátaeigenda lét gera. Ég minni á að smábátasjó- menn hafa sérrétt- indi en nú með breyttum forsend- um frá því sem verið hefur," sagði Árni M. Mathiesen, sem sagðist ekki vilja túlka niðurstöður könnunar DV á þann veg að stefna hans hefði beðið afhroð. Hagur smá- bátamanna væri áfram tryggður en með öðrum hætti en verið hefði. Stjórnvöld hlusti „Ég lít á niðurstöðuna sem vott þess að þjóðin vilji að við njótum for- gangs í veiðum og það er í samhljómi við könnun sem við gerðum sjálflr í apríl. Ég skora á stjórnvöld að hlusta á þann ríka vilja almennings að tekið sé á mál- um með þessum hætti,“ segir Arthur Bogason, formaður Félags smábáta- eigenda. Misskilningur hjá þjóðinni „Þessi afstaða byggist á miklum misskilningi. Fólk heldur að trillu- karlinn sé maðurinn með færið sem sé að dorga. En í dag er allt vélknúið og maður á smábát er með 3-4 vélar sem draga fyrir hann færið og hann þarf ekkert annað en taka fiskinn af önglunum. Fólk er ekki meðvitað um þá breytingu sem orðið hefur. Hér eru stórútgerðir á ferð og allt annar útvegur en fólk ætl- ar að sé. Þessum aðilum hafa verið færð endalaus sérréttindi sem er rangt fyrirkomulag," segir Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ. -Gun/sbs Verð frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 ^x-treME

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.