Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Page 1
15 i K}artan Sturiuson, markvörður Fyíkis, reynir hér að koma f veg fyrir að skot Atia Viðars B|ömsson.ar rati í mark Fylkis í heimsókn fi&sins tíl FH t gærkvöid. Liðin skildu jöfn og sitja því enn á toppi deildarinnar, Fylkir með þriggja stiga forystu -#1 en FH á leík tif góða. DV-mynd E.ÓI. . Dani til ÍBV Eyjamönnum hefur borist liðs- styrkur í Símadeild karla. Daninn Tommy Schram hefur gengið til liðs við fBV og er hann orðinn gjaldgengur í liðið. Eyjamenn fara á Skagann i kvöld en leikur- inn hefst kl. 19. Tommy, sem er 30 ára gamall miðjumaður, er 184 cm hár, 80 kg og getur leik- ið allar stöður á vellinum. Hann kemur frá Herfölge en lék áður fyr- ir Bröndby. -esá Tommy Schram. Ótrúlegt hjá Ivanisevic Kroatanum Goran Ivanisevic tókst í gær hió ómögulega. Hann sigraöi í ein- liöaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir langan og strangan úrslita- leik við Ástralann Patrick Rafter. Leikurinn fór í 5 lotur og hann réðst ekki fyrr en eftir 16 sett þegar Ivanisevic innsiglaöi sigur, 9-7. Fyrir mótið var hann í 125. sæti á styrkleikaiista tennisleikara í heiminum og þurfti hann aö vera einn fárra útvaldra sem fengu „wild card“ til þess að fá þátttökurétt. Og er hann fyrstur slíkra þátttakenda sem vinnur mótið í meira en 100 ára sögu þess. Á myndinni til hliðar fagnar hann titlinum ásamt föður sínum en saman hafa þeir gengiö í gegnum súrt og sætt. Reuters Copa America í útrýmingarhættu? Stjörnurnar aftur til Evrópu Eftir að hafa skipt um skoðun þrisvar sinnum á einni viku er áætlað að halda áifukeppni Suður- Ameríku, Copa America, eins og upphaflega var áætlað. Keppnin hefst á morgun og er hún haldin í Kólumbíu. Stjómarmenn liða í Evr- ópu sem eiga leikmenn í keppninni hafa kallað þá heim og verður keppnin því að mestu „stórstjörnu- laus“. Argentína ekki meö og Uruguay sendir varaliö í gær varð keppnin fyrir enn einu áfallinu þegar Uruguayar tilkynntu að þeir ætluðu að senda varalið sitt á keppnina. Aöeins einn leikmaður sem var í sigurliði Uruguay á Bras- ilíu í undankeppni HM á dögunum verður með í Copa America. Argentinumenn hefur dregið sitt lið úr keppninni en þeir gætu skipt um skoðun í dag. Fari svo að þeir sendi lið til Kólumbíu verður það að- eins varaliðið. Elber og Pizzaro skipað að koma til Þýskalands Karl-Heinz Rumenigge, varafor- seti Bayern Múnchen, hefur skipað leikmönnum sínum, hinum brasil- íska Elber og Claudio Pizarro frá Perú, að koma aftur til Múnchen til að heQa æfingar með liðinu. Brasilískir fiölmiðlar greindu frá því að Elber legði af stað til Þýska- lands á laugardagskvöld frá Brasil- iu og því virðist sem leikmenn ætli að hlýta evrópskum yfirmönnum sínum. Næstum öll lönd keppninnar verða án stjarnanna sinna, gestgjaf- arnir meðtaldir. Með nýju fyrir- komulagi á undankeppni HM í Suð- ur-Ameríku, þar sem öll lönd spila við hvert annað tvisvar, er greini- legt að þjálfarar og leikmenn lands- liðanna vilja eyða meira púðri í undankeppnina en álfukeppnina. Það er því ljóst að mótshaldarar þurfa að endurskipuleggja keppn- ina vilji þeir að hún verði í hæsta gæðaflokki. -esá Hamar fær liðsstyrk Samkvæmt heimildum DV-Sport þá hefur Hamar frá Hveragerði fengið liðsstyrk fyrir komandi leik- tíð. Svavar Birgisson, sem leikið hefur með Tinda- stóli, hefur ákveðið að leika með Hamri þar sem hann er að flytja suður. Svavar er sterkur leikmað- ur sem hefur nokkrum sinnum verið í landsliðshóp en hefur ekki hingað til gefið kost á sér. Tímabilið ‘99-00 var Svavar valinn í úrvalslið deildarinnar en minna fór fyrir honum sl. vetur með tilkomu Rúss- ans Michail Antropov. Þá hefur Kjartan Orri Sigurðsson, sem lék með Val/Fjölni í vetur, einnig ákveðið að spila í Hvera- gerói næsta vetur. Kjartan Orri var með rúm 7 stig í leik með Val/Fjölni. Það er þvi Ijóst að Hvergerðingar ætla að koma sterk- ir til leiks næsta vetur og ættu að hafa meiri breidd en áður. Vangaveltur hafa verið um hvort Skarphéðinn Ingason sé á forum til ann- ars liðs en Skarphéðinn mun að öllum líkindum leika áfram með Hamri. -Ben Zidane staöfestir Knattspyrnumaðurinn snjalli, Zinedine Zidane, hefur staðfest félagsskiptin frá Juventus til Real Madrid fyrir 6,8 milljarða króna. Zidane skrifar undir 4 ára samning með klausu um eitt ár til viðbótar ef allt gengur vel. Hann tilkynnti þetta á heimasíðu sinni og bætti um leið við: „Það verður þó ekki að fullu gengið frá kaupunum fyrr en Real fær staðfestingu frá Juventus í formi símbréfs." Þó Florentino Perez hafi aðeins gegnt stöðu forseta Real Madrid i eitt ár hefur hann þegar uppfyllt tvö helstu kosningaloforð sín sem áttu mikinn þátt í að tryggja honum stöðuna; að fá til sín Zidane og Luis Figo hefur undanfarið ár borið nafnbótina „dýrasti knattspyrnu- maður heims". Zidane tekur við henni þegar hann skrifar undir nýja samninginn. Zidane, sem er 29 ára gamall, mun fá um 525 milljónir króna í árs- laun, eftir skatta. McManaman veröur áfram Steve McManaman, leikmaður Real Madrid, ætlar sér að vera áfram hjá félaginu þó svo að nýir leikmenn hafi verið keyptir. „Eg er ánægður hér og ég held að nýju leikmannakaupin muni engin áhrif hafa á mig. Enginn hefur verið keyptur í mína stöðu og ég held ég sé í framtíðar- áætlunum liðsins. Hver sem er myndi vilja vera í liði sem hefur að geyma leik- menn á borð við Rául, Figo og Zi- dane.“ Til þess að fiármagna kaupin á Zidane er talið að Real þurfi að selja nokkra leikmenn Zidane er orð- inn lang- og dýrastur hefur '.. *• McManam- an oft verið nefndur í því samhengi. Ensk lið hafa í kjölfar- ið sýnt honum áhuga, þar á meðal Arsenal. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.