Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthJuly 2001next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 DV Fréttir Rækjubáturinn Una í Garði sökk mjög skyndilega snemma í gærmorgun: Tveir taldir af eftir sjóslys - fjórum hins vegar bjargað, þar af 11 ára gömlum dreng, köldum og klæðlitlum Umsjón: Birgir Guömundsson Á steypubílnum Kjartan Ólafsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, hefur sagt í fjölmiðlum að hann sé ekki farinn að íhuga neinar breytingar á sínu lífi vegna málefna Árna Johnsens, hann sé salla- rólegur og hafi nóg að gera í garðyrkju. Kjartan er sem kunnugt er formaður Félags garðyrkjubænda ásamt því að vera framkvæmdastjóri Steypustöðvar Suðurlands á Selfossi. Kjartan mun hins vegar ekki einvörðungu vera í garðyrkju því þessa dagana mun hann vera að keyra steypubíl. í pottinum segja menn það þó nokk- uð ljóst að steypan frá Kjartani fari ekki í að steypa kantsteina enda er viðkvæmt orðið að nefna kant- steina í návist sunnlenskra sjálf- stæðismanna... Mikil umferð Eins og við er að búast eru mál Árna Johnsens mál málanna þessa dagana og birtist áhugi almennings á málinu í ýms- um myndum. Þannig er fullyrt í pott- inum að um- ferðin um Rituhóla hafi margfaldast frá því um helgina en forvitnir borgarbúar hafa verið að aka þar fram hjá til að virða fyrir sér óð- alssteinahleðslur þingmannsins í garðinum við hús hans. Mun um- ferðarþunginn hafa aukist svo mik- ið að ýmsum nágrönnum þykir nóg um enda eru Rituhólar botnlangi þar sem menn þurfa að snúa við þegar komið er inn götuna. Þykir þessi umferð einna helst minna á umferðina sem skapast við hús skreytingarglaðra húseigenda fyrir jólin... Breytt Pressa Boðuð hafa verið ritstjóraskipti á vefmiðlinum Pressunni sem pottverjar eru sammála um að muni þýða gjör- breytingu á honum. I stað hins villta og um margt ófyrirsjáan lega Hrafns Jökulssonar, sem ritstýrt hefur Pressunni frá upphafi, mun taka við ritstjórn- inni hinn ábyrgi og nánast akademíski Ásgeir Friðgeirsson. Skiptar skoðanir eru um hvort þetta muni verða breyting til batn- aðar enda báðir mennirnir um- deildir. Hitt eru allir sammála um að yfírbragð og áherslur muni verða mjög ólíkar... Listagyðjan brokkar Eins og fram kom í heita pottin- um í gær þá eru hagyrð- ingar lands- ins famir að yrkja um mál- i efni Áma og sýnist sitt hverjum um þetta mál. Há- kon Aðal- steinsson, skógarbóndi með meiru, hefur ort af þessu tilefni tvær stökur: Ljúfar stundir llfl okkar veitir ef listagyðjan milli staóa brokkar, og mér finnst rétt aó mióla út um sveitir menningu frá þjóóleikhúsi okkar Ýmsir telja loftió lœvi blandió og lyktina sé alveg hœgt aó greina, þegar sumir flytja list um landið í Itki svartra dýrra tígulsteina. Tveir ungir menn, annar tvítugur og hinn tuttugu og fimm ára, eru nú taldir af eftir að rækjubáturinn Una í Garði fórst um kl 04.00 í fyrrinótt norð- ur af Málmey í Skagafirði. Fjórum mönnum var hins vegar bjargað um borð í rækjubátinn Húna um kl 08.00 eftir að fjórmenningamir höfðu verið í gúmbát í um 5 klukkustundir. Húni kom með mennina, sem era skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri, ásamt 11 ára gömlum syni stýrimannsins, til Blönduóss síðdegis í gær. Enn er ekki ljóst hvað gerðist þegar Una í Garði sökk en ljóst er þó að það hefur gerst mjög snöggt. Fjórmenning- amir sem björguðust vora allir sof- andi í koju og þvi lítt klæddir þegar slysið varð og lentu þeir ailir í sjónum áður en þeir komust í gúmbát. Ekkert sást til mannanna tveggja sem enn er saknað og munu fjórmenningamir aldrei hafa orðið varir við þá eftir að ósköpin dundu yfir. Eftir að Landhelg- isgæsla og Flugmálastjóm höfðu náð að staðsetja hvaðan neyðarmerkin komu, sem var um korter fyrir sjö, var haft samband við rækjuskipið Húna HU 62 sem er um 35 tonna bátur og var á veiðum í um klukkustundarsiglingu frá þeim stað sem merkið kom frá. Hafði þá flugmaður flugvélar Flug- málastjómar tilkynnt að hann sæi tvo gúmmíbjörgunarbáta og reykmerki og að maður veifaði til hans frá öðrum björgunarbátnum. Sigldu til bjargar Þriggja manna áhöfn Húna, undir forastu Ásgeirs Blöndal skipstjóra, hélt þegar af stað og kom að bátunum um kl. 08.00. Það tók að hans sögn stuttan tíma að ná mönnunum og bát- unum um borð og vora þeir drifnir í skjól og hitann. „Við vorum búnir að kynda vel upp áður en við komum og voram með heitt kaffi. Þeir virtust fegnir hlýjunni enda höfðu þeir verið klæðalitlir í gúmbátnum og vora auð- vitað nokkuð kaldir," sagði Ásgeir þeg- ar hann kom í land með skipbrots- mennina á Blönduósi síðdegis í gær. Aðspurður sagði hann það ólýsanlega tilfmningu að ná að bjarga mönnunum og að hann hefði fundið til mikils feg- inleika og spennufalls eftir að þeir vora allir komnir heilir um borð. Ás- geir orðaði það þannig að menn gerðu sjálfsagt ekki betri túra en þá að geta bjargað mannslífum. „Raunar vora þeir ótrúlega hressir líkamlega, ekki síst drengurinn sem sofnaði um stund á landstíminu, miðað við það sem þeir Ástmar Árni Pétur Olafsson Ólafsson Mennirnir sem fórust Mennimir sem fórust þegar Una í Garði sökk snemma í gærmorgun hétu Ástmar Ólafsson og Ámi Pétur Ólafsson. Ástmar var tvítugur, til heimilis að Hæðargötu 3 i Ytri- Njarðvík. Hann var ókvæntur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum. Árni Pétur Ólafsson var 25 ára, til heimilis að Ásbúð 2 í Garðabæ. Far eftir togvírinn Ásgeir skipstjóri bendir hér á fariö sem togvír Unu í Garöi skildi eftir sig é björgunarbátinum. Bátarnir eru þarna báöir á dekki Húna. Björgunarskip Hér má sjá Húna HU 62 viö bryggjuna á Blönduósi í gær. við að halda sjópróf strax síðdegis en læknir á sjúkrahúsinu greindi dómara frá þvi að þeir væra ekki tilbúnir í slíkt strax. Bæði mennimir sjálfir og eiginkonur, móðir og fjölskyldur, sem hringt hafði verið í á landstíminu í Húna, sem komnar vora af Suðumesj- um til Blönduóss að taka á móti ástvin- um sínum, höfðu skiljanlega orðið fyr- ir miklu andlegu áfalli og báðust þau eindregið undan myndatökum og við- tölum við blaðamann DV. Fólkið fór síðan heim til sín upp úr kl. 17 í gær. Klæðalitlir Eins og áður segir vora mennimir afskaplega klæðalitlir þegar þeir komust í gúmbátinn og lánuðu skip- verjar á Húna þeim fót eftir því sem þeir gátu. Áður en pilturinn ungi fór suður lagði hann lykkju á leið sína og fór aftur niður að höfn til að skila Sveinbimi Guðlaugssyni, dreng á svip- uðum aldri frá Blönduósi, umframfót- um sem hann hafði fengið lánuð hjá honum en Sveinn var að dorga þar marhnúta. Sveinn hafði tínt til eitt- hvað af fótum eftir að frændi hans, Ás- geir Blöndal skipstjóri, hafði hringt í land og beðið um að föt yrðu til taks fyrir mennina þegar þeir kæmu í land. Togvírsfar á björgunarbáti Ekki er ljóst hvað gerðist þegar Una í Garði sökk en þó er ljóst að hún var að toga og að hún lagðist á hliðina. Greinilegt far er á einum björgunar- bátanna eftir annan togvirinn sem virðist hafa dregið bátinn niður en honum síðan skotið upp. Um er að ræða smumingsfar en annar vírinn var enn vel smurður þar sem hann var nýr. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sjópróf verða haldin. -BG höfðu gengið í gegnum og í mínum huga eru þetta hreinar hetjur. Þeir virðast hafa gert allt rétt við þessar erf- iðu aðstæður, þeir fóra allir í sama bátinn, blésu upp botninn og þeir ausa bátinn áður en þeir fara í álpokana," sagir Ásgeir. Mikiö áfall Þegar komið var með skipbrots- mennina til Blönduóss í gær voru þeir strax fluttir á sjúkrahúsið til aðhlynn- ingar en enginn þeirra var með alvar- leg líkamleg meiðsl, þó þeir væra marðir og lemstraðir, en einn þeirra gekk þó út með hendi í fatla. Hætt var Bjargvætturinn Ásgeir Biöndai, skipstjóri á Húna, við komuna til Blönduóss í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Mál:
Árgangir:
41
Útgávur:
15794
Registered Articles:
2
Útgivið:
1981-2021
Tøk inntil:
15.05.2021
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Stuðul:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 163. tölublað (18.07.2001)
https://timarit.is/issue/200427

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

163. tölublað (18.07.2001)

Actions: