Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuli 2001næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Síða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 2001 I>V Fréttir Feðgin í tívolíi á Reykjavíkurhöfn: Miður sín eftir hringekjuferð - þeyttust á ofsaferð þrjá umganga ÞAKSKRÚFUR Jörundur Guömundsson. Gunnar Ólafs- son sagðist hafa orðið fyrir óskemmtilegri reynslu er hann fór ásamt dóttur sinni i tívoíið á hafnarbakkanum í Reykjavík á föstudaginn. „Ég hef margoft farið í tæki í tívolíum erlendis. Þarna er tæki sem er eins og bollar sem snú- ast inni í hring. Þar eru 14 til 16 ára strákaguttar við stjórnina. Ég bað um að fara í tæki sem snerist ekki mjög hratt. Þegar tækið fór af stað tók ég eft- ir því að í stjórnklefanum og þar í kring var fullt af stelpum sem fengu að standa utan við hringinn. Eftir um 25 hringi átti tækið að stöðvast. Strákarnir voru greinilega að sýna sig og reyna að ganga í augun á stelpunum. Þegar tækið átti að stoppa juku þeir hraðann og héldu áfram í eina tuttugu hringi. Dóttir mín var þá orðin mjög hrædd og far- in að gráta í sætinu. Þegar tækið var þá að stöðvast í annað sinn kom einhver enn yngri strákur inn í stjórnklefann og setti allt á fulla ferð. Ég hef farið í slík tæki í mörg ár en aldrei lent í öðru eins. Ég reyndi að halda á dóttur minni þar sem við þeyttumst í tækinu á fullri ferð í eina 20 til 30 hringi til viðbót- ar. Ég reyndi að teygja mig í skóna mína til að kasta þeim í stjómbúrið til að stöðva tækið. Loks þegar það stöðvaðist vorum við illa til reika en ég fór rakleiðis til strákanna til að skamma þá fyrir athæfiö." Gunnar sagðist hafa hringt í lög- regluvarðstjóra en hann hafi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. „Þegar ég og dóttir mín komum heim lágum við í rúminu í heilan sólarhring. Við vorum miður okkar og mér fannst ég vera með heila- hristing eftir tívolíferðina," sagði Gunnar Ólafsson. Ekki er alltaf gaman í tívolí Alexandra Elísa ásamt fööur sínum, Gunnarl Ólafssyni, viö tækiö þar sem þau uppliföu martrööina á föstudaginn. « I imutumttuv imuuw» Heithúðaðar Ryðfríar ÁL /$%?&&&•&*> ■ ^ j * Allar gerðír festfnga fyrir ■%£-' j klæðningar á lager. ..það sem fagmaðurinn notar! Ármúli 17, lOB Reyhjavík síml: 533 1334 fax, 55B 0439 Kemur á óvart Jörundur Guðmundsson hefur veg og vanda af veru tívolísins á' hafnarbakk- anum. Hann segir svo sem ekkert nýtt að fólk jafnvel æli eftir að fara í þessi tæki. Fólk verði að meta það í hverju til- felli hvort það treysti sér i þau. Hann segir reglur mjög stífar og starfsfólk með mikla reynslu í stjóm þeirra. Jör- undur fullyrðir að ekki sé hægt að auka hraða tækjanna eins og Gunnar vill vera láta. Jörundur sagðist ekki þekkja þetta ákveðna tilfelli en það kæmi sér á óvart ef starfsfólkið væri að senda gesti í fleiri umferðir en greitt er fyrir. „Það er talsvert kvartað við okkur en þá helst vegna þess að fólk telur sig ekki fá nógu mikið fyrir sinn snúð. Hver umferð sé of stutt,“ segir Jörundur. Magnús Guðmundsson, fulltrúi í Vinnueftirliti rikisins, sagði að tækin væru öll skoöuð hvað öryggisbúnað varðaði. Hann sagðist að vinnueftirlitið fylgdist vel með að tækin uppfylltu ör- yggiskröfur, en sagðist ekki þekkja vel reglur um aldurstakmörk stjómenda slíkra tækja. Hins vegar væru ströng ákvæði í lögum og reglum um vinnueft- irlit og störf barna og unglinga sem tak- marka vinnu ungmenna við hættuleg tæki. -HKr. Sjónarmið íslendinga njóta skilnings: Greiðsluáskorun I nnheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2001, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2001 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. júlí 2001 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur nianna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjaid, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjaid, markaðsgjald, gjald í frainkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Andstaða Bush veldur óvissu - segir Siv um loftslagsráðstefnuna í Bonn „Ég er nú hæfilega bjart- sýn á árangur hvað varðar Kyoto-bókunina sjálfa," sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra í samtali við DV i gær en síðar í vik- unni mun hún halda til Bonn á ráðherrafund vegna Kyoto-bókunarinnar. Nú er hafinn alþjóðlegur fram- haldsfundur embættis- og visindamanna í Bonn um bókunina og i framhaldinu munu ráðherrar koma saman. Ráð- herra segir Bonn-fundinn í raun framhaldsfund á Haag-ráðstefnunni og metur hún stöðuna þannig að sjónarmið íslendinga hafi raunhæf- an möguleika á að ná fram að ganga og íslendingar geti þess vegna verið með i því að staðfesta Kyoto-bókun- ina. Siv minnir á að hugmyndir okkar hafi fariö í gegnum undirbún- ings- og vísindanefndir á undirbún- ingsstigi á sínum tíma og að á Haag- fundinum hafi menn verið ansi ná- lægt þvi að ná fram niðurstöðu en því miöur hafi það ekki tekist. Staö- Siv Friðleifsdótt- Ir unhverfisráð- herra. an sé svipuð núna „þannig að okkar mál hafa verið í þokkalega góðum fargvegi," segir ráðherrann en minnir á að þau séu þó engan veg- inn komin í höfn. Siv telur vaxandi skilning á sérstöðu íslendinga og að alþjóða- samfélagið beinlínis kalli á vistvæna orkugjafa, enda liggi fyrir að orkunotkun muni tvöfaldast. „En óneitanlega er stað- an núna samt sem áður sú að það er meiri óvissa ríkjandi en var í Haag, þegar flest ríkin töldu að samkomu- lag væri skammt undan. En nú eru hins vegar efasemdir manna meiri um að við munum ná niðurstöðu á fundinum í Bonn vegna yfirlýsinga Bush Bandaríkjaforseta um að hann styðji ekki Kyoto-samkomulagið. Því er það svo að þó að okkar sér- mál séu í þolanlegum farvegi er nú uppi meiri óvissa gagnvart Kyoto- bókuninni sjálfri en áður,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vömgjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 18. júlí 2001. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 163. tölublað (18.07.2001)
https://timarit.is/issue/200427

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

163. tölublað (18.07.2001)

Gongd: