Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Qupperneq 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
J3V
Þrjóskast vió
Bush viröist ekki ætla aö taka
marka á andmælum eins né neins.
Bush gefur
ekkert eftir
Fyrsta opinbera heimsókn Geor-
ge W. Bush Bandaríkjaforseta til
Bretlands hefst í dag. Hann mun
ræöa viö Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, og taka þátt í
kvöldveröarboði hjá Elísabetu
drottningu.
Talið er að viðræður Blairs og
Bush verði stirðar þar sem Bush
virðist hvergi ætla að hvika frá eld-
flaugavamarkerfl né hunsun sinni
á Kyoto-sáttmálanum. í viðtali við
sjónvarpstöð BBC sagði Bush að
sáttmálinn væri ómögulegur og
hann hefði skyldur gagnvart
þegnum sínum að vernda umhverf-
ið en um leið hagvöxt. I viðtalinu
hvatti Bush einnig skæruliðhreyf-
inguna IRA til að hefja afvopnun.
Vatikanið ógildir
mormónaskírn
Kaþólska kirkjan hefur ákveðið
að skírnarathöfn mormóna í Banda-
ríkjunum teljist ekki gild innan
kaþólsku kirkjunnar.
Rökstuðningur fyrir ákvörðun-
inni er sá aö mormónar sjá fóður-
inn, soninn og heilagan anda sem
þrjá guði í einum á meðan kaþólska
kirkjan sér einn Guð búa í þrem
einstaklingum. Einnig á skírn
mormóna rætur sínar rekja til upp-
hafs sköpunar en ekki Jesú Krists.
Úrskurðurinn birtist í vatikanska
dagblaðinu Osservatore Romano og
kemur í kjölfar spumingar frá bisk-
upaþingi bandarfska hluta kaþólsku
kirkjunnar. Kaþólska kirkjan viður-
kennir skímir nokkurra annarra
kristinna söfnuða.
Ekki alveg meinlausar
14 hafa látist afgömlu gerö plast-
kúinanna, sá seinasti 1989.
Plastkúlur verði
ekki notaðar
Mannréttindasamtök Norður-ír-
lands hafa farið fram á það við RUC,
lögregluna í Ulster, að hún hætti aö
nota nýja gerð plastkúlna til að hafa
stjóm á óeirðum. Nýju kúlurnar
eiga að vera skaðlausari en eldri
gerðir. Það mun hins vegar ekki
vera svo og sumir segja þær jafnvel
hættulegri. Einnig er lögreglan
gagnrýnd fyrir óþarfa hörku gegn
óeirðaseggjum. Ekki hefur heyrst
um alvarleg meiðsl af völdum kúln-
anna í óeirðum seinustu daga.
ísraelar færa sig upp á skaftið:
Fjölga í herliði á
Vestu rbakkanum
Palestínumanna vera lið í forvarn-
araðgerðum.
Vopnahlé George Tenets CIA-
stjóra í Mið-Austurlöndum virðist
nú alfarið fyrir bí. Lítið er nú rætt
um viku ró, sem Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, vildi
koma á fyrir friðarviðræður á svæð-
inu. Yasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, fordæmdi ofbeldið af
hálfu palestínskra uppreisnar-
manna og ísraelskra stjómvalda.
Hann varaði Hamas og Jihad við að
láta ekki af árásum sínum, ellegar
kynni hann að banna starfsemi
þeirra. George Bush Bandaríkjafor-
seti hringdi í Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra ísraels, í gær og hvatti þá
til að halda aftur af sér. Saddam
Hussein íraksforseti hvatti hins
vegar Arabaríkin í stríð gegn ísrael.
Palestínumenn segja liðsauka
ísraela á Vesturbakkanum benda til
þess að allsherjarárás þeirra sé yfir-
vofandi.
Mótmælendur láta á sér kræla
Meölimur Greenpeace hengir hér olíuborinn bandarískan fána á olíuskipiö Clare Spirit sem liggur út fyrir Vado Ligure
skammt frá Genóva par sem leiötogar átta stærstu iönríkja heimsins hittast á föstudaginn. Þetta er rétt upphitun því
búist er viö aö allt að 120.000 mótmælendur muni flykkjast til borgarinnar og er lögregla meö mikinn viöbúnaö.
Stjómvöld í ísrael létu fjölga í
herliði sínu á Vesturbakkanum eft-
ir að palestínskir uppreisnarmenn
gerðu sprengjuvörpuárás á úthverfi
Jerúsalem í gær. í 10 mánaða upp-
reisn Palestínumanna hafa þeir
hingað til ekki beitt sprengjuvörp-
um gegn ísraelum.
Vítahringur ofbeldis í ísrael virð-
ist vera að vinda upp á sig.
Sprengjuvörpuárásin var gerð í
hefndarskyni fyrir þyrluárásir ísra-
elsmanna í Bethlehem sem urðu
fjórum palestínskum meðlimum
Hamas-samtakanna að bana. Árásin
var gerð í kílómetra fjarlægð frá
meintum fæðingarstað Jesú Krists.
Þyrluárásin var gerð í kjölfar sjálfs-
morðsárásar Jihad-samtakanna á
lestarstöð á mánudag sem varð
tveimur ísraelskum hermönnum að
bana. Israelsmenn segja Palestínu-
mennina i Bethlehem hafa veriö að
undirbúa hryðjuverkaárás á Ólymp-
íuleika gyðinga, sem nú fara fram í
Viö Jerúsalem
Israelar hafa fjölgaö skriödrekum og
brynvöröum bilum á Vesturbakka
Jórdanár.
ísrael. Yfirvöld í ísrael segja morðin
á forsprökkum baráttusamtaka
Japanir styðja
Kyoto-sáttmálann
Evrópusambandið og aðrir stuðn-
ingsaðilar Kyoto-sáttmálans fengu
óvæntan stuöning frá Japan í gær-
dag. Ráðstefna um Kyoto-loftslags-
sáttmálann stendur nú yfir í Bonn
og mun standa næstu tvær vikur.
Eftir að Bush Bandaríkjaforseti
tók það skýrt fram að Bandaríkin
myndu ekki styðja loftslagssáttmál-
ann hefur Evrópusambandið róið
öllum árum að því að safna nægum
stuðningi meðal annarra þjóða til
að koma megi markmiðum sáttmál-
ans í gang. Japan spilaði þar lykil-
hlutverk. Með samþykkt þeirra
hefði 55 rikjum tekist að safna upp í
55% árlegs útblásturs af gróður-
húsalofttegundum.
Japan hefur verið tregt til að
staðfesta sáttmálann eftir að Banda-
ríkin drógu sig út úr honum. Jun-
ichiro Koizumi, forsætisráðherra
Junchiro Koizumi
Hefur snúist hugur um aö fá Banda-
ríkin meö fyrst.
Japans, hefur lýst því yfir að það
væri lítið vit í því að staðfesta sátt-
málann án þátttöku Bandaríkjanna,
sem framleiða um 25% útblásturs
gróðurhúsalofttegunda á ári. Um-
hverfisráöherra Japan, Yoriko
Kawaguchi, lýsti því hins vegar yfir
í gær að japönsk stjórnvöld sæju sér
ekki fært að koma í veg fyrir stað-
festingu Kyoto-sáttmálans.
Borgarstjórar tæplega 40 strand-
borga í heiminum sendu Bush, for-
seta Bandaríkjanna, bréf í gær þar
sem hann er hvattur til að staöfesta
sáttmálann. Bréfið er hugmynd Pa-
olo Costa, borgarstjóra Feneyja. Þar
er Bush m.a. bent á hættu sem að
borgunum steðjar vegna ísbráðnun-
ar í hækkandi loftslagshita. Á meö-
al þeirra borga sem undir skrifa eru
Seattle, London, Buenos Aires,
Haag, Rio de Janeiro og Genóva.
Dóttirin á móti Kastró
Ein af dætrum
Fidels Kastró Kúbu-
leiðtoga, sem býr I
Flórída, tekur þar
þátt í starfsemi and-
stæðinga hans þar.
Hún á sér draum
um að fóður sínum
verði steypt af stóli.
Hún er 49 ára gömul.
Hvít-Rússar og mannát
Sex Hvít-Rússar eru fyrir rétti í
höfuðborginni Minsk, sakaöir um
mannát. 4 menn og tvær konur
hjuggu höfuðið af manni og átu lík-
amshluta og líffæri af honum.
Skokkarar fundu restina af líkinu.
Jaröskjálfti á Ítalíu
Jarðskjálfti upp á 5,2 á Richter
skók Norður-Ítalíu í gær. Ein kona
lést í skriðufalli vegna skjálftans.
Geimganga tafðist
Áhöfnin í Atlantis-geimskutlunni
varð að fresta geimgöngu um hálf-
tíma í gær þegar 17 metra langur
vélarmur bilaði. Geimfararnir
vinna við uppsetningu alþjóðlegrar
geimstöðvar.
VIII fleiri sporödreka
Malasísk kona sem hefur dvalist í
12 fermetra búri með 2000 sporð-
drekum í 16 daga vill fá 1000 íleiri í
búrið til að auka á áskorunina.
Breska blaðið The Sun sýndi í dag
mynd af henni meðvitundarlausri í
búrinu. Hún er í lagi núna.
Gæti skaöað kirkjuna
Erkibiskup í
Mexíkó segir að borg-
aralegt brúðkaup
Vicente Fox, forseta
landsins, í byrjun júlí
gæti skaðað kirkjuna.
Það er slæmt for-
dæmi fyrir kaþólikka,
segir biskupinn.
Herstúlkum sleppt
Uppreisnarmenn í Afríkurikinu
Sierra Leone hafa sleppt yfir 100
börnum sem börðust fyrir þá. Meiri-
hluti barnanna er stúlkur á aldrin-
um 10 til 16 ára. Þau verða nú með-
höndluð vegna ýmissa húðsjúk-
dóma.
Fjölmiðlafrumkvöðull deyr
Katharine Gra-
ham, fyrrverandi
stjórnarformaður
útgáfufélags The
Washington Post,
er látin eftir að hafa
fallið á gangstétt, 84
ára að aldri. Hún
fékk Pulitzer-verð-
launin fyrir endur-
minningar sínar árið 1997.
Einkavæðing í Nýju-Gíneu
Forsætisráðherra Papúa Nýju
Gíneu lofar að halda áfram aðgerð-
um í átt til einkavæðingar, þrátt
fyrir að mótmæli gegn þeim hafi
leitt til blóðbaðs í síðasta mánuði.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styrkir
efnahagsaðgerðirnar.
Concorde gekk að óskum
Tilraunaflug British Airways
með Concorde-þotu gekk að óskum í
gær. Þetta var fyrsta flug Concorde-
þotu síðan mannskætt flugslys í
Frakklandi leiddi í ljós galla á þeim
en þá létust 113 manns.