Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
DV
Fréttir
Raforka frá Kárahnjúkavirkjun:
Seld til Bretlands
ef álver bregst
- mögulegt eftir 10 til 15 ár, segir forstjóri Landsvirkjunar
vit í að gera slíkt nema að hafa í
hendi 20-30 ára sölusamning. „Slík-
ur samningur fæst ekki í dag en
gæti hins vegar tekist eftir tíu til
fimmtán ár þegar jafiivægi er kom-
ið í verð á raforkumörkuðum í Evr-
ópu. í öðru lagi, þá er rafmagn um
streng frá íslandi ekki samkeppnis-
fært eins og er, m.a. vegna orku-
taps. Tæknin er þó að þróast og
orkutapið að minnka.“
Talið er að meira en helmingur af
heildarkostnaði vegna orkusölu úr
landi sé vegna virkjunar og flutn-
ings á rafmagni til strandar þar sem
strengurinn fer í sjó.
„Ef svo kynni að fara eftir 15 til
20 ár að álver i Reyðarfirði vildi
ekki lengur kaupa af okkur raf-
magn, þá eigum við verulega orku
við ströndina sem mætti leggja í
kapal,“ segir forstjóri Landsvirkjun-
ar. -HKr.
í tengslum við fyrirhugaöa bygg-
ingu hinnar risavöxnu Kárahnjúka-
virkjunar hafa vaknað ýmsar
spurningar. Þar er m.a. rætt um
hvað gert veröi við alla þá raforku
ef salan til álvers í Reyðarfirði
bregst á einhverjum tímapunkti.
Forstjóri Landsvirkjunar telur þá
hugsanlegt að selja orkuna til Bret-
lands.
„Við komum þó ekki til með að
byggja virkjunina nema að hafa full-
kominn samning um að kaupandi
kaupi orkuna burtséð frá því hvort
hann notar hana eða ekki. Einnig
að við fáum tryggingar fyrir því að
fá endurgreiddan verulegan hluta af
kostnaði ef á byggingartímanum
kemur eitthvað upp sem veldur því
að álver verður ekki byggt,“ segir
Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar.
- Fram hefur komið aö gagn-
rýnendur framkvæmda telja að
áhættan fyrir íslendinga sé allt of
mikil.
Fyrirhugað er að álver verði að
verulegum hluta í eigu Islendinga
en ekki álkaupandans Hydro Alu-
minium. Hagsmunir Norðmanna
eru því ekki eins niðumegldir varð-
andi rekstur verksmiðjunnar og
væri ef þeir ættu hana alfarið sjálf-
ir. Er þá annar kaupandi mögulegur
sem gæti tekið við allri þessari orku
ef verksmiðjan lokaði af einhverj-
um ástæðum?
Um streng til Bretlands
„Já, það er vel hugsanlegur
möguleiki að selja þá orku úr landi
með rafstreng til Evrópu,“ segir
Friðrik. „Ég tel þó ómögulegt aö
svara því á þessari stundu hvort af
slíku verður í framtíðinni. Málið
hefur verið kannað og það má segja
að áætlanir í þá
veru liggi í skúff-
um eins og er.
Ástæðan fyrir
því að menn
halda ekki áfram
að sinni með
undirbúning á
slíkri orkusölu er
fyrst og fremst
miklar breyting-
ar sem eru aö
eiga sér stað á raforkumörkuðum.
Það er mikil einka- og markaðsvæð-
ing í greininni. I dag er útilokað aö
gera samning til langs tíma á raf-
orkusölu í Evrópu."
Hugsanlegt eftir 10-15 ár
Friðrik segir að ef hugmyndin
væri að flytja verulegt magn af raf-
magni til Bretlands með gífurlegum
fjárfestingarkostnaði þá sé ekkert
Patreksfjaröarfiugvöllur
Starfsmaður er í fríi og því er ekki
hægt aö ienda þar í áætlunarflugi.
Patreksf j arðarflugvöllur:
Jórvík heldur
uppi leiguflugi
- ekkert áætlunarflug
Heimir Már Pétursson, blaðafulltrúi
Flugmálastjómar, segir að flugvellin-
um á Patreksfirði hafi ekki verið lokað
á mánudag eins og fram kom í frétt DV
í gær. Rétt sé þó sagt í fréttinni aö
starfsmaður vallarins sé í sumarfríi og
ekki verði ráðinn afleysingamaður í
hans stað af hálfu Flugmálastjómar.
Heimir Már segir að vegna þess að
starfsmaðurinn sé í fríi, þá sé ekki hægt
að fljúga áætlunarflug á Patreksfjarðar-
flugvöll. Hins vegar sé mönnum áfram
heimilt að lenda á veflinum og flugfélög-
um heimilt að fljúga þangað leiguflug.
Flugfélagið Jórvík hefur haldið uppi
flugi til Patreksfjarðar sex daga vik-
unnar. „Viö munum áfram fljúga
þangað í áætlunarflugi og halda uppi
þjónustu við íbúana,“ segir Einar öm
Einarsson, rekstrarstjóri Jórvikur.
Hann telur nokkuð sérstakt að Flug-
málastjóm skuli fella niður þjónustu á
flugvöll sem Jórvík þjóni án nokkurra
ríkisstyrkja en haldi á sama tima uppi
fúllri þjónustu á flugvöllum sem ríkis-
styrkt félög fljúga á. -HKr.
DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON
Bakkabróöir í heyönnum
Hermann Einarsson býr sig undir að snúa heyi upp undir Helgafelli. Hermann er einn svokattaðra Bakkabræðra í Vest-
mannaeyjum en þeir eru með nokkrar kindur á Breiðabakka og í Suðurey.
Búist var við smölun í nefnd eftir framlengingu umsóknarfrests:
15 utanflokka í 150 manna nefnd
- titringur í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins
„Það hefur ekki orðið vart við
neina smölun enn þá í það minnsta,
því í dag hefur einungis einn maður
skráð sig i nefndina og það er gam-
algróinn framsóknarmaður," sagöi
Siguröur Eyþórsson, starfsmaöur
Framsóknarflokksins, sem tekur á
móti skráningum í sjávarútvegs-
nefnd flokksins en nefndin á að
marka nýja sjávarútvegsstefnu fyrir
flokkinn. Um er að ræða stóra nefnd
sem síöasta flokksþing samþykkti
að setja á laggimar eftir góða
reynslu af svipaöri nefnd sem sett
var í Evrópumálin. Formaöur
nefhdarinnar er Jón Sigurðsson og
kom hún saman í fyrsta sinn 5. júlí.
Á síðasta fundi nefndarinnar fyr-
ir helgi var gerð athugasemd við
það að ýmsum óflokksbundnum
mönnum skyldi hafa verið boðin
þátttaka í nefndinni og voru það
einkum reykvískir framsóknar-
menn sem hafa verið gagnrýnir á
kvótakerfið sem töldu þetta athuga-
vert. Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Eyþórssonar eru um 15 utan-
flokksmenn búnir að melda sig inn
af um 150 manns í heildina. Fram
hafa m.a. komiö þau sjónarmiö að
kvótasinnar í nefndinni séu að
styrkja sig með utanflokksfólki og
Sjávarútvegsstefna
Sjávarútvegsmálin eru hitamál hjá
framsóknarmönnum.
sagt að það sé óeðlilegt. Ákvörðunin
um að hafa nefndina opna var hins
vegar tekin á landstjómarfundi í
byrjun maí en svo virðist sem sú
ákvörðun hafi ekki verið kynnt
þannig að flokksmenn teldu sig vita
af henni. Kvótagagnrýnendur töldu
sig t.d. ekki hafa vitað af þessum
möguleika og því var ákveðið fyrir
helgina að framlengja frestinn til að
skrá sig í nefndina til 20. júlí og
gæta þannig sanngirnissjónarmiða.
Samkvæmt upplýsingum DV bjugg-
ust ýmsir við því aö þar með myndu
fulltrúar andstæðra sjónarmiða í
flokknum hefja smölun í nefndina
en sú smölun hefur eitthvað látið
standa á sér. -BG
Ný hraðaljósmyndavél
Ríkislögreglustjór-
inn mun á næstunni
taka í notkun sam-
byggða hraða- og
rauðljósamyndavél
sem hægt er koma
fyrir á fjölda gatna-
móta á höfuðborgar-
svæðinu.
Opinberir verkfallsmenn
í fyrra var heildarfjöldi tapaðra
vinnudaga vegna verkfalla rúmir 47
þúsund dagar. Af þeim voru starfs-
menn á opinberum vinnumarkaði í
verkfalli i rúma 42 þúsund daga.
Siðan opinberir starfsmenn hlutu
verkfallsrétt hafa þeir notað þann
rétt óspart.
ísafjaröarbær sýknaður
ísafjarðarbær var í Héraðsdómi
Vestfjarða í dag sýknaður af skaða-
bótakröfu Margrétar Ólafsdóttur og
Eiríks Kristóferssonar vegna hús-
eignarinnar að Seljalandi 9 á Isa-
firði. Stefnendur töldu tjón sitt af
því að hafa reist hús sitt á lóð á
snjóflóðahættusvæði vera algert.
Nýjar höfuðstöðvar
Orkuveita Reykjavikur hefur
undirritað samning við ÞG verk-
taka þess efnis að verktakafyrirtæk-
ið tæki að sér byggingu fyrsta
áfanga nýrra höfuðstöðva Orkuveit-
unnar við Réttarháls 1 í Reykjavík.
Samið við Skýrr
í gær var undir-
ritaður samningur
milli Skýrr hf. og
fj ármálaráðherra
um kaup á fjárhags-
og mannauðskerf-
um fyrir ríkissjóð
og stofnanir hans.
Er þetta gert í sam-
ræmi við ákvörðun fjármálaráðu-
neytis frá 1999 að bókhalds- og
launakerfi ríkisins skyldu endur-
nýjuð.
Fram hjá vigt
Skipstjóri, sem gerir út stóran
bát, kveðst hafa fyrirskipaö brott-
kast á fimm þúsund og fimm hund-
ruð tonnum af þorski undanfarin
fimm og hálft ár. Stóru fisksölufyr-
irtækin hafi aðstoöað við svindlið. -
RÚV greindi frá.
Siðareglur þingmanna
Jóhönna Sigurð-
ardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar,
segir á heimasíðu
sinni að þingmenn
sem gerast brotlegir
í starfi verði að
bera fulla ábyrgð á
gjörðum sínum, sið-
ferðilega, lagalega og pólitískt. Rétt
og eðlilegt sé að settar verði siða-
reglur fyrir þingmenn líkt og er hjá
mörgum starfsstéttum í þjóðfélag-
inu.
Framkvæmdum frestað
Húsafriðunarnefnd ætlar að fara
fram á að byggingarframkvæmdum
viö Þjóðleikhús verði frestað.
Skipulags- og byggingamefnd hef-
ur enn ekki samþykkt teikningar að
leikmyndageymslu. ístak gerði
verkfræðiteikningar að leikmynda-
geymslunni.
Ekki tóbakssölubann
Þær 17 verslanir sem Heilbrigðis-
eftirlitið aðvaraði vegna sölu á tó-
baki til barna og unglinga munu all-
ar hafa tekið sig á og mun ekki
koma til tóbakssölubanns. Verslan-
imar hafa allar lagt áætlanir sinar
um úrbætur fyrir Heilbrigðiseftirlit-
iö og fengið áframhaldandi sölu-
leyfi.
-HKr.